Alþýðublaðið - 04.12.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.12.1942, Blaðsíða 6
__________ ftLÞYÐUBUP^ ~l ■'TBI --1-1-TTTri III-II.■Iiilli - ■ n ■ ,B||, 1111 Föstudagur 4. desember 1942. \ S \ s s S s s $ ) s s S s s < s s * s s s s s s s s s s s s \ \ \ s s s s Á s Framhald almennra bólusetninga. ’ Haldið verður áfram almennri bólusetningu næst- komandi laugardag 5. des. í Templarasundi 3 (Úng- barnaverndin). Ofangreindan dág kl. 9—11 árdegis skal færa þang- að börn af svæðinu milli Barónsstígs og Hringbrautar. Sama dag kl. 13—14.30 skal færa þangað börn af svæðinu míili Flókagötu, Laufásvegar, Hringbrautar og framlengingar Rauðarárstígs. Sama dag kl. 15—16.30 skal færa þangað börn af svæðinu norðan Flókagötu milli Hringbrautar og Rauð- arárstígs til sjávar. Sama dag kl. 17—18 skal færa þangað börn austan Rauðarárstígs að takmörkum Laugarnesskólahverfís, en takmörkin eru Höfðavegur og stefna þaðan í Vatns- geymi. Bóluskoðhn fer fram viku síðar á sama stað og tíma. Fólk er beðið að athuga vel þessa auglýsingu, því áríðandi er að ekki sé komið með börn af öðrum götum en hér er ákveðið, né á öðrum tímum. Reykjavík, 3. des. 1942. Héraðslæknirinn í Reykjavík Magnús Pétursson. BraiEiatringiiigar Líftrygfjinnar ífif V átryggingaskrif stof a Sigfnsar Siybvatssonar Lækjargötu 10. m*. \ •5 s s s s s s s s I Karla- og kvén-hanzkar \ fóðraðir og éföðraðir fyrirliggjaadi. Heildverzlun Kr. Benediktsson, (Hagnar T. Írnason). Garðarstrseti 2 — Siini 5844. ) Ung stúlka \ getur fengið atviimu strax við afgreiðslu í verzluninni . ) Austurstræti 1. Vön stúlka gengur fyrir. — Uppl. í dag $ t kl. 2—4. Inngangur frá Aðalstræti. Ávarp frá Sambandi isL berkla* sjúkiioga. ÍFJÖGUR ÁR höfum vér heitið á íslenzku þjóðina tii fulltingis á fjársöfnunardegi samtaka vorra. Hún hefir brugðizt vel við eins og svo oft áður þegar til hennar hefir ver- ið leitað um liðveizlu til stórra átaka í heilbrigðismálum vor- um. Vífilsstaðahælið er reist með átaki alþjóðar, Kristnes- hæli með sameiginlegu átaki Norðlendinga fyrst og fremst. Landsspítalinn er byggður upp af fórnfýsi og djarfmannlegu átaki íslenzkra kvenna og Kópa- vogshælið fyrir atbeina eins einasta kvenfélags. Eitt stórvirkið í þessari átaka- keðju er nú fyrir hendi. Félags- samtök vor beita sér fyrir því, Til þessa hefir þjóðin brugðizt vel við áheitum vorum og sýnt, að ennþá er hún búin athafna á sviði heilbrigðismálanna. Það sýna hinir gildu sjóðir, sem samtök vor eiga yfir að ráða, þótt þeir nægi ekki til fram- kvæmda enn. Ennþá eru margir, sem ekki hafa lagt hönd á plóginn. Á þá heitum vér nú, æðri sem lægri, fjáða og snauða. Allir verða að leggja’ eitthvað af mörkum, stórar upphæðir eða smáar, eft- ir því, sem efni standa til, Þeir eru margir, sem eiga um sárt að binda margir, sem goldið hafa afhroð fyrir vágestinum „hvíta dauða“, þar ér þungur harmur kveðinn að mörgum. „Eigi skal gráta Björn bónda,“ mælti hin stórláta kona eftir fall manns síns, „heldur safna liði og hefna.“ íslenzkar konur og íslenzkir menn, svo bezt heiðrið þér minningu ástvina yðar, að þér ráðið niðurlögum pess fjanda, sem hefir orðið þeim að aldurtila. Hefnið harma ykkar með því að leggja fé í Vinnuheimilissjóð S.