Alþýðublaðið - 02.12.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.12.1942, Blaðsíða 6
f Mioningarorð um i ...... ■■ ' ■■ 1 ■»■■■■.,..... •• ■ ____ni Ölafssyni. ♦ ISLENZKA ÞJÓÐIN hefir /tmisst yfir 200 imexin af ptyrjaldarástæðum á sjó. Þetta Cr ægileg fórá fyrir okkar litlu þjóð, — og íþað því fremur, þar sem þessir menn eru allir á Ibesta aldri, langflestir miíli tvítugs og fertugs, margir ný- byrjaðir að taka þátt í störfum og ‘fullir af þreki, hugrekki og Btarfsvilja. Hver vill svo segja, að við höfum ekkert Jagt fram í bar- áttunni fyrir fretLsi og menningu í heiminum? Já, þeir, sem hafa látið lífið í þessari styrjöld af. okkar stofni hafa allir verið í blóma lífsins, og við, sem eftir lifum, getum aldrei þakkað þeim eins og vera ber og greitt þeim skuld okkar við þá. it Mér finnst þó skylt, með þessum fáu línum að minnast eins þessara manna. Ég varð *vo lánssamur að kynnast hönum og geta talið hann vin minn. Ég veit, að þessi fátæk- tegu orð mín eru langt frá því að hæfa minningu hans, og þó læt ég þau frá mér fara. Ég er viss um, að hann, aðeins 24 ára gamall, er ímynd þess hraust- •sta og bezta meðal íslenzku sjó mannastéttarinnar — og hann ótti allt sameiginlegt með öllum þeim mörgu, er sigla djarfir og hixgprúðir um hættusvæðin. Ég hefi aldrei misst nákomið ifeyldmenni í sjóinn, en eftir að hafa beðið sólarhringum saman eftir fregnum af „Jóni Ólafs- ®yni“ skil ég þúsund sinnum betur en áður örvæntingu þeirra mörgu, sem hafa beðið eftir Iregnum af skipum á undan- förnum þremur árum. Guðmundur J. Óskarsson, loftskeytamaður á „Jóni Ólafs- #yni“, var ekki skyildur mer — og raunverulega ekki nákominn ■aér. Ég kynntist honum aðeins íf tilviljun fyrir tveimur árum, — en ég lærði að meta hann á ðrskömmum tíma, og hann varð mér svo nákominn á fáum vik- um, að ég íhugsa að það sé fá- títt. Guðmundur Óskarsson var faeddur 5. ágúst 1918 og iþví að eins 24 ára gamall. Hann var ef hl vill ekki fæddur undir heilla. •tjörnu. Ungur var hann á hraíkningi með fátækri móður sfeemi, ■ einstæðingi, æm hvergi éfbti höfði sínu að að halla, en guðirnir vildu gefa honum góða æsku. Hann var tekinn til fóst- urs aðeins tveggja ára gamall og gefið allt það bezta, sem for- eldrar geta gefið. Anna Jóns- dóttir og Daníel Eggertsson, Hvallátrum við Patreksfjörð, tóku hann af hrakningnum, gáfu hornun heimili og móður- •g föðurást, jafnvel fullkomn- ail en oft vill verða. Og þar ólst hann upp við brimgný og hrikaleik vestfirzkrar náttúru þar til hann fór til náms thingað buGuTv . Guömíundur Óskarsson var með hæstu mönnum, þrekinn vel, sívalur, hraður í hreyfing- utn, veðurbitinn, brúneygur og skwrpeygur. Hann var svárt- Guðmundur J. Óskarsson. hærður, ennið hátt, — og yfir- leitt eins og við hugsum okkur djarfa og stælta fullhuga. Hann var ákaflega léttur í lund, bjart- sýnn, svo að af bar, hugrakkur Og hirðulaus, um sitt eigið ör- yggi, fljótur að taka ákvarðanir og fastur í öllum ásetningi, — yfirleitt ágætlega til forystu fallinn vegna sjálfstrausts og sigurvissu urn allt það, sem hann tók sér fyrir hendur. Guðmundur Óskarsson hafði alizt upp við brimgnýinn, sem hann hlustaði á húgfanginn, og einn dag kom hann að máli við fóstra sinn, sem hann leit full- komilega á semi föður sinn, og sagði honum, að hann langaði að læra loftskeytafræði. Það var auðsótt. Fóstri hans vildi gera allt, sem í hans valdi stóð, til þess að sonur hans gæti náð því takmarki, sem hann stefndi að. Guðmundur fór í Joftskeyta- skólann og lauk þar prófi. Síð- an fór hann að sigla. Starf hans á sjónum byrjaði raunverulega um 'leið og hættutímabilið