Alþýðublaðið - 15.11.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.11.1942, Blaðsíða 7
Simnadl&gttr 15. nóvember 1942 Atl>VDUBLAOIÐ í Bærinn í|dag. | Helgidagslæknir er Ólafur Júhaimsson, Gunnars’^raut 38. ssíiui 5979. Næturlæknir er Björgvin Finns- sen, Lauf. H, sími 2415. í MESSUR: 1 dómkirkjunni kl. 11, sr. Fr. Hallgrímsson, kl. 1.30 barnaguðs- jþjónusta (sr. Fr. Hallgrímsson), ltii-5 sr. Bj. Jónsson (altarisg.). • Hallgrímsprestakall. Kl. 10 f. h. sunnudagaskóli í Gagnfræðaskól- anjum við Lindargötu, kl. 11 barna guðsþjónusta í Austurbæjarbarna- siiólanum (sr. J. Jónsson), kl. 2 í Áusturbæjarbarnaskólanum (sr. Sigurbjörn Einarsson). ,'Laugarnesprestakall. í Laugar- nesskóla kl. 2 (sr. Garðar Svav- arsson). Barnaguðsþjónusta í Laugamesskóla kl. 10 f. h. Nesprestakall. Barnaguðsþjón- usta í barnaskólanum á Gríms- staðaholti, kl. 11 f. h. og messað í kapellu háskólans kl. 2.30. Frjálslyndi söínuðurinn. í frí- Jrirkjunni í Reykjavík kl. 5 (sr. J, Auðuns). Fríkirkjan í Reykjavík kl. 2 (sr. Ámi Sigurðsson). Fríkirkjan í Hafnarfirði kl. 2, (sr. J. Auðuns). Lágafellskirkja. Messa fellur niður. Að Kálfatjöm kl. 2, (sr. Garð- ar $>orsteinsson). Safnaðarfundur að aflokinni messu. í kaþólsku kirkjunni I Reykja- vík, hámessa kl. 10 og bænahald kl. 6.30 sd. í Hafnarfirði: Hámessa W. 9 og bænahald kl. 6 sd. MÁNUDAGUR: Næturlæknir Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Höskuldur Bjömsson listmálari opnar málverkasýningu £ dag í SáÍEnahúsinu við Hverfisgötu, efstu hæð, í húsnæði Þjóðminjasafns- ins. Á sýningunni em nýjar vatns lita og olíumyndir og ennfremux teikningar. Sjúkiingar á Vífilsstöðum biðja Alþýðublaðið að færa Leikfélagi Hafnalrfjarðar sínar atóðlegustu þakkir, fyrir að veita þeím þá ánægju að koma og sýna þéim leikritið „Æfintýri á göngu- Ná cr það svart, maður. Revyan verður sýnd í kvöld kl. 8. Sýning á Heddu Gabler fellur niður vegna veikinda. Aðgöngu- miðasala að revyunni hefst í adg kl. 1 e. h. Fólki er bent ó, að ná í miða tímanlega, því aðsókn er gífurleg enn. Hliitaveitu-happdrætti Kvennadeildar Slysavamafélags íslands. Eftirtöld númer komu þar upp: 16958, 3080, 4526, 10215, 4649, 13480, 7739, 15118, 2525, 2062, 12802, 14882, 11039, 4361, 4629, 115, 17230, 4668, 16677, .15307, 280, 11232, 5777, 4550. áf^rgl ríkisstjéra. alþýdusambandið Frh. af 2. sáðu. allsherjarsamtökuim íslenzkrar alþýðu. Eg vona það, að okkur, sem sitjum þetta þing, auðnist að vinrta gvo vel saman, að þetta takiet“ IPrímerklasafB tO sQln. Upplkl. 1—3 næstn ðaaa i Vitastio 8 i 3. m. Ax&frto i Al^vmamrnu Frh. áf 2. síðu. nu hér á . landi ameriskt her- lið. samkværat ósk vorri og samkvæmt frjálsum samning- um. Þetta síðast nefnda ber oss jafnan að hafa hugfast. Hve fjölmennt þetta lið er, veit hvorki ég né aðrir. íslending- ar. En ég hygg það vera mjög fjölmennt, ekki sízt í hlutfalli við íbúatölu landsins. Árekstr- ar hafa orðið. En oss ber að meta að fullu hve amerísk stjórnarvöld og herstjórn Bandaríkjanna hér í landi hafa látið sér annt um að þetta sam býli gæti orðið sem bezt og oss til sem minnstra óþæginda. Eg hygg að einnig megi segja méð sanni, að virðing vor og samúð með Bandaríkjaþjóð- inni hafi aukizt með aukinni kynningu og sé meiri nú en nokkru sinni áður. Og ég er þess