Alþýðublaðið - 22.11.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1942, Blaðsíða 5
Sunamlagur 22. nóvember 1942 ALÞYÐUBUOIÐ SKHIFSTOFAN, sem sér um að æfa og senda út raeðumenn fyrir flokkinn — og þeir hafa verið sendir margir út 6 meðal fólksins s.l. sumar — er eitt hið mesta bákn í öllu áróðurskerfi nazistanna. Frá þessari skrifstofu er haft eftir- lit með öllum skólum, þar sem ræðumenn eru æfðir, hvar sem þeir eru á landinu og æf- ingaskólum fyrir umdæmis- stjóra, þar sem þeir fá að loknu námi prófskírteini frá próf- dómendum, en meðal þeirra eru fulltrúar frá Rosenberg og Ley. Göbbels hefir skipt áróðurs- ræðumönnum sínum í hópa, — eftir. því, hvar hver er hæf- astur og gagnvart hvaða áheyr endum og eftir því, hvers konar áróðursbarátta er þeim bezt við hæfi. Fyrsti flokkurinn, og þeir, sem njóta mestrar virðingar, eru svokallaðir „ríkisræðu- menn.“ Með þess konar menn er farið líkt og kvikmyndaleik- ara, nöfn þeirra eru letruð stórum stöfum í blöðin, þegar þeir eru auglýstir sem ræðu- menn á fundum. Annar flokk- urinn, sem nýtur og mikillar virðingar, er hin svonefnda „ræðumannadeila/1 — Þessar deildir eru notaðar á sérstökum stöðum, þar sem mikils þykir við þurfa í þann og þann svip- inn. Að lokinni hinni sigursælu baráttu árið 1940, þegar naz- istar hófu baráttu sína fyrir því að gera íbúána í Luxem- burg þýzksinnaða, sendu þeir margar slíkar deildir um hið væntanlega þýzka hérað. Til þess að ná inngöngu í þessar deildir verða ræðumenn að hafa sýnt það og sannað, að þeir hafi 'sérstaka hæfileika til þess að ávarpa vissa tegund manna, svo sem bændur, verk- smiðjufólk, kaupsýslumenn eða einhverja sérstaka stétt þjóð- félagsins. Ein tegund ræðumanna naz- istaflokksins eru hinir svo- nefndu umdæmisræðumenn, sem standa undir yfirstjórn á- róðursskrifstofu umdæmisins. Þessir menn eru lægra settir en ríkisræðumennirnir, en þó er starf þeirra mjög þýðingar- mikið, því að það er litið á þá sem leiðtoga fólksins. Þeir eiga að koma jafnvel hinum lít- ilfjörlegustu í umdæmi sínu í skilning um, að flokkurinn hafi áhuga á að leysa jafnvel hin smæstu vandamál þeirra. Þessir menn eru hinir raun- veruiegu milligöngumenn yfir- valdanna og almennings. Fjórða tegund þessara áróð- ursmanna eru hinir svonefndu „sérlærðu ræðumenn," menn, sem verða að hafa sérstaka þekkingu á einhverjum ákveðn Þeim fjölgar stöðugt. flugvélunum, sem sendar eru til árása á Þýzkaland. Myndin er tekin í einni af flugvéla- verksmiðjum Bandaríkjamanna sem framleiðir flugvélar stærstu tegundar. SlHarl greii£: Er þýzka pjóðin að guggna? um málum, svo sem atvinnu- málum, utanríkismálum eða Gyðingamálum, og oft koma þeir í staðinn fyrir' rxkisræðu- mennina eða umdæmisræðu- mennina, ef það er eitthvert sérstakt mál, sem fyrir liggur, eða kemur fram í umræðunum. Þessir menn reyna að vekja hatur meðal almennings á Gyðingunum, bolsévíkum eða brezku auðmönnunum og aðal- stéttunum. Þýzka þjóðin hefir alltaf þráð menntun og fræðslu, en nú kemst hún að raun um, að hún getur hvergi fengið fræðslu nema frá nazistaflokkn um. Hvernig hefir einum stjórn málaflokki getað tekizt að ná undir sig svona miklum áhrif- um meðal stórrar þjóðar? Á þann hátt að gera sérhvern mann að hlekk í keðju skipu- lagningarinnar. Það er hin svo nefnda fræðsludeild ríkisins, sem sér um hið andlega upp- eldi með framleiðslu kvik- mynda, tónlista, leiksýninga, bókmennta