Alþýðublaðið - 20.11.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.11.1942, Blaðsíða 3
Föstudagttr 20, nóvember 1942. ALPVOUBLADIO Hersveitir Breta komnar að bafci lier Rommels suður at BenghazL Loftárásír Breta á pfzfear borgir. SIR Archibald Sinclair flug- málaráðherra Breta gat þess i gær á fúndi í neðri mál- stofu brezka þingsins, aðbrezki flugherinn haji gert loftárásir á 210 þýzkar borgir: Flestar árásir hafa verið gerðar á KÖln, sem hefir 110 sinnum orðið fyrir árásum brezkra flugvéla. Eftirtaldar borgir hafa orðið fyrir 20 árás- um eða fleiri: Bremen 101, Bremerhaven 20, Dússeldorf 50, Dortmund 39, Duisborg 55, Em- den 80, Essen 49, Gelsenkirchen 42, Hambörg 93, Hamm 85, Hannover 4,4, Kiel 70, Mann- heim 56, Mágdeburg 23, Mún- ster 21, Osnabrúck 44, Soest 33, Wilhelmshaven 69. • Fallhlíf ahersveitir Bandamanna i Tunis ná fleiri stöðvum. .— -m • ¦ Llð mðndulveldaiiaa streymir til Tunis. LONDON <í gærkvöldi. HRAÐSVEITIR úr 8. hernum hafa komist suður fyrir Benghazi og neytt nokkrar af hersveitum Rommels, sem þar voru fyrir að leggja til bardaga. í Tunis hafa fallhlífahersveitir náð á sitt vald einum þýðingarmiklum flugvelli og fjölda annara stöðva. Enn hef- ir ekki komið til átaka á imilli aðalherjanna. Darlan hefir ávarpað Frakka og hvetur þá á allan hátt að styðja að sigri Bandamanna. Loftárásir hafa verið gerðar á stöðvar möndul- herjanna bæði í Libyu og Tunis. fcá m. B Lohdon í gækveldi. REZKAR flugvélar, sem hafa bækistöðvar í Bret- landi, gerðu loftárás á Torino á Norður-ítalíu í nót% og er það í annað skipti jsíðan loftsóknin geon borqum ítalíu hófst. 1 Torino eru m. a. hinar miklu Fiat-verksmiðjur, sem fram- leiða alls konar hergögn og ótal fleiri aðrar hergagna- og stál- verksmiðjur Itala. Aðalárásun- um var að þessu sinni beint gegn Fiat-verksmiðjunum og komu margár sprengjur í mark. Allar flugvélar Breta komust aftur til Englands. Spánn fullvissar Bandamenn um i hlutleyst sitt. SENDIHERRA Spánar í ^Washington hefir enn ít- rékað þá yíirlýsingu stjórnar- ihnar á Spáni, að Spánri haldi fást við hlutleysi sitt. Þetta var tilkynnt í dag af Cordell Hull utanríkisráðherra Bandaríkj- ahna. Hersveitir þær, sem komnar eru suður fyrir Benghazi hafa sótt fram um 100 km. frá því á þriðjudaginn. Hersveitirnar munu hafa farið beint yfir eyðimörkina frá Mekhili, sem tekin var af her Bandamanna fyrir tveimur dögum. Þessar hraðsveitir Bandamanna hafa nú lent í bardögum við liðssveit ir Rommels, og ætlun Banda- manna mun vera að reyna að króa inni allar hersveitir Þjóð- verja og Itala, sem enn eru í Benghazi. Talið er, að Rommel hafi látið brenna miklar birgðir í Benghazi, því mikhr eldar sáust þar í gær. Þá hafa her- sveitirnar, sem reka flóttann eftir strandveginum tekið Cyr- ene, sem er um 150 km. norð- austur af Benghazi. Loftárásir hafa verið gerðar á Barche og höfnina í Benghazi og voru þar tvö skip hæfð þungum sprengj- um. 8 flutningáflugvélar hafa verið skotnar niður fyrir möndulveldunum Pg 20 flug- vélar skemmdar í loftárás á flugvöllinh við Benghazi. — Þá tókst nokkrum flugvélum Bandamanna að sökkva 8.000 smál. olíuflutningaskipi, sem var á leið til Tripolis. BARDAGAR UM FLUGVELLI ' í TUNIS Brezkum fallhlífarhermönn- um hefir tekízt eftir blóðuga bardaga, að ná á sitt vald einúm þýðingarmesta, flugvellinum í Tunis. Öðrum fallhlífarhersveit um Bandamanha hef ir tekizt að ná smærri flugvöllum og ýms- Þióðverjar f ara halloba fpir Mss- nm á Naltsilkvistððvn&iini. ----------- ?.....---------;—— ) LONDÖN í gærkvöldi. RÚSSNESKA herstjórnin gaf út aukatilkynningu í kvöld, þar sem hún skýrir frá miklum sigri sem rússnéskar hersveitir hafa unnið yfir hersveitum Þjóðv. suðaustur af Naltjils við borgina Ordshonikidze, en sú borg liggur við rætur hervegarins yfir Kákiasusfjöllin. í orrustum, sem staðið hafa yfir þarna undanfarið hafa Rússar gersigrað nokkrar hersveitir Þjóðverja og Rúmena, sem þarna börðust, Féllu 5000 hermenn í liði þeirra en mikíu fleiri særðust. Rússar hertóku 140 skriðdreka, 70 fall- byssur, 3450 flutningabíla, fjölda bifhjóla og margs konar önnur hergögn. Þá komust þeir yfir tvær birgðastöðvar Þjóðverja. Úndanfarið