Alþýðublaðið - 08.11.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.11.1942, Blaðsíða 6
"T AL ÞVmn*U*«m R«nnudarfnr 8. nóveœtser 1M?.; Jód KlemeDzson 85 áraidag. AMORGUN er Jón Klem- enzson fyrrv. stýrimaður Vitastíg 18 65 ára. Hann er fæddur í Saltvík á Kjalarnesi 9. nóv. 1877. Jón var einn af mörgum systkinum, er byrjaði snemma að vinna fyrir sér. Um fermingaraldur fór kann að stunda sjóinn og varð það atvinna hans upp frá því um 30 ára skeið. En þá missti kann heilsuna og hefir síðan ekki mátt á sig reyna. Jón er einn af þeim gömlu skútusækörpum sem óðum eru að falla í valinn. Hann lauk námi í Stýrimannafræði árið 1906 og árin þar á eftir var hann stýrimaður á ýmsum þil- akipum héðan úr bænum. 1 starfi sínu var hánn viður- kenndur fyrir skyldurækni og trúmennsku, sjómaður var hann talin góður, og vel að sér í öllu er að sjómennsku laut. Konu sína missti hann 1938, áttu þau eitt barna, Axel, sem nú er verkstjóri á bílaviðgerð- arstöð Egils Vilhjálmssonar. Fyrir 19 árum síðan missti hann heilsuna, og allan þann tíma ekkert mátt á sig reyna, til líkamlegrar áreynslu. Þrátt fyrir allt það mótlæti, sem hann hefir reynt, er hann hress og glaður í anda, og hans gleði stundir eru að heimsækja gamla félaga og rabba um gamla daga. Gamlir skipsfélagar munu senda honum hlýjar kveðjur og árna honum góðra og rólegra daga í ellinni. Gamall skútufélagi. fllpýðuflohksfélaa ReykjavSkar: JUmennnr félaisfnndnr verður hfllriinip ítnánudaigkm 9. nóveaniber, í Iðhó og hefst M. 8 Vz (innganigur frá Vinartsitræti). DAGSKRÁ: 1. Féiaígsmál (vetranstarfið). 2. Kosning fulltrúa á flokilosþing. 3. Störf komandi alþingis. Mætið öll stundvíslega. Stjórnin. Hafofirðlngar! Almenn bólusetning fer fram næstkomandi þriðju- dag og miðvikudag 10. og 11. nóv. í Goodtemplarahús- inu í Hafnarfirði kl. 3 e. h. Skyldug til frumbólusetningar eru öll börn fullra tveggja ára og eldri, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Skyldug til endurbólusetningar eru öll böm. sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða em eldri, ef þau ekki, eftir að þau urðu fullra 8 ára, hafa haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árang- urs. — Þriðjudaginn komi yngri bömin til frumbólu- setningar; miðvikudaginn komi eldri bömin til endur- bólusetningar. Bóluskoðtm fer fram viku síðar á sama stað og sama tíma. Héraðslæknirinn í Hafnarfirði 7. nóv. 1942. Kr. Arinbjamar. Tðknm að okkor að gera við og gera upp bæðijland og bátamótora. Mótorarnir verða prufukeyrðir á verkstæðinu að lokinni viðgerð. Vélaverkstæði Signrðar Sveinbjörnssonar, Simi 5753 — Skúlatúni 6. Reykjavík. Transtir menn og transt samtðk. TC* IMMTÁN ár er ekki hár * aldur, allra sízt þegar það er félag, sem í hlut á. Engu að síður getur eitt félag uimið margt þrekvirki á þessu tímabili, komið hugsjónum sín- um í framkvæmd, verið braut- ryðjandi á einn eða annan hátt, í stuttu máli gert þjóð sinni ó- metanlegt gagn. Ég vil nú biðja menn að skilja orð mín ekki svo, að ég sé að halda því fram, að F.U.J. í