Alþýðublaðið - 20.11.1942, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 20.11.1942, Qupperneq 7
Pbslndagur 20. nóvember 1942. ' -fc'i jIí. .'íi■'ff-'v"' ALpy P U B L AÐ1Ð 7 Bærinn í dag. Næturlæknir er Ólafur Jóhann- esson, Gunnarsbraut 38, sími 5979. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Alþýðnflokksfólk í Hafnarfirði. Alþýðuflokksfélögin ' efna til kvöldskemmtunar með sameigin- legri kaffidrykkju annað kvöld í Góðtemplarahúsinu. Nánar aug- lýst í blaðinu á morgun. Frá Barnaverndarnefnd. Vegna alvarlegra ástæðna vill Barnaverndarnefnd Reykjavíkur vekja athygli almennings á því, að hún hafi samþykkt eftirfarandi: JMeð tilvísun til 8. gr. bráða- birgðalaga um eftirlit með ung- mennum o. fl. frá 9. des. 1941, leyfir Barnaverndarnefnd Reykja- víkur sér að leggja til við ríkis- stjórnina, að notuð verði heimild í nefndri lagagrein til að banna alla verksmiðjuvinnu barna á skóla- skyldualdri, og alla næturvinnu unglinga 16 ára og yngri frá kl. 10 síðdegis til kl. 7 árdegis. Enn fremur leggur nefndin til, að öll vinna á veitingastöðum fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri verði bönnuð með öllu.“ Anglia heldur fund í kvöld kl. 8,45. að Hótel Borg. Björn Sigfússon mag- ister flytur þar fyrirlestur um Ara Þorgilsson. Á eftir verður dansað til klukkan eitt. Loðdýraræktin 1941—’42 heitir nýútkominn bæklingur frá Loðdýraræktarfélagi íslands. Hefst hann á skýrslu um aðalfund fé- lagsins, sem haldinn vár á Blöndu- ósi í sumar. Þá eru kaflar úr skýrslu formannsins, H. J. Hólm- járns á sama fundi, grein um refa- afbrigði og loks grein um meðferð á loðskinnum. Bókasafn Angliu á Laugavegi 34 er opið á þriðju- döginn og laugardögum kl. 5,30— 7 og fer þá fram útlán bóka. Sigurgeir Sigurjónsson hœstqféttarmálaflutnlngsmaður Skrifstdfútími 10-12 og 1—6. Á?olstrœti 8 Simi 1043 |Rý föt fyrir gömali \ \ ) Látið oss hreinsa og pressa? Uöt yðar og þau fá sinn upp-^ ^runalega blæ. S S Fljót afgreiðsla. ^ \ EFNALAUGEtv TÝR.S S Týsgötu 1. Sírci 2491.J — Félagslíf — Æskulýðsvika K. F. U. M. og K. I kvöla kl. 8 ýa tala Sverrir Sveiusson stud. theol og Jóhann Hlíðar, stud. theol. — Mikill söngur og hljóðfærasláttur. — Allir velkomnir. S Blándulöberar í úrvali. Laugavegi 74. Forsetakjorið á alningi í gær. Frh. af 2. síðu. innar, Jóhann Jósefsson. En við kosn. varaforsetaima greiddu Sjálfstæðisonenn atkvæði með varaforsetaefimxjn Alþýðuflokks ns og Kommúnistaflokksins, kommúnistar einnig með vara- forsetaefni Alþýðuflokksins, þannigr að Framsóknarflokkur- inn fékk engan foxseta þar frekar en í sameimuðu þingi. Launaði Sjálfstæðisflokkurinn Framsókn þannig þann grikk, sem hún hafði ger't honum í sameinuðu þiingi! Við forsetakjörið í efri deild byrjuðu allir flokkarnir einnig á því að kjósa sína menn, nema Sjálfstæðisflokkurinn. Tveir af fulltrúum hans kusu forsetaefni kommúnista, hinir fimm skil- uðu auðu. En í seinni umferð- inni kusu fulltrúar Alþýðu- flokksins einnig forsetaefni kommúnista, sem þar með var kosið. Við kosningu varaforset- anna beggja neytti Sjálfstæðis- flokkurinn aftur atkvæðamagns síns sem stærsti flokkur deild- arinnar og fékk því báða, þann- ig að Framsókn fékk ekki held- ur neinn forseta í efri deild. Engin samtök. í sambandi við forsetakosn ingarnar á alþingi og þá sér- staklega forsetakosninguna í sameinuðu þingi, er rétt að taka það fram, þó að úrslit kosninganna bera það raunar alveg með sér, að ehgin sam- tök á.ttu sér stað milli flokk- anna um þær. Það var aðeins iimbyrðis úlfúð Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, sem varð því vald andi, að Alþýðuflokkurinn fékk forseta sameinaðs þings en Framsóknarflokkurinn ' engan forseta, hort