Alþýðublaðið - 12.11.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1942, Blaðsíða 2
s Rannsókn á stjórn «g rekstri Sfldar- serksmiöja rikisins Þrlvoia manna nefnð hefur verið sfeipuð ur '12. ; v R ÍKISSTJÓRNIN hefir nú orðið við áskorun Far- matuia. og f iskimamiasamhands- ias, sem það samþykkti á þingi aduu, að skipa þriggja manna itefttd til að athuga stjóm og rékstur Síldarvericsmiðja ríkis- ins. Er neínd þéssi skipuð vegna defflna, sem verið hafa um eíjóm og rekstur síldarverk- amiðjanna í sumar, en útgerðar- menn til dæmis hafa deilt all- iiart á verksmiðjíustjómina út af rekstrinum í sumair. Það er tekið fram, að þó að ríkisstjómin verði við áskoorun- inni, að skipa nefndina, þá liggi ekki frá hennar hendi nein á- sötkun á hendur stjóm verk- saniðjanna. Sagt er, að ríkisstjómin hafi sðdpað Trausta Ólafsson for- snann nefndarinnar, Farmanna- og fiskimannasamibaindið til- nefndi af sinni hálfu formann Kommúnistaflokksins á Siglu- iirði í nefndina, en Landssam- band íslenzkra útvegsmanna Loft Bjarnason útgerðaimann í Hafnarf irði. Vantar stundum bifreiðar, og stundnm bila vélar i mjðlknrstððinni. Mjélkursamsalan brýtur lðg á iteykvíkingnm. TWf JÓLKURLEYSIÐ hér í bænum er að verða jafn í- skyggilegt og fiskleysio. Hvað eftir annað undanfarið hefir ekki verið hægt að fá nægilega mjólk í mjólkurbúð- unum, og svo að segja á hverjum degi hafa húsmæður orðið að fara hvað eftir annað í mjólkurbúðirnar til þess að geta fengið lágmarksskammt sinú af nýmjólk. Stundum hafa þær alls ekki fengið nema lítinn hluta af því, sem þær telja sig nauðsynlega þurfa að fá til heimilishaldsins. í gær keyrði alveg um þverbak. Sáralítið af mjólk kom í búð- irnar fyrir hádegi, og voru þær troðfullar af komun og bömum frá því að opnað var og til hádegis, Afgreiðslustúlkurnar reyndu að skammta mjólkina, og fékk enginn meira en hálfan íítra eða svo fyrir hádegi. Sum heimili voru alveg mjólkurlaus. Þetta er ískyggilegt, og þáð er engin furða, þó að fólki þyki sem farið sé að syrta að, þegár það getur ekki fengið brýnustu lífsnauðsynjar sínar: fiskinn og mjóUdna. ískyggilega tíðar árásir á fólk á almannafæri. Á laugardaifskvðldið var kona barin til ó- bóta og í fyrrinétt var karlmaður rændor ARÁSIR á menn á götum úti og á almannafæri gerast nú aftur tíðar. Tvær árásir hafa verið gerðar síðustu sólarhringana á íslenzkt fólk, og hljóta þær að vekja ugg og kvíða. Fyrri árásin var gerð á laugardagskvöld, og var kona þá barin til óbóta, og hin síðari var gerð í fyrri nótt. Var maður þá barinn niður og rændur. Því er haldið fram, að ameríkskir hermenn hafi verið valdir að báðum .þessum árásum. Kl. 6.30 á laugardagskvöld- ið var hringt á lögreglustöðina og tilkynnt að amerískur her- maður hefði í sama mund ráð- izt á frú Jóhönnu Sigurðsson, þar sem hún var stödd í Hress- ingárskálanum — og barið hana. íslenzkir og amerískir lögregluþjónar brugðu þegar við óg fóru á vettvang og hittu þá frú Jóhönnu. Var hún með glóðárauga og hafði mikinn á- verka, meðal annars mikinn skurð fyrir neðan augað. Frúin var strax flutt til læknis og i gerði hann að sári hennar. Við yfirheyrslu skýrði frúin í svo frá þessum atþurði, að bún hefði. verið að síma, er amer- ískur hermaðUr vatt sér að henni og sagði eitthvað við hana. Svaraði frúin honum ekki, en ýtti honum frá sér, og vissi hún ékki fyrr af, en hann sló hana svo, að hún féll í gólfið. Segist frúin hafa getað staðið upp aftur, en þá hefði hermaðurinn slegið