Alþýðublaðið - 06.11.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.11.1942, Blaðsíða 5
Föstwiagnx 6. nóvember 1942. ALPt DUBLAÐID U M þessar mundir gerast hinir raunalegustu harm- leikir um alla Evrópu — harm- leikimir um fangana, sem gera tilraun til þess að flýja. Það er ekkert leyndarmál þó að sagt sé frá þessu og spillir á engan hátt fyrir flóttamögu- leikum fanganna, þótt ég segi frá manni einum, sem kom einn daginn —• um hábjartan dag — á þaki járnbrautarlestar til íramandi járnbrautarstöðvar, sem var tiltölulega vel gætt. Hann fór niður af þakinu fjn-ir augum almennings, dust- aði fötin sín dálítið og gekk burtu, áður en nokkur hreyfði hönd eða fót. Svo hvarf hann í þröngina. Þessi maður tekur öllum öðr- um flóttamönnum fram. Því miður gengur öllum ekki eins vel að sleppa. Þeir, sem kynnzt hafa mönnum, sem sloppið hafa úr evrópskum fangelsum, hafa hlotið að taka eftir því, hversu þessir menn eru bugaðir andlega, siðferði- lega og líkamlega, Eg bjó einu sinni í herbergi með manni um tvítugt, sem hafði losnað eftir ársdvöl og illa meðferð í fangelsi, sem þó var hvorki á Þýzkalandi né á Frakklandi. Hann hafði fengið hryggskekkju af barsmíð í fangelsinu. Minningamar um dvöl hans í fangelsinu ásóttu hann. Hann lá heila daga á rúmi sínu, eða sat við gluggann og horfði upp í bimininn. Lífslöngunin var horfin og frelsið var orðið hon- um einskis virði. Það, sem eftir lifði, var aðeins hatrið á þeim, sem höfðu farið illa með hann. Kannist þið nokkuð við „sundgarpana" frá Gibraltar? Menn ættu að bera sérstaka virðingu fyrir þeim. Og það, að ég tala um þetta hér, stafar eingöngu af því, að Vichy- stjórninni er það Ijóst, að í hvert skipti, sem franskt skip fer gegnum Gibraltarsund, sitja sjómennirnir um tækifæri til þess að steypa sér í sjóinn og synda í land. Þetta er orðið svo algengt, að um skeið hafa vopnaðir yfir- menn verið látnir halda vörð á þiljum uppi og þeim hefir ver- ið skipað að skjóta þá sjómenn, sem reyna að flýja á þennan hátt. Þeir hafa orðið að grípa til byssunnar. Það er ekki langt síðan tveir óheppnir sjómenn voru miskunnarlaust skotnir fyrir flóttatilraun. Ég þekkti hugrakkan pilt á borð við þessa tvo. Hann hafði Kirkjustíll framtíðarinnar? Myndin er að kirkju, sem nýlega hefir verið byggð í Cclumus í Indian í Banclaríkjunum. StíII kiirkjunnar er mjög frábrugödnn hinum gamla rómverska og gotneska kirkjustíl, sem hefir verið fyrirmynd flestra kirkjubygginga til skamms tíma. Fléttimi úr faatgelsuiii Hitlers, ÖREÍN SÚ, sem hér birt- ist, er eftir franskan liðsforingja, sem lætur ekki nafns síns getið. Fangelsin og fangabúðirnar á Frakklandi og í Norður-Afríku em full- ar af stríðsföngum, sem eru kvaldir þar á allan hugsan- Legan og óhugsanlegan hátt. En sumum tekst þó að flýja, og um þá er rætt í þessari grein og aðferðimar, sem þeir nota til þess að komast undan. ráðið sig á sk.tp fyrir hálfu öðru ári í því augnamiði að flýja á þennan hátt. Seytján sinnum hafði hann farið um sundið áð- ur en hann fékk tækifærið. alþýbuflokksfélags reykjavíkur. Almennur félagsfuöchir verður haldinn í Iðnó mánudaginn 9. nóv. og hefst kl. 8Vz e. h. (inngangur frá Vonai'stræti). Á fundinum fer fram kosning fulltrúa á flokks- þing'. Dagskrá fundarins nánar