Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 8
8 AiJÞYPUBLAfHP Miðvikudagur 18. nóv. 1942. BB NÝIA BlÓ Johnor Apollo Ameríksk stórmjmd. Aðalhlutverkin leika: TYRONE POWER DOROTHY EAMOUR I . Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl 5, 7 og 9. GAMALL maður kom í heimavistarskóla og spurði eftir sonarsytii sínum. Skóla- meistari fór sjálfur að leita að piltinum, en kom aftur að vörmu spori, hálf vandræðaleg- ur á svipinn. „Pilturinn er því miður ekki viðlátinn,“ sagði hann. „Hann fékk leyfi til að vera við jarð- arför yðar.“ * 1/ ÍNVERJI kom inn í skrif- stofu frægs lögfræðings oq spurði hvað það mundi kosta að fá siq sýknaðan af morð- ákæru. „Sjáum nú til“, sagði lög- fræðingurinn, „varla getur það orðið minna en 5000 dollarar. Kinverjinn gekk að þessu og greiddi upphæðina og sagði svo: „Jæja, ég fer þá og skýt manninn“. WZ" ARL nokkur var einu sinni að lesa húslestur. Gekk þá tík um baðstofugólfið. Kall- aði lcarl þá upp og sagði: „Rekið þið tíkina út, piltar, hún gerir mér villuljós“. * COOLIDGE, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var j allra manna fáorðastur, en gat J þó verið mjög meinlegur í til- j svörum. Einum ráðunauta hans fannst hann eitt sinn taka lítið tillit til 1 skoðana sinna og sagði af þykkju: „Þér haldið kannske, að ég sé r bara fífl.“ I „Nei, það held ég ekki,“ sagði Coolidge, „en stundum kemur fyrir, að mér skjátlast.“ * LLOYD GEORGE var að halda ræðu á stjórnmála- fundi, og var þá kastað í hann steini. Lloyd George beygði sig, tók upp steininn og sagði: „Þetta eru einu rak andstæð- inganna.“ Hann tók þurrkað kjöt upp úr vasa sínum, skar sneið af því með veiðihníf sínum og át. Honum var það ljóst, að hon- um myndi verða heitt á þessum hjalla. Klettarnir í kring reyndu að koma í veg fyrir, að nokkur andvari bærist til þeirra, en hinsvegar náði sólin að skína á þá óhindrað. Hér myndi verða eins heitt og í bak- araofni. Já, hér myndi verða heitt, en hér myndu þeir verða öruggir, og það borgaði sig að hvíla sig fáeina klukkutíma, þar sem þeir voru algerlega öruggir, jafnvel þótt heitt væri. í dag myndu þeir sofa vel, í stað þess að mega aðeins móka og þurfa stöðugt að hafa hönd á byss- | unni. IEn á morgun? Jæja, það var- nú langt til morguns. Hann lagði þurkaða kjötið frá sér og dró hattinn ofan fyrir augu. Zwart Piete kveikti í pípu sinni og starði fram undan sér. Hann hallaði sér fram á byssu- hlaupið. Hann var fyrsti hvíti maðurinn, sem komið hafði á þennan sjóndeildarhring. Fyrsti hvíti maðurinn, sem steig fæti sínum inn í þessa veröld, og ef til vill kæmi hann þaðan aldrei aftur. Hann tók út úr sér pípuna og spýtti. Fyrir aftan hann lá de Kok með lokuð augu og tuggði kjötið. 2. Þegar Hendrik van, der Berg kom aftur mataðist hann ekki. í stað þess náði hann í biblíuna og las upphátt úr henni fyrir fjölskyldu sína, sem settist um- hverfis hann — Herman, Sus- anna, dóttir hans, María, önn- ur dóttir hans, Johanna að nafni, ári yngri en María og Katarina, fimm ára telpa. Hann las úr gamla testament- inu, hallaði sér fram að eldin- um, þagnaði, þegar logunum sló niður, en herti lesturinn, þegar logarnir glæddust. Þegar bjarm inn féll á koparslegin hornin á spjöldum biblíunnar, var eins og sæi á glóandi gull. Hann las áherzlulaust og til- breytingarlaust og hreytti guðs- orðinu út úr sér. Börnin voru