Alþýðublaðið - 17.12.1942, Page 5

Alþýðublaðið - 17.12.1942, Page 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ ftnsmtudagur 17. des. 1942« Jólatrésskraut, Jólatré tilbúin, Pappírsskraut, Barnaleikföng, Jóiagjafir fyrír fuilorðna. LanfaMsið, Launaveg 28. Kven^ og barnalúffur, er nýkomið Verzlun H. TOFT Skólavörðustig 5. Simi 1035 ^ Eítthvað fyrir alla, ; tll jólaana! S SilMsotkkar 12.60. Bamasokk S i ar. Silkinserföt ikveima frás Sl2.50. Silkinærföt karlm. £rá$ S 25.50. Undirfatasett úrj • prjónae. og satín. Ungbama- s SÍöt silki {hvít og misl.).N SHOanzkar (leður) frá 20.00.^ ^Burstasett. - Gjafakassar.^ ^Kventöskur. Yardley ogS SPonds snyrtivörur, að ó-^ I gleytmdiim jólaleikföngunum ^ log ramm íslenzku spilunum. S $ Kiomið sem fyrst það £ | borgar sig. ? | Vefnaðarvörubúðin S Vesturgötu 27. S RIMISINS „Esjá í hraðferð til Akureyrar í vikulokin. Vörumóttaka til tsafjarðar fyrir hádegi í dag (fimmtudag) og tdl Siglufjað- ar og Akureyrar eftir hádegi á morgun (föstudag) og fram til hádegis ó laugadag. Far- seðlar óskast sóttir fyrix bá- degi á föstudag. „Freyja“ í áætlunaarferð til Breiðafjarð ar. — Vörumóttaka fyrir há- degi í dag (fimmtudag). „Richard“ Vörumóttakia til Patreksfjarð ar, Flateyrar og Súganda- fjtrðar fynir hádegi á morg- un (föstudag). Ásæknir rithandasafnarar. Í EFTtKFAHANDI grein eftir Jerome Beatty sem þýdd er úr tímaritinu Reader’s Digest, er skýrt frá breilum þeim, sem rithanda- safnarar hafa í frammi við fræga menn, þegar þeir eru að fá þá til þess að skrifa nafnið sitt. FRÆGIR MENN voru að fara út úr leikhúsi í New York eftir að hafa horft á frum sýningu söngleiks eins. í hlið- argöngunum hélt lögreglan aft- ur af fáeinum áköfum áhorf- endum, meðan maður með grátt hár og ótta í augum ruddi sér braut gegn um mannfjöldann og tróð sér inn í bíl. — Það er Charlie Chaplin, hrópaði fólkið. Lagleg stúlka um 18 ára að aldri stökk upp í næsta bíl og sagði höstuglega: — Eltið hann! Látið hann ekki komast undan! — Er manneskjan með skammbyssu? hrópaði einn við- staddur. —Nei, sagði piltur, sem stóð rétt hjá. Hún er bara ein af þeim, sem eru að safna rithönd- um frægra manna. Hún heitir Dorothy Raymond og enginn er sniðugri en hún í allri New York. Chaplin sleppur frá okk- ur öllum, en hún nær í hann, verið þið viss. Eg hitti hina duglegu Doro- thy fáeinum kvöldum seinna í hópi rithandasafnara á frum- sýningu einni. Hún var mjög lítillát og ljúf, en samt hafði hún gaman af að segja frá því, þegar hún náði í Chaplin. Bíll- inn hennar rann fram með bíln- um hans, þegar hann kom til Stork Club, en hann flýði inn, áður en hún náði honum. Hún beið því nærri því í fimm klst., þar til Chaplin kom út. Hún var orðin bæði þreytt og syfj- uð, en hún gafst ekki upp fyrr en hann skrifaði nafnið sitt. Dorothy er mjög einkennandi fyrir hóp þann, sem stöðugt þíður þar sem líklegt er til árangurs, þar sem kvikmynda- leikarar eða annað frægt fólk eigi leið um. Þessi hópur bíður klukkutímum saman fyrir utan veitingahús, leikhús og gistihús, til þess að fá frægs manns nafn í bókina sína. Og gæti þetta fólk náð í nafn frægs manns, var það hreyknara en veiðimað ur í Áfríku, sem gat fellt stærðar Ijón. Það eru aðeins viðvaningarn- ir, sem kaupa sér rithandir. En hinir reyndu rithandasafnarar vilja heldur tefla á tvær hætt- ur og gera íþróttina sem