sig enn, — Lögreglan hefir einnig yfir- heyrt vitni, sem sá þennan at- burð og ber framburði þess sam an við framburð frúarinnar að öllu leyti riema því, að það seg- ist ekki hafa séð hermanninn hafa slegið frú Jóhönnu nema einu sinni. Hermaðurinn var flúinn, þegar lögreglan kom á vettvang. Klukkan 1 í fyrrinótt var tilkynnt til lögreglunnar frá Málleysingjaskólanum, að þá alveg nýlega, hefðu tveir amer- ískir hermenn ráðizt á mann á gatnamótúm Rauðarárstígs og Mjölnisvegar. íslenzkir og amerískir lög- regluþjónár fóru strax á stað- inn og hittu þar mann, sem var með allmikla áverka á andliti, bólginn, blóðugur og skrámað- ur. Var farið með hann til næt urlæknis og gert að meiðslum hans. Við yfirheyrslu skýrði hann svo frá, að hann hefði verið á gangi á gatnamótunum, þegar 2 amerískir hermenn réðust á hann fyrirvaralaust, börðu hann niður og rændu af hon- um veski hans, sem í voru um 800 kr. og pyngju hans, sem í var dálítið af skiptimynt. Bæði þessi mál eru nú í rann ’sókn hjá íslenzku og amerísku lögreglunni og er lögð mikil á- herzla á að hafa uppi á söku- dólgunum, enda er það nauð- synlegt til þess að slíkir atburð ir endurtaki sig ekki og skapi ekki meiri vandræði en orðið er. Ungbarnavemd Líknar, Templarasundi 3. Börn eru bólu sett gegn bamaveiki á föstudögum kl. 6—6,30. Hringja verður fyrst í síma 5967 nailli kl. 11 og 12 sama dag. Ailþýðuiblaðið hafði í gær tal af stöðvarstjóranum í-mjólkur- stöðinni, þar sem það gat ekki náð í forstjóra Mjólkunsamsöl- unnair. Spurði blaðið stöðvar- stjórann, hvort ihann gæti gefið noJdcra fuðlnægjandi skýringu á þessu mjólkurleysi. Stöðvarstjórinn svairaði, að undanfarnar vikur hefði borizt að tiltölulega lítið af mjólk. Um daginn, þegar bærinn var að mestu mjólkurlaus, var því kennt um, að bifreiðar vantaði til þess að flytja mjólkina til og frá búunum, en um mjólkur- leysið í gær sagði hann: „Það varð vélarbilun hér í mjólkurstöðinni. Stöðin er orð- in hið mesta skrapatól og við erum í hreinustu vandræðum með hana. Vélarnar eru dansk- ar og vitanlega ekki hægt að fá neina varahluti til þeirra. Við höfðum safnað að okkur dálitlu af varahlutum, en þeir eru fyrir löngu búnir. Við þurf um því að láta smíða alla hluti — sem bila — hér heima og það gengur misjafnlega. Þessa bilun er nú búið að laga, eða ég vona það, en þá og þegar geta vélarnar bilað aftur. Eg vona þó að ástandið í mjólkur- sölunni verði ekki aftur svona *slæmt, eins og það hefir verið í dag. En mjólkurleysið í dag stafar eingöngu af vélarbilun- inni hér í stöðinni." Það verður ekki hægt að una við það ástand, sem er í þessum málum nú. Það er ekki hægt að una við það, að upp undir 50 þúsundir manna hér í Reykja- vík séu mjólkurlausir, eða svo f gott sem, ve^na þess, að þeir, sem eiga að sjá um flutning mjólkurinnar, hafi ekki nægan bifreiðakost, éða yegna þess, — að eitthvert tannhjól brotnar í mjólkurstöðinni. Mjólkursam- salan verður áð finná ráð til þess, að þetta komi ekki fyr- ir aftur. Stjórnendur þessara mála verða að gera sér ljóst, að hlutverk þeirra er ekki að eins að verðleggja þessa nauð- synjavöru, fyrirskipa hálfsmán aðarlega, eða svo, hækkun á mjólkinni. Þeir hafa líka skyld- um að gegna ganvart mjólkur- neytendum. Ög það er ekki úr vegi, að minna á það, í þessu sambandi, að síðan í fyrra hef- Frih. 4 7. sfðu. í gær. KLUKKAN 4,30—6 í gær slokknuðu rafmagnsljós- in hvað eftir annað hér í bæn- um. OIli þetta miklum truflun- uin í verksmiðjum og í verk- stæðum á þessum tíma. