Alþýðublaðið - 18.12.1942, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1942, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐH) Föstudagur 18. desember 1942„ HðkoB Noregskon- nngnr þakkar gjaf- ir, sem sjóði hans hafa verið sendar. Nobska senoisveitin hefir fengið eftirfarandi símskeyti frá Sir George Pon- sonby, heiðursgjaldkera „Kong Haakons Fond“, en sá sjóður ar gefinn konungi á afmælis- degi hans og verður hann not- aður til hjálparstarfs í Noregi eftir að Noregnr er aftur orlinn frjáls. „Hans hátign konungurinn hefir beðið mig að láta í Ijós hjartanlegt þakklæti sitt fyrir söfnun yðar til sjóðsins og ósk- ar konungurinn eftir því að þér færið öllum þau skilaboð hans, að engin gjöf hefði getað verið honum kærkomnari. Hugsunin um þennan sjóð hefir verið konunginum mikill léttir í baráttu hans á þessum myrku tímum. Og á því leikur nú ekki lengur neinn vafi, að þessi sjóður mun færa mörgum norskum heimilum mikla gleði, þegar tíminn feemur“. næðisvandræðnnun Tillaga Jóns Axels Péturssonar um ein- T frá sér. beittari aðgerðir var felld á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gæiv --------------- ... I_J ÚSNÆÐISMÁLIN og húsnæðisvandræðin voru enn til umræðu í bæjarstjórn Reykjavíkur í gær„ og urðu allmiklar umræður, einkum um tillögu sem einn bæjarfuil- trúi Alþýðuflokksins, Jón Axel Pétursson, bar fram. Meirihluti bæjarrráðs hafði samjþykkt tillögu frá borigar- stjóra, en í þeirri tillögu lagði borgairstjóri til, að ríkisstjórnin skipaði nefnd, er gerði ráðstaf- anir til úrlausnar í þessum mál- um, en bæjarstjórnin veitti þess ari stjómskipuðu nefnd aðstoð. Borgarstjóri mælti með 'þess- ari til'lögu á fundinum, og hélt því fram, að húsnæðisvand- ræðin í Reykjavík væru ekki eingöingu viðkomandi Reykja- vík einni, ;þau stöfuðu af því, hve margt fólk utan af landi þyrptist til bæjarins. Bæjar- stjómin getur ekki að þessu að- streymi gert, sagði borgarstjóri, og verður því ríkið að ráða fram úr þessu vandjamáli. Jónas Jénsson skrif ar nm brennnmðlið í Tímannm. Viðurkennlr frásogn Alpýðn- blaðsins rétta. Tvær fyrirspurnir: Striðsbrask komtnðnista og árás Jðnasar á rikisstjóra. . ...............♦..-... Fróðlegar umræður í aðsigi á aiþingi. ■ »" .....- ■ TVÆR FYRIRSPURNIR hafa nýlega verið bornar fram á alþingi, sem vekja töluverða athygli. Hvorug þeirra er að ófyrirsynju framborin, en að þeim standa tveir alþingis menn, sem aldrei sitja á sáttshöfði hvor við annan, en báoir hafa sótzt eftir fylgi í sama kjördæmi. Þessir þingmenn eru Jónas Jónsson frá Hriflu og Kristinn Andrésson. Fyrirspuru Kristins fjallar um ofsóknir, sem hann telur að rðdsstjóri hafi orðið fyrir af hendi Jónassar, en fyrirspum Jónas- ar fjallar um þó kröfu kommúnista og skilyrði fyrir „vinstri samvinnu“, að Islendingar taki virkan þátt í hernaðinum með Kandamönnum. Kristiim vill vemda rfldsstjóra fyrir Jónasi, en Jónas vill vemda hlutleysið fyrir stríðshraski kommúnista! Fyrirspurn Kristins er svo- hljóðandi: „Nýtur ríkisstjóri íslands engrar sérstakrar verndar að lögum gegn aðkasti í dagblöð- um? Eru viðeigandi um ríkis- stjóra ummælí eins og þau, sem viðhöfð em af Jónasi Jónssyni í grein í Tímanum 8. þ. m. und- ir fyrirsögninni „Nýtt kaup- fcröfufélag of ríkisstjóri“, þar sem ríkisstjóri er m. a. talinn „vemdari sérstakra uppivöðslu- seggja í þjóðfélaginu“?