Alþýðublaðið - 19.11.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.11.1942, Blaðsíða 7
Fímmíndagur 19. Jnóv. 1942. Bærinn í dag. Mætariæknir er í nótt María Hallgrimsdóttir, Grundarstíg 17, síini 4384. Aheit % Strandarkirkju irá S. J. kr. 4,00. Anglia, brezk-íslenzka félagxð, heldur fund að Hótel Borg annað kvöld kl. 8.45. Björn Sigfússon magist- er flytur erindi á ensku um Ara Þorgilsson, föður íslenzkrar sagna ritunar. Á eftir fundinum verðiir dansað eins og venjulega. Kvennaðeild Slysvarnafélagsins efnir til merkjasölu í dag til þess að afla sér fjár tii starfs síns. K3.V.Í. hefir unnið mjög ötullega að slysavarnamálum og er þess að vænta, að menn bregðist vel við þegar félagið leitar til þeirra nú í dag. Bíóin. Gamla Bíó sýnir í kvöld ,Florían‘ með Robert Young og Helen Gil- bert. Nýja Bíó „Johnny Apollo“ með Tyrone Pöwer og Dorothy Bamour. Tjamar Bíó „Sergeant York“ með Cary Cooper og Joan Beslie. Noregssöfnunin. Safnað af sr. Sigurjóni Guðjóns- sgrni, Saurbæ kr. 210,00. Safnað af sr. Þorgeiri Jónssyni, Norðfirði kr. 950,00. Jón Sigtryggsson, Rvík kr. 50,00. Árni Benediktsson, Rvík kr. 50,00. Jakob Kristinsson fræðslu- málastj. 100,00. Starfsfólk Vinnu- fatagerðar íslands 300,00. Ólafxrr Björrisson bóndi, Skriðflöt í Mýr- dal 100,00. N. N. 5,00. Safnað af sr. Þorsteini B. Gíslas., Steinnesi, Hún. 910,00. Safnað af Stefáni Jónssyni, Stykkishólmi 174,00. Safnað af sr. Jóhanni Pálssyni, Stað, Súgandaf. 47,00. Raftækja- verksmiðjan, Hafnarfirði 1000,00. Starisfólk Raftækjaverksm. Hafn- ariirði 335,00. Hið íslenzka stein- oliufélag 1000,00. Selt málverk, gefið af Jóni Engilberts 3000,00 Safnað af sr. Garðari Þorsteinss., Hafnarf. 205,0. Safnað á Laugar- vatni 110,00. Safnað af Einari Sv. Magnússyni, Valþjófsstað 373,00. Safnað af Karli Hjálmarss., kaup- félagsstj. Þói-shöfn 340,00. N. N. 10,00. Soffía Sófanusdóttir, Rvík 100,00. K. S. 400,00. Hallur Halls- son 500,00. Kaupfélag Húnvetn- inga, Blönduósi 3000,00. Samtals 13 269,00 Áður tilkynnt 297 179,00. Samtals kr. 310 448,00. — Allir þeir, sem hafa ennþá söfnunarlista Noregssöfnunarinnar, eru vinsam- lega beðnir að senda þá sem fyrst ásamt þeim upphæðum, sem safn- azt hafa, til Norræna félagsins, Reykjavík. í athugun er, hvort til- toekilegt sé að kaupa nú þegar mat- vöru handa nauðstöddu fólki í Nor- egi fyrir fé það, sem safnazt hefir. Jafnframt er í athugun, hvort nægilega öruggt eftirlit sé hægt að hafa með því að hjálp, sem veitt yrði, komizt til þess fólks, sem mest þarf þess með og tilætlunin er að hjálpa. — Guðl. Rósinkranz, ritari Norræna félagsins. Birg'ðamálaráðherra Breta skýrði í dag frá, að með her- námi Norður-Afríku mundi bæt ast við v rzlunarflotá Banda- manna ripastóll um 300.000 smálestir. Þá kæmu Banda- menn einnig til að fá ýms hrá- efni frá Norður-Afríku. — > Kaap^ ffiill Lang hæsta verði. Slgnr^ér, Hafnarstræti unatmuumun'au Útbreiðið AlþýOnblaOið. EsaaassassEaaaö ALPVÐUBLAÐIÐ FYRIRMÆLI er látinn. Mvndin er frá útför hs.ns í Los Angeies. Til vinstri sést dóttir hans, Diana, og hróðír, Lional, sem einnig er fræ'gur kvikmyndaleikari. Til hægri er síðasta kona, Eveline B. Barrymore. En John Barrvmore var kvæntur 4 sinnum. Gólfdreglar ©élffeppi (Wllton eg ixmtnster) Gangaireglar Gólfmottur Laugavegi 33 STK,pakkinn kostar KR. 2,25 Reykjavík, 15. nóv. 1942. JbJfii Bamjmore, Wrn frægi amaríkski Irvikrrjmdalsikarf, Sauðfjársjúkdómanefndin. Nýtt islenzkt tímarit í Ame- riku á ensku. |kT ÝKOMIB „LÖGBERG“ ' Y ^kýrir svo frá, að nýtt íslenzkt tímarit hafi hafið göngu sína í Kanada. Nefnist það „The Icelandic Canadian“, kem- ur