Alþýðublaðið - 12.11.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1942, Blaðsíða 4
ALPYjPtlBlAÐIO fU(rí}ðnblaMð Útfefandi: Aiþýðnflokkurinn. mtstjóri: Stefán Pjetursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al~ þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 30 aura. Alþýöuprentsmiðjan h~f. AlþjrðosaæbsiitdS'' biooið. A lþýðusambandsþing á að koma saman núna á laugardaginn; hið seytjánda í röðinni. Búið er ag kjósa full- trúa til sambandsþingsins í verkalýðsfélögunum um land allt og munu þeir vera samtals hátt á annað hundrað. Mæti þeir allir á sambandsþingi, sem vona verður, þrátt fyrir erfiðar samgöngur, hefir fjölmennara Alþýðusambandsþing aldrei ver ið haldið. En það er um fleira en full- trúafjöldann, sem þetta Alþýðu sambandsþing verður frábrugð ið þeim, sem hingað til hafa vérið haldin. I þetta sinn er sambandsþingið í fyrsta sinn opið fyrir fulltrúum af öllum stjórnmálaflokkum, og reynir nú á, hvernig sú breyting á skipulagi Alþýðusambandsins reynist. Mikið veltur á því fyr- ir verkalýðinn í landinu, að hún gefist vel, því að sjaldan hefir meira verið undir því því komið, að allsherjarsam- tök hans séu sterk og starfshæf. Þau hafa, eftir átökin um gerð- ardóminn og þær kauphækkan ir og kjarabætur, sem unnizt hafa á þessu ári, ekki aðeins miliið að vinna, heldur einnig mikið að verja. En því miður eru ekki öll /teikn á einn veg um það, hvem- nig samvinna fleiri en eins flokks á sambandsþinginu muni gefast. Kommúnistar hafa und- anfarið gert sér mjög tíðrætt um ‘þingið í blaði sínu, og ef marka má skrif þeirra og sam- þykktir viðvíkjandi sambands- þinginu, sem þeir hafa verið að láta gera í einstökum verkalýðs félögum þar sem þeir hafa nú forystuna, er nokkur ástæða til að ætla, að þeir miuni á sam- bandsþinginu leggja meira kapp á ýmislegt annað en einingu og styrk samtakanna í baráttunni fyrir hagsmunum verkalýðsins. Það vantar að vísu ekki fullyrð- ingarmar um umhyggju þeirra fyrir „órjúfandi, bróðurlegri einingu“, „lýðræðinu innan samtakanna“ og „samstarfi verkamanna, hvar í flokki sem þeir standa.“ En það er sitt hvað orð. og athafnir. Og oft eru þeir verstu sundrungarmennirnir, sem mest og fegurst tala um sameiningu. Það vekur til dæmis enga til- trú til kommúnista í sambandi •við Alþýðusambandsþingið, þeg- ar þeir eru fyrirfram að leggja því lífsreglurnar í samiþykktum, gerðum á fámennum fundum, þar sem þeir hafa floikkslegan meirihluta. Eða hvað á sam- bandsþingið að hugsa um slíkar vísbendingar og þær, sem þeir hafa fengið samþykktar af full- trúum Dagsbrúnar og trúnaðar- a?áði, áður en á þing er komið, hvernig þinginu beri að velja Alþýðusambandinu forystu fyrir næstu itvö ár? Er sambands- þinigið sjálft ekki fullkomlega fært um að taka ákvarðanir sín- ax, í því efni, án vísbendingar frá kammúnjstum? Hvað eiga JÖN MAGNÚSSOWt Heimsfræg brezk skáldsaga á íslenzku. TESS af d’UrbervilIeætt- inni. Saga eftir Thomas Hardy, Snæbjöm Jónsson þýddi. Útgefandi: ísafold- arprentsmiðja h.f., Reykja vík 1942. Brezka stórskáldið THOMAS HARDY er lít- ið kunnur almenningi hér á landi. Til eru þó eftir hann nokkrar smásögur á íslenzku. Magnús Asgeirsson hefir einnig þýtt kvæði eftir hann og gert grein fyrir honum í 5. hefti Ljóðaþýðinga. Þá var hans get- ið á aldarafmælinu 1940, meðal annars með því að Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri, flutti erindi um hann í ríkisútvarpið, og las kafla úr þýðingu þeirri af Tess, sem hér kemur fyrir al- mennings sjónir. Tess er án alls efa eitthvert stórbrotnasta og glæsilegasta skáldverk, sem