Alþýðublaðið - 03.12.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.12.1942, Blaðsíða 8
 STUAfrr CLOETE : YRIRHEITNA ANDIÐ f.m -i r fc • * íw # i—*■ i» n-^ fe'i, . .„>? i Ævlatýri á QUlflm. (Si'js. Valley Serenade-} A.8alíilutverk: SONJA HENFE JOHN FAYNE GLENN MILLES og hljámsveit haas. KL 5, 7 og 9. Sala aðgÖKgmniða hefst kl. 1. vj» JÁ Heij ffc 0 íeN * jjjQlJ |.| EIMATRÚBOÐSKONUR sátu á fundi og voru að ræða um það, hversu ósann- gjarnt það væri, að móðirin skyldi alltaf þjást, en faðirinn ekki, þegar bamið fæddist. Sú þeirra, sem trúuðust var, stakk upp á því, að næst þegar ein- hver þeirra legðist á sæng, skyldu þær allar biðja um að láta föðurinn þola þjáningarnar í stað móðurinnar. Var þetta samþykkt. Nokkru síðar veikt- ist ein þeirra og gerði hinum aðvart. Lögðust þá allar á bæn. Þegar þær héldu, að allt væri um garð gengið, sendu þær stúlku til að vita, hver áhrif bænin hefði haft. Stúlkan barði að dyrum heima hjá sængur- konunni, og kom vinnukonan til dyra. „Hvemig líður?‘c spurði stúlkan. „Ágætlega,“ svaraði vinnu- konan. „Var móðirin mi.kið veik?“ „Ekki minnstu vitund.“ „En maðurinn hennar, var hann ekki ósköp veikur?“ „Nei, ekki vitund. En við héldum, að vinnumaðurinn ætl- aði alveg að deyja.“ * Y EIÐUR maður kom askvað- andi inn til skósmiðs og var á nvjum skóm, sem ekki voru honum mátulegir. „Þú bjóst til þessa skó, ekki satt?“ æpti hann. „Jú, ég bjó þá til,“ sagði skó- smiðurinn og leit upp frá vinnu sinni. „Já, ég vissi það, fari þeir bölvaðir,“ sagði hinn. „Nú, hvað er að þeim?“ „Ég bað þig að hafa annan stærri en hinn, ekki satt?“ „Jú, og ég gerði það líka.“ „Nei, þú gerðir það ekki. Annar er minni en hinn.“ „Skiptu á skónum, maður, og settu stóra skóinn á stóra fót- inn og sjáðu hvort þeir verða ekki mátulegi7),“ sagði skóarinn. Óánægði maðurinn lét til leiðast og skipti um skóna. Svo leit hann undrandi á skósmið- inn. „Nei, fari það nú í aldeilis grenjandi! Þú segir satt! Annor er þá stærri en hinn þrátt fyrir allt.“ Hendrik var staddur í sjö eða átta mílna fjarlægð frá vögn- unum — á undan þeim og horfði á fjöllin í norðvestri. Einu sinni enn þá hafði guð leiðbeint honum. Hann hafði meðtekið fórn hans með vel- þóknun. Dauði einkasonar hans hafði verið skaparanum þókn- anlegur. Hann var sannfærður um sig- ur að lokum og stjórnaði því vögnunum í áttina til fjalla- hnjúkanna, þar sem kvöldsólin glóði og honum virtist rjúka upp af á hverjum morgni. Þetta fannst honum tákn, og hann var ekki hrædur við það. Hin- um fannst Hendrik van der Berg vera spámaðurinn, maður- inn, sem gat látið vatn spretta upp undan grjóti. Hann hikaði aldrei og. fólkið fylgdi honum upp eftir fjallahlíðunum, alltaf í norðurátt. Og alltaf skein kvöldbjarminn yfir fjöllunum. Það var blæjalogn og grasið bærðist ekki. Það var töluverð hætta að ferðast hér, því að enginn vissi, hvað bjó hinum megin við fjöllin. Samt fyrirleit Hendrik þessa hættu. En svo kom í Ijós, að þarna var dalur. Hendrik lét lestina nema staðar og kallaði til manna sinna að fylgja sér. Því næst reið hann á undan mönnum sín- um beint á bjarmann. Þetta var eina svarið, sem hægt var að gefa. Eldurinn gegn eldinum, bjarminn gegn bjarm anum. Búarnir stigu á bak hest um sínum og hleyptu í áttina til bjarmans. Villidýrin, sem stödd voru milli hinna æðandi skógar elda, urðu æðisgengin af ótta og hlupu á móti Búunum, og eitt þeirra hljóp Martinus söngvara um koll, og hestur