Alþýðublaðið - 11.12.1942, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1942, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur II.. desember 1942, Úigebndl: Atþýðaflokkurinn. BUstjórh Stefáa Pjetursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við verfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasöiu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Vilja þeir ekki vinstri stjórn ? ÞEGAR átta manna nefndin hætti störfum án þess að nokkur jákvæður árangur hefði náðst af tilraunum hennar til að mynda fjögurra flokka stjórn, var á það bent hér í blaðinu — ekki hvað sízt með tilliti til þeirra bollalegginga, sem þá þegar voru komnar upp um skipun embættismanna- stjórnar utan þings og án á- byrgðar fyrir því — að enn væri á engan hátt úr því skor- ið, hvort ekki mætti takast að mynda þingræðisstjórn, þó á jþrengri igrundvelli yrði, en um var talað í átta manna nefndinni. En það lá að vísu þá þegar í augum uppi, að það gæti því aðeins tekizt, að ein- hverjir tveir eða þrír flokkar væru raunverulega reiðubúnir til þess að mynda stjóm og meirihluti þingsins gerði ekki beinlínis leik að því, að gera þingið ómyndugt, með því að skjóta sér undan allri ábyrgð og framkalla á þann hátt skip- un utan þings stjórnar. í þessu sambandi var hér í blaðinu sérstaklega bent á, að |>rír flokfcar, Alþýðuflokkurkin Framisóknarfl. og Kommúnista- flokkuxinn, hefðu nýlega lagt fram róttækar tillögur um lausn mestu vandamálanna af völdum dýrtíðarinnar, sem væru í öllum vérulegum atrið- um svo svipaðar, að furðulegt mætti teljast, ef þessir tþrír flokkar gætu ekki komið sér saman um myndun vinstri- stjómar á slikum, grundvelli! En að sjálfsögðu gekk blaðið iþá út frá því, að hinar ný fram komnu tillögur þessara flokka 'væru eitthvað meira en orðin tóm, að á bak við þær væri ekki sú fyrirætlun, að blekkja þjóð- ina, heldur ákveðinn vilji til þess, að itaka ábyrgð á stjórn til að framkvæma þær, til að stöðva dýrtíðarflóðið og afstýra því hruni, sem nú vofir yfir þjóðinni af þess völdum. * Alþýðublaðið telur það því ekki nema í aRa staði eðlilegt, að ríkisstj. snúi sér til einhvers eða jafnvel allra þessara flokka eftir röð, og þá að sjálfsögðu fyrst til hinna fjölmennari, til þess að leita að manni, sem lík- legur væri til þass að ger,a til- raun til .þess að mynda þriggja flokka vinstri stjórn. Er og frá því skýrt í fréttum á öðrum stað í blaðinu í dag, að hann hafi nú snúið sér til Haralds Guðmundssonar á þessu skyni, og fer þá varla hjá því, að hann hafi áður verið þúinn að snúa sér til manna í Framsóknar- flokknum og Komimúnista- flokknum aneð sömu tilmælum, þó að hvergi hafi neitt komið fram opinberlega um það enn. En sé svo, sem varla er ’hægt um að efast, þar sem báðir þessir flokkar eru fjöhnennard á þingi en Alþýðuflokkurinn, þá verður ekki annað ráðið af til- mælum rókisstjóra til Haralds Guðmiuiniclssoitíiar, en að menn í FramsóknarfLokknum og Kommúnistaflokknum, sem hann hefir snúið sér til, hafi neitað að gera tilraun tii stjóm- armyndunar, og- mieira að segja neitað iþví án þess að gera minnstu tilraun til þess að at- huga möguleika á myndun vinstri stjómar. í öllu falU hafa þeir etfcki leitað til Alþýðuf lokks- ins í því skyni. Það fer ekki hjá því, að slík afstaða Framsóknarflokksins og- Kommlúnistaflokksins hljóti að vekja stórkostlega undrun manna um allt land, ekki sízt þeirra, sem vilja virkilega vinstri stjóm í landinu og hafa trúað því, að að henni væri stefnt af þessum flokkum. Eða hafa þeir ekld háðir krafizt þess í blöðum sínum undanfarið, að slík stjóm yrði miynduð? Og hafa þeir ekki báðir lagt fram róttækar tiilögur um lausn dýr- tíðarvandamálanna, sem eru í aðalatriðum þær sömu og Al- þýðuflokkurinn var áður búinn að leggja fram? Hafa