“ En fyrirspurn Jónasar er á þessa leið: „Er það í samræmi við yfir- lýsta hlutleysisstefnu íslend- inga og eðlilega varúð í styrj- aldarmálum, ef valdhafar lands ins 'lýsa fyrir vanþó'knun á stjómastefnu annars striðsaðil- ans og jafnframt ilja sínum til að taka virkan iþátt í baráttunni með inum stríðsþjóðunum?“ í greinargerðinni segir J. J. „íslendingar hafa lýst yfir ævarandi hlutleysi sínu. Þeir mótmæltu með fullri einurð hemámi Breta 1940 og sömdu síðan um hervernd Bandaríkj- anna, meðan sú þjóð var eina friðairíkið meðal stórþjóða heimsins. Á þann hátt hefír ís- lenzka þjóðin fyrr og síðar við- urkermt vilja sbn, nm Iei8 og getuleysi sitt til að standa í styrj aldarframkvæmdum. Nú er hafin stefnubreyting í þessu efni af hinum svokallaða sósíalista- eða kommúnista flokki. Þeir hafa opinberlega auglýst í blaði sínu, að þeir mundu gera þrjú atriði í utan- ríkismálum að „skilyrðum“ fyr- ir ábyrgri þátttöku um stjórn- mál landsins. Fyrsta skilyrðið er, að ís- lenzka ríkið lýsi yfir andúð sinni á stjórnarstefnu Þjóð< verja. Annað skilyrðiö er, að íslandingar taki virkan þátt í styrjöldinni með andstæðingum Þjóðverja. Þriðja skilyrðið er, aö íslendingar hiðji Rússa um vemd fyrir sjálfstæði þjóðar- innar. Um tvö fyrstu skilyrðin er það að segja, að framkvæmd þeirra mundi vera um það bil sama og stríðsyfirlýsing gagn- vart einhverju mesta herveldi, sem nokkurn tíma hefir verið upp í heiminum. Þetta mætti kallast furðuleg ráðstöfun, ef til framkvæmda kæmi, þar sem ófriður þessi væri hafinn af þjóð, sem lýst hefir yfir ævar- an^ hlutleysi, er auk þess al- gerlega vopnlaus og án allra þeirra skilyröa og undirbún- ings, sem stríðsþjóð þarf að Vrk. á 7. Ma. Jón Axel og bæjarfulltrúar Alþýöuflokksins mótmæltu þessu. — Það er heppilegast, sagði Jón Axel, að valdið í hús- næðismáluinum sé ekfci tvískipt milli ríkis og bæj a. Það vald á að vera í höndum, bæjarstjómar Reykjavíku-r, hun á að vera þessum máluan kunnugust, og þar 'af ieiðandi mun henni hæg- ast um að akveða hinar nauð- synlegu ráðstafanir, sem bætt geta úr þeim vandræðum, sem nú rókja rétt undir handajaðri hennar. Bjarni borgarstjóri vildi.vísa öllum þessurn vanda frá sér Og . um þetta mál: bæjarstjornmni og lata nkið 1 o-f ráða fram úr ef til iþess yrði reynt. Bar þá Jón Axel Pétursson frarni eftirfar'andi tillögu: „Með Sþví að iíta verður svo á, að bæjarstjórn beri siðferði- leg skylda til að aðstoða af fremsta megni húsnseðislaust fólk í foænumi með útvegim húsnæðis, þá skorar bæjar- stjóm á ríkisstjórn og Alþdngi að veita henni vald til að ráð- stafa ónotuðu — og lítt notuðu húsnæði Sem hægt er að gjöra nothæft til íbúðar, og til að skammta húsnæði, þar sem telja má að húsnæðisvandræðin stafí sumpart af orsökum, sem ekki hefir verið á valdi bæjarstjórn- ar að stemma stigu við. Skor- ar bæjarstjóm á ríkisstjórn og Alþingi að veita fé til að stand- ast hekning kostnaðar við þess- ar ráðstafanir.