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðuhlaðið fékk í gær- kveldi hjá rafmagnsstjóra, stöfuðu þessar truflanir frá samslætti á línunum frá Ljósafossi. Helgafell, segtember heftið kom At í gær. HELGAFELL, september- heftið er komið út, en um næstu máttaðamót kemur jóla- heftið, þrjú hefti í einu, stórt og mjög vandað. Heftið hefst með litprentaðri ljósanynd af málveriki Finná Jóinssonar, Sjómaður, en síðam koma grein’amar, sögumar og kvæðin: „Innan garðs ög utan‘.> „Um varnir ráðst j ómarrík j- anma“, eftir Sverri Kristjánsson, „Þú mátt ekki sofa“, stórfeng- 'legtt kvæði eftir norska skáldið Arnulf Överland, sem nú dvel- ur í fangabúðum nazista í Pól* landi, Þýðinguna hefir gert Magnús Ásgeirsson., „Bækur mínar I.“, er greinaflokkur eftir Kristm'ann Guðmtm dsson skáld og heitir fyrsta greinin „Eftir- mæli bókasafns". Þá ér mynd af Sigurjóni Friðjónssyni skáldi og kvæðið „Lækurinn“, eftir hann. Þá er smásaga, eftir Jón Óskar: „Symfónia pastorale‘k Jóh. Sæmundsson skrifar grein um „Heilsufar og hindurvitni“. Og loks eru bréf frá lesendum, Léttara hjal, kvæðið „Lá við- slysi“ eftir Örn Arnarson, bók- roenntaþættir og fleira. Mý ijáðabék: Haistsnjðar eítir Jakób Tborarensen NÝ LJÖÐABÓK, „Haust- snjóar“, eftir Jakob Thor- arensen, kemur á bókamarkað- inn næstu daga. Þetta er sjötta ljóðabók skáldsins, og níunda bókin, sem það sendir frá sér, því að Jakob Thorarensen hefir sent frá sér þrjár bækur með smásögum. í þessari nýju ljóðabók, sem Stefáu Bjömsson, afgreiðslumaður á skrifstofu Gjaldeyrisnefndar, á fimmtugsaf- mæli í dag. Stefán er mörgum bæj arbúum kunnur og mjög vinsæll fyrir frábæra lipurð í störfum sin- um. Munu því margir minnast hans hlýlega ó þessum tímamótum. í lífi hans. er 7 arkir að stærð, og prýðileg að öllum frágangi eru 48 kvæði, og hafa þau Öll verið ort á síðustu árum. 40 þeirra hafa ekki verið birt áður. Það þykir allt af mikill bókmenntavið- þurður, þegar Jakob Thoraren- sen sendir frá sér nýja bók og svo mun enn verða. Fölki var seld vatnsblönd uð mjólk í fyrradag. AllmfklO af mjólk var rann-' salsað af matvælaeftirlitfnu. F ÓLK, sem keypti mjólk hér í bænum í fyrradag klukkan 9—11, fékk hana vatnsblaadaða. En það, sem keypti mjólk eftir þann tíma, mun hafa fengið ómengaða mjólk. í fyrradag upp úr hádeginu bárust skrifstofu matvælaeftir- litsins margar kvartanir og kærur úm að mjólkin væri á- reiðanlega vatnsblönduð. Komu. 5 sýnishorn til skrifstof- unnar og voru þau þegar sett í rannsókn. Jafnframt fór fulítrúi matvælaeftirlitsins í mjólkurbúðirnar og tók „þruf- ur“ af mjólkinni, sem einnig voru settar í rannsókn. Skýrslut um rannsóknir þessar, sem framkvæmdar voru af Sigurði Péturssyni gerlafræðingi, lágu fyrir upp úr há- deginu í gær, og sýndu þær, að „prufurnar“ sem matvæla- eftirlitinu bárust um hádegið og keyptar höfðu verið víðs vegar í bænum fyrir hádegið, voru vatnsblandaðar, en hin- ar „prufurnar" voru góðar. Alþýðublaðinu hefir verið skýrt svo frá, að ástæðan fyrir þessari vatnsblöndun mjólkurinnar hafi verið sú, að vélarbilun varð rétt einu sinni í mjólkurstöðinni, og komst vatn við það í mjólkina. Er það furðulegt, að vatn skuli flæða í mjólkina, þó að vélarbilun verði. Virðist ekki vera búið tryggilega um hnút- ana þar. Strax og það upplýstist, að vatn var komið í mjólkina, var gert við vélina, cm þá var mikið af mjólk komið út í bælnn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.