fullviss, að hægt verði að segja hið sama er Bandaríkja- herinn hverfur úr landinu, samningum samkvæmt, á sín- um tíma. Á viðskiptasviðinu tel ég heimilt að segja að vér höfum ekki ástæðu til annars en að vera ánægðir með viðskiptin. Vér vitum og skiljum hve mikla erfiðleika þessar tvær vinaþjóðir vorar eiga nú við að stríða m. a. vegna brýnna þarfa þeirra sjálfra á sumum vörutegundum og á skipakosti. Því ber oss að meta að verð- leikum greiðvikni þá er þær hafa sýnt oss á þessu sviði. Hins vegar er engin ástæða til þess að ieyna þeim skatti, sem vér höfum goldið síðan ófrið- urinn skall á, þótt litill kunni að virðast, ef mælt er á mæli- kvarða miklu fjölmennari þjóða. Sjómennirnir okkar hafa ekki sýnt minni hreysti en sjómenn annarra þjóða í þessum mikla hildarleik, þótt ekki taki þeir þátt í vopnaviðskiptum. Og þar höfum vér fært fómir, sem ég hygg að þoli samanburð við fórnir ýmsra annarra þjóða, í hlutfalli við íbúatölu landsins og skipaeign. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélagi íslands hafa frá ófriðarbyrjun farizt í sjó 61 maður af sannanlegurn hernað- arorsökum, en 104, sem telja má öll líkindi til að farizt hafi af sömu orsökum, þótt engir hafi komizt til vitnisburðar. Verða þetta samtals 165 manns líf, eða nær því IV2 af þúsundi allra landsbúa. Á sama tíma hcfum vér misst 6 skip, sem sannanlega hafa farizt af hern- aðaraðgerðum, en 10 skip sem öll líkindi eru til að farizt hafi af sömu orsökum, verða það samtals 16 skip, að smálesta- tali nær einum tíunda hluta af skipaeign tslendinga. Vér hof- um lagt fram mikið vinnuafl á vom mælikvarða til hernaðar- aðgerða hér á landi. Það vinnu afl hefir að vísu boðið sig fram af fúsum og frjálsum vilja og unnið gegn fullum launum, en það hefir dregizt frá fram- leiðsluvinnunni og skapað oss ýms vandkvæði, ekki sízt land- búnaðinum. Eftir að fjárhagsjöfnuðurinn út á við hafði breytzt oss svo mjög í hag vegna ófriðarins, höfum vér ekki enn reynt að hækka íslenzku krónuna í verði, svo sem slík breyting hlyti að hafa leitt af sér á venju legum tímum. Máske höfum vér þar litið á vom eigin hag. En það hefir einnig orðið þeim til hagsbóta, sem hafa haft hér setulið. Eg tek þetta fram vegna þess, að á það er sjaldan ndiuist, en ekki til þess að vér éigum að miklast af því. Slikt væri 6- hæfa, sérstaklega ef vér berum kjör vor samars við kjðr ahn> erra þjéða, flem eiga 1 ófriðmms eða eru herséínar af öðrumi. Um Ieið og vér hugsum til þeirra þjóða með dýpstu samúð, og þá ekki sízt til frændþjóðanna á Norðurlöndum,- vegna þeirra hörmunga og rauna, sem þær hafa mátt þola, ber oss að íhuga með alvörú, hvort vér höfum til þessa gert skyldu vora í þessari skálmöld, gagnvart sjálfum oss. Alþingi það, sem nú er kom- ið saman og væntánlega ný stjórn, fá mörg og vandasöm viðfangsefni að ráða frarn úr á þessum örðugleika tímum, Eg ber fram hugheilar óskir mín- ar um góða giftu í þeim störf- um; vona ég að öll þjóðin taki undir þær óskir. En það nægir ekki að láta sitja við óskirnar einar. Hversu vel, sem takast störf þau, sem falla undir verksvið þings og stjórnar, köma þau því aðeins að fullum notum að þjóðin sjálf hver einstaklingur starfi með en ekki á móti. Mikið af Iöggjafarstarfinu á rætur sínar að rekja til þess, að