Alþýðublaðið - 13.12.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 13. desember 1M$ (RJ>t)ðttbta&Í& Útsefandl: Alþýðuflokkurtnn. Ritstjórl: Stefán Pjeturssou Kltstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu viO verfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. fietnr pjóðin beðið? ÞAÐ er nú orðið lýðum ljóst, að skraf kommúnista og sumra Framsóknarmanna um vinstri stjórn var aðeins fyrirsláttur í því skyni að slá ryki í augun á þeim fylgismönn- um sínum, sem vilja að þessi leið sé farin. Hvorugur þessara flokka hefir sýnt neinn lit á því að mynda vinstri 'stjórn, þó vað- allinn um hana hafi verið ó- stöðvandi í dálkum Þjóðviljans og Tímans. Alþýðuflokkurinn talaði færra um þetta mál. En hann taldi réttara að aðhafast eitt- hvað. Tilraun var gerð af nans hálfu til að mynda vinstri stjórn, en það höfðu hinir flokk- arnir látið undir höfuð leggjast, og eru þó báðir fjölmennari á þingi en Alþýðuflokkurinn. En þá kom í ljós, að Alþýðu- flokkurinn greip í tómt. Fram- sókn og kommúnistar vildu enga vinstri stjórn. Þeir höfðu bara verið að reyna að hylja refilstigu sína í reykskýi. En nú er þeirri gerningaþoku í burtu svipt fyrir virkar aðgerðir Al- þýðuflokksins og hræsnararnir dansa nú skrípadans sinn af- hjúpaðir fyrir allri þjóðinni, sem lítur vonaraugum til þess þings, sem hún hefir nýlega kosið sér, en sem nú er að bregðast henni á stund hins iþungbæra vanda. í vanmótta bræði yfir því, að Alþýðuflolck- urinn skyldi afhjúpa þá, reyna þessir tveir lýðskrumsflokkar að klína því á Alþýðuflokkinn, að hann sækist eftir samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, — rétt um leið og þessir flokkar hafa vísað vinstri stjórnar hugmynd Alþýðuflokksins á bug. En í- haldið situr álengdar og glottir að. Þetta er vatn á þess myllu. En skyldi það vera tilviljun, hve undanbrögðin og skamm- irnar á Alþýðuflokkinn eru nauðalík í Tímanum og Þjóð- viljainum í gær og í fyrradag? f Bæði þessi blöð segja það vilja flokka sinna, að vinstri stjórn sé komið á þrátt íyrir af- svar þeirra til Haralds Guð- mundssonar. En það á bara að undirbúa hana svo ósköp vel, segja þeir. Semja ýtarlegan málefnagrundvöll, sitja lengi yfir því, ræða það lengi. Lengri frest, — meiri bið. Bara ekki mynda stjórnina strax! Já, við skiljum þetta, herrar mínir. Þið getið vel beðið eftir því að ríkisstjórn verði mynd- uð. Ykkur liggur ekkert á. Þið getið ósköp rólegir setið vikum saman í djúpu stólunum í hlið- arherbergjum alþingis, gert upp kast að vinstri samvinnu á stór blöð, bætt við og strikað út. En utan veggja Alþingishúss- ins halda atburðirnir áfram gangi sínum. Dýrtíðin vex risa- skrefum, það dregur úr atvinn- unni. Innan skamms horfir ef til vill mikill hluti íslenzkrar verkalýðsstéttar inn í holar augnatóttir atvinnuleysisvof- unnar. Getur þjóðin beðið eftir því, að skriffinnska ykkar, kommúnistabroddanna og Fram sóknarmannanna, taki á sig ein- hverja áþreifanlega mynd? Al- Jón Blðndal: VUja kommúnistar kalla jrfir pjéö- ina Innlenda eða erlenda harðstjórn? I. INS og lesendum Alþýðu- * blaðsins er kunnugt af við tölum við Harald Guðmundsson í blaðinu í gær og fyrradag, fór ríkisstjóri þess á leit við hann að hann gerði tilraun til þess að mynda ríkisstjórn. Haraldur Guðmundsson snéri sér strax til kommúnista og Framsóknarmanna til þess að vita hvort hægt myndi að koma á samstjórn þessara þriggja flokka, svokallaðri vinstri- stjórn. Mönnum eru nú kunnar undirtektirnar, sem hann fékk. Haraldur Guðmundsson til- kynnti ríkisstjóra á föstudags- morgun að eftirgrenslanir hans hefðu leitt í ljós að hvorki kommúnistar né Framsókn teldu sig geta tekið þátt í slíkri stjórnarmyndun, en áður höfðu báðir flokkarnir neitað að hafa forgöngu um hana. Á miðvikudaginn hélt Har- áldur Guðmundsson fleiri en einn i'und með fulltrúum komm únista til þess að ganga úr skugga um það, hvort þeir vildu taka þátt í vinstri stjórn með Alþýðuflokknum. - Mér er kunnugt um að Haraldur Guð- mundsson ræddi við þá Einar Olgeirsson og Sigfús Sigur- hjartarson seint á miðviku- dagskvöldið. Frá þessum við- ræðum