Alþýðublaðið - 09.12.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. desember 194ÍL fU(n|$nbldttð ttsefandl: Alþýðuflobkurinn. Kltstjórk Stefán Pjetarsson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjórnar: 4001 og 4902. Sixnar afgreiðBlu: 4900 og 4906. Verð í lausaaölu 40 aura. A Iþýðuprentsmiðj an hi!. Eltir fiðræður ðtta manoa nefudsrlnnar ÞÓ AÐ átta manna nefndin svokallaða hafi nú hætt atörfum án þess að nokkur já- kvæður árangur næðist með fundahöldum hennar, þá væri f>að vitanlega algerlega rangt að leggja þá staðreynd þannig út, eins og ®umir virðajst vilja gera, að þar með sé loku fyrir það skotið, að samstarf náist milli nokkurra flokka um srtjórn landsins, eða að unnt sé yfirleitt að mynda nokkra þing- ræðisstjórn. Því að það hlut- verk, sem átta manna nefndir.ni var upp á lagt, var ekki að ganga úr skugga um það, hvort faægt væri að mynda samstjórn einhverra flokka eða þingræð- isstjórn yfirleitt, — heldur, favort hægt væri að mynda samstjórn allra þingflokkanna. Og það, sem fundahöld hennar hafa leitt í ljós, er aðeins þetta: að fyrir slíkri stjóm, stjórn, sem allir flokkar þingsins stæðu að <fg ættu fulltrúa í, er enginn grundvöllur finnanlegur, að #vo stöddu. * Það má sjálfsagt með sanni. segja, að allt of löngum tíma iiafi verið eytt í viðræður átta manna nefndarinnar um mögu- íeikana á samstjórn allra flokka, og það því fremur, sem állir flokkar virðast mjög snemma hafa verið orðnir þess fullvissir, að úr slíkri stjómar- myndun myndi ekkert verða. En með því, að viðræðum henn- ar hefir nú loksins verið hætt, setti að mega vænta þess, að til- raunir til stjórnarmyndunar á ^itthvað raunhæfari gmndvelli jgætu farið að hefjast og geng- ro sæmilega greiðlega. Fyrir fram, eða að óreyndu, er að minnsta kosti engin ástæða til að ætla, að ekki megi takast að mynda hér þingræðisstjórn, þó sið grundvöllur fyndist ekki fyrir fjögurra flokka stjórn. í því sambandi er rétt að ‘benda enn einu sinni á það, að þrír flokkar þingsins, Alþýðu- ilokkurmn, Framsóknarflokk- urinn og Kommúnistaflokkur- ínn, hafa nýlega lagt fram til- lögur um lausn alvarlegustu vandamálanna, sem em svo líkar, að furðanlegt mætti telj ast, ef ekki næðist samkomu- íag milli þessara flokka um stjórnarmyndun, svo fremi að liugur fylgi máli hjá þeim. Að vísu stóð Alþýðuflokkurinn einn með þessar tillögur við al- þingiskosningarnar í haust; það var ekki fyrr en eftir þær, að Framsóknarflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn tóku þær upp og gáfu þær einnig út Sem sína stefnuskrá. En að ó- reyndu virðist engin ástæða til að efast um að hugúr fylgi máli einnig hjá þessum flokkuni, svo alvarlegt sem ástandið er nú orð íð af völdum verðbólgunnar og dýrtíðarinnar og svo aðkallandi sem það er orðið, að til rót- tækra ráðstafana verði gripið, áður en allt er komið í öngþveiti Það er að minnsta kostí. rétt, að það ikomi greinilega fram, Merkileg bók: Um lif og svaðilfarir gðmlu landpóstanna —... ♦ -- Þýðirigamiklum þætti úr sögu okkar bjargað frá gleymsku á siðustu stundu Úr sögu landpóstanna. .. T NNAN NOKKURRA DAGA 1 kemur á bókaimjarkaðinn ötórmerkilegt rit í tveim bind- um er nefnist Söguþættir land- póstanna. Safnað hefir og búið undir prentun Helgi Valtýsson rithöfundur. Ritið