Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 7
Mi&viktidagur 18. nóv. 1942. ALÞVÐUBLADIÐ Bærinn ífdag. Alftinni i gær Næturlæknir er Kristbjöm Tryggvason, Skólavörðustíg 33, síxni 2581. Næturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. Annað íbúðarhúsið á Möðrudal á Fjöllum brann til kaldra kola aðfaranótt 4. þ. m. Þá brann og fjós og hlaða og brunnu þrír nautgripir inni. Fólk bjargað ist með haumindum út og sama og engu var bjargað af innan- stokksmunum. í húsinu bjó Vil- hjálmur Jónsson, kona hans og 4 böm þeirra. Kvenfélag frjálslynda safnaðarins ætlar að halda hlutaveltu n.k. sunnudag. — Er þegar byrjáð áð safna munum á hlutaveltuna. Formaður hluta- veltunefndar er fr. Guðrún Ei- ríksdóttir, Thorvaldsensstræti 6. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Fr. Hallgríms syni ungfrú Kristrún Jónsdóttir, Spít. 6 og Valdimar Lárusson, bif- reiðarstjóri, sama stað. Gjafir til dvalarheimilis aldraðra sjó- manna: Frá laxveiðimönnum á hjara heims 438,25. Skipverjar Ms. Laxfoss 310. Frá Sjómannadegin- um, Hólmavík 1300. Skipverjar Haúkanesi 2500. Sig. Magnússon, skósm., Hafnarfirði 25. Skipv. og eig. Mb. Árni Árnason, Gerðum, 1000. Skipverjar á eftirtöldum mótorbátum: Vísir TH 59, kr. 272, Sæfinnur, Norðfirði, kr. 500, Ms. Búðaklettur, Hafnarfirði, kr. 480, M.b. Fiskaklettur, Hafnarfirði, kr. 280. Minningargjöf um Þorgrím Sveinsson, skipstj. frá ekkju hans, kr. 100. Alls hafa safnast 174,456,- 25. — Kærar þakkir. Björn Ólafs. — Félagslif — K. F. U. M. ©g K. Samkomurniar 'halda áfram á hverju kvöldi. í kvöld kl. 8V2 talar Ólafur Ólafsson, kristniboði. — Söng- ur og hlióðfærasláttur. Allir velkomnir! \ Aímælisfagnaður st. Einingin nr. 14 verður í dag í Góðtempl- arahúsinu. 1. 'Fundur stundvíslega kl. 8. . 2. Kaffisiamsæti kl_ 9 Vá. Skemmtiatriði: a. Ávarp: Friðrik Á. Brekk- an, rithöfundur. b. Börn úr „Bólskinsdeild- inni“ syngja einsöng og leika undir á strengja- hljóðfæri. c. Þorsteinn Jósefsson rit- höfundúr les sögu. d. , .Klin g-Klahg-kvintott- inn“ syngur. e JDANS, 1 (G.T.H.-hljóm- sveitin). Aðgöngumiða verður að vitja í Góðtemplarahúsið í dag, — Einingarfélgar kl. 4—7, — utan stúku kl. 6—8. — Nefndin. FREYJU-fundur íkvöld kl. 9 (ekki 8V2). Áríðandi að félagar fjÖlmenni, því auk venjulegra fundarstarfa og kosninga, verð- ur tekinn. nánari ákvörðun um afmælishald stúkunnar, sem frestað var í vor, (15 ára af- nræ-li). Mætið öll að forfaila- lausu, og atundvíslega kl. 9. Æðstitemplar. Frh. af 2. síðu. una í Ólafsvík í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu: 1. Á kosningadaginn -átti ég leið til Kristínar Oliversdóttur, og átti þá við hana eftirfararídi viðtal: Ég spurði hana hvort hún ætlaði ekki að kjósa, og hvem hún ætlaði að kjósa. Sagði hún mér þá að Vilhelm Steinsen hefði gefið sér 30,00 kr. og beðið sig um að kjósa Gunnar Thoroddsen, og hefði hún lofað því. Þetta sagðist hún ekki geta svikið ur því að hún væri búin að taka við pening- unum. 2. Kjartan Þorsteinsson í Ól- afsvík skýrði mér frá eftirfar- andi: Á kjördegi kvaðst hann hafa látið þau orð falla, að hann myndi ekki kjósa fyrr en hann hefði fengið vín. Var þar nærstaddur Vilhelm Steinsen. Kallaði hann þá á Kjartan og bað hann að koma með sér. Fóru þeir svo þangað, sem Steinsen hélt til, og tók hann þar upp fulla flösku af víni. Kvaðst Kjartan hafa sagt hon- um, að hann mundi ekki kjósa Gunnar Thoroddsen. Sagði St^insen að bað yrði að hafa þaS, hann gæfi honum vín íyrir pví, þótt það kæmi sér betur að hann kysi Gunnar. 