Alþýðublaðið - 26.11.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1942, Blaðsíða 3
T’iinmlm],.i"ur 26. nóv. 1942. ALÞTÐIiBLAÐie Her Þjóðverja í Stalin- grad í vaxandi hættu. -...■»■■■■'- Sóbn Russa sunnan og norðvestan við Stalingrad heldur stððngt áVram. í Berlfo. New York í gærkv. Fyrir 7 vikum síðan fóru fram miklar handtökur í Ber lín og voru yfir 1000 manns teknir höndum, þar á meðal margar konur, og var fólk þetta sakað um að breiða út orðróm, sem skaðlegiir væri málstað Þýzkalands og kæmu af stað vafasemdum um sigur Þýzkalands í styrj- öldinni, segir í frétt frá Ge- orge Axelson, fréttaritara Times í Stokkhólmi. Meiri hluti þessa fólks voru menntamenn, svo sem lögfræðingar, læknar og lista menn, þar á meðal hinn kunni þýzki tónlistamaður Roloff Helmut, sem var tek- inn höndum nokkrum klukku stundum áður en hann ætl- aði að fara að halda söng- skemmtun í stóru söngleika- húsi og voru allir aðgöngu- miðar útseldir. Aðalstöðvar þýzku saka- málalögreglunnar við Alex- anderplatz voru svo yfirfull- ar um þessar mundir vegna þessara handtakna að 60 fang ar voru látnir í klefa, sem undir venjulegum kringum- stæðum eru ekki ætlaðir fyr- ir fleiri en 25 manns. Sden svarar fyrir- spuronm. LONDON í gærkv. ANTHONY EDEN, utanrík- ismálaráðherra Breta svar <aði í jyrirspurnum í neðri mál- stofu brezka þingsins í dag. Út af fyrirspurn eins þingmanns- ins um samninga þá, sem Eisen- hower hefir gert við Darlan og frönsku yfirvöldin í Norður- Afríku sagði Eden, að ekki væri tími til að ræða þau mál og yrðu þingmenn, að vera mjög ■varkárir í dómum sínum í þeim málum eins og sakir stæðu, þar sem miklar orrustur væru fyrir i . höndum í Tunis. Eden sagði að 1. herinn brezki sækti þar hratt fram studdur af anáerískum hersveit- um og nálgaðist Bizerta. Eden kvaðst engu hafa að ! bæta við yfirlýsingu Roosevelts í' forseta um saaaningana, sem h gerðir voru við yfirvöld Frakka í Norður-Afríku. Á morgun vérður haldinn þakkardagur um öll Bandaríkin ög um allan heim, þar sem am- eríkskir hermenn dvelja. Dagur þessi er gamall amer- flcskur bænadagur frá 1620. Fleiri borgir hafa verið teknar. Fangatalan komin upp i 51000. 22. þýzka vélahersveitin gersigruð. -------♦...... LONDON í gærkveldi. RÍÚSSNEISKA HERSTJÓRNIN sendi út aukatilkynn- ingu seint í gærkveldi og segir í henni, að hersveitir Rússa hæði fyrir norðvestan og sunnan Stalingrad hafi sótt enn fram og tekið hæi, sem járnbrautarlína liggur um. 6000 Þjóðverjar hafi fallið í hardögunum í gær, og fanga- talan í heild sé nú orðin 51 000, en alls hafi 46 þúsund fallið á þeim sex dögum,sem bardagarnir hafi staðið. Þá segir, að 22. þýzka vélaherfylkið hafi verið umkringt og hafi nú verið gersigrað. 