Alþýðublaðið - 25.11.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.11.1942, Blaðsíða 5
MMyikudagur 25. nóv. 1S42. ALÞTÐUBLAOIÐ SfcýHto Stefáns Jé&. gteUwgwuf á AlItýðaflohksfiIngiMn; * Niðurlag. Á öndverðu aðalþinginu 1842 tók miðstjórn og þingflokkur Alþýðuflokksins til athugunar, að leggja fyrir alþingi frumvarp til breytinga á kjördæma- skipun landsins, er leiðrétti að nokkru það skipulag, er gilti. Var þetta miðað við að kosningar færu fram vorið 1942, enda þótti einsætt að svo yrði vegna þess að miðstjórn Framsóknarí'lokksins hafði gert ákveðna ályktun um að alþingiskosningar skyldu fram fara. Mál þetta var ýtarlega rætt innan miðstjórnar- irmar og þingflokksins, og þar ákveðið, að Alþýðu- flokkurinn skyldi bera fram á alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnar- skránni. Var breytingin í því fólgin, að kaupstað- irnir þrír, Akranes, Neskaupstaður og Siglufjörður skyldu verða sérstök kjördæmi, — að þingmönnum Reykjavíkur skyldi fjölgað um tvo, og komið á hlutfallskosningum f tvímenningskjördæmum lands- ins. — Mál þetta var samþykkt í miðstjórninni hinn 21. febrúar 1942, og falið þingflokknum til fyrir- greiðslu. Það var auðséð, að Framsóknarflokkurinn myndi þegar í stað rísa öndverður gegn þessu rnáli, en óvíst um afstöðu Sjálfstæöisflokksins. í fyrstu leit út fyrir að Sjálfstæðismenn myndu ekki fylgja frumvarpinu, en þegar frá leið og Sjálfstæðismönnum fór að verða ljós áhugi flokksmanna sinna íyrir málinu, létu þeir tilleiðast og studdu frumvarpið, — þó með þeim breytingum frá því, sem Alþýðuflokkurinn hafði viljað, að ekki skyldu búin tií nein ný kjördæmi nema Siglufjörður. Þegar Sjálfstæðismenn snénist þannig til liðs við' kjördæmamálið, varð augljóst, að samstarfi Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðismanna um ríkisstjórn hlaut að vera lokið. Vaknaði þá það vandamál, á hvern hátt hægt væri að mynda stjórn til þess að fara með völdin meðan mál þetta yrði til lykta leitt, — því að Hermann Jónasson hafði beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, og fulltrúar Framséknármanna í ríkisstjórn voru ákveðnir í því að hverfa burt úr stjórninni. Á fundi miðstjórnar Alþýðuflokksins 6. maí 1942 var það upplýst endanlega, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fylgja fram kjördæmabreytingunni á þá lund, er áður greinir, og bauðst hann til þess að mynda ríkisstjórn úr sínum flokki til þess að stjórna meðan kjördæmabreytingin yrði útkljáð, enda væri þá tryggt fylgi eða hlutleysi nægilega margra annarra þingmanna. Út af þessu ályktaði miðstjórn og þing- flokkur Alþýðufiokksins: „Alþýðuflokkurinn lýsir yfir því, að hann mun ekki greiða atkvæði með vaníraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn, sem mynduð er vegna kjördæmamálsins og telur verkefni sitt að tryggja fullnaðarafgreiðslu þess, og skipuð er Sjálfstæðismönnum einum, ef slík tillaga verður borin fram af andstajðingum kjördæma breytingarinnar, enda sé jafnframt tryggt, að flokk- ar þeir, sem breytingunni íýlgja, standi saman um' að tryggja fullnaðarafgreiðslu málsins á næsta þingi og greiði allir atkvæði með slíkri tillögu.