3. Á fulltrúafundi, sem hald- inn var í Útgörðum í Ólafsvík sunnudaginn 11. okt. 1942, lét Eliníus Jónsson kaupfélags- stjóri þessi orð falla: „Ef ein- hver minna flokksmanna veit af einhverju fólki, sem hann vill gleðja núna fyrir kosning- arnar, þá má hann vitja um peninga til mín.“ Þessi ummæli hans heyrðu Gurtnar Thorodd- sen, Sigurður Tómasson, Óskar Clausen, Sveinn Skúlason, Magnús Kristjánsson, Sigþór Pétursson og margir fleiri, á- samt undirrituðum. 4. Nokkru fyrir kosningar var ég staddur í verzlun Kaupfélags Olafsvíkur. Var þar einnig staddur Eliníus Jónsson, og sagði hann þá eftirfarandi: „Ef Bjarni Bjarnason kemst að við .haustkosningarnar, þá geri ég þá kröfu til atvinnumálaráð- herra, að hann víki verkstjóra Stefáni Kristjánssyni frá starfi við vegagerð ríkisins, þar sem ég álít ekki rétt, að svo sterkur andstæðingur Sjálfstæðisflokks ins og hann er, hafi svo sterka aðstöðu hér til andstöðu við flokkinn.“ 5. Nokkru íyrir kosningar var ég staddur inni á skrifstofu Ilraðfrystihúss Ólafsvíkur, á- samt Gunnari Thoroddsen og forstjóra Sigurði Jóhannssyni. Þá gekk þar fram hjá Þórarinn Guðmundsson, og sagði þá Sig- urður, að þessi maður hefði alltaf fylgt Sjálfstæðisflokkn- um, en nú væri einhver óá- nægja í honum, en það hefði alltaf verið venja fyrir kosning- ar að rétta honum 50,00 krón- ur, og væri rétt að Gunnar gerði það líka. Gekk þá Gunnar út úr skrifstofunni og kallaði á Þórar- in, átti nokkur orðaskipti við hann og rétti honum 50,00 krón- ur. Horfði ég á þetta. Fleira hefi ég ekki séð sjálf- ur, en á kosnirtgadaginn veitti ég því athygli, að ýmsir menn fóru bæði fyrir-eg eftir að þeir voru búnir að kjósa inn á skrif- stofu Hraðfrystihússins, sátu þar nokkra stund og komu svo ölvaðir út. Tveimur dögum , fyrir kósningarnar hafði ég einnig veitt því athygli, að Sig- urður Jóhannsson hafði fengið kr. sa með áfengi úr Reykjavík, 00 munu hafa verið 50—60 flöskur í kassanum, og voru engir verðmiðar á flöskunum. Reykjavík, 14. nóv. 1942. Kristján Jensson.“ Gunnar Thoroddsen tók til máls að lokinni ræðu Skúla, og spurði hann að því, — hvort Guðmundsson að því, hvort bréf þetta hefði verið stílað til alþingis eða til Tímans eða Skúla Guðmundssonar sjálfs. „Vill háttvirtur þingmaður ekki gera svo vel að sýna mér bréf- ið?“ sagði Gunnar. Skúli varð við þeim tilmælum og kvað Gunnar, eftir að hann hat'ði skoðað það, ekki hægt að sjá, hverjum bréfið hefði verið sent. „Bréfið hefir því vafalaust ver- ið sent Tímanum, eins og fleira því líkt..“ Gunnar kvað þessa ásökun minnihlutans komna fram vegna sárrar gremju Framsókn- ar út af því að missa þingsætið í Snæfellsnessýslu. Kvað harín Framsóknarmenn hafa mörgu logið um, að Sjálfstæðismenn hefðu mútað Snæfellingum með brennivíni, síldarmjöli og pen- ingum. „Eirí gömul kona átti að hafa fengið Passíusálmana að gjöf frá Sjálfstæðisflokknum." „Allt er þetta ósannað mál,“ sagði Gunnar, „og engin kæra hefir borizt út af kosningunni. F r a ras ö au m a ð u i' hefði aldrei * misboðið virðirigu alþingis á þennan hátt, ef hann hefði þekkt bréfritarann.