þögul og störðu á hann. Þau höfðu aldrei séð föður sinn í þessum ham fyrr. Herman og Susanna horfðu hvort á annað og hugleiddu, hvort hann væri veikur. Loks, þegar hann var orðinn hás, lokaði hann biblíunni og sagði þeim að fara að hátta. — Hvað er að þér, faðir minn? spurði Susanna. — Ertu veikur? Nei, barnið mitt. Eg er ekki veikur og lofaðu mér að vera. Það er margt, sem ég þarf að hugsa um. Allt of margt, bætti hann við í hálfum hljóðum. Tveim klukkutímum seinna leit hún út úr vagninum og þá sat faðir hennar þar enn þá. Hann sat með biblíuna á hnján- um og bað guð að leiðbeina sér. í huga sínum hafði hann byggt borg, þar sem strætin voru gulli lögð og hallir og turnar úr svartviði. En nú fór eins og um turna Jeríkóborgar, þegar blásið var í lúðrana hrundu þeir yfir hann. HeruMk hafði rakið slóð son- ar síns að stóra trénu, en þar hafði hann séð blómin, sem höfðu verið slitin upp og voru nú skrælnuð. Því næst hafði hann rekist á Sannie, og úr andliti hennar hafði hann lesið ráðningu gátunnar. Honum hafði ekki verið það ljóst, fyrr en hann sá bælt grasið, hversu mjög hann hafði þráð hana. Án hennar var lífið einskisvirði. Án þess að honum hefði verið það ljóst, hafði hún verið afl- vaki lífs hans, og meðan hann hafði beðið eftir því, að hún yxi upp, hafði annar maður tek ið hana frá honum. Og ekki einungis það. Það var ekki aðeins það, að hann hefði misst hana, heldur hafði verið framið stórfellt óréttlæti. Sakleysi hennar hafði verið spillt. Liljan hafði verið flekk- uð, íþað hefði fallið flekkur á hreinleika hennar. Hann leit upp og starði á stjörnurnar og hann krafðist réttlætis af himn- um. Hann átti kröfu á réttlæti. Guð, hinn allsvaldandi og rétt- láti myndi leiðbeina syni sín- um. Varir hans bærðust í bæn og skyndilega opnaði hann biblíuna, lagði bendifingur á miðja bókina og las: „og Abra- ham rétti út hönd sína og tók hnífinn til þess að slátra syni sínum.“ 3. TJm morguninn kom Louisa, kynblendingsstúlkan, sem hafði verið ástmey Jappiés, til Önnu frænku og var vandræðaleg. , —Jæja, Louisa, hvað villtu nú? Hvað vantar þig? — Mig vantar ekkert, en . . . — Þig vantar ekkert, en samt er það eitthvað, sagði Anna frænka. — Það er að segja, þú skrökvar, þegar þú segir, að þig vanti ekkért. í öllum heiminum er ekki til sá maður, sem ekki vantar eitthvað. Jafnvel hvíta fólkið vantar ýmislegt. Jafnvel mig vantar ýmislegt. Mig lang- ar að eiga lítið hús, og tjöm, þar sem gæsirnar mínar geta verið, ef ég eignast þær ein- hverntíma, og mig langar til þess að eignast svín og ég vil að þetta ferðalag taki enda. Segðu erindið, stattu ekki þarna gap- andi. — Mig vantar ekkert endur- tók stúlkan þrjózkulega. — Það er bara þetta, að ég þarf að segja« frúnni ofurlítið. SSTJARNARBIÖHI 1 m GAMLA BtO as Sergeant fork. Florian. Gary Cooper Joan Beslie ROBERT YOUNG, RELEN GILBERT. Sýnd kl. 4, 6% og 9. Sýnd kl. 7 og 0. Börn innan 14 ára.fá ekkl KI. 3%—6% aðganig. Aðgöniguimiðar séldir frá kl. 11 f. h. „Scáttcrgood iaines“. Goy Kibbee. — Þú þarft ekfcert aö segja anér. Heldur þú, að ég sé blind, þó að ég sé feit. Og Anna frænka horfði á vöxt stúlkunn- ar. — 0, sagði stúlkan. — Þá veit frúin . . . —: Já, ég veit og ég veit líka um ekilinn hans Langés. — Það er ekki satt, hreytti stúlkan út úr sér. — Það er lygi, sem hinar stúlkurnar hafa kómið á fót af því að þær eru