birzt hefir á ís- lenzku máli fyrr og síðar. Fyrsta andstæðan, sem mætir oss í þessu risaverki, er Tess, eins og hún birtizt sjálf, fögur og glæsileg, en hinsvegar ætt hennar og heimili. Tess er eins og fagurt blóm á ljótum stað. Faðir hennar er snauður drykkjuræfill, og heimilið ber að sjálfsögðu hryggilega mynd þess. Hann fær vitneskju um það á efri árum, að hann sé kominn af frægri og auðugri riddaraætt, d’Urberville-ætt- inni og bætist þá hégómagirnd og ættarhroki ofaná yesaldóm- inn. Urkynjun ættarinnar er al- gjör. En móðir alls lífs, náttúr- gn sjálf hefir tekið Tess í faðm- inn, borið b'fsfræ hennar út fyr- ir dauðamoldina og látið það festa rætur í ferskum gróandi jarðvegi. Hún hefir gefið Tess líkamlega og andlega heil- brigði, og frábæra fegurð, yfir- bragð hinnar fomu ættar, með- an hún var í blóma. En allt þetta atgervi nægði Tess ekki til lífshamineju, vegna þess að lögmál náttúrunnar var brotið. Foreldrar hennar komust að því, að í nálægu þorpi byggju vellauðug mæðgin, sem bæru þeirra ættarnafn og hlytu því að vera í frændsemi við þau. Nú neyða þau Tess dóttur sína að heiman og á hún að leita hóf- anna hjá þessu fólki um upp- hefð og ávinning. Móður henn- ar er mikið í srmm að ^ Tess gangi í augum á frænda sínum, Álee d’Urberville. Það kemur fljótt upp úr kafinu, að frænd- semin er engin. Þegar heimilis- faðirinn, Símon Stoke, sem nú var dauður, fluttist í þetta byggðarlag tók hann upp d’Ur- berville ættarnafnið, því að honum var orðið hentugra að sleppa sínu rétta. Ferð Tess til þessa ímyndaða frændfólks, og síðan dvöl hjá því, bar ekki ár- angur samkvæmt tilætlun for- eldranna. Alec d’Urberville var •ekki alls varnað uim tilfinningar ærlegs manns, en hann var svallari og flagari og beitti JÓN MAGNÚSSON skáld hejir sent Alþýðublaðinu eftir- farandi grein um „Tess af D’Urbervilleættinni“, hina heimsfrægu skáldsögu Thomas Hardy, sem nú er nýlega komin út í íslenzkri þýðingu. þeim vopnum, sem bezt unnu á Tess. Hún hvarf heim aftur særð og svívirt bæði á sál og líkama. Þar með er öll þyrni- braut hennar mörkuð. I fyrstu eftir að barn hennar fæddist, eiga móðurástin og, blygðunarsemin í harðri foar- áttu ,sem linnir ekki íýrr en barnið veikist, þá varðar hana ekki lengur um lög eða siða- reglur, en gerir það eitt, sem samvizka hennar, guðsandi móð urinn býður. Það verður mönnum undrun- arefni nú, að kaflinn um skírn barnsins og greftrun fékkst ekki prentaður í sögunni þegar hún kom út fyrir 50 árum. Þegar Tess fpr að heiman í annað sinn, kemst hún í glað- an og heilbrigðan félagsskap á mjólkurbúinu, en þar ber hún sjálf af um verklag og alla prýði. Hún kynnist þar prest- syninum Angel Clare og fella þau ástarhugi saman. Þó að Angel Clare væri prestsonur, var hann raunar orðinn við- skila við ætt sína. Á ytra borð- inu var hann draumóramaður, sem ekki vildi þýðast „hætti og venjur þjóðfélagsins. Hinn ytri mannaimm, sem byggist á stétt og auði, fyrirleit hann æ xneir og meir. Jafnvel það, sem kall- ag vair góð og gömul ætt, var ekki mikilsvirði í augum hans, nema fólkið sjálft hefði góð og ný áform“. Það hefði mátt ætla, að hamingjuleiðir þeirra Tess gætu legið saman. En hér stóð fortíðin, hin grimma Urður, í vegi, því dýpri og helgari,, sem ástardraumur Tess varð, því myrkari varð skugginn af hinni gömlu hrösun, sem gróf um sig í sál hennar eins og grunur um banaamein. Barátta hennar var stríð milli lífs og dauða. Og hún treindi lífið með því að neita í Iengstu lög að giftast ástvini sínum. En þegar hún sá að það var ekki lengur um- flúið, gerði hún tilraun til að