Reykjavík hafi unnið nein sérstök þrekvirki, því síður að því hafi auðnazt að koma hug- sjón sinni um sósíalisma í fram- kvæmd, en hinu vil ég halda fram, að F.U.J. sé merkilegur félagsskapur og hafi í 15 ár bar- izt drengilegri og þrautseigri baráttu fyrir stórkostlegustu hugsjón í þjóðfélagsmálum, sem sagan greinir. Stofnun félagsins olli á sínum tíma algerum þátta- skiptum í félagsskap æskulýðs- ins. — Alþýðuflokkurinn hafði þá um nokkurra ára skeið barizt fyrir sósíalismanum hér á landi. Fylgi hans fór vaxandi með hverju ári, sem leið. — Stofnun F.U.J. hér í Reykjavík boðaði að unga fólkið hafði nú fengið sína köllun og tók nú upp bar- áttuna við hliðina á fullorðna fólkinu, og hóf fána sinn hátt á loft. Það sindraði áhuginn og dirfskan af þessum brautrýðj- endahópi meðal unga fólksins. Félagið kom á fót margs kon- ar fróðleiks- og skemmtana- starfsemi og óx hröðum skref- um og var um skeið langöflug- asti pólitíski félagsskapur unga fólksins. Hugsjónum jafnaðarstefn- unnar er ekki komið í fram- kvæmd á fáeinum árum í kapi- talistisku þjóðfélagi. Það kostar látlausa baráttu í mörg ár og áratugi. Af því leiðir svo að ýmsir gefast upp á þessari leið, glata hugsjón sinni og hverfa úr fylkingunni. Þeim má að vísu virða til vorkunnar. — Það er ekki ávalt mikill Ijómi yfir þessari baráttu jafnaðarmann- anna, sem smátt og smátt eru að breyta og laga þjóðfélagið svo að fólkinu í landinu sé líft, það þarf trausta menn, sem ekki láta bugast við fyrsta mót- byr. Ekkert stríð verður heldur unnið, nema allir hinir óbreyttu liðsmenn slái órjúfandi skjald- borg um markmiðið um sjálfa hugsjónina. F.U.J. hefir staðizt þessa raun. Það hefir orðið fyrir mik- illi blóðtöku, sem lamaði allt starf þess um tíma. En það hefir jafnað sig aftur. Núna síðustu vikurnar hafa fleiri nýir félagar bæzt í hóp- inn, en um langt undanfarið skeið. Það gefur góð fyrirheit um framtíð félagsins. Mér er mikil ánægja að flytja félaginu á þessum tímamótum árnaðaróskir sambands ungra Ungir jafnaðarmenn í námsflokki. STARF OG STEFNA F. U. J. Framh. af 4. síðu stefnu og fá nýja liðsmenn til áframhaldandi starfs. íslenzkur æskulýður! F.U.J. beinir hugsjónum sínum til þín. Um leið og unnið er að mark- vissu starfi í þjóðfélagsmálun- um, er starfið fyrst og fremst helgað þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa að viti og þroska, og í framtíðinni á að bera byrði þessa þjóðlífs. Er það ekki hlutverk þitt í lífiixu, að sfcapa með bræðrum þínum þau beztu skilyrði til lífsins, sem á er íkosið? Er það ekki hlutverk þitt, að skapa það þjóðskipulag hér á landi, sem veitir þjóðarheildinni þá afkomu, að hún geti notið lífs- ins og notið þess arðs, sem land- ið sjálft getur veitt úr viðjum sinna auðlinda? Er það sam- boðið þér sem ábyrgum borg- ara, að standa á gatnamótum tveggja lífsskoðana, sem hlut- laus áhorfandi og bíða átekta unz stefna auðvaldsþjóðskipu- lagsins er búin að leggja að velli þá hugsjón, sem gefur þjóðarheildinni rétt sinn og frelsi og gerir lífið fegurra og betra. Sú