“ Eftir að þetta hafði skeð, tók stjcm Ólafs Thors við völdum og var hún einungis skípuð Sjálfstæðis- mönnum. Naut stjórnin á þann hátt, er áður greinir, tímabundins og takmarkaðs hlutleysis Alþýðui'lokks- ins og Kommúnistaflokksins. Stiórnarskrárbreytingin var síðan samþykkt í fyrra sinn vorið 1942, og alþingi síðan rofið og efnt ,til nýrra kosninga hinn 5. júlí 1942. fCoiSSSÍEagíSss’ 4 ItlðptímatoilásaM* Samkvæmt gildandi landsiögum áttu bæjarstjórn- -•arkosningar og kosningar til hreppsj efnda í kaup- túnum að fara fram í janúarmánuöi 1942 En v gna v’rvaudeiJna, er prentarar áttu í urn það leyti, komu -engin blöð út nema Alþýð^blaðið eitt, er harði ser- .staka sarnningá um það atriði við prentarafélagið, Fyrir þessar sakir báru fulltrúar Sjálfstæðisf kks- ins í þáverandi ríkisstjórn Hermanns Jónas cnar fram kröfur um það, að 'sæjarstjómarkosnfngunum yrði frestað. Stóc uun þetta miklar deilur innan | ríkisstjómarinnar, og b-.fir þeim verið lýst nokkuð, ■esnkum í blöðuru Framsóknarmanná og af fulltrúum þess flokks, þótt el 1 verði með vissu sagt hvað íram feefir farið í víkisstjóminni uip, þetta, átriði. F.n eitt er þó víst, að gefin voru út bráðabirgðalög um frestun bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík, en kosningar í öðrum kaupstöðum og kauptúnum fóru fram á tilsettum tíma. — Bæjarstjórnarkosningar í líeykjavík fóru síðar fram, nokkru eftir að. prent- araverkfallinu var lokið. Úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna voru viðunandi fyrir Alþýðuflokkinn. Hann hélt meirihlutaaðstöðu sinni þar sem hann hafði áður haft meirihlutavald, bæði á ísafirði og í Hafn- arfirði. Fékk sömu bæjarfulltrúatölu í Réykjavík og hélt svipaðri aðstöðu í bæjarstjórnum annarra kaupstaða landsins. Það var mikið gleðiefni fyrir Alþýðuflokkinn, að halda meirihlutaaðstöðu sinni á ísafirði og í Hafn- arfirði, og .sýnir fátt betur, að þegar Alþýðuflokk- urinn hefir einu sinni. náð meirihluta í einhverju bæjarfélagi, þá varir stjórn hans þar lengi. Alþýðu- flokkurinn hefir haft meirihluta í bæjarstjórn ísa- íjarðar um 20 ára skeið og í Hafnarfirði um 15 ára skeið. Ejr auðséð að íbúar þessara kaupstaða vilja alls ekki skipta um stjórn bæjanna, enda hefir rekstur bæjanna verið með miklum skörungsskap og framsýni, þótt tímamir hafi oft verið erfiðir og hættulegir. Að öðru leyti þarf ekki að fjölyrða um þessar bæjarstjórnarkosningar, en segja má, að eftir atvik- um geti Alþýðuflokkurinn sæmilega við þær unað. Eins og fyrr greinir fóru fram alþingiskosningar hinn 5. júlí 1942. Þeim kosningum lauk á þann veg, að Alþýðuflokkurinn fékk 6 þingmenn kjörna og tæp 9.