Alþýðublaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 3
tl€SMnt»erl*«í myndinni sést amerískur kafbátur Hrlngorínn prenglst um her- sveitir ÞJóðverJa I Stalingrad. Fullveldisdags há- tíðahöld íslendinga vestanhafs. * Hersveitir Zukofs hafa nú rofið samgönguleiðirnar til hersveita Þ j óð verj a í Rshe v og Velikie Luki E ■ ■ átirr*- New York, 29. ITT ÍJUNDRAÐ nov, íslend- ingar, Aineríkumenn af ís- lenzkum ættum og vinir þeirra kom,u saman á Hótel Henry Hudson í gærkveldi til að halda upp á fullveldisdag ís- lands. íslendingafélagið í New York stóð fyrir hátíðahöldun- um. Eftir að María Markan söngkona við Metropolitan op- eruna hafði sungið bæði am- eríska og íslenzka þjóðsönginn, kaus félagið nýja stjórn. Sendihérra Íslands í Banda- ríkjunum, Thor Thors sagði á samkomunni: „Það má sjá, að íilenzka nýlendan í Bandaríkj- unum stækkar með degi hverj- Uýn. Mér þykir vænt um, að sjá fíeiri og fleiri íslenzka stúdénta hér viS fullnaðarnám. Mér þyk einnig vænt um, að svo marg verzlunarmenn koma hing- að. Verzluharsamböndin milli Bandaríkjanna og íslands auk- ast daglega. Það er okkur einn- ig ánægjuefni áð sjá við og við ísienzka sjómenn, sem brjótast yiir hafið til að þjóðin geti fengið nauðsynjavörur. Eg vona, að á næsta móti verði syo háttað, að íslenzkir sjó- menn, sem eru í höfn, geti tek- ið þátt í því. *Að nökkru leyti erum við að endurgjalda heimsókn Ame- ríkumannanna til íslands. — Þetta er tákn um nána sam- búð og vináttu milli Banda- ríkjanna og íslands, vináttu, sem mun halda áfram. Eg hafði mikla ánægju ný- lega af því að ferðast til ís- lands með hinum nýja sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi, hr. Leland Morris. Hann hefir mikla reynslu í utanríkismál- um og mér var ánægja að sjá hversu vingjarnlegur hann var í garð íslendinga og hve mikið hann vissi um landið.“ Thor Thors talaði einnig um viðkomustað á leiðinni • til ís- lands, þar sem hann sá flug- menn æfa sig, og hann hrósaði þeim fyrir . dirfsku þeirra. — „Þeir höfðu áhuga á að þjóha lándi sínu,“ sagði hann. „Þeir voru ekki að hugsa um, hvort eða hvenær þeir myndu fara aftur heim, heldur ,hve fljót- lega þeir myndu taka þátt í bárdaga.“ Erih. á 7. síðu. hersveita :;* Tunis og Bizerta. Þjóðverjar hðrfa í aðra varnarlinu. | : ■; ;■ ':íí-';h ■ ’■■’■ ■ ■■ ■’•■ ■’■ I London í gærkvöldi. TLXBIRSVEITIR Bandamanna hafa nú rofið járnbrautina, sem liggur á milli Tunis og Bizerta og eru á góðum vegi að kljúfa möndulherina I Tunis í tvennt. Möndulher- imir hafa nú aðeins einn veg á valdi sínu, sem liggur á millii þessara borga og hefir Anderson hershöfðingi sent árásar- sveitir til að ráðast á veg þennan og hindra það, að Þjóð- verjar geti haft nokkur not af honum. Þá hafa flúgvélar Bandamanna gert miklar loftárásir á strandlengjuna í Norður-Afríku allt til Mesurata, sem er fyrir austan Tripolis. Hersveitir Bandamanna eru nú komnar svo nálægt Tunisborg, að þær geta skotið af fallbyssum sínum á virki Þjóðverja. Þá er sagt frá því í fréttunum að möndulherimír hafi nú hörfað í aðra varnalínu sína við Tunis. H London í gærkvöldi. ERSTJÓRNARTILKYNNING Rússa segir frá því í gærkvöldi, að sókn rússnesku herjanna bæði á mið- vígstöðvunum og á Stalingradvígstöðvmium haldi áfram. Á Stalingradvígstöðvvmum hafa hersveitir Timoehenko sótt fram s. 1. sólarhring um 6—10 km. Rússnesku hersveitirnar, sem brutust í gegnum víglínu Þjóðverja á eýstri bökkum Donfljótsins og tóku þar 4 víggirt þorp hafa haldið áfram sókn sinni. S. 1. 