Í.B.S, Gef- ið minningargjafir um vini yð- ar í sjóðinn og hvetjið aðra til að gera hið sama. En þér', sem hafið sloppið við ástvinamissi og annað böl, sem berklaveikin veldur í næsta knérunn, verið þess minnugir, að enginn veit hvar berklarnir bera næst nið- ur; Leggið yðar skerf af mörk- um til þess að afstýra þeirri vá, sem stendur fyrir dyrum. Flestar þjóðir heims látá nú af höndum meginhluta tekna sinna og geymdán auð liðinna kynslóða í baráttu fyrir frelsi sínu og hugsjónum. í mannfórn- um hefir þjóð vor lagt fram drjúgan skerf. En hún hefir fengið meira fé milli handa en dæmi eru til, þegar aðrar þjóðir sjá á eftir dýrustu verðmætum sínum í hít manndrápa og eyði- leggingar. En hér er' einnig verk að vinna. Leggið fram yðar skerf, yðar herkostnao, en ekki til manndrápa og eyðileggingar. Leggið hann fram til þess að vinna á berklunum, til þess að vinna að verndun mannslíf- anna, aukinni heilbrigði, bjart- ara lífi á betri jörð. Blöð og útvarp hafa góðíús- lega lofað að veita íjárframlóg- um, hverju nafni sem þau nefn- ast, móttöku. En til hinna, sem ekki koma af sjálfsdáðum, verður farið í liðsbón og vér væntum þess, að enginn yðar láta sendimennina fara bónleiða til búðar. Miðstjórn S.Í.B S. Sniókeöjur fil sölii 900x18 i bnðinni Aastnrstrœti 1* (Gengid Inn frá Aðalstrœti). 1. desember 1842. Frh. af 4. siðu. stúdentum 1942 verður úr þess_ ari staðreynd sér tíl þroska. En ég veit líka hitt, að það er ekk- ert last að segja það um ær- inn hluta okkar stúdentanna 1922, að hinar miklu hugsjónir og hin miklu átök, sem voru að móta heiminn á námsárum okkar, þær fóru fyrir ofan höf- Uið okkar eins og farfuglasveim- ■amir, sem stundum fljúga hér í háa lofti yfir Reykjavík á björtum og kyrrum vornóttum, meðan bæjarfoúar sofa. Þær báru okkur engin boð, og við báðum þær engu að skila til heimsins frá okkur. Og dýpst séð er það ekki svona líf, í fá- tækum húsnæðislausum Há- skóla í einangruðum bæ, með stöðnuðu og afar fátæklegu and legu lífi, sem við eigum að kalla hamingjudaga stúdents- ins. Hamingjudaga stúdentsins byggða á sterku andlegu lífi og þrungna af örfandi námi þekkti ég í raun og veru ekki fyrr en í erlendri háskólaborg mörgum árum síðar, er ég hafði sagt af mér embætti og hafið nám að nýju. En þið, stúdentar ársins 1942, eruð börn hamingjunnar að því leyti, að lífið gefur ykkur tæki- færi á að verða virkir í stór- fenglegri menningar- og mjál- efnabaráttu í borg, þar sem straumur 'atburðanna geisar með öllum •sínum þunga, þegar á námsárum ykkar, og þó öllu fremjur 'hitt, að ykkur gefst í raun og veru ekkert undanfæri frá því, eða verðið minni menn ella. Og þetta gerir miklu betur en vega upp á móti öllu því, sem okkur féll í skaut. Þar með hefir lífið kjörið ykkur til þess, sem mest er um vert. til meiri á- byrgðar og stærra hlutskiptis. Lífið hafði kjörið okkur, stúdentana frá 1922, til þess göfuga hlutskiptis, að verða arf_. takar og miðlarar hinnar klass- isku mennin'gar í raunsæis,bún_ ingi 19. aldarinnar og með ó- Ijóst, alltof óljióst skyn á þörf- um og vanda hinnar tuttugustu. Við tókum viö þeirra menningu, sem átti vöggu sína í Hellás, fékk lögvit, stjórnsnilli og skipulagsgáfu Rómverja í tann- fé, sogaði í sig listaskyn og lífs. þrótt viðreisnartímabilsins, vann ný lönd í búmariismanum og 'skóp að lokum vélamenningu nútímans, vísindi hans og tækni. Við tókum það svo og trúum því enn, að í gegn um alla þessa opinberun mannlegs vits, snilli og 'þrautsegju liggi bein þróun- arlína, sem bendi friam til skipu legrar úrlausnar mannlegra vandamála og meina til sköp- 'Unar betra 'heims. En árið 1.922 var engum það ljóst, að sterk öfl voru þegar komin á hreyf- ingu, sem miðuðu að því að svíkja þetta aillt, skera á líftaug