og útvarpsd^g- skrár. Bóksalinn tilheyrir skipu lagningunni, ennfremur tón- Pluss'kápur. Teknar upp á morgun, svartar, bláar, gráar, drapplitaðar. fCápufeúðiii, Laugavegi 35. Komið fyrri hluta dags. milli Bretlands og ísiands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CnUiford’s Assocaited Lmes, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD listarkennarinn og bókavörð- urinn. A þennan hátt getur Göbbels haft eftirlit með öllum áróðrinum og haft áhrif á hugsanir og tilfinningar sér- hvers manns um allt ríkið. Menn, sem eiga heima á svæðum, þar sem nauðsynlegt er að halda við hugrekki fólks- ins, það er að segja á þeim svæðum, sem brezku sprengju- flugvélarnar ná til þurfa sér- stakrar meðhöndlunar við. Þar er það flokkurinn, sem lætur til sín taka, en ekki ríkið eða embættismenn staðarins. Hjálp arstarfsemin er framkvæmd af flokknum, einkum af svokall- aðri „velferðarnefnd nazista- flokksins,“ en það er félags- slíapur, sem telur um 16 millj. meðlima. Afleiðingin af þessu fyrirkomulagi er sú, að sérhver þegn þjóðfélagsins, karl eða kona, hefir það á vitundinni, að hann geti ekkert öðlazt nema frá flokknum og verður á þann hátt enn þá tengdari flokkn- um en áður var. Það er aðeins flokkurinn, sem getur veitt þessu fólki mat og húsnæði. Og þessir smámunir rxða bagga muninn í Þýzkalandi. Ef menn eiga að skilja það, hvernig nazistaflokkurinn vak- ir yfir þeim svæðum, sem verða fyrir sprengjuárásunum, er nauðsynlegt að lesa kafla um hjálpina, sem flokkurinn hefir látið þessum svæðum í té. Hér á eftir kemur kafli um Köln: „Flokkurir.n sér um hjúkrun almennings. Flokkurinn tekur að sér fólk, sem hefir misst eignir sínar. Engir aðrir geta tekið að sér hlutverk flokksins eða leyst það með eins mikilli prýði. Öll skipulagningin er gruildvclluð á starfi hinna stjórnmálalegu leiðtoga. Nú hafa árásir brezka flug- ilotans aukizt og áróðursmenn nazistanna hafa lagt mikla á- herzlu á þýðingu flokksins. Al- menningur var farinn að kalla áróðursmenn flokksins „litlu Iiitlerana“ og dáir þá sem þá menn, sem fórni sér fyrir þjóð- ina á tímum þrenginganna. —- Þannig sagði blaðið Volkischer Beobachter í ágústmánuði s.l.: „Hvergi hafa „litlu Hitlerarn- ir“ staðið sig betur en þar, sem eitthvað hefir lcomið fyrir, hús hafa brunnið eða verið sprengd í loft upp. Stjórnmálaleiðtog- inn er nú alveg ómis6andi. . . Hann er fyrsti maðurinn, sem kemur á vettvang, þegar verið er að grafa fólk út úr rústum hruninna húsa. Hann leiðir fólkið til óhultra staða og fær- ir því matvæli þangað. Ef flokkurinn hefði ekki eftirlit með sérhverju húsi, myndi margt fara verr en farið hefir. Það er flokkurinn, sem velur byrgisstjórana, lögreglumenn- ina og slökkviliðsmennina. — Flokkurinn stendur bak við allar framkvæmdir, smáar og stórar. Flokkurinn, — flokkurinn, flokkurinn, — það er alltaf flokkurinn. En getur flokkur- inn forðað þýzku þjóðinni frá siðferðilegu hruni? Það væri mjög varhugavert að vanmeta baráttuhug Þjóðverja á heima- vígstöðvunum, eins og það er varhugavert að vanmeta bar- áttuþrek Þjóðverja á vígstöðv- unum. Það myndi vera hyggi- legast að láta sér skiljast það, að þýzka þjóðin hefir verið hneppt undir þrældómsok vél- arinnar. Þrátt fyrir það verðum við að gera okkur það ljóst, að mann- legar verur eru alltaf mann- legar, jafnvel á Þýzkalandi. Ef Hitler er undrandi á því, að hann öðlazt