4 daga hafa fallið á Stalingradvígstöðvun- um 20.000 Þjóðverjar og fangaiálán á þessum vígstöðvum er komin upp í 66.000. Frá því að sóknin hófst á Stalingrad vígstöðvunum hafa 133.000 Þjóðvejar og bandamenn þeirra faUið eða verið teknir til fanga. V > Á miðvígstöðvunum hafa her sveitir Zuköfs sótt fram og hafa tekið hæinn Novo Sokolniki, sem er 100 km. frá landamær. um Lettlands og eins eru rúss neskar hersveitir komnar ná lægt bænum Nevel, sem er 30 km. sunnar. Hersveitir Rússa á miðvíg- stöðvunum hafa nú afskorið all ar samgönguleiðir Þjóðverja til Rshev og Velikie Luke svo Þjóð verjar verða að flytja birgðir og liðsauka til herja sinn'a á þessum slóðum loftleiðis. Alls hafa nú 22.000 Þjóðverjar fallið á miðvígstöðvunum. HRINGURINN ÞRENGIST VIÐ STALINGRAD. Þag horfir stöðugt ver fyrir hersveitum Þjóðverja í Stahn- grad og fyrir sunnan og norðan borgina. Hersveitir Rússa, sem sækja fram eftir austurbökkum Don austur til Volgu hafa hrundið öllum tilraunum Þjóð verja á þeim slóðum til að brjót ast suður á bóginn og hafa kró að þar inni hersveitir, sem hafa engan möguleika til að fá send- ar til sín birgðir eða liðs- auka nema loftleiðis. Þá hafa nokkrar hersveitir Þjóðverja, fyrir vestán Stalin grad, sem reyndu að koma sér undan til suðvesturs orðið fyrir miklu tjóni og hafa rússneskar hersveitir elt svo hratt flótta þeirra, að þær hafa náð af þeim mikið af óskemmdum hergögn- um og tekið marga fanga. Flugvélar Bandamanna hafa gert loftárásir í tvær nætur í röð á Tripolis og einnig á Misurata, sem er nokkru austar. Þá éyðilögðu flugvélar Banda- manna ítalska flugbáta, sem lágu við festar undan strönd um Tripolitaniu. 1 flugvél Bándamanna kom ekki aftur úr þessum árásum. 8. herinn hefir enn ekki lagt til orrustu við hersveitir Rommels við E1 Agheila og muri það stafa af: því, að hann er enn að draga að -sér birgðir áður en hann lætur til skarar skríða. Á þessum vígstöðvum hafa stóray sprengjuflugvélar Banda manna gert miklar ‘loftárásir á flugvöll Rommels, sem er 65 km. fyrir vestan E1 Agheila. Þá hafa flugvélar Banda- manna gert enn eina loftárás á flugVöllinn á Sikiley. * Tveir kafbátar, sem sluppu fra Toulon eru nú komnir til Algier til að ganga í lið með Bandamönnum. Annar kafbátanna er 1300 smálestir en hinn er talsvert minni. í Stalingrad eru Rússar nú að koma sér fyrir í þeim hluta verksmiðjuhverfisins í norður hluta borgarinnar, sem þeir í hafa nú aftur tekið af Þjóð verjum. en í suðurhluta Stalin- grad hafa Rússar unnið nokkuð á og hrakið Þjóðverja úr nokkr ur virkjum. Flugskilyrði eru nú betri við Stalingrad og hafa Rússar notað • sér það óspart til árása á her- sveitir • og stöðyar Þjóðverja. Frh. á 7. síðu. Óvænt tíðindFgeta gerzt á Italiu. Gordell Hull, utanríkisráðh. Bandaríkjanna