hafa staðið yfir miklir bardagar á þessum víg- stoðvum og hafa Þjóðverjar oft talað um að þeir ættu í hörðúm varnarbardögum á þessum slóðum. Nú hafa Þjóðverjar dregið sig nokkuð til baka á þéssum vígstöðvum, en hafa þess í stáð sent meira lið til Mosdok vígstöðvanna, sem eru nokkuð norðar, og reyna nú þar á nýjan leik að sækja fram til Grösny-olíulindanna, en Rúss- ar segjast hrinda öllum áhlaup- um þeirra þar. Þá tilkynna Rússar að til- raunir Þjóðverja í Stalingrad til að skapa sér örúgga vetursetu þar hafi algerlega misheppnast, en þeir hins vegar béðið mikið manntjón. um stöðvum. Enn hefir ekki komið til átaka nema við njósnarsveitir möndulherjanna. En það er talið víst, að þá og þegar komi til bardaga á milli hers Andersons og aðalhers möndulveldanna við Bizerta. 900 hermðaoam jal- pjóðahercieltdariiBaar fir ímm~ HERMENN , úr al- hióðahprdeildinni, sem barðizt með lyðveldishernum á Spáni og voru í fangabúðum í Norður-4.fríku hafa verið látn ir lausir. ' ... Þeir lystu sttax yfir', að' þeir mundu ganga her Bandamanna á hönd og nota reynslu sína.frá Spánarstyrjöldinni í þáguþeirra W Chicagó, 19. nóvember. ILLIAM S. KNUDSEN herforingi, sem hefir verið á eftirlitsferðalagi um öll Bandaríkin, og skoðað her- gagnaverksmiðjúr, sagði í dag, að verksmiðjur þjóðarinnar hröðuðu framleiðslunni svo að hún væri að ná hámarki. Hér um bil allri smíði er lok- ið, sagði framleiðslustjóri her- málaráðuneytisins, sem er af dönskum ættum. Héðan í frá er hægt að snúa starfseminni að því að birgja ajla hermenn Bandamanna. Knudsen sagði, að hinar 70 þúsund konur, sem ynnu í flug- vélaverksmiðjum þjóðarinnar ynnu mikið og þarft starf. Stokkhólmi, 18. nóvemb. SAMKVÆMT fregn, sem* barzt hingað, eru dönsk fangelsi yfirfull eftir uppþot, sem varð nýlega eftir uppþot, handtökur voru 3.000 manns teknir fastir „fyrir óviður- kvæmilegan munnsöfnuð." Weygand fangi Þýzkalandi. í London í gærkveldi. ÞÝZK fréttastofa skýrir frá því, að Weygand, hers- höfðingi sé nú fangi í Þýzka- landi. < Bandamenn höfðu áður hald- ið því fram, að Weygand væri fangi Þjóðverja og hefir það nú verið staðfest áf Þjóðverjum sjálfum. . Frá Kyrrahafsstyrjöldinni MÁ. efri myndinni sjást þeir liðsforingjarnir Evans Carlson og *|James Roosevelt, elzti sonur Roosevelts forseta, méð jap- anskan fána í höndunum, sem hertekinn var í árás, sem gcrð Ivar undir þeirra stjóm á Mankiney á suðvestur Kyrrahafi. Neðri myndin er frá Nýju Guineu og sýnir innfædda menn vera að flytja birgðar til hersveita Bandamanna, sem þar berjast. Hver maður ber um 40 pund. Floti Dandamanoa sokkvir 5 herskipum fyrir Japonum. LONDON í gærkvöllL FLOTASTJÓRN Bandaríkjanna.gaf út tilkyoindngu í kvold, þar sem skýrt er frá að Bandaríkjamenn hafi nú um helgina sökkt 5 herskipum og laskað 3 önnur til viðbótar við þau skip, sem Japanir misstu í sjóorruátunini við Salomonseyjar fyrir skemmstu. í itilkynningunni segir að þetta hafi átt sér stað á svæðinu við Salomonseyjar, en ekki var nánar tiltekið hvernig herskipun- um var sökkt. Herskip þessi voru: 1 orrustuskip, 3 stór beitiskip og 2 minni beitiskip. Auk þess ihafl verið laskað 1 orrustuskip, 2 beitiskip og einn tundurspillir. Það er nú skammt milli stórra högga, sem floti Banda- ríkjanna gréiðir sjóveldi Jap- ana á Kyrrahafi og verður það mjög til að styrkja afstöðu Bandaríkjamanna á Nýju Gui- neu og Guadalkanal. Enda hef- ir Japönum nú undanfarið ekki tekizt að landsetja lið á Guadal- kanal og ekki hefir orðið vart við japanskar flugvélar yfir eynni. HER^SVEITIR Bandaríkjá* irianna og Ástralíumanna, sem sækja til Buna, eiga nú skammt eftir ófarið til borgar- innar. Enh er ekki séð hvort Japanirreyna að koma þar liðs- auka á land eða reyna að bjarga hersveitunum, sem þar eru, undan sjóleiðis. Flugvélár Bandamanna hafa komið auga á tvo hópa japanskra tundurspilla ekki allfjarri Buna. Árásir hafa verið gerðar á flugvöllinn við Buna með það fyrir augum að gera Japönum erfiðara fyrir með áð nota hann fyrir flugvélar sínar, sem yrðu látnar Vérjá skipin, ef þeir reyndu að könia liðsauká áland eða; áð ^ílytjá herliðið í b'urtSí þaðan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.