Alþýðublaðið - 05.12.1942, Side 6

Alþýðublaðið - 05.12.1942, Side 6
Hitler hengdur fjarverandl Myndin sýnir hrúgu af járnarusli, sem safnað hefir verið á götu í borg einni í Ameríku. Þeir, sem söfnuðu ruslinu, hafa gert sér það til gamans, til að sýna hug sinn til Hitlers, að hengja hann, f8 honum fjarverandi þ. e. a. s. eftirlíkingu hans úr pappa, í snöru, sem fest er við einn götuljósstaurinn. Alpjðublaðið fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: Langarneshverf i: Laugarnesvegi 52 (verztunin Vitinn). Aasturbær: Hringbraut 61 (brauðbúðin). Laugavegi 139 (Verzl. Óisbyrgí). — 126 (vcitingastofan „Póló") — 72 (veitingastofan „Svalan"). — 63 (veitingastofan). — 61 (brauðbúð Alþýðubrauðgerðar- innar). — 45 (veitingastofa). — 34 (veitingastofa). — 12 (tóbaksverzlun). Hverfisgötul71‘ (verzlunin „Rangá“). i — 69 (veitingastofan). Týsgata 8 (Ávaxtabúðin). Bergstaðastræti 40 (matvöruverzlun). — 10 („Flöskubúðin"). Skólavörðustíg 3 B („Leifskaffi"). Vestorbær: Vesturgata 16 (veitingastofa). — 26 (Konfektgerðin „Fjóla“). — 45 (veitingastofan „West-End“). — 48 (veitingastofan). Bræðraborgarstígur 29 (brauðbúðin). Kaplaskjólsvcgur 1. (Vcrzl. Drífandi.) Hiðbær: Kolasund (tóbaksverzlun). firímstaðaholt: Fálkagatá 13 (brauðsðlubúð). , Sumarskýlin i Fossvogi. Svar til Wagnúsar V. Jóhannessonar. IGREIN í Alþýðublaðinu 29. nóv. s.l. gefur hr. Magnús V. Jóhannesson, húsnæðisráðu- nautur bæjarins, í skyn, að ég hafi í greinf, sem ég skrifaði í Þjóðviljann 20. nóv., verið að sverta ásigkomulag sumarskýla þeirra í Fossvogi, sem hann hefir ákveðið að taka skuli leigunámi til vetraríbúðar handa húsnæðislausu innanhér- aðsfólki. Vil ég í því sambandi taka fram, að í nefndri grein hefi ég bara sagt sannleikann og ekkert annað en sannleikann um það, að nefnd sumarskýli eru ekki hæf til íbúðar að vetr- arlagi. Við höfum viljað fá úr því skorið, hver hafi talið skýli þessi íbúðarhæf. Og þess vegna spurði ég varaformann húsa- leigunefndar að því, hvort okk- ur bæri að skilja úrskurð húsa- leigunefndar sem svo, að nefnd- in áliti skýlih íbúðarhæf að vetrarlagi. Hann svaraði: „Nei, alls ekki.“ Nú hefir hr. Magnús V. Jó- hannesson upplýst þetta í áður- hefndri'grein í Alþýðublaðinu á þennan hátt: „í Alþýðublaðinu í gær birt- ist grein með fyrirsögni-rmi:- „Hörð deila út af óleiguhæfu húsnæði“, en þar segir: „Orsök deilunnar er sú, að húsnæðis- ráðunauturinn krafðist þess á sínum tíma, að husaleigunefnd tæki leígunámi nokkra sumar- bústaði, sem hann taldi vera hæfa til íbúðar yfir vetrarmán- uðina,“ Þetta er ekki rétt hermt, eins og sjá má á éftirfarandi þréfi mínu tij húsaleigunefndar, iag- settu 21. okt. s.l.“ En í umræddu bréfi segir hann: erí ég tel að flestir þeirra muni reynast, íbúðarhæf- ir til vetrardvalar. Ég væpti þess, að húsaleigunefndin hefj- ist handa þegar í stað, svo hægt sé að, koma í húsnæði þeim, sem verst eru staddir," -Hér virðist hann ekki vera í miklum vafa um það, að skýlin séu íbúðarhæf, og ætlar nú „þegar í stað . . . að koma í hús- næði þeim, sem verst eru stadd- ir' í umsögn um bréfið segir hann: „Það ér ljóst í bréfinu, að ég hefi ekki látið upp néitt ákveð- ið álit á leiguhæfni bústað- anna. Ég get nú ekki betur séð en að hr. Magnús dæmi skýlin í- búðarhæf, enda sagði hann í viðtali við mig, að fólkið skyldi fara inn, ef það fengizt til þess. 1 símaviðtali, sem ég átti við hr. Magnús V. Jóhannesson áð- ur en nokkuð leigunám kom til greina, kvaðst hann 'hafa farið inneftir og skoðað skýlin, cg litist sér vel á þau. 1 þessu við- tali var hann að fala skýli mitt til leigu, en ég kvaðst hafa reynslu fyrir því, að það væri ekki íbúðarhæft, samanber grein mína í Þjóðviljanum. í áðurnefndri grein í Alþýðu- blaðinu segir hr. Magnús enn fremur og er nú heldur valds- hiannlegur:: .,. . . bráðabirgðalögin frá 29.. sept. s.l. segja að taka megi leigunámi til handa húsnæðrs- lausu fólki „sumarbústacli eða annað húsnæði í hágrenni hæj- arins, sem er eða gera má not- hæft til ihúðar“.