Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 5
MiÖvikudagtir 18. nóv. 1942, AtftYÐUBLAOIÐ NÝLEGA HITTI ég tékk- neskan liðsforingja, sem varj flugmaður í sprengjuflug- vél og var nýkominn úr árás á Þýzkaland. Maður þessi var frá Lidice, og ég hugsaði sem svo, að mikið hlyti honum að þykja vænt um að geta hefnt þjáninga þjóðar sinnar, sem nazistar hafa lagt á hana. Það eru margir slíkir á Bretlandi núna og í Ameríku — Tékkar, sem stjórna sprengj uflugvélum, stjórna skriðrírekum eða fram- leiða vopn, svo að Þjóðverjar og möndulveldin bíði lægra hlut í þessu stríði og þjóð þeirra verði frjáls á ný. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Tékkóslóvakía hefir verið undií erlendri yfirstjórn. Fyrir aðeins tuttugu og fjórum árum, árið 1918, varð Tékkóslóvakía sjálfstætt ríki á ný. Það var ekki blóðug bylting, sem æddi um götur Fragborgar hinn minnisverða dag, 28. okt., held ur friðsamur en glaður mann- fjöldi, sem reif niður austur- ríska örninn og stofnaði frjálst lýðræðisríki þeirra Tékkósló- vaka, sem höfðu barizt heima, í Ameríku, á Bretlandi, Rúss- landi og öðrum löndum fyrir grundvallarréttindum sérhverr ar þjóðar til þess að stjórna sér sjálfar. Á þessum dögum var hrifningin mikil, fánar blöktu. við hún og hamingju- samt fólk gekk um göturnar. En Tékkóslóvakar eru mjög raunsæ þjóð og brátt létu þeir hendur standa fram úr ermum við að reisa ríkið úr rústum. Eg veit, hversu leiðinlegar hagskýrslur geta, verið, og ég ætla ekki að þreyta lesendur á þeim. En það er hægt að trúa Ameríkumonnum og Englend- ingum í því efni, að Tékkósló- vakía var orðið nútímaríki með góða efnahagslega afkomu. Fé- lagsmálalöggjöf okkar var orð- in mjög fUllkomin, og við vor- um fyrsta þjóðin, sem kom á hjá sér átta stunda vinnudegi. Við vitum, að Tékkóslóvakía var lýðræðisríki, og öllum er Ijóst, hvað það kostaði hana að veita Hitler viðnám. Grund- vallarreglur þær, sem ríkinu var stjórnað eftir voru mjög svipaðar og í Bandaríkiunum og Stóra-Bretlandi. Stofnandi hins téklcóslóvakiska lýðveldis, Maza ryk, hafði haft náin kynni af enskumælandi þjóðum og Tékkóslóvakar gerðu það sem þeir gátu til þess að semja sig að siðum þeirra. Minnihluta- þjóðirnar í landinu, Þjóðverj- ar, Ungverjar og hinir gátu lifað fullkomlega frjálsu menn- ingarlífi. Það voru Þjóðverjar í stjórninni, þýzkir háskólar og þýzk og ungversk blöð. Eg man eítir skóla fyrir sí- gaunabörn, hinu eina slíkrar tegundar í heiminum. Það var gaman e.ð sjá börnin læra að lesa og skrifa og taka síðan fiðlur sínar og leika lög kyn- þáttar síns. Þegar menn heyra um hin félagslegu „vandamál" Tékkóslóvakíu mega þeir ekki gleyn a því, að Þjóðverjar not- uðu minnihluta sinn til þess að koma'af. stað óánægju, — hvar sem því varð við komið, og undirbúa lokahríðina., Eftir ár- ið 1938 býst ég við, að Þjóð- verjar hai'i notið meira frelsis í Sól, sumar og sund i Florida. Þó að hér sé kominn vetur, er sól og suimar á Floridaskaga suður við Mexikóflóa, eins og myndin ber með sér. Hún er a' kvikmyndaleikkonunni Evelyn Ankers á ströndmn við Miami I sundbo‘lnum skiftast á hvítir og rauðir litir. Hatturinn er rauður staráhattur. Tékkar halda baráttunni áfram EFTIItFARANDI grein, sem birtist í blaðinu í dag og á morgun, um Tékkó- slóvakíu, eins og. hún var, áður en hún var hernumin og eftir það, er eftir Dr. Otto Frey og var flutt í utvarpið brezka 28. október síðast- liðinn. Dr. Frey er einkaritari Jan Masaryks, utanrikismála- ráðherra tékkóslóvakisku stjórnarinnar í London. Tékkóslóvakíu en á Þýzkalandi. Fyrstu tíu eða tólf ár hins tékkóslóvakíska lýðveldis voru mjög friðsæl. Svo birtust ský úti við sjóndeildarhringinn. — Hin mikla