Alþýðublaðið - 17.11.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1942, Blaðsíða 3
9 3>riðjudagur 17. uóvember 1942 ALÞTÐUBLAÐIÐ ---- ----"..M?T Darlan skipar Giraud yfirmann alls herafla Frakka í Norður-Afríku. 75,000 heraienn mðndulveldanna fallnir særðir eða teknir höndum. ------.» ---- Miklar ioftárásir á E1 Agheila. Hersveitir mðndnlveld- ' anna streyma til Tnnls LONDON í gærkveldi. BAKDAGAR eru nú byrjaðir í Tirnis. Framvarðarsveit- ir úr brezka hernum hafa ráðist á framvarðarsveitir möndulherjanna við flotahöfnina Bizerta. Setulið Frakka í Tunis hefir víða veitt Þjóðverjum mótspyrnu. Amerískar flutningasveitir aðstoða hersveitir Breta. Darlan hefir skip- að Giraud yfirmann alls herafla Frakka í Norður-Afríku. Þá hafa enn verið gerðar loftárásir á flugvöílinn við Tunis. Áætlað er að möndulveldin hafi um 10.000 hermenn í Timis, og reyná þau stöðugt að koma meira liði þangað bæði sjó- leiðis og loftleiðis. Anderson yfirforingi 1. hersins brezka hefir átt tal við blaðamenn og látið svo um mælt að markmið Bandamanna sé að varpa hverjum einsta ítala og Þjóðverja út úr Norð- ur-Afríku. Fyrsta takmark Bandamanna sé að hraða sér til Tunisborgar til að ná flugvöllunum þar til þess að möndul- veldin geti ekki notað þá í baráttunni gegn Bandamönnum. Eisenhower hefir tilkynnt, að Darlan hafi verið skipaður til að gæta franskra hagsmuna í Norður-Afríku. Nokkru seinna barst út tilkynning frá Darlan að hann fæli Giraud hershöfðingja yfirstjórn alls herafla Frakka Norður-Afríku. Pétain marskálkur hefir látið lesa frá sér orðsendingu í út- varpið í Vichy, þar sem hann lýsir því yfir, að Darlan vinni nú með fjandmönnum franska ríkisins, og af þeim ástæðum sé Darlan nú sviptur öllu um- boði til að stjórna í sínu nafni <og hafi nú enginn nema Pétain sjálfur rétt til að gefa franska hernum og flotanum fyrirskip- anir. Þá lýsir Pétain því einn- ig yfir, að Giraud hershöfðingi sé bæði uppreisnarmaður og svikari. Þá hefir verið sagt frá því í Lundúnafregnum, að Wey \ gand sé nú fangi Þjóðverja. KORSÍKTJMENN VEITA JT- ÖLUM VIÐNÁM. Til London hafa borizt fregn ir um það, að Italir hafi mætt vopnaðri mótspyrnu franska setuliðsins sumsstaðar á Kor- síku, þegar hersveitir þeirra gengu á land þar og sé þar enn mjög skærusamt. Frakkar eyði lögðu ýmsar hergagnabirgðir, þegar fréttist um landgöngu ít- ala í eynni. DARLAN OG FRJÁLSIR FRAKKAR De Gaulle og stjórn frjálsra Frakka í London hafa gefið út yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa því yfir, að þeir vilji ekki taka neina ábyrgð af þeim samning um, sem hernaðaryfirvöld Bandamanna í N.-Afríku hafa gert við fulltrúa Vichy-stjóm- arinnar þar. 13 kafbátnm mðnd- nlfeldanna sðkkt við strendnr Norðnr- Afrikn. ÞAÐ ER kunnugt, að Þjóð- v verjar sendu kafbáta sína á véttvang til Norður-Afríku, þegar vitnaðist. um innrás Bandamanna þar. Nú hefir ver ið upplyst að 13 kafbátum hef- ir verið sökkt fyrir þeim á 8 dögum við strendur N.-Afríku. Blöð Bandamanna, sem rætt hafa um þessa yfirlýsingu frjálsra Frakka benda á það, að samningar þ^ir, sem gerðir hafa verið við Darlan og aðra embættismenn Vichy-stjórnar- innar í N.-Afríku hafi eingöngu verið gerðir af hernaðarlegum ástæðum og til bráðabirgða, til þess að auðveldara væri að halda uppi friði og reglu í Marokko og Algier meðan ver ið væri að sigra möndulherina í Norður-Afríku. Japanir verða fyrir stórtjóni í sjóorustnnni við Salómonseyjar 23 sklpom sðkkt fyrir Japðnnm FLOTASTJÓRN Bandaríkjanna hefir nú gefið Út fýrstu tilkynningu sína um sjóorrustuná, sem staðið hefir yfir undanfarna 3 sólarhringa við Salomonseyjar og segir í henni að herskip Bandaríkjamanna hafi sökkt 23 skipum fyrir Japönum, þar á meðal 1 orrustuskipi, 3 stórum beiti- skipum, 2 minni beitiskipum og 5 tundurspillum og 12 flutn- ingaskipum. Bandaríkjamenn