virðast ritstjórarnir hafa gengið rakleitt upp á rit- st j órnarskrif stof u Þ j óðvil j ans. Ekki til þess að skýra frá til- raunum Haralds Guðmundsson- ar til þess að mynda vinstri- stjórn og sínum eigin undir- tektum undir hana, heldur til þess að ausa Alþýðuflokkinn svívirðingum fyrir það að hann ætlaði að mynda stjórn með í- haldinu og væri að reyna að ayðileggja möguleikana til þess að komið yrði á vinstristjórn!!! Eg.veit ekki hverjum augum lesendur Þjóðviljans líta á þessa framkomu og vinnubrögð ritstjóra sinna, en að mínum dómi hafa ritstjórar Þjóðvilj- ans með þessu framferði gert sig seka í frábæru drengskap- arleysi, sem betur fer á sér fáar hliðstæðar, jafnvel í hinni blettóttu íslenzku stjórnmála- baráttu. Og þetta athæfi verður ekki viðfeldnara við það að í sömu greininni tala þessir sömu menn Tjálglega um hina brýnu nauð- syn bess að mynda vinstristiórn til þess að binda enda á það ó- fremdarástand, sem ríkjandi er í málum þjóðarinnar undir stiórn Siálfstæðisflokksins. Eg held að það sé áreiðanlegt að enginn þeirra, sem raun- verulega óskar eftir því að tak- ast mepi að koma á vinstri- stiórn í landinu, kunni ritstjór- um Þjóðviljans hinar minnstu þakkir fyrir svona laeaðar til- raunir til þess að undirbúa jarð veginn undir samstarf vinstri flokkanna. Ritstiórar Þjóðvilians levfa sér að tala um ..skemmdar- varga“ í röðum Alþvðuflokks- ins, sem viiji hindra vinstrisam- vinnu, um leið og þeir lauma rýtingnum út úr erminni og ota honum að Alþýðnflokknum á meðan Haraldur Guðmundsson er að gera drengilega tilraun — sem engum var kunnugra um en einmitt þeim -r- til þess að koma á samstarfi á milli vinstri-flokkanna. Geri aðrir betur! II. Það eru vissulega blindir menn, sem ekki sjá í hvert ó- efni málum þjóðarinnar er stefnt nú. Ef haldið verður á- fram nokkura mánuði á sömu braut, hvað þá lengur, þá blas- ir við algert öngþveiti í.fjár- málum og atvinnumálum, stöðvun atvinnurekstrarins og ægilegt atvinnuleysi, eða hrun gjaldeyrisins. Þetta eru engar ýkjur. Verkalýðurinn og aðrar launastéttir, hafa á þessu ári fengið allverulegar kjarabæt- ur, atvinna hefir verið góð, margir hafa getað safnað í sjóði eða greitt skuldir sínar. Öll þessi velgengni mun sýna sig að haf'. verið skammæ blekk ing ef ekki tekst mjög fljótlega að koma á öruggum vörnum gegn verðbólgunni, ef ekki tekst að komast út úr því póli- tíska öngþveiti, sem nú er ríkj- andi og ná samkomulagi um að- gerðir til þess að tryggja hinar unnu kjarabætur launastétt- anna. ' Vitanlega væri það æskileg- ast, ef takast mætti að sameina alla flokka um þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma í veg fyrir hrunið. Störf átta manna nefndarinnar virðast hafa leitt í ljós að ekki sé til grundvöllur fyrír sam- starfi allra, flokka. Öll fortíð Sjálfstæðisflokksins í þjóð- stjórninni mælir gegn því að sá flokkur fáist nokkurntíma til þess .að^gera það sem er lág- mark þess, sem gera þarf í dýr- tíðarmálunum. Hann hefir þvælst fyrir öllum jákvæðum dýrtíðarráðstöfunum. Nýleg skrif blaða flokksins um að stríðsgróðinn væri bezt kominn hjá atvinnurekendunum sjálf- um, og um verzlunarmálin lofa engu góðu. Ræða Péturs Magn- ússonar fyrir kosningarnar um það sem hann kallaði skatta- brjálæðið sýndi heldur ekki mikinn skilning á hinni óheil- brigðu milljónaauðsöfnun stríðsgróðamannanna í fátæk- asta landi heimsins. Þó ekkert væri annað en eðli og uppbygging Sjálfstæðis- flokksins, þar sem tvær meg- instoðir hans eru annarsvegar útgerðarauðvaldið, hinsve?ar stórkaunmennirnir, þá leiðir þegar af því að einskis er þaðan að vænta um róttæka skatt- lagningu stríðsgróðans til þess að standast útgjöld af stöðvun l dýrtíðarinnar, eða um nauð- : svnlegar aðgerðir til þess að ■ stöðva braskið og spákaup- mennskuna. I . III. Eini möguleikinn til þess að hin óheillavænlega þróun verði stöðvuð, virðist því vera sú að vinstri flokkarnir þrír taki höndum saman um myndun ríkisstiórnar. Ekkert virðist því til fyrirstöðu ef litið er á hags- muni þeirra kjósenda, sem að- þingi hefir setið vikum saman aðgerðalaust og sundrað, stjórn