Alþýðublaðið - 25.11.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.11.1942, Blaðsíða 6
MiðvikudaguT 25. nóv. 1942. _______________ftLPYÐUBLAÐif? _ Fraimhafld aff 5. siHii. Stjórnmálaharáttan og ASpýðuflokkurinn. íim orðið lítið ágengt í þessu efni, og iþví ihefir farið sem farið hefir. Allar skynsamlegar skorður gegn dýrtíðinni hafa verið vanræktar af stærstu stjórn- málaflokkum landsins, og nú er dýrtíðin eins og al- menningur veit orðin gífurlega mikil, eða vísitalan komin upp í 260 stig. Það er vissulega ekki sök Al- þýðuflokksins. Eins og áður hefir Alþýðuflokkurinn lagt mikið kapp á að koma á endurbótum í félagsmálalöggjöf 'landsins. Hann hefir átt þátt í því, að breytt var lögunum um verkamannabústaði, svo að unnt hefir verið að reisa verkamannabústaði í flestum kaup- stöðum landsins í stærri stíl en nokkru sinni fyrr, enda þörfin meiri nú en áður. Framkvæmdir þess- ara mála hafa að mestu leyti hvílt á Alþýðuflokkn- um og trúnaðarmönnum hans í kaupstöðum lands- íns og hefir þar mikið áunnizt. Einnig hefir flokkurinn lagt kapp á að fá fram- gengt endurbótum á alþýðutryggingunum og að koma á löggjöf um orlof vinnandi fólks. Ekki hefir þó enn tekizt að koma á þeim endur- bótum, sem þörf er á hvað alþýðutryggingarnar snertir, en um það atriði á nú milliþinganefnd að fjalla. En fyrir atbeina Alþýðuflokksins undirbjó milliþinganefnd frumvarp til laga um orlof vinnandi fólks. Hefir það mál verið flutt af flokknum á tveim- ur undanförnum þingum, en dagað uppi í bæði skipt- in. Mim flokkurinn hér eftir sem hingað til halda uppi sókn í þessum málum, unz sigur vinnst, sem ög í öðrum umbótum, er snerta félagsmálalöggjöf landsins. Væntir flokkurinn, að árangur þeirrar baráttu komi smátt og smátt í ljós, svo sem verið hefir á undanförnum árum. Innri starfsemi flokksins. Á kjörtímabili því, sem nú er að enda, hefir mið- stjórn flokksins og þingmenn hans, eftir því sem til þeirra hefir náðzt, haldið alls 68 fundi, og hafa þeir fjallað um málefni flokksins, eins og þau hafa borið að höndum á hverjum tíma. Flokksstjórnin um land állt hefir og tvisvar verið kvödd saman á fund á •kjörtímabilinu og rætt þar mörg mál og gert álykt- anir í þeim. Miðstjórn flokksins var það vel ljóst, að brýn þörf var á auknum og endurbættum blaðakosti fyrir flokkinn. Eftir ýtarlegan undirbúning var ráðizt í það hinn 25. febrúar að stækka Alþýðublaðið um helming, og voru fengin fjárframlög til þess hjá ein- staklingum eftir því sem unnt var. Það hefir komið í ljós, að þetta var heilladrjúgt spor, og hefir útbreiðsla blaðsins stóraukizt frá því, sem áður var, og má fyllilega vænta þess að áfram- hald verði á því í framtíðinni. En tilfinnanlega skortir flokkinn ennþá útgáfu almenns landsmála- blaðs, þar sem Stór dagblöð, gefin út í Reykjavík*, ná aldrei sömu útbreiðslu og áhrifum úti um land og >blöð, sem gefin eru út með slíkt fyrir augum. Hefir útgáfa slíks landsmálablaðs verið undirbúin, og þeir .menn, sem að því hafa unnið, munu leggja niður- stöður sínar fyrir flokksþingið, er væntanlega mun gera ályktun í því efni. Þá hefir miðstjóminni og verið það Ijóst, að nauð- syn bæri til þess, að fá fastan framkvæmdastjóra fyrir flokkinn og hefir það mál einnig verið undir- búið, þótt enn hafi ekki komið til framkvæmda í því efni, en það verður eitt af viðfangsefnum þessa þings að ráða því máli til lykta. Skipulagsmál flokksins hafa því miður ekki ennþá kómizt á það stig, er vera þarf. Alþýðuflokksfélögin eru óf fá, of fámenn