misstu 2 lítil beitiskip og 6 tundurspilla í viðureigninni. Þetta er í annað sinn, sem Bandaríkjamenn hindra stór- feldar tilraunir Japana' til að landsetja mikið herlið á Guadalkanal og hrekja Bandaríkjamenn burt af Guadal- kanal- og Tulagisvæðinu. NÝJA GUINEA i panir engrar undankomu auð- i ið nema sjóleiðina, sem verður Hersveitir Ástralíumanna og I þeim afar hættuleg, vegna flug Bandaríkjamanna sækja nú úr j véla Bandamanna, sem mundu 2 áttum til Buna og eiga Ja- } gera loftárásir á skip þeirra. HERSVEITIB úr 8. emum hafa nú náð á sitt vald glugvell- iúum við Martuba, sem er 160 km. fyrir vestau Tobruk. Taka þessa flugvallar bætir mjög afstöðu Bandamanna til loft- árása á hinar flýjandi hersveitir Rommels, sem stefna til Agheila. > f»á geta flugvélar, sem hafa bækistöð á þessum flugvelli einnig haft á hendi gæslu og skipavernd á svæðim^ milli Kritar og' Cirenaica og gert loftárásir á skip möndulveldanna á Sirtuflóa. Leifarnar af her Rommels hraða sér nú til BenghazL Flug- vélar Bandamanna gert stöðugar Ioftárásir á hersveitir og hern- áðarstöðvar allt til E1 Agheila, þar sem búist er við að Romntel reyni að búast tilvarnar. Churchill, forsætisráðherra Breta hefir skýrt frá því, að •aifc hafi verið teknir höndum, særst eða fallið í bardögum 75 þús. hermenn möndulveld- á'rina í bardögunum í Egypta- Jandi og Libyu. Mestur hlutinn eru ítalir, sem Þjóðverjar hafa skilið eftir á flótta sínum. Rommel hraðar flótta sínum, vestur til Agheila, sem mest hánn má og er þegar byrjaður að flytja herlið og vistir frá Benghazi. Flutningar Banda- manna vestur á bóginn hafa aldrei gengið betur en nú og aka margfaldar flutningalestir 8- hersins með vistir og her- gogn til hersins, er sækir fram og lítur út fyrir að að þessu sinni þurfi engin töf að verða á því, að herinn geti lagt til stór orustu við hersveitir Romm- els, ef hann freistast til að verjast við E1 Agheila, eins og áður. Nýtt met i skipasmiði. Los Angeles, California. SKIPASMÍÐASTÖÐVAR á Vesturströndinni settu ný met yfir helgina. . . Ein skipasmíðastöð hleypti af stokkunnm fimm flutningaskip um í einu. Þessi fimm skip verða afhent eftir viku. Önnur skipasmíðastöð hleypti af stokkunum stóru björgunar- skipi og einum tundurdufla- slæðara.. Skipasmiðurinn Henry Kjay- ser setti 2 ný met með stuttu millibili. Fyrst var einu 10,500 srnál. Liberty skipi hleypt af stokkunum fjórum dögum og 15 klst. eftir að kjölurinn var lagður. 91% af smíðinni var lokið, en af því mátti marka Loftðrás ð fienna. London í gærkveldi. LLEFTA loftárásin á Ge- núa og sú fjórða á fáein- um vikum var gerð í nótt. Komu upp miklir eldar í þorg- inni. Var mörgum þungum sprengjum varpað á borgina. Fréttir hafa borizt frá ítaliu um að Mussolini hafi sett af foringja . fástistanna í Milano, sem er ein þeirra borga, -— er Bretar hafa gert loftárásir á. New York. William T.- Manning biskup stjórnaði messu, sem haldin var í gær í Cathedral of St. John the Divine, fyrir 700 sjómenn af herskipum og kaup skipum, þar á meðal voru Ame ríkumenn ,Bretar, Hollending- ar, Islendingar, Norðmenn og Jugóslavar. Manning biskup hrósaði í ræðu sinni aðallega sjómönn- um af kaupskipum og kallaði hann þá hluta af þeim her okk • ar, sem er í fylkingarbrjósti í hinu gríðarmikla heimsstríði. Eins hyllum.við liðsforingja og áhafnir kaupskipanna, sem hafa unnið svo þýðingarmikið starf, og eru svo hugrakkir. — Þeir hafa sýnt eins óbifanlegt hugrekki og áhafnir herskip- anna, sagði Manning biskup. Sjómennirnir stóðu í stórri fylkingu í byrjun messunnar, fyrir framan 5,000 manns, sem tóku þátt í guðsþjónustunni. að skipið yrði útbúið og tilbúið til reynsluferðar eftir 2 daga. í gær lauik önnur skipa- smíastöð Kaisers við 8.000 smá lesta skip á aðeins fjórum dögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.