1 öðrum fréttum frá Rúss- landi er sagt frá því að her- fang Rússa sé mjög mikið svo enn verði ekki kastað tölu á það allt. 1300 fallbyssur hafa verið teknar, 4000 bifreiðar, 5000 hestar, 8 flugvélar og auk þess fjöldi birgðastöðva. Sambandið milli margra her- sveita Þjóðverja ihefir verið rof- ið., Þá hafa Þjóðverjar víða skilið eftir hersveitir, sem eiga ekki undankomu áuðið. Rússar hafa nú rofið allar helztu sam- gönguleiðir Þjóðverja miUi Don og Volgu, og eiga hersveit- ir á því svæði ekki undankomn nema suður steppuna um opið, sem enn er á milli herja Rússa, sem sækja að norðvestan og sunnan, og er þa nú ekki meira en 40—50 km. Amerískur fréttaritari í Moskva sagði í dag, að það gæti þegar verið um seinan fyrir Þjóðverja að ætla, að koma liði sínu undan frá Stalingrad, en þar hafa Þjóðverjar um 400.000 hermenn. STALINGRAD. Hersveitir þær, sem sagt var frá í gær að hafi sótt fram norð- ur af Stalingrad og náð sam- bandi við verjendur borgarinn- ar eftir að þeir tóku 3 þorp á bökkum Volgu, hafa nú hafið bardaga með rússnesku her- sveitunum í borginni og sækja Rússar fram hægt og bítandi og hafa tekið margar bygging- ar í borginni. Fréttir frá Ankara herma, að Rúmenar séu mjög óánægðir y.f- ir allri framkomu Þjóðverja við rúmnesku hersveitirnar í Rúss- 1 landi. Hafi Þjóðverjar ekki enn 1 verið búnir að láta þær hafa vetrarklæðnað, eins og þýzku hersveitirnar. Nú þegar sóknin hefst skeyta Þjóðverjar ekkert um, þó að margar hersveitir Rúmena verði viðskila við þýzka herinn og falli í hendur Rússa. Þá segir í útvarpsfrétt- um, að Finnar líti mjög alvar- legum augum á sókn Rússa á suðurvígstöðvunum og álíta að það geti farið svo, að Rússar hefji bráðlega sókn gegn Finn- um. Blöð Bandamanna telja það hafa verið hyggilegt af Rúss- um- að hefja sókn, nú þegar Bandamenn hafa hafið sókn í Norður-Afríku og Hitler hefir neyðzt til að senda þangað mik- ið fluglið frá Rússlandi. Þá er , einnig vakin athygli á því, að Rússar noti nú á suðurvígstöðv- unum bæði brezka og ameríska skriðdreka og reynizt þeir mjög vel. Qnisling óttast aí- leiðingar ofbeldisins LONDON í gærkv. VIDKUN QUISLING, for- sætisráðherra nazista í Noregi, hefir snúið sér persónu- lega til Hitlers og sagt honum, að hann verði ófáanlegur til að halda áfram störfum sínum, nema að dregið verði úr ofbeldi og aftökum Gestapo í Noregi, segir í fréttxun í New York Times í dag. Fréttaritari Daily Telegraph í Stokkhólmi segir, að Quisling hafi snúið sér til Hitlers og beð- ið hann um, að hann gerðist sjálfur sáttasemjari í hinum vaxandi viðsjám í Noregi. Starfsðr Metropólit- an CA STARFSÁR Metropoli- tan operunnar hófst í gær og var sýnd óperan „Dóttir herdeildarinnar“ eftir Doni- zetti. Franska söngkonan Lilly Pons syngur og leikur aðalhlut- verkið. í byrjun sýningarinnar söng Lilly Pons „Marseillaisen“, þjóðsöng Frakka, við mikinn fögnuð áheyrenda. Skipatjón ítala, sem af er þessu stríði, er orðið geysi mik- ið eftir því sem ameríkska blað- ið Christian Science Monitor upplýsir í dag. ítalir hafa nú þégar misst meira en helming allra þeirra skipa, sem þeir áttú fyrir stríð, Og morg þeirra skipa, sem þeir eiga eftir, eru vfir 2j5 ára gömul. Frá júní-okt- óber heíir verið sökkt skipastól samtals 78 þús. smálsetir fyrir Itöluin og Þjóðverjum. Ol iLoftárás i Libyu. Myndin sýnir eina af flutningasveitum Rommels í Libyu standa í ljósum logum eftir að brezk flugvél hefir gert loft- árás á hana. Tonis 1. herioD brezki nðlgast Bizerta. Stoðugar loftárásir i og Bizerta Tunis LONDON í gærkveldi. IHERINN brezki sækir . hratt fram í Tunis og nálgast nú óðum Bizerta, segir í fréttum frá Norður-Afríku. — Flugvélar bandamanna hafa gert loftárásir á flugvellina við Timis og Bizerta og einnig á höfnina þar. Þjóðverjar hafa flutt nokkuð öflugt fluglið til Tunis, og hefir það reynt að gera loftárásir á stöðvar banda- manna í Algier, en þeim öllum verið hrundið, og voru 14 flug- vélar skotnar niður fyrir mönd- ulveldunum. ...... ........ 