heldur í sameinuðu þingi eða þing- deildunum. Talað hafði verið um það áð- ur milli flokkanna, að hafa allsheirjarsamkomulag um for- setakjörið þannig, að stærsti flokkurinn fengi forseta sam- einaðs þings, sá næsti forseta neðri deildar, þriðji forseta efri deildar, fjórði fyrsta vara- forseta í sameinuðu þingi og neðri deild, sá fyrsti fyrsta vara forseta í efri deild og svo koll af kiolli, og höfðu allir flokk- arnir tjáð sig reiðubúna til slíks samkomulags. En þegar til kom neitaði Framisókn að standa við það. Töldu hinir flokkarnir sig þá svikna og ákváðu að kjósa hver sinn mann. En tilgangur Framsóknar virðist hafa verið sá að ná sér niðri á Sjálfstæðis- flokknum með því að fella Gísla Sveinsson frá kosningu. Það tókst henni líka með þvi að kjosa Harald Guðmundsson með Alþýðuflokknum, en um þá fyrirætlun hennar var Al- þýðuflokknum með öllu ókunn- ugt þar til fyrsta umferð kosn- ingarinmar var lokið, enda sýna úirslit forsetakjörsins í neðri deild og efri deild, það alveg tvímælalaust, að engin samtök voru millji. Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksi ns við þess- ar forsetakosningar. Framsókn heppnað.ist því að vísu 'herbragð sitt gegn Sjálf- stæðisflokknum í sameinuðu þingi, og sameinað þing fékk forseta, sem ekki aðleáns Al- þýðuflokkurinn helduir og öll þjóðin mun sennilega telja þing xpanna bezt til fallinn., — að skipa þann virðingarsess. En herbragðið 'borgaði sig illa fyrir Framsókn. Hún fékk engam forseta kjörinn. Jarðarför mannsins mins og föður okkar JÓHANNESAR V. H. SVEINSSONAR, kaupmanns, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 23. þ. m. og hefst með kveðjuathöfn kl. 1 e. h. á Freyjugötu 6. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. GuðlaUg Bjömsdóttír. Sveinn Jóhannesson. Kristín Jóhainnesdóttir. Ólafur Jóhannesson. Frambald aimennra bólusetninoa. Laugardaginn 21. þ. m. verður bólusetningu haldið á- fram í Templarasundi 3 (Ungbamaverndin). Kl. 9.30 til 11 skal færa þangað börn af svæðinu milli Skólavörðustígs, Laugavegar og Frakkastígs. Kl. 13 til 14.30 skal færa þangað börn af svæðinu frá Ingólfstræti inn að Frakkastíg norðan Laugavegs til sjávar. Kl. 16 til 17 skal færa þangað böm, sem frá urðu að hverfa mánudaginn 9. nóv. s. 1. og eftir urðu á því svæði sem þá var auglýst, nefnil. milli Lækjargötu, Fríkirkjuvegs, Sóleyjargötu, Hringbrautar að Skóia- vörðustíg, Eiríksgötu og Barónsstíg. Bóluskoðun fer fram laugardagmn 28. þ. m. á sama stað og tíma. Fólk er beðið að athuga þessa auglýsingu vand- lega, þar sem áríðandi er að eldíi sé komið með börn af öðrum svæðum en hér er tiltekið. Reykjavík, 19. nóvember 1942. Héraðslæknirinn í Reykjavík Heillaöskir rikis- stjóra é afmæli fiústavs Adolfs SvfakróiipriDS. Ob svarskeyti kronprinsins til rikisstjóra; ITILEFNI AF sextugsaf- mæli kxónprins Svía, 11. þ. m., fóru eftirfarandi skeyta- skipti fram á milli ríkisstjóra Islands og krónprinsins: „Eg sendi yðar konunglegu tign hinnar hjartanlegustu ósk- ir mínar og íslenzku þjóðarinn- ■ar á 60 ára afmæilisdegi yðar. Endurminningin um heimsókn yðar, er fjórði hluti íslenzku þjóðarinnar kom saman til þess að mmnast 1000 ára afmælis Alþingis, lifir ennþá í hugum þjóðarinnar. Heimsókn þessi og hlýhugur yðar í garð íslenzku þjóðarinnar, sem þér létuð svo fagurlega í ljós, er þér heim- sóttuð oss þá, er af mörgum hér á landi talinn einn af mik- ilsverðu þáttum í vaxandi vin- áttu milli íslenzku og sænsku þjóðanna. Eg nota tækifærið til þess jafinframt að 'láta í ljós ein- lægar óskir hans hátignar kon- unginum til handa, hennar kon- unglegu tign krónprinsessunni, og allri sænsku þjóðinni, en hin friðsamlega og árangursríka barátta hennar