þeir virki- lega lagt slíkar tillögur fram bara í hlekkinga skyni? Eða hvemig hugsa þeir sér, að þær verði framlkvæmdar, ef þeir eru ekki einu sinni reiðubúnir til þess að gera tilraun til stjórn- armyndunará grundvelli þeirra? Telja þeir það virkilega ekki meira' aðkallandi en svo, að gera einhverjar alvarlegar ráðstafan- ir til að stöðva dýrtíðarflóðið? Eða ætla þeir vitandi vits að halda að sér höndum þar til íhrunið er komið? Þannig mun þjóðin spyrja í dag. * Um tilmæli ríkisstjóra til Haralds Guðmundssonar um að gera tilraun til stjórnarmynd- unar, er hins vegar það að segja, að það er að vísu ekki mikil von til þess, að Haraldi Guðmunds- syni, sem hefir fámennasta flokk þingsins að baki sér, tak- ist það, sem forystumenn úr Framsóknarflokknum og Komm únistaflokknum hafa neitað að beita sér fyrir. En þrátt fyrir það telur Alþýðuflökkur- inn tímana svo alvarlega, nauð- syn róttækra ráðstafana gegn dýrtíðinni svo aðkallandi og svo mikið undir !því komið fyrir lýðræði og þingræði í ilandinu, að 'það takist, að mynda þing- ræðissitjóm, að hann hefir ekki skorazit undan því, að gera til- ra-un til stjórnanmyndnar, held- ur beðið nm frest til þess að at- huga iþá möguleika, sem iþrátt fyrir allt kynnu enn að vera á myndun þriggja flofeka vinstristjómar, áður en Haraldur Guðmundsson gefur rikisstjóra sitt fullnaðarsvar.. Þess er því að vænta, að ur því fáist iað minnsta kosti skor- ið, hvort það er virkilega mein- ing Framsóknarflokksins og Kommiúnistaflo'kksins, að koma í veg fyrir myndun vinstri stjórnar í landinu eftir allt það, sem búið er að skrifa og tala um nauðsyn hennar til þess að stöðva dýrtíðarflóðið og tryggja þær kjarabætur, sem hið vinn- andi fólk hefir fengið — hvort það er virkilega meining þeirra, að kalla yfir þjóðina nýja aftur- hal'dsstjórn eða emhættismanna- stjóm, starfandi án ábyrgðar fyrir alþingi. Alþýðuflokkurinn vill ekki vera með til þess. Hann vill að minnsta kosti sýna sinn góða og áfcveðna vilja til iþess að bjarga áliti þingsins og ráða fram úr vandamálunum. — Félagslif — i itúsi félagslm kl. 8-9 i kiðld. - Kjir iélagar lðU iaarita sig kjð glininteimar- aiM. Stjérsin. Andvaraleysi Djóðvínafélagsins. ÞJÓÐVINAFÉLAGSBÆK- UR þessa árs eru nýlega komnar út og verður tímarits- ins, Andvara, lítilsháttar getið að þessu sinni, en Bréf Steph- ans G. og Almanakið látið bíða betri tíma. Tímaritið hefst á hlýlegri minningargrein, eftir Jón Sig- urðsson á Reynistað, um Magn- ús heitinn Guðmundsson ráð- herra, vinsælan stjórnmála- mann. Er þar rakin ætt Magn- úsar og getið námsferils hans, embætta og starfa. Þá er grein um manneldis- rannsóknir, þörf og fróðleg rit- gerð eftir ungan og efnilegan lækni, dr. Júlíus Sigurjónsson. Ólaíur Sigurðsson á Hellulandi ritar grein um skipulag sveita- býla, ágæta hugvekju. Lengsta greinin í tímaritinu er eftir Jónas Jónsson og er um sjálfstæðismál íslendinga frá 1830—1942, eða frá dögum Baldvins Einarssonar íram á núlíðandi ár. Auðvitað eru að- eins höfuðatriðin rakin- í þessu umfangsmikla máli og er fyrri- hluti greinarinnar hlutlaust ritaður, en þegar kemur fram á þá daga, er höfundur fer sjálfur að taka þátt í að skapa sögu íslands, fer frásögnin að verða lítils háttar lituð, enda er hinn ágæti málari, Jónas Jónsson, þekktur að því að kunna að blanda liti, ef hann þarf að fá vissa áferð. Seinni hluti greinarinnar er heinn og óbeinn áróður, ef til vill ekki fyrst og fremst fyrir flokk hans, heldur fyrir hann sjálfan. Hefði sá hluti greinar- innar vel getað birst í flokks- blaði höfundarins sem áróðurs- grein,, en sem fræðileg grein er hún ekki mikils virði, enda hefir henni sennilega ekki ver- ið ætlað að vera það. Virðist raunar svo, sem greinin hafi upphaflega verið rituð sem blaðagrein, en ekki fengið húsa skjól í kjallaraplássi Tímans fyrir ráðríki húsfreyjunnar á Framsóknarheimilinu, Herm. Jónassonar. Smávegis flýtisvillur eru í greininni og óhákvæmni. Höf. segir á bls. 42: „Skilnaður Nor- egs og Danmerkur 1905 hafði aftur á móti djúp áhrif á hugi lslendinga.