auglýst í sunnudags- blaðinu. Stjómin. Augíýsið í Alpýðublaðinu. þar til öðru vísi verður ákveðið verður Íeigugjald vöru- bíla í innbæjar akstri, sem hér segir: ^ Dagv;"yta kr. 13,86, með vélsturtum kr. 18,50. Ef ii:’vmnt kr. 16,99, með véisturtum kr. 21,63. ;r- og heigidagavlnna kr. 20,11, með vélst. kr. 24,75. VÖRUBÍLASTÖÐIN ÞRÓTTUR. Þegar tækifærið loksins kom, kliíraði ham: upp á borðstokk- inn, e:n þegar hann leit niður á æðisgenginn sjóinn fór hrollur um hann. En hann steypti sér samt. í annað skipti stukku tveir menn samtímis fyrir borð.- Franskur tundurskeytabátur, sern fylgdi skipinu, setti út bát þegar í stað. En af hreinni til- viljun var brezkur togari á næstu grösum og gerði hið sama þegar í stað. Nú varð kappróður um líf og dauða. Bátarnir komu samtímis á stað in og náðu sínum mann- inum hvor. Ekkert orð, ekkert hljóð, varla augnatillit fór á milli bátshafnanna, sem fóru síðan hvor að sínu skipi með sinn manninn hvor. Frá því þetta skeði hefir ver- ið mikil samkeppni milli brezku varðskípanna í Gibraltarsundi um mannaveiðar eða rétíara sagt björgun franskra flótta- manna úr sjónum. Mér koma í hug hrakningar manna, sem flýðu frá Þýzka- landi. Þeir lögðu af stað frá Siésíu í janúarmánuði í hol- lenzkum búningum. Þeir fóru þvert yfir Þýzkaland, hálfdauð- ir úr kulda, í kolavögnum. Þeir fóru um Belgíu í þýzkri her- ílutningalest. Þar náðust þeir og voru fluttir í fangelsi, en sluppu þegar verið var að flytja þá úr einu fangelsi í annað. Nú eru þeir réttum megin sundsins. Norskir sjómenn verðskulda það, að sérstaklega sé á þá rninnzt. Nokkrir Norðmenn, sem voru í íangabúðum í höfn í Norður- Afríku, smíðuðu sér bát úr ýmsu smælki innan fangabúð- arveggjanna eg siuppu á honum nótt eina í góðu veðri. Aðrir norskir sjómenn, sem voru í Dákar, sluppu á furðu- legan hátt. Skipið hafði verið gert ósjófært á þann hátt, að teknir voru vissar pípur úr vél- ' :mi, sem t gerðu hana óstarf- hæfa. En einu sinni í mánuði voru pípurnar settar í — auð- vitað undir eftirliti — svo að ha'gt væri að liita vélina og halda henni frá skemmdum. Dag einn, þegar svona stóð á, var eftirlitsmönnunum veittur ríkulegur miðdegisverður og veittir sterkir drykkir. Þegar eftirlitsmennirnir fóru frá borði, tóku þeir ekki eftir þyí, að þeir höfðu meðferðis falsk- ar pípur, sem vélamennimir um borð höfðu smíðað, áhaldalitlir, en af því meira hyggjuviti. Af- leiðingarnar geta menn hugsað sér. Þá er að minnast á flótta flugmannanna. Italskur herforingi fór frá Turin til Algier til þess að vera þar forseti vopnahlésnefndar. Hann fór í glæsilegum einkenn- isbúningi ásamt föruneyti sínu í flugvél. Á flugvellinum í Mai- son Blanche, nálægt Algier voru móttökurnar undirbúnar. Flugvélinni var gefið merki, hún lækkaði flugið, settist og nam staðar rétt fyrir framan móttökunefndina. Herforinginn kom út í full- um skrúða ásamt föruneytinu, og þeir stóðu í röð samkvæmt venjunni. Þegar hátíðleikinn stóð sem hæst, heyrðust skyndilega drunur í þremur hreyflum. Fimm ungir flugmenn höfðu notað tækifærið, meðan kredd- urnar voru framkvæmdar, stokkið upp í flugvélina, sem herforinginn var nýstiginn út úr og stóð rétt hjá með fylgd- arliði sínu, sett flugvélina af stað og renndu nú skeið eftir vellinum, hófu