Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 5
; Latagardagur 28. uóvember 1942 AlÞYÐUBlAOrP NIJ eru teiknimyndir Walt Disney notaðar í þágu styrjaldarinnar. Þær eru notað- aðar í áróðursskyni fyrir flot- ann, láns- og leigu-lögin og til þess að sýna birgðir Banda- ríkjamanna, sem þeir senda Bretum. Þær eru einnig notaðar við flugkennslu og ýmislegt fleira. Listin er Disney dýrmæt. Hann lætur sér ekki nægja orðið, heldur vill láta skrifa orðið list með stórum staf. Þeg- ar enski skáldsagnahöfundur- inn Aldous Huxley hrósaði heimspekinni og vizkunni í Mickey Mouse-myndunum og spurði, hvernig hann gæti lagt í þær hina dýpri þýðingu, svar- aði Walt Disney hógværlega: — O, við bara búum til myndir til skemmtunar, en svo segja pró- fessorarnir okkur, hvað við eig- «m við með þeim. Þetta var einmitt það, sem prófessorarnir gerðu árið 1938, þegar Harvard, Yale og háskól- inn í Suður-Kaliforniu gerðu Disney að heiðursprófessor. Maðurinn, sem bjó til þessa frsegu teiknimynd, fæddist í CMcago árið 1901. Hann á þrjá bra.'ður og eina systur. Elzti bróðirinn, Roy, er fjármálaleg- ur framkvæmdastjóri hans, annar bróðirinn er ráðsmaður . yfir starfsfólkinu í vinnustofum hans. Faðir hans, írskur Kana- <iamaður, áleit bezt að ala drengina upp við harðneskju og aga. Walt byrjaði því á því níu ára gamall að bera út blöð. Þetta skeði í Kansasborg, en þar lauk hann námi í undirbúnings- skóia. Því næst fór hann í fram- haldsskóla í Chicago. Eina nám hans í list þeirri, er hann síðar lagði stund á, hlaut hann á stuttu námskeiði í lLstaháskól- anum í Chieago. Þegar hann var fimmtán árá gamall fékk hann atvinnu sem blaða- og sælgætissölupiltur á hraðlestinni milli Chicago og Kansas City og um skeið var baim bréfberi. Þegar hann sótti um það starf þótti hann of ung- - ur, svo að hann rriálaði á sig rúnir og lét á sig gerviskegg. Disney hóf starf sitt í list- grein sinni í sambandi við aug- lýsingafyrirtæki í Kansas City. Fyrir fimmtíu dollara á mánuði teiknaði hann hænur, sem urpu haugum af ’eggjum eftir að þær höfðu etið tiltekið hænsnafóð- ur. Aldirei höfðu verið teiknaðir jafn glæsilegir hestar, jafn sæl- legar kýr, jafn yndisleg lömb og jain þrifalegir grísir, því að þar gat Disney tengt saman listgáfu sína og minningar sínar frá bemskuárunum, þegar hann dvaldist á sumrin á búgarði skaannt frá Kansas City. Sextán ára gamall reyndi hann að komast í stríðið. En hann var unglegri að útliti en hann var og er það jafnvel enn, en þó tókst honum að komast til Frakklands sem sjúkrabíls- ekill. Hann teiknaði hinar furðulegustu myndir á sjúkra- fcílitin og sannfærðí Frakkana þannig um,i að hann væri geng- inn af göflunum. Að lokinni styrjöld fór Dis- ney aftur heim til Kansas City, þar sem hann keypti sér raynda- tökuvél og fór að fcúa til smá- myndir. Fyrsta vinnustofan hans var bDskúr og fyrsta Dis- ney-félagið iór á hausinn. Þeg- at foreldrar hans fóru til Brezkt beitiskip. Myndin er af brezku fceitiskipi af Fiji-gerðinni og er það í fylgd með skipalest einhversstað- ar á höfunum. Walf Disney — Höfundur Mickey Mouse. A I«LIR kannast við teikni myndimar, sem sýnd- ar eru hér í kvikmyndahús- unum og bæði börn og full- orðnir fcafa gamaa af, Eftir- farandi grein eftij- J. P. Mc Evoy er uœ höfund þessara íeiknimynda, Ameríkumann irui walt Disney. Kyrrahafsstrandarinnar og skildu hann einan eftir, ferðað- ist hann milli heimila og tók myndir af börnum. Honum græddist á þessu nægilegt fé til þess að borga fargjald sitt til Kaliforniu. Þegar þangað kom átti hann ekkert annað en