“ Þetta virðist ekki vera prentvilla, því að sama villan gengur aftur á bls. 58: „Norska þjóðin hafði fullkom- lega yfirunnið þessar veilur í skapgerð sinni 1905.“ Auðvitað veit Jónas Jónsson, að skilnað- ur Noregs og Danmerkur fór fram árið 1814, en það sem virðist villa hann er skilnaður Noregs og Svíþjóðar, sem fór fram 1905. Þetta er því aðeins meinloka, sem hann hefir verið haldinn af snöggvast, eins og alla getur hent, en sannar þó þá grundvallarreglu, sem allir fræðimenn ættu að temja sér: að treysta aldrei minni. Til þess eru heimildir, að flett sé upp í þeim. Þá er höfundur greinarinnar ekki enn þá búinn að gleyma orðuná, sem Stauning er sagður hafa látið falla við dönsk blöð, er hann kom heim eftir síðustu Islandsferð sína árið 1939, að „það væri ekki nema einn maður á öllu landinu, sem vildi í alvöru, að þjóðin fengi fullt frelsi,“ og var það auðvitað Jónas Jónsson. Orð Staunings munu nú ekki hafa fallið á þennan hátt, held ur mun þetta vera „lausleg þýðing“ greinarhöfundar. — Stauning mun hafa orðið þess var í síðustu íslandsför sinni, að ekki var laust við, að Jón- as Jónsson hefði lítilsháttar hneigð til þess að nota sjálf- stæðismálið til framdráttar flokki sínum og ekki örgrannt um, að hann vildi jafnframt slá sjálfan sig til riddara um leið á sama máli. Ummælin benda því til þessa, og enda þótt. Jón- as hafi ekki fullkomlega skilið, eða viljað skilja, Stauning, hef- ir Stauning verið furðu fljót- ur að átta sig á Jónasi. Lítilsháttar ónákvæmni er á bls. 51. Greinarhöf. segir, að ráðuneytið hafi, árið 1940, verið „úr öllum flokkum.“ Eins og kunnugt er, stóð Sósíalista- flokkurinn utan þjóðstjórnar- innar, en hann átti þá þrjá menn á þingi. Ef til vill hefir greinarhöfundur ,,gleymt“ þessu viljandi, en í grein, sem á að vera fræðileg, verður að meta staðreyndir meira en eig- in geðþótta eða duttlunga. Hins vegar hefir greinarhöf- undur þarna verið samkvæmur hinni gullnu lífsreglu sinni, að „hirða ekki um að vera svo ná- kvæmur.“ Loks telur greinarhöfundur það bera vott um, að Reykja- víkurstúdentar séu að snúast á svéif með Dönum, að tjaldbúð ein í listigarðinum í Reykjavík í sumar leið var nefnd Tivoli. 1 fyrsta lagi er Tivoli alls ekki danskt fyrirbrigði upphaflega, heldur rómverskt, svo að segja mætti, að það væri orðið klass- iskt. Hins vegár var þetta ekki annað en meinlaus auglýsinga- (brella,, igersneydd aUri pólitískri þýðingu, gerð í því skyni að lokka fé út úr stríðsgróðamönn- um, svo og fleirum, í þarfir góðs málefnis. Þá hefði grein- arhöfundur mátt vera minnug- ur þess, að önnur tjialdbúð í sama listigarði bar hið virðu- lega nafn Blýhólkurinn, og neitar engiinn,. og. sízit Jónas Jónsson, að hann muni vera al- íslenzkt fyrirbrigði. Enda. þótt grein þessi sé vel og skilmerkilega rituð um mál og framsetningu, svo sem við var að búast af jafn þaulvönum blaðamanni og Jónasi Jónssyni, virðist gæta nokkurs andvara- leysis hjá stjórn Þjóðvinafé- lagsins að birta hana í tímariti sínu, sakir hins persónulega á- róðurs, sem í henni felst. Ennfremur er 1 Andvara grein um Alexanderssögu og H. K. Laxness, eftir Sigurjón Jóns son lækni frá Dalvík. Greinin er leiðinleg upptugga um mál, sem hefði átt að vera útrætt fyrir löngu — og helzt hefði aldrei átt að byrja á — þar sem höfundurinn er á geðvonsku- legan hátt að koma á framfæri drýldinni dúxaspeki, sem farið er að slá í fyrir löngu. Sigur- jón er vafalaust vel gefinn mað ur, en hann er bara orðinn gamall f hettunrd. Að lokum er í. Andvara