hófst. Síðastliðið sumar fór hann eina ferð til Ameríku. Eftir þá ferð sagði hann við mig eitthvað á þessa leið: „Við sigldum í myrkri. Hvað eftir annað kváðu við spreng- ingar. Það var allt vitlaust. Það er furðulegt, hvað rnaður er rólegur. Þú skilur það ekki. Það skilur enginn, níema sá,„ sem reynir það. Skip, skammt frá okkur fékk timdurskeyti. Allt lék á reiðiskjálfi. Ég hugsaði: Næst kemur röðin að okkur! En rólyndið hélzt. Þetta er eins Og daglegur viðburður. — Ef ég á eftir að vera á skipi, sem verð- ur fyrir árás, þá veit ég að ég verð rólegur.“ Og „Jón Ólafsson“ fórst — og loftskeytamaðurinn með hon- um. Hann var farinn í land af skipi sínu „Snorra goða“ og var byrjaður að læra undir gagnfræðapróf, sem hann ætl- aði að taka í vor. En hann gerði það fyrir stéttarbróður sinn, sem gat ekki farið í þennan „túr“ vegna þess að hann þurfti áð fylgja bróður sínum til graf- ar, að fara þessa örlagaríku för. Ég talaði við Guðmund fá- um stundum áður en hann fór — og eftir á skil ég bana- grun hans. Hann hafði aldrei lagt úr höfn í slíku skapi. Hann kvaddi alltaf áður glaður og hress — en nú aðeins gramur og sár: „Ég verð að fara, við því verður ekkert gert. Ég bið að heilsa öllum, vertu alltaf biessaður!“ Hánn hafði yfir að ráða ölln jKI-PY»UHLAOIO ■SífíÍPíSÉmSŒ Mk eftlr s í I þcssari bók er sagt frá Snorra Stnrlnsyni og goðafræSi hans. Hér er í aðgengilegn formi réttnr og nákvæmnr . texti og fjölbreyttar skýringar við eitt skemmtilegasta og glæsilegasta rit islenzkra bók- mennta, Gylfagihningn, og lýst á fræðilegan og skemmtilegan hátt ritstörfum og ævi hins merkasta höfundar og höfðingja. — í bók- inni er fjöldi mynda efninu til s kýringar, og einnig ýmis konar annað bókarskraut. Myndirnar eru litmyndir og nýjar teikningar, gerðar sérstaklega fyrir þessa bók, eða sýnishorn af myndum eldri listamanna og teikningum. Einnig eru myndir af fornum gripum, steinsmíði og málmsmíði, trésknrði og vefnaði, þar sem efnið er tekið úr goðafræði. Myndirnar eru því sýnishorn þess, hvernig skilningur- inn á goðsögum og trú hefir þróazt í norrænni og germanskri list frá alda öðli og fram á þennan dag. Nýjnstu myndirnar ern eftir Einar Jónsson, Ossian-Elgström og Jó- hann Briem, þær elztu úr hellu- ristum og af rúnasteinum. Margar þessar myndir eru sérkennileg og ágæt listaverk. Þá eru þarna og myndir úr handritum og gömlnm útgáfum. Bókarskrant, titilsíðnr, stafir og hnútar eru gerðir eftir fornum fyrirmyndom, skrár eru um efni og myndir. Bókin er prentuð á fallegan sbrautpappir os bnndín i skrantband. Upplag bókarinnar er lítið. Ný bók eftir Stefán Jónsson: SKÓLADAGAR Stefán Jónsson er einn af beztu yngri rithöfundum okkar. Hann er greindnr maður og yfiriætislaHS, og fer því minna fyrir honum en ýmsum öðrum. En bæknr hans hafa hlotið einróma dóma. I fyrra kom út bókin Vinir vorsins, sem vakti mikla eftirtekt og seldist upp á skömmum tima. Skóla- dagar ér framhald þeirrár bókar. Má hiklaust ráða foreldrnm til þess að gefa unglingnm þessa bók. Húh er veí skrifuð og falleg. Bóhaverzlun ísafoldar ob Atibdið Langavegi 12. Nákvæmar ) S V s s V s { si því bezta, sem mér finnst að prýða eigi íslenzka æsku. Hann var ættiarðarvinur í bezta skiln ingi þess órðs. Hann unni ís- lenzku sögunum, sjálfstæðis- baráttu okkar, menningu dreif- býlisins og kostum þess. Hann las góðar bækur og ræddi um efni þeirra. Hann mat lítils yf- irborðsmennsku og tildur og vildi þó sýna glæsimennsku í hvívetna. Hann kaus framfarir, en ekki kyrrstöðu. í sumar fór hann allmikla för um Vestfirði. Hann elskáði þá og dáði — og þó að hann sigldi um hættusvæðin