hinnar vestrænu menningar og skrúfa 'hjól tímans aftur á bak. Við þau öfl er barizt í dag. Lífið hefir ikjörið stúdentinn frá 1942 ekfei einungis til þes,s að verða arftaka og miðlara þessarar menningar, heldur og þess, sem er miklu tignara hlutskipti: að verða stríðandi hermaður á víg- vellinum, þar sem þessi menn- ing berst fyrir lífi sínu, þar sem leitazt er við að svíkja hina beinu þróunarlíriu, sem bendir til lausnair fyrir hinar æðstu vonir mlann'kynsins, það sem - hefir verið ávöxtur strits þess, arður fórna þess, lærdómur þjánin'ga “ þess, laun baráttu þess. Þess vegna skora ég á ykkur, stúdentana frá 1942, að ganga glaðir og reifir til fagnaðar og gera þag í vitund þess, að þið viljið verða árvakrir, dyggir og vel á verði. Bregðist drengilega við því kalli, sem lífið og at_ burðarásin hefir ' kjörið ykkur til, ag vera vakandi, nemandi, skynjarH^i, til þess að geta verið trúir varðveitendur hins mikla Divaotepp1 Fallegu og ódýru áklæð- in eru komin aftur. FJölbreytt úrval. Höfum einnig fengið Silklsokka og kjólaefm. VefiaðarySriTdfzlBi t Grettisgötu 7. arfs, trúir ávaxtarar fjársjóða þekkingarinnar og dugandi her- menn í barátturini fyrir menn_ ingu vestrænna þjóða, þjóðfé- lagslegu réttlæti, frjálslyndi, sahnleika, andlegu frelsi — Ég treysti yfekur fullkomlega til þess, af því að ég treysti þjóð- inni, sem alið hefir ykkur og mig, ’til alls góðs, og veit, að gifta mun hvorki bregðast yður né henni. Þess vegn,a sfeuluð einnig þér horfa hugdjarfir fram á við með okkur, sem ef til vill eigum það ekki eftir, að lifa það að stíga með ykkur yfir í betri veröld þessa 'heimis. En jafnvel þó að svo fari, þá getum við sagt með skáldinu: „en verður það þó ekki gaman, er sveitin að laridinu sóifaigrá i : snýr, þar sannleiki ríkir og fögnuður býr, °g syngur þar hósánna saman.“ ÍTALÍA. Frh. af 5. síðu. hrakin frá völdum. Mussolini og menn hans verði reknir frá og þeim verði náð áður en þeir sleppa til Þýzkalands. 3. Að hin nýja stjórn lýsi yfir styrjöld við Hitler. 4. Að Bandamenn fái til notk unar ítalskar hafnir við árásir á Þýzkaland. 5. Að ítalski herinn berjist undir stjóm hinnar nýju stjórn- ar og Bandamanna. 6. Og að ítalski herinn þurfi ekki að berjast nerna á heima- vígstöðvunum. Eg vona, að lesendur hafi ekki gleymt því, að höfúðvið- fangsefni okkar er að buga sið- ferðisstyrk þýzku þjóðarinnar. Það er því kominn tími til þess, að við ræðum við bandá*- menn okkar um það, hvernig við eigum að fá Itali til þess að rísa gegn fasistastjórninni og skilja við Þýzkaland. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. illa þekki ég listamennina ef þeir vilja ekki gjarnan þekkja bl i'a- mennina og geta deilt við þá og rifizt um allt milli himins og jarð- ar.“ „ÉG VONA að þú komir þess- ari hugmynd á’ framfæri. Ég er sannfærður um að hún á rétt á sér -—- og að ef svona knæpu væri komið upp, þá yrði hún til mikils góðs fyrir alla aðila.“ ÉG GERI ÞAÍE) HÉR MEÐ. Ég skal játa, að mér lízt vel á þetta óg hefi séð þörfina fyrir svona knæpu. — Ég vildi láta köma svona knæpu upp sem fyrst og hafa hana að innan í íslenzkum baðstofustíl, ekki ósvipaða bað- stofu iðnaðarmanna. Vill ekki ein- hver arkitekt gera það að gamhi sínu að teikna slíka knæpu? Hún þarf að fá húsnæði í Miðbænum og eltki er hægt að reisa hús, ,en húsaskipan yrði áð breyta. ANNARS ER ÉG ÓÁNÆGÐÚR með það, hvað langt er til næsta listamannaþirigí*. • '' •'' : '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.