Alþýðublaðið - 16.12.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.12.1942, Blaðsíða 3
^iiðvikudagyr 16. des. 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ * Hugrakkur blaðamaður. Á myndinni sést MacArthur hershöfðingi vera að afhenda heiðursmerki blaðamanninum Vern Haugland frá Associated Press á ónefndum stað á Nýju Guineu. Haugland var sæmdur heiðursmerki ameríska hersins fyrir frábæran dugnað og hugrekki, sem stríðsfréttaritari. 8. heriBin hefnr hrakifl her Rommels @5 km. vesfnr frá El-Hgbeila. " Flugvélar Bandamaima fljúga lágt yfir hlnum fiýjandi hersveitum og láta skot hríð og sprengjuregn dynja á þeim. ..........................-.... O HERINN hefir nú hrakið hersveitir Rommels 65 km. vestur fyrir E1 Agheila. Rommel hefir reynt að láta framvarðarsveitir tefja sókn Bandamanna með því, að leggja jarðsprengjur á leið þeirra og gera þeim ýmsar aðrar skrá- veifur, en mótspyrna þeirra er mjög máttlaus og hafa fram- varðarsveitir Bandamanna verið á hælunum á þeim og jafn- óðum eyðilagt jarðsprengjurnar. Flugliðið Banda.manna heldur uppi stöðugum árásum á hin- ar flýjandi hersveitir og flúga þær mjög lágt yfir þeim og skjóta á þær bæði iaf vélbyssum og láta sprengjur rigna yfir flutninga- lestir þeirra. Margar herflutningabifreiðir hafa verið eyðilagðar. Nýja Guinea: Bona fallin. London í gærkv. HERSVEITIR Bandamanna á Nýju Guineu hafa tekið Buna segir í síðustu herstjórn- artilkynningu MacArthurs. Það voru hersveitir Banda- ríkjamanna og Ástralíumanna, sem ruddust inn í þorpið, sem Japanir höfðu á varið af mik- illi þrautseigju. Þetta skeði Snemma í gærmorgun. Banda- menn eiga enn eftir að hreinsa til í kringum þorpið. Leifar japanskra herflokka verjast þó enn nokkuð norðar á ströndinni frá Buna. Tvö beitiskip Japana reyndu í gær að koma liði á land hjá Buna á tveim stöðum, og not- uðu til þess um 20 pramma, en þeir voru allir eyðilagðir með loftárásum flugvéla Banda- manna og herskip voru einnig hæfð sprengjum, en ekki er vit- að hvað mikið þau hafa lask- azt, því að þau héldu brátt norð ur á bóginn. Richard Beek flytur fjrrirlestra om íslaod DR. Richard Beck, prófessor og ræðismaður, hefir undanfarnar vikur háldið sex ræður um ísland í fjórum há- skólum í Norður Dakota. Einnig hefir hann talað um ís land í Rotaryfélaginu í Moun- tain, Norður Dakota, og á full- veldisdag Islands 1. desember, hélt hann ræðu í útvarp í Grand Forks. Þá hafa flugvélar Banda- manna sprengt í loft upp skót- færabirgðastöð, sem Rommel hafði á þessari leið. Mótspyrna Þjóðverja í lofti er lítil. 3 Messersmith flugvélar hafa ver ið skotnar niður. I Lundúnafréttum í dag var skýrt frá því, að það hafi verið gert samkvæmt kröfu Hitlers, að Rommel ákvað að verjast við E1 Agheila og hörfa þaðan ekki, hvað sem það kostaði. Er bent á það í þessu sambandi, að þetta hafi verið mjög hag- kvæmt fyrir 8. herinn, því að ef Rommel hefði hörfað lengra hafi verið mjög erfitt að fylgja hersveitum hans eftir, bæði fyr- ir landherinn og flugherinn, vegna þess hve flutningaleið- irnar voru orðnar langar og not hæfir flugvellir langt í burtu. Það er einnig bent á það í fréttum fréttaritara, sem eru með 8. hernum að mjög líklegt sé, að Rommel muni freistast til að verjast áður en hann er kominn til Tripolis, því að flótti hans sé ekki nærri eins skipu- lagslaus eins og hann var, þeg- ar að hann varð að flýja með her sinn frá E1 Alamein. AFREK AMERÍSKRA FLUGVÉLA. Foringi ameríska flugliðsins við austanvert Miðjarðarhaf hefir skýrt frá því, að amerísk- ar flugvélar hafi skotið niður 70 möndulveldaflugvélar frá því sókn Bandamanna í Egypta- landi og Libyu hófst, en sjálfir misst 23. Flugvélar Bandamanna hæfðu tundurskeyti eitt mönd- ulveldaskip skammt frá Sikiley. Votviðri hamia iandbardögum í Tunis. T TUNIS er nú næstum hlé á stórbardögum. Rigningar hafa verið undanfarið og hafa þær mjög hamlað öllum hern- aðaraðgerðum á landi. Flugvél- ar Bandamanna hafa gert loft- árásir á Lagulette og Tunis. 