hans var troðinn í hel. En Hendrik van der Berg bjargaði Martinusi. Sannie stóð spölkorn frá hin- um og sá ljónynju koma æðandi með einn af ungum sínum í gininu. Hún var að flýja eldinn. Þegar hún kom að eldveggnum, hóf hún sig á loft og stökk yfir á sviðið grasið hinum megin og stóð svo nálægt stúlkunni, að hún gat séð sviðna kampana á ljónynjunni. Einn af kyn- folendingimum skaut Ijónynjuna og greip ungann hennar og ætlaði að drepa hann, en Sannie kom í veg fyrir það. Unginn fitjaði upp á trýnið og urraði, en hún sinnti því engu og hljóp með ungann heim að vagninum. Sannie hélt aftan í hálsinn á unganum og hélt honum frá sér og horfði á hann spretta klónum og reyna að rífa. Hún sá Hendrik koma með Martinus fyrir fram an sig á hnakknum. Hann stjórn aði hinum Búunum, sem voru að reyna að koma kvikfénaðin um undan, svo að hann brynni ekki upp til agna. Reykjarstrók ar stigu til himins. Mexmirnir gátu naumast andað, en þeir biðu eftir því, að eldurinn liði hiá, og tárin streymdu úr aug um þeirra. Að klukkxitíma liðnum var hættan liðin hjá og Hendrik stjórnaði leiðangrinum upp sviðnar hæðirnar, þar sem nú var engin grasbeit iengur og þar sem litlar reykjarsúlur sá ust enn á stangli. Hendrik sagði, að þeim hefði verið bjarg að frá bráðum bana, og á bak við þessi fjöll væri fyrirheitna landið. Hendrik óttaðist ekkerí, en rétti sig við í söðlinum, reið fram og aftur með röðinni og talaði kjark í fólk sitt og hvatti það áfram. Hann sagði, að bráð- um myndu þau komast á á- kvörðunarstaðinn, sem áður hafði verjð fjarlægm.', en var nú nálægur, staðinn, þar sem hægt var að leggjast niður og hvíla sig. Nóttin var að skella á og ákveðið var að láta fyrir berast á auðninni yf jr nóttina. í f jarska sáu þau enn jþá eldinn læsa sig upp eftir fjallatoppunum í aust urátt og hverfa ofan í dalinn hinum megin. Umhverfis þau voru stór, brennandi tré, sem áreiðanlega myndu vera að brenna í marga daga. Landið var mjög eyðilegt, en enginn hafði meiðst nema Martinus. Hann var fótbrotinn. Búamir höfðu aðeins mjsst það af kvikfénaði sínum, sem veik ast var og minnst tjón í, þær skepnur, sem höfðu verið fót sárar og þess vegna ekki getað haft við hinum. 4. í tvo daga enn þá héldu þau áfam lengra í norðurátt. í tvo daga hafðf kvikfénaðurinn ekki fengið að grípa í gras. Hefði ekki verið gnægð vatns, hefði ekki verið hægt að halda áfram og ekki heldur til baka. Þetta var hin mikla reynsla, sem lögð var á trú þessa fólks á guð sinn og traust þess á leiðtoga sinn. Þetta fólk var neytt til þes að halda áfram, hvað sem það kost. aði, og það varð að hraða förinni eins og unnt var, og búpening urinn var rekinn áfram með svipum. Búarnir litu á Hendrik og ætluðust til þess, að hann foiargaði foúpeningnum, Hend- rik, spámaðurinn, sem var svö öruggur um sjálfan sig, svo trú. aður á vitrun þá, sem hann hafði fengið, að enginn efaðist um, að hann gseti verið á villi götum staddur. Á þriðja degi reið hann efst upp á fjallsgnúpinn og sá víð- lent flatlendi fyrir framan sig. Þarna, þrjú þúsund fet fyrir ■*- 'aSj' ÍJAItkÁíÍtíáÖiSÍ Kl. 6.30 og 9. Dæmi ekkf. (All This And Heaven Too) Ameríksk stórmynd eftíx hinni frægu skáldsögu Ra- chel Field’s. BETTE DAVIS CHAELES BOYER Bönnuð fyrir böm innan 1 12 ára. Framhaldssýning kl. 3—6.1 SMÁMYNDIR neðan hann lá fyrirheitna land ið. Þar voru tré, þar var vatn og þar var gnægð veiðidýra. Leiðangrinum var lokið; hér var fyrirheitna landið. J