ævin- týralegasta. Þetta fólk lendir oft í hættu. Það hefir oft kom- ið fyrir, að filmdís hefir fengið penna- eða blýantsstungu í hendina, ef hún hefir verið í mannþröng stödd. Þegar frægustu kvikmynda- leikaramir í Hollywood létu tilleiðast að afgreiða afurðir búgarðs eins í Kaliforníu, sem selja átti til ágóða fyrir Rauða Krossinn, komu þúsundir rit- handasafnara á vettvang, og áður en umsjónarmennirnir komu á vettvang, var búið að traðka vörnumar niður í svað- ið. Lögreglumaður nokkur, sem reyndi að bjarga Lindu Darn- ell út úr þrönginni, var fluttur í sjúkrahús. Cary Grant barð- ist út úr þrönginni og skildi eftir hattinn sinn, bindið sitt og meginið af skyrtunni. í New York var bifreið Clark Gables stöðvuð af umferða- ljósunum og lagleg stúlka stökk inn í bílinn. Hún rétti frarn fallega rithandabók, þar sem skrifuð vom nöfn frægra kvikmyndaleikara og bað hann að bæta sínu nafni við. Hann neitaði því kurteislega, og stúlkan fór út úr bílnum aftur og sagði um leið dálítið mein- lega: — Jæja, þá það, mömmu- drengur. Dag nokkum slóst ég í hóp manna, sem biðu fyrir utan „21“ frægt veitingahús í New York. Þetta fólk sagðist vera að bíða eftir Normu Shearer, sem var þarna inni að fá sér hádegisverð. Eg kenndi í brjósti um hana. Hún var í New York í þeim erindum, að hvíla sig, að því er ég hafði lesið í blöð- unum. Þrátt fyrir allar varúð- arráðstafanir hennar höfðu þess ir náungar þefað uppi felustað hennar. Eg spurði þá, hvernig þeir hefðu farið að því? — Hún sagði okkur það sjálf, hrópuðu þeir. — Sagði hún ykkur það? — hrópaði ég. — Hvenær var það? — Við biðum úti fyrir gistu- húsinu hennar, sagði einn. Hún kom snöggvast út, og við spurð- um hana, hvert hún væri að fara, og hún sagði „21“. Svo fórum við allir hingað. — Eigið þið við það, sagði ég, — að hún hafi gaman af því að þið standið hér og biðjið hana að skrifa fyrir ykkur nafnið sitt? — Já, auðvitað, sagði einn piltanna. — Það er ágæt aug- lýsing. — Eg kenndi ekki í brjósti um Normu Shearer lengur. Fyrir ekki löngu síðan báðu leikhúseigendur í New York, samkvæmt beiðni hinna frægu, lögregluna að reka rithanda- safnara í burtu. Lögreglan bað þá aftur á móti að leggja fram kvartanir frá mönnum, sem hefðu orðið fyrir ónæði eða hnjaski af völdum rithandasafn- ara. Leikhúseigendumir gátu ekki lagt fram eina einustu slíka kvörtun. Sumir rithandasafnarar líta svo á, að öll brögð séu leyfileg. Algengasta og jafnframt áhrifa- mesta bragðið er að hringja til gistihúsherbergis hinns fræga manns, látast vera blaðamaður og óska eftir viðtali. Oftast fer það svo, að „fréttaritarinn“ fer burtu með mynd af hinum fræga manni með eiginhandar- áritun. Listamenn álíta, að það skerði vinsældir sínar, ef þeir séu ókurteisir. Lionel Barrymore sagði fyr- ir löngu síðan: — Eg verð reið- ur við rithandasafnarana, þegar þeir hætta að biðja mig að skrifa nafnið mitt. Kveimadeild Slysavarnafélags íslands, Reykjavflc. Skemnstifundur finmatudag 17. des. (í kvöld) kl. 8V2 í Oddfellowhúsinu niðri. Einsöngur — Dans, — góð músik. Allir þeir, sem aðstoðuðu við hlutaveltuna eru vin- samlega boðnir á skemmtunina. Stjómin. Eftlr Kristián Friðrikss. Bókin er saman í þeim tilgangi að reyna að vekja áhuga barna og unglinga á fegurð íslenzka jurtaríkisins. Þetta er saga lun dreng og stúlku, sem keppa um að læra að þekkja sem flest blóm. Myndin