og starfsemi þeirra ekki eins öflug og vera ætti. Þarf að gera sérstakar ráðstaf- anir til þess, að úr þessu verði bætt, og er það líka eitt af verkefnum þessa þings. Þær afsakanir kann miðstjórnin að hafa í þessu efni, að örðugt var fyrst x stað, eftir að skipulagsháttum Alþýðuflokksins var breýtt, að taka mikil stökk í þessum efiium, en brýn þörf er á því, að við málefni þessu verði snúizt af fullri festu og auknu afli. . Fleirá mun ég þá ekki ræða um innra starf flokks- ipy,.en ritari hans mun gefa hér skýrslu um tölu félaga flokksins og meðlima þeirra. Hvað er framundan? "'Í-Á . ..... ■ Engu verður um það spáð á þessari stundu, hvern- ig Ög hvenær þeim hildarleik lýkur, sem nú er háð- ur um heim allan. En úrslit hans munu hafa vemleg áhrif á starfsháttu og starfsmöguleika alþýðuhreyf- iúgarinnar um víðá veröld, og þá einnig hér. Eins og nú er högum háttað, eru jafnaðarmannaflokkarnir í öðrum löndum víða hnepptir í viðjar ófrelsisins. ís- lenzk alþýða. sendir þeim samúðarkveðjur og óskar og vonar, að þeim takist sern fyrst að brjóta hlekki einræðis og ofbeldis, og taka að nýju þátt. í gerbreyt- ingastörfum á lýðræðisgrundvelli. Það er vissulega véhf'allrar alþýðu manna á íslandi, að þessu stríði ljúki sem fyrst, og ljúki með sigri lýðræðisins. Þá hefst nýtt tímabil í sögu alþýðUsamtakanna um heim allan. Það þjóðskipulag, sem ríkti fyrir stríð, rís ekki að nýju í sömu mynd. Ný öfl munu ryðja sér til rúms innan þjóðfélaganna, og sá lærdómur, sem af stríðinu verður dréginn, mun efalaust verða sá fyrst og fremst, að bæta hag alþýðunnar um heim allan. Alþýðuflokkurinn á íslandi þarf vissulega að vera þess megnugur í styrjaldarlok, að hefja viðreisnar- baráttuna, efla uppfræðslustarfsemi sína og áróður, svo að hann verði hlutverki sínu betur vaxinn. Hvað snertir afstöðuna inn á við, þá má segja, að meiri óvissa ríkir nú í íslenzkum stjórnmálum en nokkru sinni'fyrr. Alþingi situr á rökstólum. Stjórn Sjálfstæðismanna hefir beðizt lausnar, og ennþá verður ekkert um það sagt,-hverjir mynda hina nýju stjórn, eða hvort nokkur ný stjórn verður mynduð. Afstaða Alþýðuflokksins til annarra flokka mótast að sjálfsögðu af málefnum og steffiumálum flokks- ins. Hann mun hér eftir sem hingað til leitast við að leysa .vandamálin til hagsbóta fyrir vinnandi menn og konur í þessu landi, — og blasa þá einkum við dýrtíðarmálin, verðlags- og fjárhagsmálin. Hefir Alþýðuflokkurinn á undanförnum árum markað stefnu sína í þjóðmálunum yfirleitt, og mun halda áfram að berjast fyrir málefnum sínum, eftir því sem frekast er unnt. En það verður hlutverk þessá þings, að gera um það nánari ályktanir og ákveða á hvern hátt Alþýðuflokknum ber að haga störfum sínum. , / ■ ■ SjálfstædisnBálið. Eins og alkunnugt er, tóku íslendingar í sínar hendur öll sín málefni þegar Danmörk var hemumin í aprílmánuði 1940. Frá þeim tíma hefir æðsta stjórn íslenzkra mála verið í landinu og utanríkismál okkar einungis í höndum íslenzkra stjórnarvalda. Það er vissulega ákveðin ósk áílra landsmanna, að svo verði framvegis um þau mál öll, enda er nú svo komið, að sambandslagasáttmálinn, er gerður var við Dan- mörku árið 1918, getur brátt fallið úr gildi fyrir fullt og allt samkvæmt þeim ákvæðum, er í honum sjálfum felast, þótt eigi sé tekið neitt tillit til þess, hvort íslendingar hafa aðrar ástæður til þess að rifta samningi þessum eða ekki. En það hefir frá öndverðu verið afstaða Alþýðuflokksins til íslenzks stjórnskipulags, að hér skyldi stofna