út á enskri tungu og er gefið út af „The Icelandie Canadian Cluh. „Lögbergi“ farast orð um þetta nýja tímarit á eftirfar- andi hátt: „Tímaritið er að stærð rúmar 40 blaðsíður í sama broti og Tímarit Þjóðræknisfélags Is- lendinga, og mun koma út í 4 heftum á ári. Mun það starfa í sambandi við þjóðræknismál, en að mestu leyti á nýju sviði, á meðal fólks, sem er af ísl. bergi brotið, í aðra eða báðar ættir, og sem notar að mestu leyti enskt mál. Til þess að öðlast skilning á sínum andlegu eiginleikum verður hver einstaklingur að ná haldgóðri þekkingu á uppruna sínum. En til þess er nauðsyn- legt fyrir fólk af ísl. ættum- stofni, að kynnast þjóðararfin- um íslenzka. Afkomendur ísl. frumbyggja eru óðfluga að blandast öðrum þjóðflokkum. Það er víst óhætt að fullyrða að af giftingum á síðari árum er það fullkomlega helmingur af ísl. afkomendum, sem giftist annarra þjóða fólki. Það er aðeins undantekning, ef einhver afkomandi þessa fólks til fjáreigenda sunnan Hvalfjarðargirðmgar austur að þjóð- garðsgirðingu, Þin'gvallavatni, Sogi og Ölfusá, vestur að Reykjanessgirðingu, vegna garnaveikivama. 1. gr. Vegna þess að garnaveiki kann að leynast í Reykjavík eða nágrenni, er bannað að flytja sauðfé til dval- ar eða hýsingair á milli heimila eða búa á öllu svæðinu sunnan Hvalfjarðargirðingar, vestan Þjóðgarðsgirðingar, Þingvallavatns, Sogs og Ölfusár, vestur að Reykjanessgirð- ingu. ' Undanþágu frá banni þessu getur Sauðfjársjúkdóma- nefnd veitt, ef sérstaMega stendur á. Umsókn um leyfi til fjárflutninga skal fylgja umsögn viðkoanandi hreppsnefndar, en ef um flutning milli hreppa er að ræða, skal fylgja um- sögn beggja viðkomandi hreppsnefnda. 2. gr. Barunað er að flytja nokkra kind burtu af eða inn á svæðið, sem «m ræðir í ,1. gr. 3. gr. Fyrirmæli þessi gilda einnig um. geitfé. 4. gr. Hreppsstjórum ber að sjá um, að fyrirmælum þessum verði hlýtt. 5. gr. Baxít gegn fyrirmælum þessum varða sektum eða fangelsi, samkvæmt 40. gr. laga, nr. 75 frá 27. júní 1941. lærir ísienzku. — Það eru því margar þúsundir fólks af ísl. stofni í Vesturheimi, sem ekki kunna ísl. mál. Engu þjóðrækn- isstarfi hefir verið komið á stofn á meðal þess. Hlutverk tímaritsins mun verða að nokkru leyti það að hjálpa þessu fólki til að kynnast for- tíð ísl. þjóðarinnar, og túlka fyrir því hin haldbeztu, ísl. and legu verðmæti, sem eru undir- staðan tii þess að verða sem fullkomnastir borgarar í þessu landi. • # Einnig ætti ritið að styrkja samband milli þeirra, sem af ísl. ættstofni eru runnir, en eru dreifðir um alla þessa stóru álfu. Ennfremur er áformað að hvetja fólk, sem hæfileika hef- ir til að rita, að leggja rækt við það. í fyrsta heftinu eru boðin ofurlítil verðlaun fyrir fnim- samda smásögu. Ritstjóri tímaritsins er Mrs. Laura Goodman Salverson, sem mikla frægð hefir hlotið fyrir ritstörf sín. Að efni er ritið fjölbreytt. M. a. eru þar rit- gerðir eftir próf. Skúla John- son, Walter Líndal dómara. — Einnig saga eftir Mrs. Ragnhildi Guttormsson, o. m. fl. ásamt myndum. THsniðnar stærðir VERZLUNIN I VOR Y Garðastræti 2 — Reykjavík. .: Auglýsið í Alþýðublaðinu. AMHflökksmenn Málgagn ykkar, ALÞÝÐUBLAÐIÐ, vantar böm eða fullorðna til að bera blaðið út um bæ- inn tii kaupenda. Sendið böm ykkar til að bera biaðið út> svo það nái tilgangi sínum. TAKMARKIÐ ER: Alþýðublaðið nákvæmlega reglulega inn á hvert heimili í bænum. Lítið herbergi, mætti vera rnjög litið, en leiguupphæð skipfir ekki máli Tilboð merkt 200 kr. sendist til afgreiðslu Al- þýðnþlaðsins fyrir næstk. mánudagskvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.