sem hér fylgir er af keppinautunum og hestinum sem það átti að fá í verðlaun, sem ynni í keppninni. v í bókinni eru 60 MYNDIR AF ÍSLENZKUM JURTUM. Ennfremur lag eftir Karl O. Runólfsson við Ijóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Máfurinn fæst í afgr. Alpýðublaðsins. í deiglu hörmungaima reynist hjartalagið, segir gamla konan. Og svo vill hún fá að takmarka bíóferðimar. — Um ferskeytluna og hugsunarháttinn nú. — Um bókina um uppáhaldsskáldið mitt- NÚ TALA ALLIR um, að vér búum við mikla neyð og vandræði núna. Já, satt er það, ea ég lít svo á, að þau sé þyngra á metunum en þyrftí að vera. Þeg- ar slys ber að, eru ótal hendur réttar fram til hjálpar og huggun- ar; þess ber að minnast með þakk- læti“. Þetta segir Árný og heldur áfram: „NÚ HEYRIST talað um okur á húsaleigu. Og má það vera ein- kennilegt hjartalag, hvort heldur það eru húseigendur eða aðrir, sem getur níðst á meðbræðrum sínum með köldu blóði og kenna svo níðingsverkunum, handan við „pollinn", um kveinin og klæk- ina“. „EF HÉR VÆRI ráðhyggni í réttu lagi og fastur vilji að bera hver annars byrði, trúi ég ekki, að viðskipti þyrftu, hér í Reykja- vík, að vera eins og þau eru. í deiglu hörmunganna reynist hjartalagið“. „NÝLEGA VAR MÉR, fyrri hluta dags, gengið niður Ingólfs- stræti. Þegar ég sá eftir opnu strætfnu, var svo mikil þyrping manna fram undan Gamla Bíó, að hún líktist þeim fjölda, sem stund- um sést við búðardyr, þar sem haldin er spennandi útsala“. „ÞEGAR ÉG GEKK þarna fram hjá, spurði óg ungan mann, hvað væri þarna um að vera. Svarið var. „Fólkið er að bíða eftir, að opnað verði til að fá keypta aö- göngumiða að næstu sýningu." „VÆRI EKKI HYGGELEGRA að hafður væri hemill á bíó-ferð- um á meðan eins er dimmt yfir og framundan eins og allir sjá og vita. Hvers vegna hafa stjómar- völdin ekki auga fyrir skömmtun þessara sýnlnga eins og matnum, . éem maeldur er og mettnn?“ EKKI ER EG MEÐ því að skammta bíómiða. Ég er hræddur um að það myndi imga fólkinu ekki líka, þó að gamla fólkið, sem aldrei sækir kvikmyndahúsin myndi fagna því. J. E. S. SKRIFAR: „Þökk sé Árna frá Múla fyrir erindi sitt fyrra mánudag um daginn og veginn. Hann mundi eftir fer- skeytlunni, þó listamönnum vor- um gleymdist hún á þingi sínu. Það er hægt að hafa yfir heilar bögur án þess að efnið þekkizt, þegar þær eru nógu alþýðlegar. Ferskeytlan er íslenzkust af öUu £ íslenzkum skáldskap". „EN NÆR HÚN til eyma ís- lenzkrar æsku?, Vill hún heyra annað en slagara og auðvirðilegar revíur? Er það ekki kallað að vera „púkó“ og ,,sveitó“, ef menn tala og rita í anda íslenzks hugsunar- háttar, þess, sem hefir skapað sögu þjóðarinnar á umUðnum öldum? Verður ekki allt hér að bera út- lenzkan keim til þess að ná eyr- um fólksins; jafnvel þó að afar þess og ömmur hafi liðið hungur og kulda og orðið að bera kol og salt á bakinu hér í höfuðstaðnum fyrir ekki meira en 40—50 ár- um?“ „EINU SINNI var nú talað um „vitlausa manninn í útvarpinu", þegar kvæðamennirnir voru að skemmta þar með kveðskap sín- um. Sögu okkar og tungu megum við aldrei vanrækja eða lítilsvirða á nokkum hátt. Vei þeim íslend- ingum sem iðka slíkt“. EG FAGNA ÞVÍ að nú er kom- in út bók með minningum um Ein- ar Benediktsson. Hann hefir alltaf verið mitt uppáhaldsskáld o'g ég Frb. á 7. a»u.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.