“ Síðan lagði Gunnar til, að kjörbréf sitt yrði samþykkt, en frekari rannsókn yrði látin fram fara í málinu. Skúli svaraði Gunnari og kvaðst enga ástæðu hafa gefið til þess, að ráðizt væri persónu- lega á sig og flokk sinn. En úr því að Gunnar hefði minnzt á síldarmjöl, væri rétt að rann- saka síldarmjölssendingar í Snæfellsnessýslu nánar. „Klögnmálin ganga á vixl.“ Þá tók til máls Jónas Jónsson og talaði lengi og deildi fast á Sjálístæðisflokkinn fyrir óheið- arleika í kosningabaráttu, bæði fyrr og . síðar." Hann kallaði Gunnar Thoroddsen aldrei í ræðu sinni þingmann Snæfell- inga, heldur „frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins á Sngefells- nesi“. Jónas sagði, að bréfritarinn væri síður en svo Framsóknar- maður, heldur hefði hann verið Sjálfstæðismaður í mörg ár, og fengið bíl hjá Jakob Möller í sumar („eins og Sveinbjörn Högnason og Páll Zóphónías- son“ kallaði Ólafur Thors) Jónas taldi Sjálfstæðismenn hafa innleitt þetta mútuskraf í kosningum hér á landi, en aldrei hefði neitt þess háttar sannazt á Framsókn. Ólafur Thors svaraði Jónasi. Sagði hann, að hér hefði talað sá gamli Jónas Jónsson, sem hann hefði átt í höggi við fyrir nokkrum árum, en ekki sá Jón- as, „sem ég hefi talað við í bróð- erni og borið virðingu fyrir upp á síðkastið11. Ólafur sagði al- þingi ósamboðið að deila um slík mál. Nú var orðið svo áliðið»dags, að aldursforseti taldi rétt að fresta fundi. Var enginn fund- ur haldinn eftir það í .gærkv. og kosning forseta fórst fyrir, þó að búið væri að gera ráð fyrir, að hún færi fram í gær. Hraðfrystihúsio. Frh. af 2. síðu. dal, Hafsteinn Bergþórsson, Reykjavík, Sigurður Ágústsson, Stykkishólmi og Guðmundur Einarsson, Stokkseyri. í skipulagsnefnd eru: Huxley Ólafsson, Keflavík, Sverrir Júl- íusson, Keflavík, Einar Guð- finnsson, Bolungavík, Eysteinn Bjarnason, Sauðárkróki og Kristján Árnason, Bíldudal. Nefndir þessar munu skila störfum í dag. 7 Þríburar. Mrs. Sigfried Buchmayr kona amerísks skíðakennara sést hér á fnyndinni ásamt þríburum, sem hún eignaðist voru það allt drengir. Hrafnkatla. Frh. af 2. síðu. anum, að sagan sé með örfáum undantekningum prentuð sam- kvæmt útgáfu Konráðs Gísla- sonar, Kaupmannahöfn 1847,- Kærðu, Einar Ragnar og Stefán, kostuðu útgáfuna sáu um hina fjárhagslegu hlið út- gáfimnar og sölu bókarinnar. Kærði, Halldór Kiljan Laxness, bjó hókina undir prentun. Hann færði söguna til nútíma staf- setningar og samdi formála bókarinnar. Kveður hann enga breytingu hafa verið gerða á bókinni við útgáfu þessa, nema á stafsetn. og nafni sögunnar. Ef einhver ágóði yrði á útgáfu þessari skyldi hann renna í sjóð til verndar andlegu frelsi íslenskra rithöfunda. Kærði H. K. L. hefir enga þóknun fengið fyrir störf sín við útgáfuna og er það talið óumsamið hvort hann fái nokkra þóknun, en hann hefir skýrt svo frá, að ef hann fái einhverja þóknun skuli hún renna í nefndan sjóð. Um aldur Hrafnkelssögu Freys goða er álit fræðimanna, sem kunnugt er