í hringiðu styrjaldar.og stórræða, var hug- urinn alltaf við býlin og klett- ana á Hvallátrum, heima hjá foreldrum hans. Hann féll 24 ára gamall í styrjöldinni. Með þessum fáu orðum er saga hans á enda, en mér finnst, að hér hafi fallið svo glæsilegt mannsefni, að það geti aldrei gleymst, hvað sem á dynur, hvað sem gerist. Þessi glæsilegi ungi maður var full- trúi íslenzkrar æsku í barátt- unni, sem við öll heyjum fyrir lífi okkar og þjóðarinnar. Og ég er sannfærður um það, að þeg- ar sprengikúlan eða tundur- skeytið hefir hitt „Jón Ölafs- son“, þá hefir Guðmundur Ósk- arsson setið við loftskeytatækin sín og reynt að senda út neyð- arskeytin öruggur og rólegur — þó að hugmrinn hafi í gnýnum leitað heim á æskustöðvamar, heim til foreldranna á Hval- látrum. ? V. S. V. Félag isl. loftsheytamanna heldur árshátíð, sína í Oddfeil- ow annað kvöld. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. Bara ef lþsin íslenzk er, er þér bitið sómi. (Vertu ekki að aka þér,: Xslands frjálsi blómi.) „EN MAÐUB SKILUR VEL, að hinum erlendu gestum leiðist hérna, jafnvel þótt þeir gangi fyrir í veitingahúsunum, en þangað má eflaust sækja „sterkju“ og „smekk- sterkju“, sem P.-H. virðist ekki geta verið án! Máske það þyki klassiskt á íslandi, ef landið í framtíðinni verður þekktast sem eins konar forngripasafn ýmissa sóðalegra kvilla, sem siðmenntuð- um þjóðum þykir skömm að, eins og t. d. geitur, lús og kynferðis- sjúkdómar eru.“ „VEGFARANDI“ skrifar: „Það ^ er hægt að taka mynd af úða þeim, sem ósýnilegur berst út úr nefi og munni fólks, er það hóstar og hnerrar, og reynslan sýnir að í úða þessum er fjöldi sýkla. Þar sem þrifnaður er á háu stigi, ,er sérstak- ur vaskur til þess að skola munn- inn í, bursta tennur o. s. frv. Öllu siðmenntuðu fólki þykir viður- styggð að hrækja í sama vask sem maður þvær sér hendur og andlit o. s. fvr. Ef fólk hefir upp- gang, á það að nota bauk eða skila slíku af sér í vatnssalemi eins og öðrum úrgangi líkamans." .JVIENN ÓTTAST bakteríuhem- að, en þeir eru óhræddir við að hnerra, hósta og skila frá sér úr- gangi líkamans á götuna, þar sem þeir ganga skóhlífarlausir og bera úrganginn inn á gólfin eða gólf- teppin. Þar skríða bömin þeirra og hirða það, sem hið hirðulausa fólk ber til þeirra. Úrgangur líkamaris, hvort heldur hann er í nefi, munni, þörmum eða atmars staðar, er full- ur af sýklum, sumum mjög skað-í legum, sérstaklega fyrir böminj sem eru næmust fyrir.“ „FYRIR NÖKKRÚ skilaði fóilc úrgangi sínum á baðstofugólfiðj sem síðan var sópað, eða í flórinn, nú gera þeir það á götúiia eða £ strætisvagnana. Það er allt of mik- il fyrirhöfn að taka fyrir munnimsí með vasaklúti þegar hóstað eða! hnerrað er. En myndir sýna að það er ekki nóg að taka fyrir munn eða nef með hendf, úði og sýklar fer njður með hendinní eða milli fingranna. Væri nokkuit fjarstæða að lögreglan hefði vald til þess að áminna fólk fyrir þessá óknytti, jafnvel að það varðaðí sekt að skila úrgangi líkamans á almannaf æri? “ AF TILVILJUN veit ég að sá, sem ritar þetta bréf, talar af góðri þekkingu. Vænti ég þess, að orð bréfritarans festist í minni manna og hafi áhrif á hegðun þeirra. Hannes á horninu. Gamla Bíó sýnir um þessar mundir mynd- ina Æska Edisons með Mickey Rooney í aðalhlutverkinu. Fram-:, haldsmyndin heitir: Hver hló? með Lucille Ball í aðalhlutverk- inu. Revyan 1942 „Nú er það svart, maður,“ verð4 iur sýnd annað kvöld kl. 8. A0- göngumiðar verða seldir í dag kl, 4—7 og á morgvm eftir kl. 2. Lcikflokkur Hafnarfjarðar sýnir Þorlók Þreytta í kvöld kl. 8.80. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.