Alþýðublaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 7
7 Þriðjuáagtir 8. desember 1942. ALÞVÐUBLA0IÐ Bærinn í dag. | Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, — sími 2581. Næturvörður er í Laugavegs- Apóteki. 12.10 15.30 18.30 19.00 19.25 20.00 20.30 20.55 21.20 21.35 21.55 ÚTVARPIÐ: Hádegisútvarp, Miðdegisútvarp. Dönskukennsla, 1. fl. Enskukennsla, 2. fl. Þingfréttir. Fréttir. Erindi: Þáttur jöklanna í myndun landsins (Jóhannes Áskelsson. jarðfræðingur). Tónleikar Tónlistarskólans: Einleikur á fiðlu (Bjöm Ól- afsson): a) Romanza Anda- lusa eftir Sarasate. b) Slav- neskur dans í e-moll eftir D-vorsjak. c) Rondo í D-dúr eftir Schubert. (Undirleik annast Árni Kristjánsson). Ávarp um kennslueftirlit (Jakob Kristinsson fræðslu- málastjóri). Hljómplötur: Kirkjutónlist. Fréttir. Dagskrárlok. Til Strandarkirkju. Áheit frá S. J. kr. 2,00. Frá J. S. J. kr. 4,00. Tjarnarbíó sýnir í dag nýja mynd, .Há- spenna, — og er það fyrsta mynd- in, sem Marlene Dietric leikur í, eftir að hún kom til Ameríku. — Aukamynd er norsk fréttamynd (Alt for Norge) með norskum texta. Bridgekeppnin. Næstsíðasta umferð í Bridge- keppninni fer fram kl. 3 í kvöld í húsi V. R. í Vonarstræti 4. Kepp- ir þá sveit Sigurhj. Péturss. við sveit Einars Bjarnassonár, og sv. Bened. Jóhannss. við sveit Lúð- víks Bjarnasonar. Háskólafyrirlestur Sigurðar Guð- mundssonar um Bjarna Thorarensen. Næsti fyrirlestur verður fluttur miðv.- dag 9. des. kl. 6 í 1. kennslustofu háskólans. Ræðir fyrirlesarinn þá um Sæmund Hólm og kvæði Bj. Thorarensens eftir hann, ennfrem- ur um meginefnið í kveðskap Bjama og lífshugsjónir hans. Öll- um er heimill aðgangur. Ferðafélag íslands heldur skemmtifund 1 Oddfellow hpsinu í kvöld. Húsið opnað kl. 8.45. Þorst. Einarsson íþróttafull- trúi flytur erindi um Vestmanna- eyjar og sýnir skuggamyndir. — Danzað til kl. 1. Aðgöngumiðar eru seldir hjá Sigf. Eym. og ísafold. i fiaidiáliiiig. i } í Mfðstræti 3 A fást hand-\ j * ) ) máluð púoaborð, dúkax,) y s ^löberar, peysu-svuntur og) S j )slifsi. ') ) -S S J \ EfStiiféSðgi „4Sfa“ \ ^betldur sinin árlega bazar í\, ^G'-ðtepiplarahúsinu niðri á\ • RMtrgún, núðvikud. 9. des.^ W 2 e. h. J » . r ^ ^ AÍÍir velkomnir. \ s • V Fyrirlestrar fiorðals Usn Breiðfjðrð og Bófo Bjálaiar. JUhyglisverðnr samanburðnr. ly YRSTI j yrirlesturinn á vegum Dagsbrúnar var jluttur a j prófessor Sigurði Nor- dal í Tjarnarbíó á sunnudag. Hlustendur voYu um 300 manns. Prófessorinn drap nokkuð á æviatriði alþýðuskáldanna Sig- urðar Eiríkssonar Breiðfjörðs og Hjálmars Jónssonar frá Bólu, lýsti lyndiseinkunnum þeirra, lífskjörum og skáldskap. Taldi hann að einmitt á tíma- bilinu 1800—1880 hefði verið meiri aðstöðumunur menntaðra og ómenntaðra skálda frá bók- menntalegu sjónarmiði heldur en bæði fyrir og eftir þann tíma. Þjóðskáldin Bjarni Thoraren- sen og Jónas Hallgrímsson voru samtímamenn þessara alþýðu- skálda. En örlögin voru kald- hæðin. Þannig atvikaðist, að Hjálmar bar kala til Bjarna, sbr. Amtmannsvísur, en Jónas réðst hastarlega á Breiðfjörð með ritdómi um Tristansrímur í Fjöíni, eins og öllum er kunn- ugt. Þessi 4 þjóðskáld báru því eigi gæfu til að