þúsund atkvæði alls. Það var að vísu talsvert og tilfinnanlegt tap í atkvæðum miðað við næstu kosningar á undan, árið 1937, er Alþýðuflokkurinn hafði rúm 11 þúsund atkvæði. Flokkurinn fékk og tveimur fulltrúum færra en við alþingiskosningarnar 1037. En á kjörtímabilínu hafði það líka hent, að einn af þingmönnum flokksins, Héðinn Valdimars- son, hafði gengið á móti vilja flokksins og í lið með andstæðingum hans. Var honum vikið úr flokknum og fylgdu honum nokkrir menn þaðan, er höfðu gegnt trúnaðarstörfum og verið í framboðum fýrir ' flokkinn að undanförnu. Hlaut Alþýðuflokkurinn því a. m. k. um stundarsakir að gjalda nokkurt af- hroð vegna þessa viðburðar, og hafði alltaf verið við því búizt, að það myndi ekki vinnast upp að iullu í þessum. kosningum, er fram hafa farið í surnar. Ég mun ekki að öðru leyti rekja ástæður þær, sem liggja kunna til kosningaúrslitanna, því að fáir munu geta með sanni sagt hverjar þær eru, þótt vitað sé, að allmikil óánægja var ríkjandi meðal flokksmanna, einkum þegar á leið, vegná samstjóm- arinnar, sem Alþýðuflokkurinn tók þátt í, enda var það í sjálfu sér ekki að undra, eins og framkoma samstarfsflokkanna var í garð Alþýðuflokksins og málefna hans. Að þessum alþingiskosningum afstöðnum var al- þingi kvatt saman eins og ráðgert hafði verið, og stjónjarskrárbreytingin endanlega samþykkt, og nýjar kosningar álcveðnar. Þær fóru síðan fram 18. og 19. október s.l. í þeim kosningum fékk Alþýðu- flokkurinh rétt um 8500 atkvæði og sjö menn kjörna á alþing. Mátti segja að flokkurinn stæði í stað, mið- að við kosningárnar þremur mánuðum áður, enda var vart við öðru að búast úr því sem komið var, og ekki sízt fyrir þá sök, að kommúnistum hafði mjög aukizt fylgi, einkum í kaupstöðunmn — ekki minnst í Reykjavík — og gera mátti ráð fyrir að r,ú alda, sem risið hafði til stuðnings þeim flokki í kosning- ■ unum 5. júlí, myndi hafa áhrif á kosningarnar 18. og 19. október. Um úrslit þessara kosninga þarf ekki frekar að fjölyrða eða þær ástæöur, sem til þeirra kunna að I'ggia, e.n það efni mun vafalaust verða rætt hér á þingmu þegar lalað verður um stjórnmálin yfirleitt, og sé ég enga ástæðu til þess að drepa frekar á það mál að sinni. JT Msíaéii til annarra flokfea. Eins og rakið heflr verið hér á undan, átti Al- þýðuflokkurinn samstarf við Framsóknarflokkinn og SjálfstæÖisflokkinn fram til ársbyrjunar 1942, og hafði þá sú samvinna staðið nálega í þrjú ár. Að sjálfsögðu mótaði stjórnarsamvinnan að nokkru í yiðþorfið hjá þessum þremur. flokkum hvérs fil O'uv | ars innbyrðis, en óhætt má að fullyrða, að samstarfs- flokkar Alþýðuflokksins hafa á þessu tímabili hagað sér þann veg, að það hefir ekki aukið traust Alþýðu- flokksins á samstarfi við þá. Frá þeim tíma er stjórn- arsamvinnunni lauk, hefir Alþýðuflokkurinn verið í einbeittri andstöðu við báða þessa flokka, og skiptir það ekki máli í því sambandi þótt Alþýðuflokkur- inn, ásamt kommúnistum, yrði að eira stjórn Sjálf- stæðismanna meðan kjördæmabreytingin var fram- kvæmd. Hvað snertir afstöðuna til kommúnista er það að segja, að alla þá stund, er samstjórnin starfaði, voru þeir í ákveðinni andstöðu við stjórnina og reyndu á allan hátt að tortryggja starfsemi Alþýðuflokks- ins. Hefir þessi afstaða án efa orðið þeim til nokkurs flokkslegs framdráttar. Milli Alþýðuflokksins og kommúnista hefir verið mjög mikill ágreiningur um langt skeið, er á rætur sínar að rekja til hinna