armyndun er enn fjarri. Fram- sóknarmenn og kommúnistar voru samt fljótir til að drepa tilraun Alþýðuflokksins til stjórnarmyndunar. Skraf þeirra um samvinnu milli Alþýðufl. og Sjálfstæðisflokksins er venjuleg Tíma- og Þjóðviljalygi, sem ó- þarft er að eyða orðum að. Er það ekki mála sannast, að bæði Framsókn og kommúnist- ar vilja enga vinstri stjórn og hafa aldrei viljað? En getur þjóðin beðið þess, að þeim , þóknist að hefja eða samþykkja I ábyrgar aðgerðir? *** allega standa að þessum flokk- um og í raun og veru — hags- muni allrar þjóðarinnar að undanteknum örfáum stórat- vinnurekendum. Rétt á litið þurfa hagsmunir bænda og verkamanna ekki að stangast á, ef Framsókn hverfur af þeirri braut, að ætla sér að láta bændur græða á kostnað launa- stéttanna í bæjunum, í stað þess að taka stríðsgróðann og nota hann ,til þess að bæta bændum upp aukinn reksturs- kostnað. En það er óhugsandi að tak- ást megi að gera þær víðtæku ráðstafanir, sem' gera þarf til þess að unnt verði að stöðva dýrtíðina, tryggja atvinnuna og þær auknu kjarabætur, sem verkalýðurinn hefir fengið með samningum, nema verkalýðs- stéttin standi heil og óskift á bak við þá ríkisstjórn, sem vel- ur sér þetta hlutverk. Ef. helm- ingur verkalýðsins er fjand- samlegur ríkisstjórninni og heyir harðvítuga baráttu gegn henni, þá er lítils árangurs að vænta. Þessvegna verða báðir verkalýðsflokkarnir að standa á bak við þá stjórn, sem tekur að sér að tryggja hinar unnu kjarabætur launþeganna. Þegar Alþýðuflokkurinn í sumar lagði fram stefnuskrá sína til úrlausnar vandamálun- um, — en þessari stefnuskrá hafa bæði kommúnistar og Framsóknarmenn tjáð sig sam- þykka í öllum aðalatriðum — benti ég á þetta og lét í ljós þá skoðun að Alþýðuflokkurinn og kommúnistar ættu að geta tek- ið saman höndum um a$ tryggja kjarabætur veíkalýðs- ins, enda þótt djúptækur stefnu munur sé á milli þeirra að öðru leyti. Alþýðuflokkurinn hefir nú, eftir að kommúnistar og Framsókn höfðu neitað að hafa forgöngu um myndun ríkis- stjórnar, gert tilraun til þess að koma þessari samvinnu á, en því samvinnutilboði hefir ver- ið hafnað. Það er enginn vafi á því a8 þeir sem þeirri neitun hafa ráð- ið, hafa virt vilja mikils meiri- hluta kjósenda sinna algerlega að vettugi. Alþjóð er að verða Ijóst að þeis sem standa á móti öllum aðgerðum í dýrtíðarmáiunum og öðrum aðkallandi varidamál- um eru: í fyrsta lagi að leiða yfir þjóðina fjárhagslegt hrun og atvinnuleysi, í öðru lagi stofna þeir sjálfstæði og fjár- hagslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar í fullkomna tvísýnu, í þriðja lagi undirbúa þeir jarðveginn fyrir einræðisstjórn auðvalds- ins. Það getur verið að kommún- istar — eða einhver hluti af for- ingjaliði þeirra — óski bein- Iínis eftir þessari þróun og hegði sér samkvæmt því, í þeirri trú að hún muni undir- búa tíma byltingarinnar. En getur íslenzk alþýðu treyst því að slík pólitík færi henni ekki harðstjórn afturhaldsins í stað sæluríkis kommúnismans? Það má vel vera að vinstri- stjórn myndi stranda á afstöðu Framsóknarílokksins. Um það skal ég ekkert fullyrða. En vilja foringjar kommúnista beinlínis stuðla að því að kalla yfir ís- lenzka alþýðu innlenda eða er- lenda harðstjórn? Það ættu þeir að hugleiða áður en þeir halda lengur áfram á braut ábyrgðar- leysisins. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur. Fyrirlestrar fyrir sjómenn. /• . ./: . ( ■ ; , ' T. . ' \ : '■ Að tilhlutun Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykja- víkur, flytur Pétur Sigurðsson, liðsforingi, 3 fyrirlestra fýrir sjómenn, um almennar mælingar skipa, hleðslu þeirra og stöðugleika. Fyrirlestrarnir verða fluttir í Stýrimannaskólan- um dagana, mánudaginn 14., miðvikudaginn 16. og föstudaginn 18. desember og hefjast kl. 5,30 e. h. stundvíslega- v STJÓRNIN Félag matvörukaupmanna. Foiidar í dag kl. 2 í Kaupþingssalnum. FUNDAREFNI: Afnám lánsviðskipta. (Önnur umræða.) STJORNIN. IGL milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist ColIifonTs Assocaiied Lines, Ltð. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.