skilja hvert ann- að, lífskjör öll voru ólík, en andi þjóðlegrar skáldmenntar svip- aður, kraftur og kynngi hjá Bjarna og Hjálmari, lipurð og leikni hjá Breiðfjörð og Jónasi. Annars er þess ekki kostur að rekja erindið í stuttri blaðafrá- sögn, en á þeim tímum, sem nú eru, væri óskandi að alþýðu manna gæfist kostur á að hlýða á fleiri erindi slík um skáld ís- lenzku þjóðarinnar og bók- menntir. Það væri vekjandi og vænlegt til skilningsauka á ís- lenzkri menningu. Auk þess má verkja athygli á að ísl. alþýða ætti að sýna bókmennt og öðr- um listum þá rækt, er hún má, á sama tíma og einstakir póli- tískir afturhaldsmenn tregðast við að sýna þann skilning, sem sé samboðinn okkar menningu. — Félagslíf — Knattspymufélagið Víkingur. Handkniattleiksæfing karla í kvöld kl. 10. Hafnarfjarðarkirkja, messað á morgun kl. 2 sd., séra Garðar Þorsteinsson. Áheit á Hallgrímskirkju í Reykja- vík. Frá G. K., Akranesi, kr. 10,00. Frá S. J. kr. 2,00. Telpa Siápoi' 2 til 6 ára Verslnn TiFf SkóIavOrðDstfg 5. Slmi 1035 Amerísk kjólabíóm, \fegurri og glaasilegri en hér) ^hafa sézt áður, voru tekin^ (upp í dag í f jölbreyttu. úrvall. ( SEnnfremrtii kjólár óg úrval af S S.'._____________ S ymsum vorum. S Stjómin. ) PerlDbúðia, Vesturgötu 39. ; j Þegar Tímiau var stððvaðnr. Frh. af 2. síðu. blaðsins með nefndri grein, en hún var felld með jöfnum at- kvæðum. — Með. tillögunni greiddu atkvæði: Hermann, Ey- steinn, Guðbrandur og Skúli, en á móti Jónas og sambandsfor- stjórarnir þrír. Vigfús sat hjá, — en svo miklar æsingar urðu með mönnum út af þessu máli, að endingu var allt brennt, sem búið var af prenta af blað- inu, að blaðstjórninni við- staddri, nema hvað alltaf getur borizt frá prentsmiðju í rusli eitt og eitt skemmt eintak, sem kastað er meðan á .prentun stendur. Var síðan grein Jónasar tek- in út úr ,,formi“ blaðsins og í staðinn sett grein, sem þar er og heitir ,,PistIar að norðan“, og er undirrituð N. N. — Blaðið kom svo út þannig úr garði gert og var borið út síðari hluta laugar- dags og fyrri hluta sunnudags. Mönnum mun þykja þetta sæta nokkrum tíðindum og benda til þess að nokkuð muni, í öðrum málum, bera á milli formanns Framsóknarflokksins og annarra valdamikilla flokks- manna þar. Tveir rtstjórar dæmifir. Frh. á 7. síðu. því, skal sæta sektum, varð- haldi eða fangelsi, allt; að 3 ár- um. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ í dómsniðurstöðum og for- sendum í máli Sigfúsar segir, en það er. að mestu samhljóða í dómi Þórarins: ,,Um úrskurð þenna ritaði á- kærði, sem er ritstjóri og á- byrgðarmaður Þjóðviljans, í 77. tölublað nefnds blaðs, sem út kom 6. ágúst s.l. í fyrirsögn greinar þessarar segir orðrétt: „Forseti samein- aðs þings fellir rangan úrskurð um kosningu til efri deildar." Síðar í greininni segir orðrétt: „Þessi úrskurður forseta er ský- laust brot á þingsköpum.“ —- Ástæðan til þess að þetta hneyksli var íramið er sú, að með þessu móti fær Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn 8 menn í efri deild, og þar með stöðvunarvald, en annars hefðu þeir haft 7 samtals, Fram- sókn 7 og Sósíalistar 2, og þeir haft úrslitaatkvæði í deilum milli þessara aðilja.