ekki sigur, þótt hann hafi gert allt sem í hans valdi stendur til þess að öðlazt hann, þá geta fleiri orðið undr- andi á því, að ekki skuli allt fara eftir áætlun. í öðru lagi má ætla, að skipulagning naz- istanna sé ekki eins örugg og hún virðist á yfirborðinu, að „litlu Hxtleramir“ hafi gert fólkið á hættusvæðunum dálít- ið vonsvikið. í þriðja lagi skort- ir Þjóðverja hráefni, sem eng- in skipulagning getur bætt þeim upp. Og að lokum getur svo farið, að Þjóðverja skorti menn, en menn er farið að gruna það vegna hinna hat- rammlegu tilrauna þeirra til þess að fá verkamenn frá her- numdu löndunum. En þessi j skortur þeirra á mannafla er þeim hættulegur. Vandræði þeirra eru sífellt að aukast, en bandamenn mega þó ekki treysta því að tíminn einn sigri fyrir þá. Ekkert get- ur sigrað Þjóðverja annað en innrás, sem bugar mannafla þeirra. E Um leikritin í útvarpinu veginn. — Spilin, sem við komin. — Ástandstillaga, og skammir um G FULLYRÐI að ekkert út- varpsefni er eins vinsælt og leikritin. Ég vil þakka útvarpinu fyrir Kinnarshvolssystur fyrra Iaugardag. Það er hátíðiskvöld á öllum „rólegum“ heimilum þegar gott Ieikrit er leikið í útvarpið. Ef út\'arpið sér sér fært að hafa a. m. k. annað hvert leikrit stórt og gott þá rnyndi ánægjan með vetr- ardagskrá útvarpsins aukast stór- kostlega. SUMIR LEIKRITAÞÆTTIR, sem hafðir hafa verið í útvarpinu undanfarna vetur hafa verið nauða ómerkilegir — sumir jafnvel al- ger vitleysa. Það á ekki að særa útvarpshlustendur með slíkri þvælu, þá er betra að hafa bara upplestur úr einhverri góðri bók í staðinn. FYRIR MÖRGUM árum var „Þjóðníðingurinn" leikinn í út- varpið. Það er eitt bezta leikrit sem útvarpshlustendur hafa heyrt. Takið það aftur til leiks í vetur. Það er betra að hafa fá góð leik- rit heldur en mörg léleg. HINSVEGAR er þættinum um „Daginn og veginn" misþyrmt. Vilhjálmur Þ. er oft ágætur, en það er allt of eiixhæft að láta sama manninn flyíja þennan þátt svona oft. Margir eiga að flytja þennan þátt. Þessi regla gilti líka, en nú hefir verið brugðið út af henni. Eg.tel það mjög miður farið. og þáttinn um daginn og eigimi að nota í vetur, eru sem ég er ekki sammála, bláa samfestinga. SPILATÍÐIN ER byrjuð. Ný spil eru komin á markaðinn, svo- kölluð rammíslenzk spil. Þau eru falleg og góð. Myndirnar skýrar og nöfn mannspilanna ágæt: Vinnumaður, bóndi og húsfreyja. Þessi spil ættu sem flestir að nota. L. P. SKRIFAR: „Eg hef eina ákveðna tillögu sem ég vildi biðja þig að koma á framfæri fyrir mig, viðvíkjandi þessu marg um talaða ástandi: Og þessi tillaga er á þá leið, að ríkisvaldið gefi út sér- stakt vegabréf fyrir stúlkur, sem óska að hafa sambönd við setuliðið fram yfir það sem atvinna þeirra krefst“. „VEGABRÉF þessi er svo stúlk- unum skylt að sýna sé þess krafist af þeim sem hafa eftirlit með slíku, annars liggi við sektir, eða önnur refsiákvæði, er samþykkt yrðu. Vegabréf þessi ættu einnig að ná til karlmanna, og ætti ekkt síður að taka hart á því aö íslenzk- ir karlmenn útvegi bæði vín og kvenfólk, heldur en hinu, þó að ungar stúlkur séu f ,,ástandinu“. Því slíkur verknaður er með öllu óleyfilegur.“ „EG TEL ÞAÐ EKKI vansæm- andi fyrir nokkra konu þó að hún sækti um slikt vegabréf, ef hún telur sig hafa þörf fyrir slíkt, en þær sem enga þörf hafa fyrir slíkt munu hliðra sér lijá því að Frk 4 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.