Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 6
 ALPYÐUBLAÐIP La.ugardagur 28. nóvember lf42 Myndin sýnir fjögurra hreyfla herflutningaflugvél af Douglas-geröinni í smíðum í flugvéla- verksmiðju á vesturströnd Ameríku. Slíkar flugvélar eru nú farnar að flytja Bandríkjaher- menn til vígstöðvanna úti um heim. Þeim verður ekki grandað af neinum kafbátum. Herflutningaflugvél í smíðum. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. siðu. „VANINN ER RÍKUR. Menn eru svo vanir því að horfa á eftir framliðnum ofan í gröfina, að fæst ir gera sér grein fyrir þeirri eymd, sem bíður líkamans í moldinni. En bálfarir komast líka í vana, sbr. samtal tveggja drengja, sem heyrðist á götu í Rvík. Það var á þessa leið: „Er það ekki agalegt, maður, að láta brenna sig, þegar maður er dáinn?“ Hinn svarar: „O, skoílinn. Þetta kemst upp í vana!“ var notað, sem oss hefir loksins tekizt að útvega. Að verð sam- festinganna í búðum sé 44—56 kr. stk. hlýtur að vera misskilning- ur, því að útsöluverð á að vera sama hér í Rvik og ef til vill eitt- hvað hærra úti á landi vegna flutningskostnaðar, og þætti oss vænt um, ef S. Sv. vildi benqa oss á hvar samfestingar, sem eiga að kosta um 44.00 kostuðu 56.00.“ Hannes á horninu.' „BREFRITARINN „Ó. J.“ lýsir' eftir byggingunni og þykir hljótt um bálstofumálið. Þetta er rétt- mæt og kærkomin athugasemd, En með því að ég hefi verið við riðinn þetta mál frá upphafi, leyfi ég mér að greina nokkuð frá málavöxtum.“ Ljóð lifsi Sven Moren: Vorregn. Skáldsaga. Þýtt hefir Helgi Valtýsson. „BÁUFARAFELAG ÍSLANBS á um lOp þús. kr. í byggiiigar- sjóði. Stjórn 'félagsins sótti til við- skiptamálaráðherrans á s.l. vori um heimild til kaupa á bygging- arefni, og vonaði, að fé mundi safn ast til viðbótar, ef. farið væri á stað. Málaleitun vorri var synj- að. Má vera, að byggingarfyrir- tækið hefði strandað í miðju kafi, þó að hafizt hefði verið handa. Eitt er líka athugandi, að nú er ekki hægt að fá rafmagnsofn frá útlöndum. Bálfarafélagið hefir leitað fyrir sér hjá þeim firmum í Bretlandi, er hafa búið þá tíl, en' fengið þau svör, að stjórnar- völdin hafi bannað þá framleiðslu meðan á ófriðnum stendur. í Ame ríkú er engin reynsia arn 'sm-íði líkófna fyrir rafmagn.“ „MÁLIÐ stendur þannig, að stjórn Bálfarafélagsins sér ekki leið til að koma upp stofnuninni meðan ófriðurinn stendur, en öll ástæða er til að vona, að bálstofa komizt upp fljótlega að honum loknum.“ VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS hefir sent mér svohljóðandi at- hugasemd út af bréfi S. Sv. um bláu samfestingana: „Vegna kvört unar, sem birtist í dálki yðar 22. þ. m. um að bláir samfestingar, sem vér framleiðum láti lit, viljum vér taka fram, að oss hefir ekki borizt fyrr kvörtun um þetta, og var oss því ókunnugt um að þetta ætti sér stað, héldur þvert á móti, þá 'hafa viðskiptamenn vorir ósk- að frekar eftir þéssu efni, þar sem það væri ásjálegra eri það sem áður var notað.“ „ÖSS ÞYKIR mjög leitt, að þessi galli skuli vera á lituninni, en, nú á þessum tímum er ekki hægt að hafna eða veljá við efnis- kaup, heldur verður að taka það sem býðst. Bráðlega koma .