afbrýðisamar. Mér þykir vænt um að heyra, að það skuli vera lygi, en hlust- aðu á mig, stúlkutetur. Það verður betra fyrir þig, að barn- ið verði hvítt, eða nærri því hvítt, þegar það fæðist. — Það er ekki satt, endur- tók stúlkukindin. — Haldið þér að ég leggi lag mitt við lítil- fjörlega Kaffa. Finnst yður það sennilegt? — Eg held ekki neitt, ég veit að margt getur skeð, hreytti Anna út úr sér — og það er heppilegra að barnið sé hvítt. — Já, fyrir kemur það, en G C* // )&ŒOOl '&ovurwo OZOZOLí Bannaðus* aðgangur. FYRSTI KAFLI ÆTTIÐ þið þessu, strák- ar!“ hrópaði Hrólfur skólastjóri og fyrrverandi viðar- höggsmaður, og sló. hnefanum fast í borðið. „Ef þið hættið ekki að rýna í þessa flugmiða frá umferðaleik- húsinu, skuluð þið eiga mig á fæti! Þetta er síðasta aðvörun- in!41 Hrólfur var hvass í máli, en þó var einhver glampi í augum hans. Samt hættu drengirnir að lesa flugmiðann, sem var aug- lýsing frá „Hdnu heimsfræga umferðaleikhúsi Joskins“. Þeir vissu, að Hrólfur skólastjóri var ekki lamb aö leika sér við. „Jæja þá,“ sagði Hrólfur og leit fram í bekkinn. „I kvöld skuluð þið gera enska ritgerð. Þið skuluð gera ritgerð um efnið: „Heimsókn í umferða- leikhús.“ Þungt andvarp fór um bekk- inn. Hrólfur gat ekki að sér gert að brosa í kampinn. „Vilja þeir drengir gera svo vel að rétta upp hönd, sem telja sig munu skrifa betri ritgerð um efnið, ef þeir fara í umferða- leikhús fýrst,“ sagði hann hátíð- lega. Allir drengirnir í bekknum réttu upp hægri hönd. „Ágætt. Fylkið ykkur fyrir utan eftir fimm mínútur,“ sagði Hrólfur einbeittlega. „Við skul- um fara í leikhúsið og taka til starfa á eftir.“ Drengirnir spruttu upp með fagnaðanlátum, og Nonni, sem var einn þeirra eldri, lét hrópa 'húrra fyrir Hrólfi. Þegar þeir höfðu komið í fyrstu kennslu- stundina í morgun hafði engan þeirra órað fyrir því, að þeir yrðu svona heppnir En Hrólfur kunni að umgangast drengi, og einmitt þess vegna var hann vinsælasti skólastjórinn á þess- um slóðum. Hann vissi, að þeir myndu ekki sinna náminu af neinum áhuga fyrr en þeir höfðu svalað íorvitni sinni í umferða- leikhúsinu. Og svo Iangaði hann þangað sjálfan. Að nokkrum mínútum liðnum höfðu piltamir fylkt liði fyrir framan nýmálaða skólahúsið. Þetta var í borg einni uppi í Klettaf jöllunum. Svo hélt hers- ingin af stað til umferðaleik- hússins með hinn kempulega fyrrverandi viðarhöggsmann í broddi fylkingar. Hrólfur lét þá ganga hið her- mannlegasta og hélt með hópinn út í útjaðar borgarinnr, þar sem umferðaleikhúsinu hafði verið valinn staður. Þegar þangað kom lét hann drengina nema staðar og kastaði tölu á þá. Þeir vom átján talsins, og þar sem að- gangseyririnn var tvær krónur X DONPT kNOW/ / MEV, WAIT A ’ ' MINJUTE/l CANT AN9WEC2. EVEOVBODV’-E QUEETIONE AT r-j ONCE I prn/ú / DO WE GET GAE? WHEN DO WE LEAVE ? y r WHAT’E HE UKB? WHAT’E HIE PECI9I0N ? ECORCHY/ ijt World 7on gecond thought, MAVBE I CAN ! BECAUEE THE ANE.WEC2 TO ALL OF 'TSW THEM IE... ffiíSEiÍ Raj: Kemux Öm. Njósnarinn: Því er hann svona undarlegur? Hvað hefir komið fyrir hann? Raj: Fáum við benzínið? — Hvenær getum við lagt af stað? Öm: Verið rólegir. Ég get ekki svarað mörgum spurning- um í einu, — og þó held ég að ég geti það, því ég hefi ekkert annað að segja ykkur en það, að ég hefl efeki hugmynd um það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.