lýðveldi svo fljótt sem unnt væri. Nú hefir alþingi íslendinga einum rómi lýst yfir þessari ákvörðun sinni, og má nú segja, að framkvæmd þessa máls sé í undirbún- ingi, hvenær sem endanlega verður látið til skarar skríða. En einmitt í því sambandi er rétt að minnast þess ríkis, er við höfum staðið í sambandi við að Undanförnu, — Danmerkur, og þeirra ríkja annarra, er til Norðurlandanna teljast. Alþýðuflokkurinn hefir frá upphafi tekið nokkurn þátt í norrænu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, og alþýðusamtökin á Norðurlöndum háfa sýnt hinn bezta skilning í garð íslenzku yerkalýðshreyfingar- innar og stutt hana með ráðum og dáð, samkvæmt þeirri meginreglu alþýðusamtakanna yfirleitt, að hafa sem nánast samstarf. En éinmitt nú, þegár flest Norðurlöndin búa við þröngan kost, hlýtur afstaða íslenzku alþýðusam- takanna alveg sérstaklega( að. vera sú, að óska þess, að sem fyrst verði á ný náið samstarf milli alþýðu- flokkanna allra á Norðurlöndum, og þjóðanna yfir- leitt, sem þessi lönd byggja. En til þess að slíkt sám- starf geti átt sér stað, þurfa þessi ríki Öll að vera frj áls og sj álfstæð, og það verður ekki dregið í efa', að hin Norðurlöndin skilja kröfur og pskir fslend- inga í þeim efnum. Má því fyllilega vænta þess, að þegar framkvæmd verður stofnun hins Islenzka lýð- veldis, þá leiði það til aukins samstarfs og vinprþels milli allra Norðurlandaþjóðanna. Að því tel ég áð Alþýðuflokkurinn eigi hiklaust áð vinna. Þá hefi ég í nokkrum dráttum rakið helztu þætt- ina í störfum Alþýðuflokksins síðasta kjörtímabil, og framkvæmdir miðstjórnarinnar á málefnum hans. Um þessi atriði verðUr vafalaust rætt ýtarlega á þinginu, og miðstjórnin er fús til að gefa allar þaer skýringar og upplýsingar, sem óskáð kann að verða eftir, og þola þann dóm, er þingið leggur á störf hennar. ’ . iNokkrar stólknr helst vanar saumaskap vant ar okkur um næstu mánaða- mót. — Nýjar vélar og fyrsta flokks vinnupláss. i Klæðaverzl. Andrésar Andréssonar k. f. \ Msnodir vita,. að ævilöng gæfa fylgir hriBgunum frá SIGURÞÓK Kanpi gnll Laog hœsto verði. Sigurpár, Hafn&raimti Utanhúspappi Laugavegi 4. Simi 2131. Dívanteppi Dívanteppaefni. Krðfnr Alþýðasav- bandskingsins. Frh. af 4. síðu. „17. þing Álþýðusambands íslands, lýsir óánægju sinni yf- ir því, að stjórn setuliðsins hef ir gefið út taxta um kaup og kjör verkamanna, í stað þess að semja við verkalýðssamtök- in, sem að lögum era réttir samningsáðiljar. Væntir þingið þess fastlega, að úr þessu verði bætt og felur væntanlegri sambandsstjórn að vinna að því eftir megni, við stjöirn setuliðsins, að hún geri heildarsamninga við Alþýðu- sambandið um kaup og kjör í setúliðsvinnunni f nánu sam- bandi við verkalýðsfélögin.“ 1 Alþýðusambandsþingið gerði eftirfarandi ályktun: „17. þing Alþýðusambands íslands álítur, að sundrung sú, sem verið hefir í vérkalýðssam tökunum undanfarinn áratug, hafi valdið tjóni og varnað því, að samtökin vernduðu hags- muni og frelsi verkalýðsins sem skyldi. Þingið fagnar því, að flest þau verkalýðsfélög, er áður voru klofin, skuli nú hafa sam- einast aftur, og telur, að í nán- ustu framtíð verði að útrýma vanvirðu og skaðsemi sundr- ungarihnar, að fullu og öllu. 1 fullu trausti þess, að þetta sé vilji yfirgnaefandi meirihluta verkalýðsins, ályktar þingið áð fela hinni nýju sambandsstjóm að beita sér fy-rir sem skjótr- astri sameiningu verkalýðsfélág anna, þar sem þau eru sundruð.“ AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.