að rannsakað hafi það atriði, á þá lund, að nægja þykir að leggja það til grund- vallar í máli þessu að hún sé samin fyrir 1400. Kenslum.ráðu- neytið veitti eigi leyfi til út- gáfu þessarar, enda var ekki um það sótt. Hinir kærðu hafa því með útgáfu bókarinnar hrotið gegn áikvæðum 2. greinar laga nr. 127 1941. Eigi verður hins vegar tal- ið að á ritinu hafi í útgáfu þess verig gerðar neinar þær breyt- ingar, er varði við 1. gr. nefndra laga. Af hálfu hinna kærðu er því haldið fram að lög nr. 127 1941 brjþti í bága við ákvæði stjórn- arskrárinnar um prentfrelsi og séu brot gegn lögunum því refsilaus. Á þetta verður ekki fallizt. Réttur manna samkv. stjórnarskránni til birtingar á prenti er takmarkaður á ýmsa ih^nd^ meðial anruars af þeim reglum, sem á hverjum tíma gilda um eignarrétt á ritverk- um og um útgáfurétt. En slík- ar reglur er almenna löggjafan- um ætlað að setja. Sé brotið gegn gildandi réttarreglum á þessu sviði, verður 'hlutaðeigr andi, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinjnar að sæta ábyrgð fyrir dómi. Með setn- ingu umræddra laga hefir lög- gjafinn sett reglur um útgáfu tiltekinna rita eg verður ekki séð að með því sé farið inn á það svið, sem ákvæði stjórnar- skrárinnar um prentfrelsi, vernda. Og með því að eigi verð 'Ur heldur talið að lögin fari í bág við ákvæði stjómarskrár- innar um verndun eignarréttar og atvinnufrelsi verður niður- staðan sú, sem áður greinir, að 'lögin hafi fullt gildi. Það ber því að dæma hina kærðu til greiðslu sekta sam- kvæmt 3. grein laganna. Þykir sekt hvers þeirra um sig hæfi- lega ákveðin 1000 krónur til ríkissjóðs og komi varðhald í 45 daga í stað hverrar sektar verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtirigu dóms þessa. Um upptöku bókarinnar verð ur eigi dæmt í þessu málr, þar eð málshöfðunin tekur, að fyrir- mælum diómsmálairáðuneytis- ins eigi til þess atriðis. Kærðu ber að dæma til greiðslu alls sabarkosthaðar og þar á meðal til verj. Einars Baldvins Guðmundssonar kr. 300.“ ■■» ii. Stídentar métmæla. Frh. af 2. síðu. halds- og sérskólar fái sömu réttindi, en með því sé gert ó- mögulegt um samanburð og mat á getu og hæfni stúdenta frá hinum ýmsu skólum, 5) að hér sé stefnt í þveröf- uga átt'við það, sem eðlilegast og hagkvæmast væri í skóla- málum þjóðarinnar, sem sé, að einungis einn skóli í Reykjavík taki við nemendum framhalds- og sérskólanna þar og veitti þeim hina aímennu stúdenta- menntun, 6) að nær hefði legið, að aulca fjölbreytni í kennslu háskólans og færa hana í það horf, sem þörf þjaSarinriar krefs't. Af oiavnreindum ástæðum, lýsir furidurinn sig algerlega andvíaan þessum. ráðstöfunum og skorar á alþingi og ríkis- stjórn, að fresta framkvæmd þessara ráðstafana, en taka þegar í stað til gagngqrðrar endurskoðunar og samræming- Farsóttir og' raanndauði í Reykjavík vikuna 11.—17. okt. (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 38 (48). Kvef sótt 148 (163). Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 24 (30). Kveflungna- bólga 8 (15). Taksótt 6 (3). Skar- latssótt 1 (0). Kíkhósti 0 (3). Rist- ill 1 (1). Stingsótt 4 (0). Maruis- lát 3 (4).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.