prýði- lega rituð grein eftir dr. Þor- kel Jóhannesson, sem nefnist Þúsund ár, og er frásögn um ferðalag um Snæfellsnes. — Og vegna hinna þörfu greina þeirra Júlíusar Sigurjónssonar og Ól- afs á Hellulandi, og hinnar á- gætu ritgerðar Þorkels Jóhann- essonar, er þessi árgangur And- vara þrátt fyrir allt kærkom- inn. Karl ísfeld. GREIN Jónasar Jónssonar um ríkisstjórann hefir vakið mikla gremju, en þó hafa blöðin ekki mikið skipt sér af grein þessari ennþá. Þá víkur Vísir að henni í gær, og segir frá bálför Tímans með grein Jónasar, þeirri, sem aldrei birt- ist. Svo segir: Svo virðist sém formaður Fram- sóknarflokksins hafi ekki verið með öllu ánægður með afdrif greinar sinnar, en ekki treyst til að koma henni á framfæri að nýju í hinni fyrri og sömu mynd. Birtir hann hinsvegar greinarkorn í Tímanum í fyrradag, sem virðist vera einskonar útdráttur úr hirini fyrri grein, sennilega mun hóg- værari og skikkanlegri, en er þó þess eðlis, að margir myndu óska, að greinarkornið hefði aldrei séð dagsins ljós, jafnvel þótt vísir menn hafi sagt, að ummæli ör- vilnaðs manns hverfi út í vindinn. Formaður Framsóknarflokksins er því miður með þeim endemum borinn, að hann getur ekki gert greinarmun á því hvað rétt er eða rangt í þessu efni, ef að allt leik- ur ekki duttlungum hans í lyndi. Allt til þessa hefir það verið svo að afbrot hans gegn góðum siðum, hafa legið innsigluð í böggli og yfir misgjörðir hans deginn hvítur litur, eins og í Jónsbók segir, en þess verður hann þó vel að gæta, að það er unnt að misbjóða svo ís- lenzku þjóðinni, að svart verði lát- ið vera svart, og af því verði hann að taka öllum afleiðingum. Það æskir enginri eftir því, að þjóðinni sé sýnd slík vanvirða, að einn af helztu trúnaðarmönnum hennar, geri sig sekan um afbrot gegn ein- földustu siðareglum í hverju menn ingarríki. Til slíks ríkis vilja ís- lendingar teljast, og því þykir þeim vanvirða, er ofurkapp leið- toganna leiðir þá út á hreina ref- ilstigu í þjóðmálabaráttunni. Myndu flestir æskja þess að fleiri blöð af Tímanum reyndu slíkar bálfarir, sem það er að ofan var .. —-/r- ■ ■: mm:' getið, og hefði blaðið í fyrradag ekki átt að verða þar nein undan- tekning. Þetta þýðir ekki það, að íslendingar aðhyllist ofbeldis- verknað einvaldsherramia, en sið- ferði þeirra er ekki svo sljóvg- að, að þeir láti bjóða sér allt, eða þeim mönnum, sem bera þjóðar- merkið hæst“. * í nýkomnum Alþýðumanni frá Akureyri er stjómarmynd- un og tillögur flokkarma í'því sambandi, gerð að umtalsefni. Þar segir svo: „í meginátriðum eru tillögur og skilyrði Framsóknar og komm- únista soðin upp úr tillögum Al- þýðuflokksins,' þeim er hann setti fram 1940 og hefir haldið fram síðan. Sýnir þetta það tvennt, að Alþýðuflokkurinn benti fyrstur á hina réttu leið í dýrtíðarmálunum, og að hjá margskonar vandræðum hefði verið hægt að komast ef ekki hefði staðið á hinum þingflokkmi- um. Auðvitað krydda Framsókn og Kommúnistar sínar tillöggft’ með sínum frumlegu hundakunstum, eins og þeim að Framsókn vill flytja fólkið úr kaupstöðunum upp í sveit o. fl. þessu líkt, og komm- únistar heimta að ný ríkisstjórn biðji Sovétríkin í Hússlandi um vernd eftir styrjöldina, og að vinnulöggj öfinni verði breytt þann ig að kommúnistar eigi hægra með en nú að æsa til uppþota og koma af stað skyndiverkföllum o. s. frv. Sýnir þetta við hið ríkjandi á- stand innan þessara flokka, íhalds- semina og kúgunarstefnu stór- broddanna innan Framsóknar- flokksins, og Rússadekrið, ábyrgð- arleysið og upplausnarandann f kommaherbúðunum. Sjálfstæðisflokkurinn þorið auð- sijáanlega í hvorugan fótinn að stíga. Hagsmunir heildsalanna og stórútgerðarmanna annarsvegar og neytendanna hinsvegar geta Frk. á 6. sáfeu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.