athafnir og framkoma ýms.ra einstaklinga er ekki í samræmi við hagsmuni alþjóðar. Ef ein- staklingsþroskinn um þjóðfé- lagsmál væri meiri en er, þyrfti að sama skapi minna til lög- gjafarvaldsins að taka. Þess vegna veltur mikið á því hvort einstaklingar þjóðfélagsins, — konur og karlar, kunni að virða á réttan hátt heill og hag arm- arra en sjálfra sín og lög þau, sem sett eru af fulltrúum þeim, sem þjóðin sjálf hefir kjörið til þeirra starfa. í því kemur fram á hverju þroskastigi vér erum staddir um opinber mál engu síður en í því, hvernig þingi og stjórn tekst að ráða fram úr þeim viðfangsefnum, sem þau hafa við að glíma. Vér eigum nú ekkert undan færi undan því, að aðrir taki eftir því, hvernig varið er þess um þroska vorum. A því hvernig vér reynumst í þeirri prófraun getur oltið, hvort oss tekst að halda þeirri samúð annarra mikilsmetinna þjóða, sem vér höfum átt því láni að fagna að njóta hingað til, sam- úð, sem að minni skoðun, er lífsskilyrði fyrir öryggi um framtíðar frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Að svo mæltu býð ég hina nýkjörnu alþingismenn vel- komna til starfa. Megi blessun Drottins fylgja störfum yðar. Eg vil biðja alþingismenn að minnast fósturjarðar vorrar, ís- lands, með því að rísa úr sæt- um sínum. (Þm. risu úr sætum sínum, og forsætisráðh. (ÓL Th.) mælti: „Lifi Island.“ Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi). Samkvæmt 1. gr. þingskapa ber nú aldursforseta að stjóma fundi, þar til kosinn hefir ver- ið forseti sameinaðs alþingis.“ Fósíurmóðir mín MIKKALÍNA M, JÓNSDÓTTIR Flateyri, ömmdarfirðí, andaðist U. þ. m. Lára Friðriksdóítix. — Félagslíf - Knattspymufélagið Víkingur. Innanhússæfingar hjá félag- inu hefjast í húsi Jóns Þorsteins sonar, þriðjucLaginn 17. nóv. 1942. Æfingamar verða eins og hér segir: Leikfimi og handknattleiks- æfmgar karla þriðjudaga kL 10—11 e. h, og föstudaga kl. 10—11 e. h. Fyrir konur fimmtu daga kl. 10—11 e. h. Þess er vænst að félagar byrji nú þegar éfi defa. Stjéwslia. Það tilkynnist ættingjum og vinum að konan mín KRISTÍN HAFSTEIN, aadaðist að heimili okkar, Nönnugötu 3, 13. þ. rn. Fyrir mín hönd og annara vandamanna. Eyjólfur Kráksson. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda s-amúð við fráfali og jarðarfÖr ÞORVALDAR JÓNSSONAR skipstjóra. Vandamenn. $ kejíptar. \ Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir: 1/10 kg. glerkrukkur með loki kr. 0.55 1/5 — glerkrukkur — — — 0.65 1/1 — blikkdósir — — — 2.75 1/2 — blikkdósir (undan ^ óskomu neftóbaki) — — — 1.30 Dósiraar mega ekki vera ryðgaðar, og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra sams konar pappa- og gljápappírslag og var upphaflega. Umbúðimar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vestur- götu) alla virka daga kl. 9—12 árdegis. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS Eftir 7 mánaða ferðalag. Burt C. Andrews hefir engaj áhyggjur út af benzínskort- inUm í Bandaríkjumim. Hann er nýlega kominn til San Diego í Kalifomíu, eftir að hafa ferðast 3300 km vegalengd á 7 mánuðum í vagnimrm sánum, sem hann lætur steingeitur draga. Gamli maðurinn fór í þetta ferðalag til þess að finna Vlihjábn son shm, sesn er sjéliði í Sen Diego

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.