“ í þessum ummælum felst á- sökun á hendur forseta samein- aðs alþingis um það, að hann hafi fellt rangan úrskurð í því skyni, að skapa tilgreindum þingflokkum aðstöðu, sem þeir hefðu ekki haft annars. Þessi ummæli varða við 108. gr. hégningarlaganna og þykir refs- ing ákærða hæfilega ákveðin 500 kr. sekt til ríkissjóðs og komi varðhald í 20 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Akærði greiði allan kostnað sakatinnar, þar rneð talin máls- varnalaun skipaðs verjanda síns hér fyrir réttinum, hrm. Egils Sigurgeirssonar, kr. 250. Rekstur málsins hefir verið vítalaus." BÍLAEINKASALAN. Frh. af 2. síðu. ur sem hann vildi nú vera láta. Það væri furðulegt, að ráðherr- ann skyldi ekki hafa orðið því feginn, að fá tækifæri til að losna úr því feni, sem hann hefði hætt sér út í. Urðu nokkur frekari orða- skipti milli Sigurðar og Möllers, en að þeim loknum var málinu :• vísað til 2. umræðu og f járhags- nefndar nr. íð 18 samhljóða at- kvæð'; -x. Okkar injnilegustu þaikkir vottum við ölluim, nær og f jær, sem hafa sýnt okkur samúð við fráfail okkar hjarfckæra SIGFÚSAIl INGVARS KOLBEINSSONAR, skipstjóra, Eiginkona, dóttir, foreldrár og systkini. ÞURÍÐUR G. ÞÓRÐARDÓTTIR, Brekkuholti við Bi'æðraborgarstíg, andaðist í Landakotsspítala 6. desetmiher 1942. Fyrir hönd barna hennar og systkina. Valdimar Þórðarson. Hér með tilkynnist, að ÓIiÖF GUNNARSDÓTTIR andaðist 7. desember á St. Jósefs spítala í Hafnarfirði. Júlíana Jónsóttir. Jens Jónsson. Framhald almennra bólnsetnlnga. Haldið verður áfrani almennri bólusetningu næst- komandi miðvikudag, 9. desember, í Templarasundi 3 (Ungbarnaverndin). Ofangreindan dag kl. 9—11 árdegis verða bólusett börn þau úr Vesturbænum að Tjöminni og Lækjar- götu, sem skyld eru til bólusetningar, en ekki hafa enn mætt. Sama dag kl. 13,30—15 verða bólusett börn af svæð- inu austan ofangreindra takmarka að Klapparstíg, Skólavörðustíg, Eiríksgötu og þess hluta Barónsstígs, sem er milli Eiríksgötu og Laufásvegar, og enn ekki liafa verið bólusett. Sama dag kl. 15,30—17 böm austan þessara ták- marka. Föstudaginn 11. desember verða bólusett börn úr Skildinganess-skólahverfi í Barnaskólanum við Smyr- ilsveg. Kl. 13,30—15 skal færa þangað börn af Gríms- staðaholti suður að Þormóðsstaðaveg. Iö. 15,30—17 böm sunnan þessara takmarka. Skyldug til frumbólusetningar eru öll börn fullra tveggja ára, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Skyldug til endurbólusetningar eru öll börn, sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða eldri, ef þau ekki eftir að þau voru fullra 8 ára, hafa haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Bóluskoðun fer fram viku síðai á sömu stöðum og sömu tímum dagsins- Héraðslæknirinn í Reykjavík, 7. desember 1942 # Magnús Pétursson. í „Dettifoss U fer vestur og uorður seinni part þessarar viku. Viðkomustaðir: Pat.eks- fjörður, ísafjörður, Siglu- fjörður. Akureyri og Húsa vík. Vörur tilkynnist i dag. Listmálara Oííulitir, Léreft, Vatnslitir, Pappír. ISÐBavegl 4. Simi 2131. AUGLÝSID í Alþýðublaðiit •<% Hreingferningar. Sívú 3203 frá kL " —7 e. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.