ofur- lítið af teikniáhöldum. Þegar til Hollywood kom, byrjaði Walt á ný að gera teikíiikvikmyndir. Árum saman var hann að velta þessari hug- mynd fyrir sér og reyndi ,að láta lifandi stúlku leika aðal- . hlutverkið, en hafa teiknimynd- ir í baksýn. Einu sinni ætlaði Mary Pickford að leika hjá honum Lísu í Undralar.di, en úr því varð þó ekki. Loks byrjaði hann og Roy bróðir hans á mynd, sem þeir kölíuðu Valda kanínu. í þessu fyrirtæki hafði hann félaga, sem áleit, að Valdi kanína væri góð hugmynd, náðí starfsfólk- inu frá Disney og byrjaði á eigin spýtur. Einu sinni séinna gerði annar maður hið sama, náði til sín starfsfólkinu og fcyrjaði á eigin hönd með hug- mynd Disneys. Nú var hann einn eftir ásamt Ungling vmtar tlfi að im ii £r:pýAwMjA« IP ttt ka«|Mffiiiða viP Biwff V TaMB wtl tttgrelli«íteira, *iéhI 4M9. ***** bróður sínum og stúlku, sem vann auðveldustu störfin. Stuttu seinna ákváðu þau að ráða aðra stúiku. Fyrri stúlkan átti vinstúlku frá Idaho og sagði við hana: — Ég skal koma þér í kynni við ixann, ef þú læt- ur hann í friði. Ég hefi nefni- lega augastað á honum sjálf. Af því að þau unnu öll á nóttunni, ók Walt stúlkunum heim í gömlum Fordbíl, sem hann átti. — En hann ók hinni heim fyrst, svo að hann gæti talað við mig, segir frú Lillian Disney, stúlkan frá Idaho. — Við urðum að sitja úti fyrir húsi mínu, því að Walt átti eng- in almennileg föt og vildi ekki koma inn. Loks eitt kvöldið sagði hann: — Fæ ég að koma inn, ef ég get útvegað mér ný föt? Daginn eftir fór hann og Roy að leita að fötum og fengu ágæt föt, sem fóru prýðilega. Walt, sern aldrei hafði séð fjöl- skyldu mína fyrr, stanzaði í dyrunum og sagði: — Jæja, hvernig lízt þér á nýju fötin mín? Ári seinna voru Walt og Lillian gefin.saman. Frú Disney hætti að vinna og Walt fór til New York til þess að gera þar samning, sem hann byggði allar framtíðarvonir sínar á. Samn- ingarnir fóru út um þúfur, en allt og sumt, sem Lillian frétti um það, var símskeyti, sem hann sendi henni og sagði, að allt værý í ágætu lagi og hann væri á heimleið. — Við Roy fór- um til þess að taka á móti hcn- um og áttum von á góðum frétt- um, en aLt og sumt, sem hann kom mea frá New York, var hugmynd — um mús. Ekki höfðu þau hugmynd um, hversu stórfengieg' hug- mynd þetta yar. Músin var fyrst kölluð Mortimer, en frú Disney fannst nafnið ekki heppilegt og stakk upp á nafn- inu Miekey. Bæði þekktu þau mýs vel, því að þær voru aíltaf að snuðra kringmn vinnustof- urnar. Tvær fyrstu Mickey Mouse myndimar voru búnar til áður ten tónxnyndimar komu til sög- unnar. En þriðja myndin var tónmynd. Hún varð mjög sögu- Jeg, sýnd fyrst 1 júlímánuði ?W29 og vakti ge jyiiega athygli. Arið eftir X iancy (griðar- stórt hús, sem hann notaði fyrir vinnustofur. Árið 1933 komu Þrír litlir grísir á markaðinn og gerðu hann frægan um allan heim og fyrir hana fékk hann verðlaun. Upp frá því hefir hann fengið verðlaun á hverju ári og tvenn verðlaun árið 1939 og sérstök verðlaun fyrir Mjallhvít. Þangað til Á hverf- anda hveli kom, hafði Mjallhvít verið mesta gróðafyrirtækið í iðninni. Fyrir ágóðann keyptí Walt 50 ekrur lands í San Fem- ando dalnum, fáeinar mílur frá Hollywood og byggði þar stór- hýsi samkvæmt draumi, sem hann dreymdi eftir að hann. hafði lesið Shape of Things to Come, eftir H. G. Wells. Disney gengur um þessa draumahöll sína í poloskyrtu og hefir eftirlit með starfsrnonnura. sínum. Flestir þeirra eru frá litlum borgum og hafa lært hjá Disney og allir kalla þeir hann Walt. Walt hefir unnið hug og hjarta fleiri barna en nokkur