Hendrik tók ofan hatt sinn og reið fram á brúnina og horfði niður. Aldrei hafði hann dreymt um svo gróður- sælt land. Það þurfti mikinn Finuntodagtur 2. descmbcor 1942: |Hngvitsmaðnrins! Edlson (Edison, the Man.i. Spencer Trsef. Sýnd kl. 7 og 9, KL 3Vá—8U2: (French Without Teans) Ray Milland Ellen Drew gróður til þess að framfleyta svo miklu af villidýrum, og til þess að bera svona stór tré —- þurfti jarðveguriim að vera djúpur og rakur, en Afríka var mjög vatnssnauð, þótt gnægð væri af því á þessum slóðum. Þarna voru ekki einungis ár. heldur og uppsprettur og vötn og lækir, sem runnu oían af' StéFki skélastiévinn, þekkir þá ekki, hver ætti þá að þekkja þá? Hann stóð augliti til auglitis við þá — og það er meira en ég get sagt um mig. Þetta eru ekki sökudólgarnir. Hrólfur bar það ekki við, en hinir gerðu það mjög rækilega. En þótt svona rækilega væri leitað, fannst ekkert gull á þeim. Hrólfur var ekki af baki dottinn. „Það ætti að leita á öllum, sem voru viðstaddir þegar rán- ið var framið,“ sagði hann. ,,Þið getið byrjað á mér, ef ykkur sýnist svo.“ Þeir nenntu ekki að leita á honum og hánn hafði heldur ekki sagt þetta til þess að þeir gerðu þetta, heldur til þess, að leitað yrði á ljónatemjaranum. „Jæja, leitið þið þá á ljóna- temjaranum,“ sagði hann á- kveðinn. Ljónatemjarinn snerist snögg- lega við honum, undrandi á reiður. Hann varð dökkur á svipinn og augu hans skutu gneistum af bræði. En svo átt- aði hann sig og rak upp kulda- hlátur. „Leita á mér! Allt í lagi! Leit- ið þið þá á mér!“ hreytti hann út úr sér. Hann hneppti frá sér treyj- unn,i lét leita í stígvélunum sín- um og skyrtunni og rannsaka, hvort svipuskeftið væri ekki holt innan. „Ertu ánægður, apamaður?" spurði hann þegar ekkert hafði fundizt á honum. Hrólfur tautaði einhverja af- sökunarbeiðni og gegndi engu þegar leikhússvinnumennimir kölluðu hann fífl fyrir að hafa heimtað leit á ljónatemjaranum og gefið nærri því í skyn að hann væri þjófur. Hann sneri burtu, en ljóna- temjarinn kallaði þá á hann. „Augnablik, apamaður," sagði hann, „mér þætti gaman að vita hvers vegna þú vildir láta leita á mér. Einhver sagði mér, að þú hefðir verið að tala við þennan skólastjóra. Kannske hann hafl komið einhverri flugu í munn þér?“ Þessi orð hans sýndu, að hann vissi ekki að hann var í raun og veru að tala við Hrólf. Hann hafði ekki séð í gegnum apagerfið. „Hvernig ætti skólastjóran- Úm að hafa dottið það í hug, að þú hefðir stolið?“ sagði hann kuldalega. - Augu ljónatemjarans skutu gneistum. „Honuin getur dottið í hug að 1-júga öllu mögulegu," hvæsfi hann. „Nú, þekkirðu hann þá?“ spurði Hrólfur. Ljónatemjarinn muldraði eitt hvað og snautaði burtu. Hrólfur glotti við undir apagrímunni. Þetta gekk bara vel. Hann hafði nú í öllum hönd- um við Villa viðsjála. Hann vissi um Villa, en Villi þekkti hann ekki í þessu gervi. Nú gat hann gefið honum auga og klekkt á honum, þegar þar að kom, því að hann var viss um, MYNDA- 8AGA. ^ DON’T TELL MEvOU’CE THE GODDEGG7/ Öm: Þér þurfið ekki að segja mér það. Ég veit, að þér eruð gyðjan. Stúlkan: Það er óþarfi fyrir yður, að vera hátíðlegur. Þér getið kallað mig ungfrú Hildi. öm: Mér gat alls ekki dottið í hug ... Hildur: Að ég væri kona? Hildur: Ég vara yður við því, að vitna nokkurn tíma til minna kvenlegu eiginleika. Þér skul- uð aðeins muna það eitt, að það er ég, sem gef hér skipanir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.