mis- munandi sjónarmiða um grundvallaratriðin í fram- kvæmd jafnaðarstefnunnar. Kommúnistar hafa einn- ig reynzt mjög illvígir í garð Alþýðuflokksins, og virðist þeirra höfuðtakmark hafa verið að draga úr mætti Alþýðuflokksins og veikja traust alþýðu manna á honum. Stefaumál Alfiýdnflokksins og bar» átta . hans fyrts* þeim. Strax þegar ófriðurinn, sem nú geisar, hófst, hafði Alþýðuflokkurinn mjög ákveðna afstöðu til styrjald- araðila á þá lund, að hann lýsti ótvírætt yfir samúð sinni með þeim stríðsaðilanum.. er berst fyrir lýð- frelsi og mannréttindum í heiminum, en gegn þeim, sem vilja halda við kúgun og ofbeldi og leitast við að leggja undir sig heiminn með þeim starfsað- ferðum. Reynt var á allan hátt að gera þessa afstöðu Al- þýðuflokksins tortryggilega, einkum af hálfu kom- múnista, allt fram til ársins 1941. Einnig tóku Sjálf- stæðismenn undir þenna áróður kommúnista. Kom- miúnistar hófu mjög hatramman andróður gegn Bandamönnum í blöðum sínum áður en Rússar gerð- ust samherjar þeirra í styrjöldinni, og báru þeir Al- þýðuflokknum á brýn, að hann sýndi undirlægjuhátt gagnvart Bretum og setuliðinu hér. En Alþýðuflokk- urinn hélt stefnu sinni í þessum málum ótrauður, og hefir nú þá ánægju að sjá við hlið sér í þessu efni öll blöð Sjálfstæðisflokksins og kommúnista og það mjöig ákveðin, svo að þau ganga jafnvel feti framar en Alþýðuflokkurinn í samúð sinni með Bandamönn- um. % í júlímánuði 1941 barst ríkisstjórninni ákveðin ósk frá Bandaríkjastjórn og Bretum, um að hinn fyrrnefndi aðili tæki að sér hervemd. íslands. Þetta mál var rætt í miðstjórn og þingflokki Alþýðu- flokksins hinn 8. júH 1941, og í'éllst fundurinn á, að taka bæri tilboði Bandaríkjanna un. hervernd. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarmenn voru þessu og fylgjandi, en kommúnistar ekki. Frá þeim tíma hefir Bandaríkjastjórn annazt her- vernd landsins, og tel ég ekki ástæðu til að víkja að því nánar. Þótt Alþýðuflokkurinn færi úr ríkis- st.jórninni, breytti það í engu stefnu hans í utanrík- ismálum, — að taka eindregna afstöðu með lýð- ræðisþjóðunum gegn einræði. En nú vil ég með nokkrum orðum víkja að inn- anlandsmálunum nokkru nánar, þótt ég geti að mestu látið nægja að vísa til þess, se. \ ég hefi sagt hér á undan. Hvað skattamálin snertir, þá hafa þau Verið ræld- lega rakin hér á undan í VI. kafla skýrslu minnar, og læt ég það nægja. S 'paö má segja um tillögur og frumvarp Aiþýðu- flokksins varðandi dýrtíðarmálin. Alþýðu' okkurinn bar i ax sumarið 1940 fram tillögur um að leggja á útfiutningsgjald, er næði til allra vara, sem seldust ur landi með stríösverði og stríðsgróða, en gjald þetta skyldi nota til þess að halda niðri verðlagi innaníand Þessar tillögurdýx tíðarmálunum, ásamt öflugu /erðlagséftirliti, er setti skynsamleg takmörk fyrir verdhækkun iramleiðsluvara landsmanna, er seldust heima fyrir, hefir Alþýðuflokkurinn jafnan leitazt við að fá framkvæmdar og lagt fram um Jietta frumvaxp á alþingi. En því miður hefir fl: kn- 1 ‘ Frk. á"t. ma..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.