viðskiptakreppa fór ekki fram hjá Tékkóslóvakíu fremur en öðrum þjóðum og pölitxskar erjur í Austurríki og á Þýzkalandi, tveimur ná- grannaríkjum Tékkóslóvakíu, höfðu líka sín áhrif. Árið 1933 var strax auðséð að hættulegt var að vera á krossgötunum mílli austurms og vestursins. Tékkóslóvakía var eins og virki á veginum fyrir stjórnendum Þýzkalands, sem horfðu í aust- átt til hveitiekranna og olíu- lindánna. Brátt kom að því, að Tékkóslóvakía varð eyja í hafi emræðisríkjanna. Á Þýzka- landi hafði Hitler komizt til valda og verið borinn í valda- stól af blindu ofstæki fylgis- manna sinna og veikleika and- stæðingarma. Eftir árið 1933 gát.u Tékkóslóvaksr ekki unað við að byggja nýjar verksmiðj- siifífipr viniraffia í^tarfsstálkiia á. Landsspitalan um, vantar nokkrar stúlkur nú pegar. — Upplýslugar gef- ur forstððukona spifalans. ur og skóla. Það varð að víg- girða hin löngu landamæri, og það varð að styrkja herinn, — sem var bezt búinn af öllum herjum í Evrópu. Við urðum að búa okkur undir að verja líf okkar. En eitt var það, sem við létum ógert öll þau ár, sem óveðursskýin hengu yfir, þegar svo gat farið hvaða nótt sem var, að Göring sendi sprengju- flugvélar sínar yfir Prag og skriðdreka sína yfir hin sögu- frægu landamæri okkar. Óll þessi örlagaþrungnu ár hurfum við aldrei frá lýðræðinu. Við tröðkuðum aldrei á réttindum manna, við sáum enga ástæðu til þess að hegða okkur eins og nábúaþjóðir okkar gerðu. Við reyndum ekki að auka styrk- leika þjóðarinnar með harð- stjórn heldur með fúsum aga frjálsrar þjóðar. Ef til vill hafa einhverjir les- enda þessarar greinar komið til Pragborgar suinarið 1938 á af- mælishátíð ungmenna,hreyf- ingarinnar, Sokols. Hundruð búsunda ungra manna og kvenna tóku þátt í þessum há- ííðahöldum og æfingunum, sem Sokolhreyfingin er fræg af. Eg held, að ekkert: skari fram úr fegurð þessara æfinga, þeg- ar hunclr'að þúsunda líkama sveiflast og vagga í takt og sam ræmi. Sokolhreyfingin er stofn uð af sjálfboðaliðum og það eru lýðræðishugmyndir og ætt- jarðarást, sem terígir raman þetta unga fólk og ást á 1" am- legum hæfileikum. Á veþ.ui'ia hlustar þetta unga fólk á fyrir- lestra og tónlist, ræðir um op- inber mál, en framar öllu öðru leggur það áherzlu á að æfa og undirbúa hin miklu hátíðahöld sín, sem haldin eru í Prag 5. hvert ár. Eg talaði við marga Ameríkumenn, sem voru yið- staddir síðusttt hátíðah ,’din, eða Sokolþingið, og aldreí hefi ég heyrí noinn mann hrósa meira neirmi hreyíingu eða fé- lagrákap en hann L..'ósaoi Sok- ólhreyfingisnni, sem minnti vnn á hina fomu Gríkki og var þó svo elnkennandi fyrir þjóð mína. Það, sem skeði seinna, hina hræðilegu daga septembermán, og októberxnánaðar 1938 er mönnum kunnugt og því óþarfi að skýra frá því hér. Mönnum er nú Ijóst, hverja þýðingu Munchensáttmálinn hafði og þekkja þann anda, sem leitt hef- ir allar þessar hörmungar ekki einasta yfir Tékkóslóvakíu, — heldur einnig yfir alla þá,- sem berjast við hin illu og myrku tortímingaröfl. Þegar árásin var hafin á Tékkóslóvakíu var þegar séð, hvernig fara mundi. I marz- mánuði árið 1939, eða nánav tiltekið hinn 15. marz, gengu hersveitir nazistanna inn f Prag og hakakrossinn var dreg inn að hún á hinum sögufræga Hradcanykastala. En engirín Tékkóslóvaki missti samt von- ina. Þeir, sem sloppið gátu úr landi byrjuðu þegar í stað að undirbúa nýja baráttu. Tékkar og Slóvakar höfðu verið undir erlendri áþján um aldaraðir, og þeir vita, hvernig á að fara að því að sigrast á ofbeldismönn- um. Af einhverri eðlisvísun íinna þeir hina snöggu bletti á óvinunum og af sömu eðlisvís- un leggja þeir á þennan snögga blett, þár sem þeir gr ta unnið óvininum mest tjón! — Þessi