er í stóru broti og um 800 blaðsíður með fjölda mynda, sem fáir hafa vitað að til væru. Eins og naínið bendir til fjallar ritið um ferðasögur land bóstanna gömlu, svaðilfarir Iþeirra og mannraunir. Kennir þar margra grasa, eins og að líkindum lætur, því margt hefir á daga gömlu póstanna drifið. Verður hressandi að fá hetju- sagnir þessar og mun hin unga kynslóð vonandi finna hér kjark og uppörfun til dáða, því landpóstarnir gömlu voru harð- gerðir karlar, sem kveinkuðu sér hvorki né kviðu, þó um þrotlausa baráttu væri að ræða við hríðar og harðviðri á óra- langri öræfanótt á fjöllum uppi. Einnig er í riti þessu tveir kaflar mjög merkilegir og fróð- legir. Ritar fræðimaðurinn Vig- fús Guðmundsson annan þeirra er nefnist „Ágrip af sögu póst- málanna“, en hinn kaflinn nefn'- ist „Lítið brot úr sögu landpóst- anna“ og' er eftir Kristleif Þor- steinsson bónda á Stóra-Kroppi, en eins og kunnugt er hefir Kristleifur dvalið allan sinn aldur í Borgarfjarðarhéraði og því alllengi í þjóðleið pósta og var þeim nákunnugur. í kafla sínum segir Kristleifur m. a.: „Þótt saga landpóstanna ís- lenzku hefjist ekki fyrr en á síðastliðinni öld, þá er hún orð- in merkilegur þáttur úr þjóðlífi hér á landi, sem er þess fylli- lega verður að færast í letur. Það eru vetrarferðimar yfir landið þvert og endilangt, sem verða póstunum oft þungar í skauti, því að naumast mun sú póstleið hafa verið til, að ekki gæti verið þar um fleiri eða færri torfærur að ræða. Tæþ vöð, sundvötn, jökulhlauþ og veglausar heiðar, allt var þetta á leiðum póstanna. Við þessar vegleysur höfðu íslendingar bú- ið frá fyrstu tíð, og var þeim í blóð borin óvenju mikil þraut- seigja að glíma við hættumar í ýmsum myndum. Hugrekki í vatnsföllum og ratvísi á heið- um uppi gekk sem arfur frá einni kynslóð til annarrar. Á þessari gáfu þurftu póstarnir að halda öllum mönnum frem- ur. Þeir vom undir stjóm, sem \ ð að skipuleggja allt þeirra fei \lag, frá því upp var lagt, þar I ferðin var á enda. Hér var þ, ' ekki að tala um bíða byrjar, eins og óháðir ferða- menn leyfðu sér, þegar þeim bauð svo við að horfa. Það var því ekki heiglum hent, að vera póstur hér á landi, meðan hvorki voru brýr á ám né rudd- ir og varðaðir vegir. Póstar þurftu því að hafa marga kosti, til þess að vera fyllilega vaxnir þessu ábyrgðarmikla starfi. Þeir þurftu að vera fyrirhyggju samir með val og meðferð hesta, ratvísir, hraustbyggðir og drengskaparmenn í öllum viðskiptum. Þegar póstar blésu í lúður sinn að kvöldi dags í námunda borðum og snemmslegið, þurrt við fyrirhugaða náttstaði, var venja að hafa allt á reiðum höndum á bænum, sem menn og hestar þörfnuðust, mat á og angandi hey á rúmgóðum jötum. En til þess að eiga vísan aðgang að slíkum heygæðum og öðiu því, sem póstar þörfnuð- ust á ferðum sínum, urðu það vissir bæir, þar sem þeir völdu sér náttstaði . . . Oft var nokk- uð af ferðafólki í fylgd með póstunum. Var því ekki fyrir smábændur að húsa þá í vetr- arharðindum, þegar fé og hest- ar voru við innstöðugjöf. Samt þóttu póstarnir ætíð góðir gest- ir og eftirþráðir, því að með þeim barust nýjungar, sem þeir höfðu einir yfir að ráða á þeim árum, þótt nú sé útvarp og sími fyrir löngu búið að rýra þá gleði og eftirvæntingu, sem áð- ur fylgdi komu þeirra í