“ Ef hr. Magnús hefði verið ná- kvæmur í verki sínu og lesið yfir úrskurð húsaleigunefndar, þá hefði hann séð að tilvitnuð lagagréin var ekki notuð í þessu tilfelli. •■J'ciiM, ry::;-: ■;»w . A«*-W«»I,|| II II. 11,11,. - Mér virð&t áð hinn fyrrver- andi verkalýðsléiötogi muni hafa tekið nokkuð miklum sinnaskiptum þar sem hann nú orðið rekur svo vel erindi aúð- mannana, að hann lætur ekki taka leigunámi sumarskýli þess eina auðnianns, er sumarskýli átti þarna í Fossvoginum. Það eina skýli, sem frágangsins vegna gat komið til mála að væri íbúðarhæft. Annars er hr. Magnúsi vork- unn að hafa ekki önnur og gagn- legri lög að fara eftir heldur en síðustu bráðabrigðalögin eru. Þau eru ekki nema máttlaust fálm viljalausra valdhafa, sem að því er mér virðist hugsa helzt um það, að skerða ekki forréttindi hinna ríku. Sé nú hr. Magnúsi eins mikið áhugamál að koma húsnæðis- láusu innanhéraðsfólki í hús- næði eins og hann vill láta okk- ur halda, hvers vegna notar hann þá ekki heimildina í bráðabirgðalögunum til þess að bera utanbæjarfólk úr íbúðum okkar Reykjavíkurbúa? Hann er með langan lista yfir utan- bæjarfólk, sem lögum sam- kvæmt hefir ekki leigurétt hér. Og þegar útburður er hafinn ætti hann að byrja á Nýlendu- götu 22, í húsi hr. Magnúsar V. Jóhannessonar, húsnæðisráðu. nautar Reykjavíkurbæjar. Reykjavík, 3. des. 1942. Hálfdan Eiríksson. Ný skógræktarstðð að Hvammi I Dalasýsln? TILLAGA til þingsályktun- ar um slcógræktarstöð í Hvammi í ÚÖlum, flutt p.f Jórv- asi Jónssyni,:í efri deild. Tillagan er svohljóðandi: „Efri deild alþingis skorar á ríkisstjórnina að gera, f sam- ráði við hiskup landsins og skógræktarstjóra, ráðstafanir til þess, þegar næst verða presta- skipti í Hnammi í Dölum, að þá vefði jörðin lögð undir skóg rækt ríkisins, í því skyni, að þar verði friðað allt land fyrir ágangi búfjár og látið verða vaxið skógi. Jafnframt verði í Hvammi plöntuuppeldi fyrir Dalasýslu/‘ í greinargerðinni segir: „Hvammur í Dölum er í senn sögufrægur staður og kunnur fyrir náttúrufegurð og veður- mildi. Mun vera þar ein hin beztu skilyrði til skógræktar vestan lands. Þegar séra Kjart- an Helgason var þar prestur, gerði hann tilraunir með að græða björk og barrviði, og sér þess enn merki. Má fullyrða, að ef hin skeifumyndaða land- eign Hvamms væri fullfriðuð, mundi hún á einum mannsaldri verða fullvaxin fögrum skógi. Mundu þar verða ágæt skilyrði fyrir gróðrarstöð handa Dala- mönnum. Tæplega er hugsan- legt, að skógrækt eflist í byggð- um landsins, ef ekki er upp- eldisstöð í hverri sýslu. Auk þess er nokkur nauðsyn að hlynna að þeim sögustað, þar sem Snorri Sturluson er í heim inn borinn. Þegar Hvammsland væri orðið samfellt skóglendi, mundi það vera heppilegur staður fyrir einhverja alþjóð- lega stárfsemi til eflingar and- legu lífi í landinu.“ Þðsnndtr vita, að ævilöng gæfa fylgic hringunum fxk , SIGURÞÓR Málverka- sýning Ninn TryQBvadöUar verður adeins opin pessa vikn i fiarðastræti 17. Hreinsam - pressnm. Fljóí aígreiðsla. Sækjum. Sendum. Listmálara Olíulitir, Léreft, Yatnslitir, Pappir. LaaflaveHl.4.’ Sími 1213]. ■ Sigurgeir Sigurjónssoa /v rhcéstaréttarmálaflutningsfnaduf Skrifsiofutimi 10-12 og 1^6. 'f .á’ ■ . ; ■' ' ' ■■■ Aðqlstraeti 3 Simi 1043 ■‘V' k. ' ■ • , ’ ' •' •' Kaapmn tnsbnr hæsta verðí. j Hósoagnaviunustofan Baldursgötn 30. ! ... y _ '~J' w i HANNES Á HORNINU : Frh. af 5. síðu. sem ekki komu í fyrri útgáfunni, en eru dreifðar um fyrstu árganga „Dýraverndarans“. og víðar. Raun- ar er það ekki skammarlaust, að sonar er sígild og verður sífellt að fullkomið ritsafn Þorgilsar skuli ekki gefið út. Og vel mætti endur- nýja ritsafn Gests Pálsonar. „í LJÓÐABÓKINNI „Nökkvar og ný skip“, sem út kom árið 1935, er kvæði um kött, sem byrjar þannig: Köttur úti í mýri mjálmaðu ekki hátt. Öll þín æfintýri eru saga af dýri. Svei þér, greyið grátt! Ég vil benda höfundi nefndrar Ijóðabókar á að lesa æfintýrið „Bondola Kasa“ eftir Þorstein Erl- ingsson.“ ÉG HEFI FENGIÐ upplýsingar um að Ragnar Jónsson bókaútgef- andi stendur í samningum um út- gáfu á verkum Þorgilsar Gjall- anda. Væri vel, ef samningar tækj- ust um útgáfuna, því að þó að eldri kynslóðin þekki ef til vill þennan snjalla rithöfund, þá er hann ókunnur ungu kynslóðinni ög þarf gð kynnast honuni.. • Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.