barátta er ekki auðveld- ari og krefur ekki minni hetju- dugs en styrjaldir í lofti, á láði Og legi, enda þótt henni fylgi tninni dýrðarljómi. Aðalvopn- in eru skemmdarstarfsemi og óvirk mótstaða. Margir karlar og konur hafa fallið í þessari baráttu á heimavígstöðvum Tékkóslóvakíu. Fyrsti „vernd- arinn,“ hinn sléttmáli eri kald- lyndi barón Neurath, gat ekki brotið mótspyrnuna á bak aft- ur. Þá var aðstoðarmaður Himmler^, Heyderich sendur til þess að reyna aðrar aðferðir. Vikum saman voru í tékknesk- Um fréttnm frá útvarpinu í Prag, sem Þjóðverjar hafa þó undir sínu eftirliti, birtir lang- ir listar yfir nöfn tékkneskra föðurlandsvina, sem höfðu ver- ið hengdir eða skotnir fyrir skemmdarstarfsemi. Þeir til- tilheyrðu öllum stéttum. Það voru framleiðendur, iðnaðar- menn, prófessorar við háskól- ana og verkamenn. Þeir dóu allir fyrir málstað okkar — fyr- ir Bretland og Ameríku ekki ’ síður en fyrir Tékkóslóvakíu. En þó fór svo að lokum, að Heydrich varð að blæða til ólíf- is fyrir glæpi sína. ®bbÍíjíÍ 7-'VÍ1-jví*‘í1m " 86|Bb/ 00 ei9 effsasa6 8 i fmmm Furðulegar sagnir p a okur á kjólum og vefnaðarvörum. —- Um góðger$astar;fsemi og flek’a. —- Um rafmagns- menn og starfshæfni og lillaga ran nýja stjóðsstofnim. M' ÉR ERU SKRIFAÐAR fwrSsi- legar sögur nm verSlag á ýmsvrm vefnaðarvörum. Kona seg- ir mér að hí#n hafi ætíað að kaupa og veit ég varla hvafi bað er, Hún fór um allan bss aj leila og í'ann það á nokkrum stöðtr.n, en veríiS var álcaflega misjafnt á söma vöru og munaði allt að hehn- ingi á verðinu. Hvernig stenánr á því? Er ekkerí eítiriit með álagn- ingunni á þessari vöru? ÞÁ ER M.ÉR skrifað um drsma- iaust okur á tilbúnum kjólum. Ungfrú ein, sem sendi mér bréf í gær segir að á þeim sé okraS stórkostloga. Álagnirgin á ilbúna kjóla er frá 100 og upp i 250%, þegar saumalaun og allur venju- legur kostnaður hqíir verif) raika- aSur og swo álagningunni bætt við. Hvernig stendur á þessu? Hefir verðlagmefnd ækkert skift sér af kjólaverzluninni? Og ef svo er hvernig stendur ú því að slíkt, ok- ur er leyft? Væri gofct að fá svar vio þéssu frá verðlagsnefnd. „ÁHORFANDI“ SKRIF.AR og er það svar við bréft Velvakanda: „Það eru margir, seni ekki trúa því fyrr en þeir sjá það að milljóna fé verði varið í kírkju- Mkn, sem er mjög vafasamt. hvort þörf er á. Konur hafa safnað fé til hennar og þakkar „Velvakandi" það — sumir leggja kabal, aðrir eítfna frimerbjum og sumir sai'na fé. En engum, sem nokkuð hugs- ar eða þekkir okkar litla þjóðfélag blandast hugur um að meiri þörf er á öðrum menningarstofnunr n en kirkju — og þeirra velunnarar konur hafa safaað fé — en gæti nú ekki eigingirnin hreinræk.tuð legið að baki þessarar framtaks- sémi. Þær konur, sem vilja korna upp kirkju ættu að líta sér nær, — liggur í götunni stéinn“, „fíÓÐGERÐARFÉLÖG og kven- félög geta verið góð, þégar stein- blind þverýgðin ekki stjórnar. Ef vitrar og víðsýnar konur standa að baki eins o?t t. d. Kristín V. Jacob- sen, sem hcfir beitt sér fyrir ýms- um menningarstofnunum, þá er öðru ríjiáli að gegna. Það er kristi- íegt hugarfar í framkvæmd eins og t. d. Elliheiirilið hans séra Sigur- björns í Ási. Nei, hlnar fávís t konur ættu að verja fénu ti' ein- hvers þarfaro — Elliheimilið er of lílið. Þa vantar skóla — 'á. cetttir mans i i hrg ástandið. — Væri ekki hvggilegt af konvun að reisa skóla, svo dætur j eirra verói fremri og ekki sé' hægt að bregða íslenzkum kosnum. ura fávísi — •3a leggi féð ; bæjarsjúkrahúSy, fæðingardeik eða annað, sem er aðkallandi“. „KALDUR" SKRTFAR MERr „Aldrei hefir verið taiað eins oft og í vetur ura ólag á götuljósun- Frh. é 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.