strjál- býli sveitanna. Rétt eftir það, að skipulagðar póstferðir hóf- ust mánaðarlega frá Reykjavík um Borgarfjörð og þaðan norð- ur og vestur, sagði einn gáfað- ur fréttavinur við mig, að nú teldi hann stórhátíðimar fleiri en áður, því að nú væri póst- komuhátíðir komnar þar til viðbótar. . . . Hestum sínum gáfu þeir fjórúm sinnum yfir nóttina og völdu sjálfir það, sem bezt var til af heyjum, helzt hvað með öðru, úthey og töðu, hvort tveegja laufgræn, ef til var. Sjálfir vildu þeir líka hafa mat sinn og engar refjar, og þurftu þess með. En mjög fór það eftir skapgerð þessara manna, á hvern hátt þeir létu skilja þarf- Jón póstur í Galtarholti að leggja af stað í póstferð ásamt sam_ ferðafólki. ir sínar. Flestir póstar voru hin- ir mestu grjótpálar, sem brut- ust næstum yfir hvað sem var og létu engar torfærur hindra ferð sína, en til þess að slíkt gæti gengið, þurftu hestar j þeirra að vera úrvalsgripir, j helzt marg-aldir, Það kom því sjaldnar fyrir en vænta mátti, að ferðaáætlanir landpóstanna röskuðust til muna, enda þoldu sumir þeirra illa að beygja sig fyrr en í fulla hnefana . . . I ... Það hefir sagt mér Pálína Pétursdóttir frá Grund, skilrík i kona og gáfuð, að sér væri í barnsminni, er póstur einn, ekki af þeim merkari, hefði taf- izt þar á Grund x vatnavöxtum : og foraðsveðri. Kom hann inn, er hann hafði litið til veðurs, og segir: „Það rignir ekki ein- ungis eldi og brennisteini, held- I ur rignir nú líka fjandanum [ sjálfum í flygsum!“ — Á i Grund, sem var siðgæðisheim- ! ili, þelcktist þá ekki veðurlýs- ing af þessu tagi, og festist það því í minni bama. En skyldu- hvaða hugulr fylgix máli hjá Framsóknarmönnum og komm. únistum. Og úr því fæst varla skorig nerna með sameiginleg- um viðræðum þessara þriggja flokka uim stjómxarmyndun. * En jafnvel þótt það kæmi í Ijós við slíkar viðræður, að ekki væri hægt að mynda „þriggja flokka vinstri stjórn", eins og talað hefir verið um í sambandi við þennan miöguleika, þá er enn óreynt, hvort Sjálfstæðis. flokkurinn og Framsóknar_ flokkurinn geta ekki komið sér saman um tveggja flokka hægri stjóm. Óhugsanleg virðist hún engan veginn vera, ef litið^ er á, hve örstutt er síðan, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn voru saman í atjórn,! seim einmiiHt byggðist á sameiginlegri afstöðu þedrra tíl dýrtíðarmálanna. Hitt er flvo annað mál, hvaða raxmverulegur vinstri flokkur í landinu vildi taka á sig þá ábyrgð, að kaila slíka stjórn yfir hinar vinnandi stéttir á ný. En úr því ætti að fást skor_ ið við væntanlegar viðræður um þriggja flokka vinstri stjórn. * Það er í' öllu faJIi fleiri en einn möguleiki enn til þess að mynda iþingræðisstjóm. Og þar fyrir utan er það alveg ó- reynt mál, hvort þingið myndi ekki eira minnihlutastjóm eins flofcks, ef allt annað brfgðist. Meðan svo er, er að mirmsta kosti engin ástæða til þess að vera að tala um óábyrga em_ bættismannastjóm, utan þings, enda lítt sjáanlegt, hvaða mögu leika hún ætti frekar að hafa á því, að leiða þjóðina út úr ógöngunum. en stjóm, sem naynduð væri innan 'þings og bæri ábyrgð fyrir því. rækni póstsins hefir að Ixkind— um verið ástæðan fyrir þeirri sáru gi-emju, sem þessi gróf- gerða veðurlýsing var sprottiis af . . . í lokaspjalli bókarinnar er ráðgátan leyst