4 franskir flugmenn, sem struku frá Vichy, eru nú komn- ir til Norður-Afríku. Gerðu þeir við gamla flugvél á laun og struku síðan í henni. Flugmenn þessir lýstu því yfir, að þeir væru komnir til Afríku til þess að berjast með Bandaríkja- mönnum. Fréttin um það, að Dakar í Vestur-Afríku sé nú komin und- ir yfirráð Bandamanna hefir vakið mikinn fögnuð í Brazilíu og vona menn þar að framvegis verði mjög erfitt fyrir Þjóð-. verja að herja á Suður-Atlants- hafi. Skipasmfðar I Baoda rífejonom. SKIPASMÍÐASTÖÐ hér a staðnum, ein af hinum gríðarstóru skipasmíðastöðvum Henry Kaisers, tilkynnti í dag að hún væri fyrsta sldpasmiða- stöð landsins sem hefði hleypt af stokkunum 100 Liberty sldp- um. Þessi skipasmíðastöð hefir af- hent meir en milljón smálestir flutningaskipa síðan í septem- ber 1941. Þetta er meir en einn áttundi hluti af rúmmáli kaup- skipa þeirra sem Roosevelt for- seti gerði að takmarki fyrir 1942. Hundraðasta Liberty skipið sem hleypt var af stokkunum hér var smíðað með meir en j helmingi færri vinnustundum I en fyrsta Libertyskip skipa- I smrðástöðvahinnar. Lfbya 8. herion býr sig ondir ðrðs ðEl-Ag- heiia. LONDON í gærkveldi. 8HERINN í Libyu sækir í • áttina til E1 Agheila, og samtímis er unnið af miklu kappi að hirgðaflutningum til hersins, áður en lagt verður til stórorrustu við her Ronunels, sem hefir tekið sér þar stöðu. Þá er verið að flytja fram stór- skotalið til fremri vígstöðva, áð ur en lagt verður til atlögu. Flugvélar Bandamanna hafa gert loftárás á flugvöllinn á Krít ög Sikiley. Þá hafa verið skotnar niður fyrir Þjóðverjum 2 stórar flugvélar, sem voru á norðurleið, og var önnur þeirra af gerð „BB 222“, sem eru stærstu herflutningaflugvélar Þjóðverja og geta flutt 80 hér- menn með öllum útbúnaði. Nýja fininea : Bandamenn hafa nm kringt Bona. HERSVEITIR Ástralíumanna og Bandaríkjamenn eiga nú í hörðum bardögum nálægt Buna á Nýju Guineu, sem þeir hafa nú að mestic' umkringt. Það verður ekki annað séð, en að Japanir hafi valið þann kost- inn, að berjast þarna til síðasta manns. Skotið er á stöðvar Ja- pana þarna af faillbyissum bæðí dag og nótt, og eins gera flug- vélar bandamanna stöðugar á- rásir. New York. — Thomas Mann, hinn heimsfrægi rithöfimdur, sagði í útvarpi við Ameríku- menn af þýzkum ættum, að þeir mættu ekki rugla gamla Þýzkalandi saman við hið af- vegaleidda og afskræmda Þýzkaland nútímans, sem er gegnumsýrt af kynþátta hug- sjónum, sem stefna að því að gera það að forustuþjóð heims- ins. „Engan langar til, að eyði- leggja Þýzkaland, eða dettur það í hug,“ sagði hann. „Það, sem þarf að eyðileggja, er hinn illi andi, sem ræðiu* yfir Þýzka- í dag — nazistamir.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.