3 skip í höfninni í Tunis voru hæfð. Miðhluti járnbrautarinnar við Sfax hefir verið sprengdur í loft upp. Það mun hafa verið á þeim slóðum, sem sagt var frá í gær, að franskar hersveitir hafi með aðstoð franskra járn- brautarstarfsmanna sprengt í loft upp járnbrautarlest, sem í voru 300 þýzkir liðsforingjar og hermenn. Harðast barizt um Járn* brautina trá Stalingrad til Svartahafslns. Rússar fara á stúfana við Voronesb. RÚSSNESKA herstjórnartilkynningin í kvöld og aðrar fréttir frá Rússlandi bera með sér, að sami ákafinn er enn í bardög- unum í Rússlandi bæði á Stalingrad- og miðvígstöðvunum. Hörð- ustu bardagarnir hafa staðið suðvestur af Stalingrad segir í her- stjórnatilkynningunni. Þar hafa hersveitir Þjóðverja, sem fluttar voru frá borgunum við Svartahafið gert skæð gagnáhlaup, en Rússar segjast hafa hrundið þcim öllum. Þjóðverjum tókst um tíma að reka fleyg inn í víglínu Rússa á þessum slóðum, en þegar Rússum barst liðsauki, tókst þeim að rétta hlut sinn og nú er svo komið, að lítill máttur er í árásum þessara hersveita, segja fréttaritarar. Rússar reyna nú að hindra frekari liðsflutninga Þjóðverja til þessara vígstöðva með því að ná sem mestum hluta járn- brautarlínunnar til Svartahafs- ins á sitt vald og segjast þeir hafa sótt 150 km. meðfram þessari járnbrautarlínu og sé þar mikið barizt. Rússar til- kynna, að 1000 Þjóðverjar hafi verið felldir undanfarna daga á þessum vígstöðvum. Vestur af Stalingrad tialda Rússar uppi stórskotahríð á stöðvar hins innikróaða þýzka hers. í Stalingrad segja Rússar, að hersveitir þeirra taki stöðugt fleiri byggingar af Þjóðverjum. VORONESH- VÍGSTÖÐVARN AR Við Voronesh, sem er miðja vegu milli miðvígstöðvanna og Stalingradvígstöðvanna hafa Rússar hafið sóknaraðgerðir að nýju og segjast hafa tekið þar þýðingarmikla hæð og í fréttum þeirra í kvöld var sagt frá því, að rússneskar hersveitir hefðu enn unnið þar á og tekið nokk- urt landsvæði. MIÐVÍGSTÖÐVARNAR Við Rzhev segja Rússar, að fleygur sá, sem hersveitir Zu- kovs hafa rekið inn í varnar- stöðvar Þjóðverja þar, sé nú orðinn meira en 130 km. langur og vinni rússnesku hersveitirn- ar þarna enn á. Við Velikie Luki segjast Rússar vinna hægt og örugglega að því að eyðileggja virki Þjóð- verja og uppræta herflokka þeirra. írú Franklin D. Roosevelt sagði í dag í jólakveðju til am- erík,skra bæ'nda. að varanlegur friður eftir núverandi styrjöld gæti aðeins átt sér stað í heimi, þar sem réttlæti og hugrekki ríkti. „Ef við viljúm byggja upp betra líf og varanlegan frið, verðum við að læra að hafa sam vinnu við allan heiminn. Að stríðinu loknu vonast ég til að allt muni breytast til batnaðar. Við munum komast að raun um að þrátt fyrir vantraust á sjálf- um okkur og þrátt fyrir ör- væntingu um stundarsakir og vantrú, sem við hljótum að hafa þegar við hugsum til fram- tíðarinnar, munum við hafa skapferli, sem hægt er að byggja upp að nýju. „Við verðum að læra að hugsa á alþjóðagrundvelli. Að- almarkmið okkar í framtíðinni ætti að vera sköpun á heimshag- fræði, sem myndi koma í veg fyrir slíkt fjármálahrun, sem við urðum að þola í byrjun árs- ins 1930. Við viljum ekki hung- ur þegar af nógu er að taka í lok þessa stríðs.“ 375 Danirhand' teknir. New York. JÓÐVERJAR hafa enn tek ið fasta 375 Dani sem voru ákærðir fyrir ýmsa hluti, segir í fregn til Associated Press frá Stokkhólmi. Meðál þeirra sem teknir hafa verið fastir er dr. E. H. Jössing forseti Danska landsbókasafnsins. 62 skipum sökkt á 6 mámiðimi. CASEY fulltrúi brezku stjórn arinnar í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf • hefir• skýrt frá því, að flugvélar Bandamanna og herskip hafi undanfarna 6 mánuði sökkt 62 skipum fyrir möndulveldunum á nndanförnum sex mánuðum.. 55 herskip og feaup- skip á eÍDBi vikfl. New York. INN 12. desember var átta skipum hleypt af stokkun- um og hefir þá í allt 55 her og kaupskipum verið hleypt af stokkunum á einni viku. Meðal berskipa þeirra, sem hleypt var af stokkunum, voru tvö flugvélamóðurskip, Belleau Wood og Bunker Hill, sem hvort gétur flutt um 2,000 menn og 100 flugvélar; U. S. S. New Jersey, sem er stærzta orrustuskip sem nokkurntíma hefir verið smíðað; fjórir tund- urspillar, eitt birgðaskip fyrir tundurspilla, einn kafbátur, átta tundurduflaslæðarar, sex kabáta eltiskip, eitt skriðdreka- flutningaskip, tvö fylgiskip, þrju skip af sérstakri gerð, þrjú lítil herskip og þrjú strand flutningaskip. Meða lkaupskipanna voru: 13 Liberty skip, hvert 10,500 smá- lestir; eitt fólksflutningaskip, eitt vöruflutningaskip, . tvö dráttarskip, tvö olíuskip og tvö ónafngreind skip. Lengsta Bandarlkja- ÞÍHff. London í gærkvöldi. ING Bandaríkjanna, það sem nú eitur, mun Ijúka störfum. í dag eftir að hafa setið látlaust í 346 daga. Frá því að það tók til starfa 3 .janúar 1942 hefir það starf- að í 311 daga og er það lengri tími en nokkurt annað þing Bandaríkjanna hefir starfað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.