hvemig bók þessi hefir orðið til, og einnig; upplýst, að seinna hefði ekki mátt hefjast handa um aff bjarga þessum þætti úr þjóð- lífi Islendinga. Þar segir svo: „Það var á miðju sumri 1987, að formaður útgáfufélagsin* Norðri á Akureyri fór þess k leit við mig, að ég safnaði sam_ an frásögnum um ferðir land- póstanna gömlu. — Fór mér líkt og Þorsteini forvitna, að ég mun hafa spurt, hvert leita skyldi hinna gullnu skefta end_ urminninganna um hina gömlu pósta. Mun svarið hafa verift áþekkt svari Haralds konxxngs: Þú verðr sjálfr frá því að segja^ hvað þér þykkir líklegast. — — Mundi mikill hluti safn« þessa 'hafa glatast með öllti^ hefði eigi verið hafist hand*; Frh. á 6. síðu. ALÞÝÐUFLOKKSBLAÐIÐ Alþýðumaðurinn, á Akur ! eyri birti athyglisverða grein 1. dés. s. I., sem heitir „Hvað er í vændum,“ og er þar rædd af_ staða allra stjórnmálaflokkanna j til vandamála yfirstandandi tíma Þar segir m. a.: j „Stærsta ólán íslenzku þjöðar- i innar í þessari heimsstyrjöld er j ekki að hafa verið hernumin um stundarsakir, þótt allir sánnir ís- lendingar harmi, að svo þyrfti að fara. Þyngsta ógæfan var, að stærsta þingflokkinn brast þá ! manndóm og víðsýni til að taka ný og óvænt viðhorf réttum tök- um. Flokkshagsmunir, raunveru- legir og ímyndaðir, og valdafíkn blinduðu svo mjög augu hans, að hann framdi þau afglöp og mistök, sem aldrei munu bætt, þótt nokk- uð megi enn draga xir afleiðingum þeirra, ef þegar væri unninn bráð- ur bugur að. Næst stærsti þingflokkurinn, sem þá var, einblíndi stjarfur á ný og óvænt tækifæri gæðinga sinna til geysilegrar auölegðar, og kommúnistar hófu æðisgenginn línudans og ótrúlegustu trúðlistir við að fara í gegnum sjálfa sig. Eini flokkurinn, sem sýndi þeg- ar í stað manndóm og festu gagn- vart hinum nýju viðhorfum, var Alþýðuflokkurinn. Honum var þeg ar ljóst, að þjóðinni var nauðsyn, að bandamenn ynnu stríðið og hann trúði því, að þeir mundu sigra. Takið eftir því, að hann var eini flokkurinn, sem var viss um, að þessi sjónarmið væru ein rétt. Frá þessum sjónarhól gat han* bent á og benti á markmið, sens bar yfir líðandi stund og stefn# þurfti að og hann benti einnlg k leiðirnar, sem einar væru færar. Aldrei hefir Framsóknarflokk*- um og Sjálfstæðisflokknum legið eins á stuðningi Alþýðuflokksins til að reka sómasamlega pólitík og aldrei hefir þeim brugðist eins áffi þekkja sinn vitjunartíma. *t Allar línur eru enn óskýrar. Kommúnistar tala og láta mikið, en þeir hafa enn ekkert sýnt, er geri þá verðuga þees að kall* Rússa félaga sína. Nú er þeirra ör- lagastund. Ætla þeir sem hingað til að vera aðeins í orði, eða ætl* þeir nú að verða á borði? Og hvað líður Framsóknar- flokknum? Hefir honum loks skil- ist glöp sín og villa, hefir haa& reki, sig nóg á? • * Vill Sjálfstæðisflokkurinn skip® sér hér í sveit, vill hann gefa upp stríðsgróða gæðinga sinna og hefj* drengilega samvinnu sem hefir heill allra en ekki sumra a8 marki?“' Greininni lýkur svo: „Svörin bíða ennþá. En veri® viðbúin, þau er á næstu grösuni. Og munið það alltaf, að AI- þýðuflokkurinn einn var aldreí tvíráður í stefnu sinni. Hann hefir aldrei þreytst á að benda á einu færu leiðirnar. Haiuk. hefir ekki gleymt allra heill £ þessu stríði".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.