segja honum frá leyndarmál- inu, en það mistókst. Skömmu eftir giftinguna fékk hann að vita hið sanna. Þá kom það í ljós, að hann var ekki sá víð- sýni maður, sem hann vildi vera. Ástaræfintýri Tess varð í augum hans siðferðisglæpur, er hvergi sá út yfir. Hiann hafði elskað Tess, sem saklaust og heilbrigt náttúrubarn og í raun réttri var hún í öllum háttum hafin yfir almúgastéttina, en nú var hún ekki orðin annað en auðvirðilegt afsprengi úrdauðr- ar ættar. Mat hans, þrátt fyrir allmikinn blett á eigin heiðri, byggðist á þeirri háborgaralegu .siðferðiskennd, sem honum var sjálfum í blóð berin, og sam- gróin almenningsáliti, sem skift ir fólki í sauði og hafra eftir til dæmis fyrirskipanir eins og þær að þýða, að „ihin flokkslega einokun á forystu verkalýðesam- taikanná verði að hverfa“ og í stað hennar að koma „stjórn beztu manxia samtakanna'1? Hverra er að dæma um það, hverjir eru beztu menn samtak- anna, annarra en hinna samein- uðu. fulltrúa á sambandsþingi? Og eru ekki fulltrúar frá öllum flokfcum þair nú jafn réttháir? Er það máske meining komm- únista, að réttkjöriim meirihluti eigi ekki að gera sig giidandx þar eiiris og regla er alls staðar þar, sem lýðræði ríkir? Hvar er þá umhyggja þeirra fyrir „lyð- ra-oinu innan samtakanna“? Nei, slíkur undir.’óður og undÍToúningur kommúnista undir valdastreitu á Alþyðu- sambandsþinginu er áreiðanlega ekki til þess fallinn að tryggja eininguna og samhuginn, sem þeir tala svj mikið um öðru veifinu. Þe ' ættu að láta sam- bandsþing'.ð sjálit um það að ráða ráðum sínum, þegar þar að kemiur. Þa5 verður verkaiýðn- um og alisnerjarsamtökum hans áxeiðanleg v fyrir beztu. stéttum. Þó að hann vildi frjálslyndur vera, var hann eðlisbundinn miskunnarlausu siðalögmáli feðranna, sém hann gat ekki af sér brotið, fyrr en eftir langvarandi sálarstríð og þjáningar í fjarlægu landi. Það er margt, sem hjálpast að því að yfirbuga Tess á henn- ar myrku sorgargöngu eftir gift inguna. í fyrsta lagi hennar sári ástarharmur, þegar maður hennar var farinn burt eftir miskunnarlausan viðskilnað, þar næst bölvun og fyrirlitn- ing, sem hún hugði á sér hvíla fró fjölskylclu ihans, er gerði það að verkum að hún gat engr- ar hjáípar notið úr þeirri átt, en isöklc niður í þrælkun og örbirgð. Þá kemur frumver hennar til skjalanna á ný, situr um hana eins og illur andi, þeg- ar verst gegnir. Hún slær hann að vísu lengi vel frá sér og hefir óbeit á honum, en einhver dul- in rödd holds og blóðs hvíslaði þyí að henni að Alec væri í rauninni hennar rétti eiginmað- ur. Eftir hvert áfall og hverja árás, sem !hún verður fyrir af honum, grípur hún þó dauða- haldi í minninguna um elsk- huga sinn, skrifar honum hvað eftir armað og tjáir hoinum ást sína og hryggð og varnarleysi. En Tess fekk ekkert svar. Þar Fimmtudagur 12. núv. 1942. við baatist að hún sannfrétti það„ að maðúr hennar hefði verig kominn á fremsta hlunn með að taka með sér aðra stúlku þegar hann fótr til Rraselíu, þó að hanm hyrfi frá því aftur. Þar kom ag iokum, að hún stóðst ekki raxmina. Alec brá því vapninu, sem skæðast var. Auk þess, senv hann bauð Tess rík- ananinlegt heimili, bauðst hann til að ala önn fyrir móðux 'henn- ar systkinum, stun hún elsk- aði og nú. voru föðurlaus orðki og ekkert lá fytrir annað en vonlaus örbirgö. Angel Clare kemur of seint heirn til að vitja hennar. Þegar hún hefir TÚsað honum á bug í gistihuscynunum, en verður fyrir brigslum Álec’s d’Urber- ville, ræföst hún á hann eins og helsært d.