annar maöur, en hann segist i ekki hafa hugmynd um barna- sálarfræði. Hann segist búa til myndirnar til þess að skemmta sjálfum sér. Þegar hann var spurður, hvort hann hefði búizt við því, að Mjallhvít yrði svo vinsæl sem raun varð, svaraði hann: — Alltaf, þegar við byrj- um á mynd, álítum við, að hún verði stórfræg, en þegar við höfum lokið henni, finnst okkur hún hræðileg. Svo bíðum við skjálfandi eftir því, hvernig fólki geðjast að henni. Þegar nýja húsið var fullgert, fór Walt með föður sinn um alla bygginguna eg sýndi hon- um hana. Gamli maðurinn lét sér fátt um finnast og spurði: — Og til hvers er svo allt þetta pírumpár? Þessu gat Walt ekki svarað þá. En nú myndi hann geta svarað því, því að vinnustofur hans eru nærri því að öllu leytí notaðar til hernaðarþarfa. Og einhver ætti að segja gamla manninum frá því, hversu ham- ingjusamir Ameríkumenn séu yfir því að hafa fengið Walt til þessa starfa. Fylgist með því, sem er að gerast í 8 rnanna nefndinni. Hiín verður að gefa út opinbera yfirlýsingu að loknum stöxfum. — Dr. Gunníaugur Claessen skrifar um bál- stofu. — Vinnufatagerðin talar uin bláu samfestingana i AÐ er stjónxmálaöngþveiti. Fulltrúarnir, sem þjóðin l|íí'ir kosið geta enn ekki komið sér saman, hvað sem síðar kann að verða. Og ef svo fer áð ekki takist að mynda t. d. virstri stjórn — þá er ekki annað sýnilegt, en að það verði kommúnistum að keima. Skilyrði þeirra um að einn flokkur geti rofið þing er ekki hægt að ganga að í lýðræðisþjóð- Jélagi. EG HVEJ? VKKUR lesendur mínir til að fylgjast af mikilli at- hygli með því, sem nú er að ger- ast. Það er beinlínis. glæpsamlegt af ykkur, ef þið gerið það ekld. Þess verð ir að krefjast að 8 manna nefndin gefi ut mjög skýra opinbera yfirlýsingu um störf sín, þegar þeim er lokið. Og öll nefndin verðixr að gera það, ekki aðeins sú stjórn, sem hún kann að geta myndað. NÚ ERD örlagarík timamót í sögu okkar. Það er allt I uppxausn, við berumst á fleygiferð niður að fossbrúninni, eins og stjórnlaust fley. Ef ékki tekst að snúa bátn- i:m, er voðinn vís. Fylgist með og skapið ykkxir álit um það,' sem er að gerast. 2>R. íJDNNE. CLAES8EN rit- ar: „Margt ber á góma í pistlum yðar, og nýlega sendi „Ó. J.“ nokkur skynsamlega rituð orö um líkbvenaslu. Höfundurírm hugleið- ir, hvort menn muni vera and- yígir líkbrennslu af trúarskoðun- um. Það er erfitt að reikna slíkt út fyrir fram. Hér mun vera — sem annars staðar — hópur af fólki, sem amast vi5 þeirri með- ferð framliðinna, út af einliverj- um trúarhugleiðingum. Kirkjan. er yfirleitt lixaidsscm stofnun og seintekin til nýjunga, og hefi ég lítið við það að athuga. Flestir eru íhaldssinnaðir x eðli sínu, þó að þeir séu í „rauðum“ flokkum. Eg veit um einn norrænan prest, sem vann að því, að líkbrennsla væri upp tekin. Það var síra John Hansson í Lulea í Svíþjóð. í Bret- landi hafa klerkar miklu frekar hneigst að bálförcim en á Norður- löndum. En prestarnir mega éiga það, að þeir hafa lítið amast við bálstöfum og syngja þar yfir, eins og í kirkju,m.“ „EG HYGG að' hér muni fara um þennan rýja útfararhátt eins og annars statíar á Norðurlöndxun. Bálfarirnar vínna þar fítfellt á, enkum í borgxmx, þar sem btejar- völdin hafa allar útfarir meö höndum, eins ætti að vera í Rvík. Útfarir eru ckki einkamál safnað- aima, en bæjaríöldin eiga að hafa þau mál undir sér. Þau eiga að vera „kommimal.“ í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn er meira en þriöjungur bmmdir af þeim, sem falla Crárf ■ SA. 4 4. V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.