“ Þessar tillögur felldu íulltrú- ar Sjálfstæðisfíokksins, gegn atkvæðum Alþýðuflokksins og sósíalista. J.ÓNAS JÓNSSON frá Hriflu gerir að umtals- efni í gær í Tímanum deil- una í hlaðstjórninni um grein hans, listamanhaþing- ið og ríkisstjóra. Staðfestir hann í einu og öllu frásögn Alþýðublaðsinp af þessu máli, en minnist þó ekki á það atriði beinh'nis, að blað- inu hafi verið brennt. — En þögnin um það atriði er vitan- lega ekkert annað en samþykki*. Hér fara á eftir ummæli J. J. „Nokkrir af samstarfsmönn- um mínum við Tímann urðu ný lega óánægðir með viss atriði í grein eftir mig. Það kom til orða að hætta við að prenta blaðið, þar sem hún var komin. Tillaga um þetta efni féll að vísu. Mér var ljóst, að um nokk- urn skoðanamun var að ræða um þetta atriði. Formlega gat blaðið haldið áfram í pressunni. En mér þótti það ekki hyggilegt af öðrum ástæðum. Eg skrifa á hverju ári greinar sem skipta hpidruðum. Það væri fásinna at nokkrum manni, sem vinnur á þann hátt, að álíta, að ekki sé hægt að bæta hverja ein- staka grein, ef lögð er fram meiri vinna. Eg áleit rétt, til að gera nokkra flokksfélaga á- nægðari, að gera greinina enn ítarlegri og fyllri, til að vera enn vissari um málefnalegan sigur. Þetta var gert“. Hallgrítaskirkja í Rvík. Gamalt áheit frá Þ. E. kr. 10,00. Maður verður fiyrir bíl og bíður bana. / » Slysið varð inni hjá lálogalauil i GÆR klukkan rúmlega fjögur varð maður fyrir bifreið inni á Suðurlandsbraut og beið bana af. Skeði þetta á móts við Há- logaland. íslenzk vörubifreið var þar á leið til bæjarins og kveðst bif r eiðarstj órinn hafa ekið á um 35 km. hraða. Mætti hann þá erlendri bif- reið með mjög sterk ljós, sem blindaði hann. Um leið og er- lenda bifreiðin fór' fram hjá, sá bifreiðarstjórinn mann rétt fyrir framan bifreið sína og skipti það engum togum, að maðurinn lenti á bifreiðinni vinstra megin og féll á götuna. Mun annað framhjólið hafa far- ið yfir hann og lá hann fyrir aftan bifreiðina, þegar hún var stöðvuð og var þá látinn. y Bifreiðarstjóri, sem ók á eft- ir vörubifreiðinni, og kom á staðinn, staðfestir framburð hins bifreiðarstjórans um hrað- ann og sterku ljósin. Maðurinn, sem fyrir slysinu varð, hét Sveinn Guðmundur Sveinsson og átti heima á Kjar- tansgötu 1. Hann var fseddnr 13. júní 1907, kvæntur og átti þrjú ung börn. Hann var bif- reiðarstjóri að atvinnu og hafði verið á bíl þarna innra. Stóð bíllinn þar á vegarkantinum og var lykillinn í honum. Snorri Hjariarsen forstððnmaðnr Bæj- arbókasafnsins. SNORRI