hugsjón, sem tengd er við lífið sjálft, sem er þátt- jafnaðarmanna. — Ég er þess fullviss að félagið verður hér eftir sem hingað til eitt örugg- asta sóknarlið fólksins í þessu landi í baráttu þess fyrir bætt- um lífskjörum. Ég er þess líka fullviss að F.U.J. lætur aldrei neinar óvenjulegar kringum- stæður í þjóðfélagsmálum hér á landi villa sér sýn svo að það slái af kröfum sínum, glati hug- sjón sinni eða hopi um fet. — Við skulum ekki treysta nein- um nema sjálfum okkur. Hið kapitalistiska þjóðfélag óskar F.U.J. feigt eins og það vill sósíalism&nn feigan. Það verður því aldrei um neitt vopnahlé að ræða milli þeirra, sem berjást fyrir sósíalisman- um og hinna, ,sem berjast gegn honum. _ Með þeirri ósk, að F.U.J. sigri í þeirri baráttu og sjái sem fyrst drauma sína um sósíal- istiskt ríki á íslandi rætast, óska ég því allrar blessunar í fram- tíðinni. Friðfinnur Ólafsson. forseti Sambands ungra jafnlaðarmianna. Ungar stúlkur á saumanámskeiði F. U. J. urinn í lífsbaráttu einstakling- anna um heim allan — frelsi, réttlæti bræðralag — hlýtur að leikslokum að sigra, en sigur- inn er seinunnari fyrir það, að í öllum þjó'ðfélögum eru menn, sem telja sig engu skipta bar- áttu annarra, þótt hún sé unnin jafnt þeim til heilla sem öðrum. Þetta er hinn hættulegi leik- ur, og því hættulegri, sem fleiri framkvæma hann. Islenzka þjóðin lifir á tímum styrjaldar. Henni ríður því frekar nú en nokkru sinni fyrr á starfi fjöldans til að verja þjóðarverðmætin og þjóðar- heill. íslenzku alþýðustéttinni veitir ekki síður af samtökum og starfi til að verja sinn eigm rétt og geta neytt krafta sinna í skyldustörfunum við þjóðfé- lagið. Rétturinn verður bezt varinn með samtökum, félags- hyggju og starfi, starfi, sem miðar að því að skapa ríki jafn- aðarstefnunnar á íslandi, skapa þjóðinni jafnrétti — frelsi — frið. Með þessi einkmmarorð geng ur F. U. J. út í baráttuna á hinu nýja ári, og það hvetur allan æskulýð 'þessa bæjar, og þiesisa i'ands til saimvininu og samstarfs, á komandi árum, starfs sem miðar markvíst að því ag sá tilgangurinn sem var með stofntm F. U. J. fyrir 15 árijim síðan verði að veruleika í framtíðinni í þeirri trú óska ég F. U. J. allra framtíðar- hevlla. Ágúst H. Péturssón. Ferming i dag. I DómV - ■n kl. 11 f. h. DRENGIR: Bjarni Bragi Jónsson, Lau. 17. Pétur Guðmundsson, Hring. 180 STULKUR: Ása Hafdís Þórarinsdóttir, Suð- urgötu 28, Siglufirði. (P. t. Hringbraut 180). Ólöf Helga Sigurðardóttir, Mím isvegi 6. — Félagslif — ÍSLENSK GLÍMA Byrjað verður nú að æfa óslemsfea glímu. Kjenniari verður Agúst Krist- jánsison. Fyrsta æf ing og skrán- ing verður i kvöld kl. 9 í Mið- bæjiarb'arnaisikölainuim. Æfingár verða þar framvegis á miðviku- dögium fcl. 9—ilO og á laugar- dögum (kQ!. 8—9. Fimleikar drengja 14—17 ára. Fyrsta æfing og skránimg verður í kvöld kl. 8 í Miðbæj- arbaroasfcólaínum. Kennari er Jens Magnússon. Starfandi frjáls-íþróttameim Fundur í kvöld kl. 9 á fé- lagsheimili V. R. (2. hæð). Stjóm K. K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.