hefir látið svo um mælt, að brátt megi vænta mikilla tíðinda í innanlands- málum á Italíu og það mundi ekki koma sér á óvart, þótt samblástur yrði bráðlega í ít- alska hernum. Um 500 manns farast i eldsvoOa I Boston. New York í gærkvöldi. /p GILEGUR eldsvoði varð í fyrrinótt í næturklúbhi ein- um í Boston. Hátt á fimmta hundrað manns fórust í eldinum og fjöldi manna skaðbrenndist svo, að talið er, að dánartalan geti hækkað nokkuð enn. Óvíst er um upptök eldsins, en talið er, að kviknað hafi í pálma, sem stóð við annan út- gang klúbbsins og hafi eldur- inn síðan breiðzt þaðan út. — Þegar mannfjöldinn í klúbbn- •um varð eldsins vars, komst allt á ringulreið vegna ótta og skelfingar, sem greip fólkið og ruddist .það til dyranna og tróðst þá margt undir og beið bana af. Eldurinn greip sig á svip- stundu um allt húsið og brann það á skömmum tíma til kaldra jkola. Þegar síðast fréttist var vitað um 463, sem brunnið höfðu inni eða beðið bana á annan hátt. Um 200 manns var saknað að auki. Sjúkrahús í nágrenninu fyllt- Ust af hinum látnu og særðu og læknar úr mörgum ná- grannaborgum komu til hjálp- ar. Allar blóðbirgðir Boston borgar voru notaðar upp til að reyna, að bjarga hinum slös- uðu. Þetta er einhver ægilegasti eldsvoði, sem átt hefir sér stað í Bandaríkjunum og er hann á börð við leikhúsbrunann í Chicago 1903, þegar 575 manns brunnu inni. JalaaOar nanaaf lokk or ítalio seodir ðvarp. I UTV ARPSSENDINGU frá Bretlandi í dag til Ítalíu var lesið ávarp til ítala, sem J.afn- aðarmannaflokkur Ítalíu hefir sent frá sér og látið dreifa Út meðal verkamanna og annara a Ítalíu. Skorar Jafnaðarmanriaflokk- urinn, í útvarpi sínu, á ítali, að hefja nú þégáf mótþróabaráttu gegn -Mussolini og fasistunum, en tekið er fram að enn sé ekld kominn tími til almennrar upp-. reisnar. Eins og kunnugt er bannaðf Mussolini Jafnaðarmannaflókk- inn á síriufn tíma, en hann á mikil ítök meðal verkamanna á ítalíu og eins er sagt, að hann. eigi marga fylgjendur í hern- um og lögreglunni. Fulllveldi tslands niinnst í Bandaríkj- unum 1 I DAG, þriðjudag, mun ís- lenzki fullveldisdagurinn verða hátíðlegua haldinn í hinu fræga Mayflower hóteli. íslend- ingar, Ameríkumenn af íslenzk um ættum, stjórnin og stjórn- arembættismenn munu taka, þátt í hátíðahöldunum. Kl. 6 Reykjavíkurtími, mun sérstök útvarpssending til heið- urs íslenzka fullveldisdeginum verða útvarpað frá Bandaríkj- unum og endurvarpað í Útvarp Reykjavík. Meðal ræðumantia verða frú Franklin D. Roosevelt kona forsetans, Thor Thors sendiherra. Dr. Vilhjálmur Stefánsson og öldungadeildar- þingmaðurinn Elbert Thomas frá Utah, formaður fræðslu og atvinnunefndar öldungadeildar innar. Rennion gengur i iiö með striðandi Frökkmn. TJTIN franska eynýlenda í Ind •“• landshafi, Reunion, hefir gengið í lið með frjálsum Frökk um. Þegar „Leopard“ tundurspill- ir stríðandi Frakka kom til höf- uðborgar eyjarinnar var áhöfn hans hyllt af íbúunum. Þegar turidúrspillirinn sigldi inn í höfniná yar skotið • á hariri af eiriu strandvirki, en erigar skemmdir urðu eða manntjón.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.