ýr á banamfinn sinn, og eltiir síðan Angel Clare og nær honum. Það er hvortveggja í senn átakanlegur og yndis- legur kafli í sögulokin, þegar þau leiðast síðasta áf angann um Völluna miklu í sæluim unaði og eftirvænting þess, sem koma sikal. Þjáiningin gerir mennina hreina. Ég hefi rakið hér nokkra meginþaEtti sögunnar til þess að igefa hugmynd um efni henn- ar og atrda. Veit ég að slíkt getur or'kað tvímælis, en sú er hér bót í máli ,að frá þessum aðalkennileitum sögunnar liggja ónumin lönd í allar átt- ir, víðlendar veraldir og ótelj- andi viðfangsefni fyrir athygli lesendans. Tihomas Hardy er af ritdóm- nrum talinn böilsýnn höfundur. Þó er ibölsýni hans ekki á þann veg, að honum sjáist yfir gull- ifö í mannsállinni. En mann- skepnan er fjötruð dróma or- saka og afleiðinga og syndir íeðranna koma án afláts fram á niðjuo.um. Uppistaðan í Erh. á 6. síðu. ISTAMANNAÞINGIB kemur . saman innan skamms. Munu listamenn ræða þar áhugamál síri og hagsmuna- mái. Vísir gerir listamannaþingið að umtalisefni í forystugrein í gær. Þar segir svo m. a.: „Smátt og smátt skildist þjóð- inni þó það, að það væri fyllilega lega órnaksins vert að gefa- möniiura þessum frekari gaum, en gert hafði verið. Þeir sýndu með verkum sínum um álit- legan árar.gur var að ræða af námi þeirra og lífsstarfi. Al- þingí hvarf inn á þá braut að stofna sérstakan sjóð. er slyrkja skj’Mi efnilegn listamenn, en þó einkum þá, ser.i þegar hdíðii klifið erfiðasta • hjallann og nutu almennrar viðurksnning- ar. H'.nir virtust skipta minna máli, sem efnilegir gátu talizt, en höfðu þó ekki lokið námi eða fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó. Sjóður þessi var því næst settur undir stjórn manna, sem að vísu höfðu sýnt mikinn áhuga íyrir eflingu lista í laridinu. en höfðu þó sjálfir ekk! nálægt slíku konö.ð, og voru auk þess kosnir á alþingi einu til starfans, alveg án tillits til þess, hvort þeir nutu trausts lista- mannanna eða ekki. Fyrr en varði kom upp kurr meðal h'stamanna út af starfi þessa ráðs, og ágerðist hann frá ári tit árs. í stað þess að leitasl við að verða við óskum hstamannanna, tóku einstakir fulltrúar í ráðinu upp þykkjuna, og áttu í hatrömm- um blaðadeilum við einstaka llsta menn og stjórnendor sambands þeirra, sem að sjálfsögðu geri.gu fram fyrir skjöldu, er óvarlegur gerðist vopnaburðurinn í þeirra garð. Fram úr þessum málum er enn. ekld að fullu greitt, en vænt- anlega sér alþingi sóma si.nn í því að koma á þau nýrri skipan, sY7o sem flcstir flokkar þingsins lýstu yfir fyrir kosningarnar síðustu/1 Arni frá Múla 'gerist nú í- aldssanrari en s.jálft íhaldið, og vilidi hann þó ekM svo vera láta fyrir kosningai. Fyrsta ganga hans sem Þjóðveldismanns í bæjarstj óm var að berjast með hnúum og 'hnefum gegn skyn- ssmlegum aðgerðum í frysti- hússmálumim. Hann segir svo í blaði sínu á mánudaginn: „Árni Jónsson benti á, aö hé^ væri verið að opna hliðið fyrir br> ,i rrekstrarkröfum Alþýðu- f'okksins og kommúnista. Þeir nienn, sem samþykktu að Oærinn legði í áhætturekstur, að nauð- syn.ialausu, gætu fyrst og fromst engan veginn staðjð gegn því, að hann tæíci að sér áhættulaus stór- gróðafyrirtæki, ems og kvikmynda húsin, Nýja og Gamla Bíó. Iívers konar bæjarrekstur mundi síðan á efar fara.“ Þetta er maSurinn, sem yfir- gaf Sjálfstæ-ðisflokikmn af því að honum þótti floklcurinn ekki bara nægilega umhyggju fyrir almenningshag. Það finnst hon- urn ægilegt, að nökkur skuli vilja, að hið opinbera taki að sér áhættulaus — takið eftir: á- hættuíaus fyrirtæki, sem raka saman óhemjugróða á því að sýna almenningi misjafplega góðar kvikmyndir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.