sig á loft og flugu burtu. Þeir höfðu á brott með sér allt nesti herforingjans, fjaðra- hattinn hans og öll skjölin frá ítölsku stjórninni. Þannig leita menn uppi leið- ina til frelsisins, stundum finna þeir hana, en stundum ekki. Stundum heppnast flótt- inn, en stundum endar ævin- týrið hörmulega. En það er bezt, að menn geri sér það ljóst, að fyrir hvern einn, sem kemst undan, eru tíu, sem nást á flóttanum og mörg hundruð, sem hafa engin tök á að flýja. Lesið fcréfið frá konunni fyrir drengnum ykkar. — Fyr- irspurn frá utvarpsnotanda um slæma ljósperu. — Karímaður þakkar Sigrúnu. EGAR skrifað er um framferði barna á göfum úti ættu for- eldrar að iesa það fyrir börnum sínum. Ég vildi mælast til þess að þið læsuð bréf fyrir stráknum ykk ar sem ég birti hér á eftir og töl- uðuö við hann um efni þess. KONA SKRIFAR mér þetta eflir tektarverða bréf: „Ég gekk fram hjá leikvellinum á Grettisgötunni fyrir 3 dögum. Þrír smádrengir voru að leika sér í sandkassa, þeir voru búnir að byggja hús, bryggj- ur og báta úr sandinum allt mikil mannvirki í þeirra augum. Þá sé ég hvar kemur hópur af stórum strákum þeir vaða með berserks- gangi að drengjunum litlu og spörk uðu og börðu allt niður til grunna. TVEIR AF ÞEIM LITLU flýðu strax, en einn sat kyr í kassanum og hcrfði með hryggð á eyðileggin- una, spellvirkjuiium þótti ekki nóg að skemma fyrir drengjunum held- ur réðist nú sá stærsti á litla dreng inn, þá gekk ég inn á völlinn og til þeirra. Þá heldur hann um hálsinn á drengnum og keyrir hann niður í sandinn svo andlitið þrýstist of- an í hann en hinir óþokkarnir koma með stóra vatnsbyssu og dæla yfir hann, og enn aðra. MIG HRYLTT við þessum ófagra leik, bar sem ég var líka ekki ó- hrædd um að barnið myndi kafna. Bað ég þá að hætta og létu þeir loks að orðum mínum. Vörðurinn var í skúrnum og vissi ei hvað fram fór, enda eru þar konur sem gæta smábarnanna löngu uppgefn- ar á götudrengjunum sem virðaet hafa yndi af því að kvelja og striða smábörnunum og eyðileggja þau leiktæki sem á leikvöllunum eru. HVAR ER LÖGREGLAN? Veit hún ekkert um þetta? Sða finnst henni þetta bara smámunir einir. Nei, leikvellirnir eiga að vera frið- arreitir fyrir litlu börnin sem sum hver hvergi annarsstaðar eiga sér leikvang hér í bæ og hvergi er ó- hult fyrir þau. Vill lögreglan hefj- ast handa?“ „VILTU EKKI KOMA til Raf- magnsstjóra fyrir mig eftirfarandi: og annara líka“, segir „FO“ í bréfi og heldur áfram: „Ég bý eins og þú veist við Urðarstíginn. Eg hlusta allmjög á fréttir í útvarpinu ekki bara R.vík. heldur einnig útlönd, enda| hefi ég ágætt viðtæki". „UNDANFARNA mánuði, all marga, hefir götuljósið á horninu á Bragagötu og Urðarstíg valdið þráleitum truflunum. Þetta hefi ég hvað eftir annað fullvissað mig am, þar sem ég, úr glugga mínum, sé nefnt götuljós og sannfærzt um að aðaltruflanirnar koma um leið og nefnt ljós blaktir. Ég hefi oft hringt til Rafveitunnar og tilkynnt þetta, en annað hvort er, að ekki er gjört við þetta eða þá að það er gjört svo illa að um leið og fyrsta vindgola kemur þá losnar nefnd rafmagnspera og veldur truflunum“. ÆTLI ÞETTA, úr því það er svona á þessum stað, geti ekki ver- ið á sama hátt víðar, og hvað offc FÁ. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.