HJABTARSON> rithöfimdur, hefisr nú ver- ið kosinn forstöðumaður Bæjar- bókasafns Reykjavíkur í gær. Áður en atkvæðagreiðslm hófst tilkynnti borgarstjóri, aC Guðni Jónsson, magister hefði tókið umisókn sína aftur. Fór síðan fram skrifleg at- kvæðagreiiðsla í bæjarstjórn. Fór hún á þá leið, að Snorri Hjartarson hlaut 12 atkvæði, e© Jóhann Svetnsson frá Flöguv cand. mag., hlaut 3 atkv. Snorri Hjartarson, hinn nýi bókavörður Bæjarbókasafnsins, er sonur Hjartar Snorrasonar alþingismamís, sem margir kannast við. SnoiTÍ dvaldist um thna við nám í Osló og gaf út skáldsögu á norsku: „Höjt flyver ravnea“. eftir Tilhjðlm Stef- áiíisson. I GÆR kom á bókamark- aðinn ný bók eftir Vil- hjálm Stefánsson landkönnuð. Heitir hún „Ultima Thule, tor- ráðnar gátur úr Norðurvegi.“ Hér er um stórfróðlega bók að ræða. Hefir Ársæll Árna- son þýtt hana og gefið hana út. Mun marga langa til að kynna sér efni þessarar bókar. Jóiablað Alþýðn- biaðsins kom í gær Borið til fastra áskrifenda á aðfangadag. JOLABLAD ALÞÝÐU- BLAÐSINS kom út í gær og var selt á götunumi Til fastra kaupenda verður það borið á aðfangadags- morgun. Jólablaðið er að þessu sinni 60 síður. Kápan er litprentuð í bláum og rauðum lit: —• Á forsíðu hennar er fögur mynd af skála „Fjallamanna“ á Eyja- fjallajökli. Tók Vigfús Sigur- geirsson myndina um páskan® í fyrra, er Fjallamenn voru á jöklinum, og sjást sumir þeirra við skálann, sem er næstum snævi hulinn. — Séra Sigur- björn Einarsson skrifar jóla- hugvekjuna: Heilög jól, en síð- an skiptast á frásagnir og smá- sögur og fylgja margar mynd- ir: „Hátíð hinna fljúgandi dansara“, eftir ferðasagnarifc- höfundinn fræga, Aage ICrarup — Nielsen. — „Jómfrú Katy“, gamansaga — en þó með fullri meiningu — saga eftir John Steinbeck. „Fyrstu kynni af eldri kynslóð“, brot úr bók um Shelly, eftir André Maurois. „Hún dó í brúðarkjólnum“, smásaga eftir Louis Bromfield. — Hver er maðurinn — þraut fyrir lesendurna með 9 mynd- um af þekktum konum og körl- um. „Og þar með var draum- urinn búinn“, kafli úr nýrri skáldsögu eftir Guðmund G. Hagalín. „Opni glugginn“, saga eftir Sahi. „Kapphlaup jóla- sveinanna“, heilsíðumynd, sem er þraut fyrir yngstu lesend- urna. „Frá Hlaupa-Manga“, 'þjóðsöguþáttur, eftir Benjamín Sigvaldason. „Orlof eiginmanns ins“, smásaga. Tvær smellnar myndaþrautir. „Noel, stúlkan, sem átti afmæli á jólunum“, (barnasaga) og ýmislegt fleira. Verður þetta myndarlega jóla- blað áreiðanlega kærkomirm gestur hjá áskrifendum Alþýð® blaðsins um jólin. Skátar' Stúlkur, piltar, RS.! Muniö skemmtifundinn í Oddfellowhús- inu i kröld kl. 9. Húainu loka» fcl. 1». Mae«8 i búnsofiMm! Meinleg prentvilla hefir slæðzt inn í þátt Benjamiiius Sígvaldasonar þjóðsagnaritara £ hinu nýútkomna Jólablaði AlþýfM- blaðsins. Þar stendur að Magnás Helgason, afi Guöm. Magnúsaoaar sk&lds (Jóns Trausta) hafi bíiö á Eiðsstöðum, en á að vera: DnÖn- stö&mn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.