á mark aðinn samfestingar, sem fram- . leicldir erq úr. líku efni og áður ÞAÐ er hygginna lesenda háttur, að líta um öxl með an elfur tímans streymir fram hjá og gá að verðmætum lið- inna stunda" eigi síður en líð- andi stunda. Eins og venja er til, er nú að hefjast einskonar stórskotahríð af bókum fyrir jólin. Á hverju kvöldi er útvarp ið barmafult af bóka-auglýsing- um, jafnvel um hádegið líka, og þó eru svo óteljandi mörg rit að auki, sem ekki eru þar nefnd á nafn. Hverjum meðalmanni ætti þó ekki að vera ofvaxið að átta sig í hagladrífunni og sleppa mörgum kornum fram hjá, en horfa um leið til geng- inna ára og þeirya andlegu verð mæta, sem þau hafa fært í bók- arformi. Eitt af beztu ritum undanfar- inna ára er skáldsagan Vorreqn ' eftir norska sveitalífsskáldið Sven Moren, þýtt hefir Helgi Valtýsson. Sögur Morens eru einhverjar mest heillandi lýs- ingar af norsku alþýðulífi Þar er ferskur andblær fjalla og skóga, og selta hinna sólstöfuðu nor ðurlandsfj arða. Vorreqn er saga um ástir og ævintýri í Norður-Noregi. Þar mætast Eden hinna blíðu til- finninga og eyðimörk hins kalda hugarfars; sveitir og borg ir stíga fram, sem á mynda- tjaldi. Þar má skyggnast inn í vetrarríki mannlegra sálna' og þó geysar þar einnig flaumur vorsins. En alveg eins og í sög- unni Stórviðri eftir sama höf- und, sem áður hefir komið út á íslenzku, eru það harmtónar brostinna strengja, seni dýpst snerta hljómgrunninn í sál' les- andans. ■ . Siqurður Draumland. v I Stórmpdarlegt stnd- entablað. Kemur út á fallveldisdaginn 1. desember. P YRSTA DESEMBER- *• BLAÐ stúdenta er kom- ið út og veður selt á götunum á fullveldisdaginn. Þetta blað er eitt allra myndarlegasta stúdentablað, sem út hefir komið og mjög til sóma þeim stúdentum, sem séð hafa um ritstjórn þess, en það eru þeir Gunnlaugur Þórðarson, Kristján Eldjárn, Eggert Kristjánsson, Valgarður Kristjánsson og Sigurður Guðmundsson. Blaðið er prentað. á ágætan pappír og prýtt fjölda mynda. Efni þess er vel valið og mjög smekklega fyrir komið. Efni blaðsins er í aðalatriðum þetta: Endurminningar frá Kaupmannahöfn, eftir Jón Hjaltalín Sigurðsson, rektör Háskólans, Forheimskun og her- vernd, eftir Gylfa Þ. Gíslason, dósent, Eftirmæli, kvæði eftir Andrés Björnsson, stud. mag., Confratres studosi, eftir de Fontenay, sendiherra Dana, Bernkuvinur — stríðsgróðamáð- urinn kvæði eftir Eirík Hrein, stud. med., Hvað er framund- an? eftir Ásgeir Blöndal Magn- ússon, stud. mag., Samstarf er þjóðarnauðsyn, / eftir Magnús Jónsson, stud. jur., Verkefnin eru næg, eftir Ólaf Jóhannes- son, lögfræðing, Akademiskt frelsi, eftir Einar Ágústsson, stud. jur., Viðhorfið, eftir Ás- berg Sigurðsson, formann stú- dentaráðsins, Trúarhugð, trúar- innihald, eftir Sigurð Einarsson, dósent, Er íslenzka þjóðin sann- menntuð? eftir Gunnar Vagns- son stud oec. Borgin kvæði eftir Theodor Storm, þýtt af Eiríki Hrein, Þarf kreppa að koma að styrjöld lokinni? eftir Hauk Helgason, formann Stúdentafé- lags ísafjarðar, Verkfræðinám við Háskólann, eftir Finnboga R. Þorvaldsson, verkfræðing, Tjarnarbíó, eftir Rétur Sigurðs- son, háskólaritara, Minni íslands eftir Jóhann Jóhannsson, cánd. theol. Auk alls þessa erú marg- ar smágreinar til skemmtunar og fróðleiks, og er blaðið í fáum orðum sagt hið læsilegasta. heyrnardaefD fólhi. Félagið Heyrnarhjálp gengst fyrir auk- inni útbreiðslu þess. T-x AÐ hlýtur að verða mörgum fagnaðarfregn, að nú erú komin hingað th lands tæki, sem hjálpa heymardaufu og heymarlausu fólki til að heyra svipað og þeir, sem háfa heila heym. Félagið Heymarhjálp boðaði fulltrúa útvarps og blaða á fund sinn í gær og sýndi þeirn þetta tseki. Þáma var líka stödd ung stúlka, sem verið hefir heymarlaus frá bamæsku, en hefir nú öðlazt heym með hjálp þessa undra- tækis. Tæki þetta er fengið frá Ameríku og eru þegar til 30— 40 hér á landi og þykir gefast vel. Það er lítið, borið á brjóst- inu, en þræðir liggja upp að eyr unum. Sé sjálft eyrað skemmt, er spenna sett yfir um hnakk- ann og smátæki þau, sem eru á endum þráðanna, sett á beinið aftan við eyrað, en að öðrum kosti eru þau sett í eyrun. Raf- geymir fylgir, og er hann