við örðugleika þá, sem nú eru, vekur óskipta aðdáun íslendinga. Sveinn Björnsson, ríkisstjóri íslands“. Eftirfarandi svarskeyti barst ríksstjóra frá krónprinsinum: „Ég flyt yður innilegar þakk- ir, herra ríkisstjóri, fyrir hinar vinsamlegu hamingjuóskir, sem þér senduð mér frá yður sjáif- um og íslenzku þjóðinni á sex- tugsafmæli mínu. Ég get einnig fullvissað yður um, að þær árnaðaróskir, sem þér létuð þá um leið í ljós til hans hátignar konungsins, til konu minnar og sænsku þjóðarinnar, voru mik- ils metnar. Ég minnist með mikilli á- nægju Islandsferðar minnar, þegar 1000 ára afmæli Alþingis var hátíðlegt haldið, og ég mun geyma minninguna um þær hjartanlegu móttökur, sem mér voru þá veittar. Eg vil nota þetta tækifæri til að færa yður, herra ríkisstjóri, mínar beztu árnaðaróskir yður sjálfum og íslenzku þjóðinni til handa. Gustav Adolf“. Slátrnn i haast: Alls var slátrað 403,693 kindum FORMAÐUR kjötverðlags- nefndar, Ingólfur Jónsson, hefir sent blöðunum grein um slátrun sauðfjár og kjötsölu. Grein þessi hefir inni að halda tölur, sem sýna slátrun hér í haust, og tölur teknar til sam- anburðar frá síðasta hausti. Er skýrt frá þessum tölum hér á eftir. Samtals var slátrað 365 333 dilkum, sem vigtuðu samtals 5 073 470 kg„ 13 008 geld- kindum, sem vigtuðu samtals 301 082 kg. og 25 352 ám, sem vigtuðu samtals 458 022 kg. Alls var því slátrað 403 695 kindum, sem höfðu að kjöt- magni 5 832 574 kg. S s c Til samanburðar má geta þess, að haustið 1941 var slátrað alls 391 200 fjár, eða 12 493 kindum færra en nú. Kjötmagnið 1941 var samtals 5 582 885 kg. eða 249 689 kg. minna en núna. Heildarsala í sláturtíð 1941 eða til 1. nóv. nam 1177 tonnurn. Þá seldist mikið kjöt á súmarmark- aði, í ágúst og byrjun september mánaðar. Þá keypti setuliðið mikið kjöt, eða samtals 214 tonn. Sala til landsmanjna var þá, í sláturtíðinni 1941, 963 tonn. Kjötbirgðir 1. nóv. 1941 voru 4073 tonn. Heildarsala á sláturtíð nam 1105 tonnum, þar af til setiiliðs- ins 2 tonn. Sala til landsmanna hefir því numið 1103 tonnum á móti 936 tonnum 1941. Birgðir voru 1. nóv. s. 1. 655 tonnum meiri nú en á sama tima 1941. Stafar það af meiri slátrun og einniff því, að dilkar, sérstaklega sunnanlands, voru meiri í haust en árið áður. Eins og áður er greint, hefir setuliðið nær ekkert kjöt keypt um sláturtíð, en hefir nú byrjað kaup, sem ætla má að verði 5—600 smálestir samtals. Wblskf-9]óf?rnlr. Frh. af 2. síðu. að horfnir væru um morguninn 11—12 kassar. Hvorugur þess- ara manna hefir viðurkennt að hafa framið hið fyrra innbrot x Nýborg og er það mál því enn óupplýst. Rannsóknarlögreglan vill ekki gefa upp, hvernig hún fór að því að finna innbrotsþjófana og hafa hendur í hári þeirra svona fljótt. Þeir munu hafa brotið stálsagarblöð, er þeir notuðu, þegar þeir söguðu í sundur járnteinana í glugga- Magnús Pétursson. j hlerunum og fann rannsóknar- lögreglan sagarbrotin. En rann- sóknarlögreglan segir, að það hafi þó ekki verið þessi sagar- brot, er komu henni á sporið. Bæði Ottó og Eyþór sitja nú í gæzluvarðhaldi og mál þeirra er í framhaldsrannsókn. fitflutsliiBr kvikmjrnd arinnar „Iceland" verð ur ekki leyfðnr frá Bandarikjnnna. SAMKVÆMT ^ símskeyti frá sendiherra íslands í Was- hington hefir utanríkismála- ráðuneyti Bandaríkjanna komið því til leiðar við kvikmyndafé- lagið, að breyta nafni kvikmynd- arinnar í „Married on Ice“ (Gifting á ísi) og sleppa úr kvikmyndinni öllu, sem beinist að íslandi, undir eftirliti utan- ríkismálaráðuneytisins og sendi- ráðs íslands þar, og verður úf« flutningur kvikmyndarinnar úr 'landi ekki leyfður fyrr en þetta hefir verig gert. FiM- pappi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.