geymdur innanklæða, eins og tækið sjálft. Annars fer afar lít- ið fyrir því. Heyrnardaufa súlkan, sem þarna var stödd, Elsa Michel- sen, er um tvítugt, og varð heyrnarlaus með öllu þegar hún var tveggja ára gömul. Hún hef ir verið á Málleysingjaskólan- um hjá frú M. Rasmus, sem kénndi henni lestur og varamál. Frú Rasmus var þarna með ungu stúlkunni. Fyrir nokkrum vikum fékk Elsa tæki það, sem hún var með, og er auðséð- og heyrt, að það hefir komið henni að miklum notum, Hún heyrir nú það, sém talað er, þótt’margt sé, sem hún ekki skilur enn vegna óvanans, enda hljóta við- brigðin að vera gífurleg. Elsa talaði bæði við blaðamennina og kennslukonu sína, hún sýndi okkur líka, hvernig á að setja þetta tæki á sig og var auðséð, að henni þykir vænt um verk- færið. í ■ Pétur Gunnlaugsson, formað- ur Heyrnarhjálpar, skýrði blaðamönnum frá tæki þessu og starfsemi Heyrnarhjálpar, méð ræðu. Félagið er nú fimm ára gam- alt, stofnað 14. nóvember 1937. Félagsmenn eru nú 246. Það hefir beitt sér fyrir hjálp til handa heyrardaufu fólki. Einn stofnendánna, Helgi Tryggva- son, kennari, kynnti sér þessi mál í Englandi fyrir stríðið, en stríðið gérði félaginu örðugra fyrir, eins og svo mörgum öðr- um. Þó hefir nú tekizt að afla nokkurra slíkra tækja, sem hér um ræðir. En þörf er fyrir miklu fleiri, og eru nú um 40 í pöntun. Kostar 500 krónur hvert tæki. Auðvitað kaupa þeir tækin, sem það geta, en svo eru aðrir af hinu heyrnar- daufa fólki, sem ekki geta stað- ið straum af þessum kaupum og vill þá félagið greiða fyrir þeim eftir fremstu getu og heit- ir á allt gott fólk að aðstoða sig við þetta mannúðarstarf. Félagið hefir leitað samvinnu við presta landsins um að safna upplýsingum um heyrnardauft fólk, og það hve margir þurfi tækjanna við. Hafa prestunum verið send bréf þessu viðvíkj- andi. 35 prestar áf 94 hafa svar- að, og gáfu þessir 35 upp 124 heyrnardaufa menn í sóknum sínum. Af þeim tölum er auð- séð, að betur má éf duga skal. Þeir sem kyhrit hafa" sér uni rætt heyrnartæki og árangur af því, gera sér góðar vonir um að það geti orðið mörgum til bless-- unar, ef til þess riæst. Talið er að um 95% af heyrnardaufu fólki í Ameríku hafi fengið heyrnina með hjalp þessa tæk- is. Það er í aðaiatriðum svipað viðtæki, enda eru framfarir í þessum efnum mjog samstiga þróun útvarpsins. Fullveldis Islands minnzt I Imerífen ÉRSTÖK HÁTÉÐAHÖLD munu fara fram bæði í New York og Washington í til- efrii af fullveldisdegi íslehdinga 1. desember. í höfuðborginhi verður hald- ið mikið hóf til heiðurs frélsi íslendinga, í glæsilegasta veit- ingahúsi borgarinnar, „The Mayflower“. Háttsettum emh- ættismönnum, fulltruum err lendra ríkja og íslendingum og vinum þeirra hefir verið boðið.: íslendingafélagið í New Yörk mun halda veizlu mikla laugar-' dagskvöldið 28. rióvémber tií1 héiðurs fullveldisdégi íslands.: Hinn nýkjörni forseti félagsÍRS, Grettir Eggertsson, hefir stjórn undirbúningsins á heridi. Sendi- herra íslands í Bandaríkjunum, Thor Thors, mun koma til New York frá Washington til þess að tala um hina nýafstöðnu ferð hans til íslands. Jólakveðjur frá Danmörku. KALUNDBORGARÚT VARP IÐ sagði frá því í gær- kveldi, að jólakveðjum frá Ís- lendingum, búsettum í Dan- mörku, yrði útvarpað frá stöð- inni í Kalundborg 11. des. kl. 22,05 eftir dönskum tíma, en það er kl. 20,05 eftir íslenzkum Bazar Sálapannsékn&irfélags tslands heldur baz- ar og happdrætti til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð félagsins í Varðarhúsinu á morgun þann 29. þ. ni. kL 3 eftir hádegi. Margir þarflegir og fallégir munir Bazarnefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.