Alþýðublaðið - 18.12.1942, Page 3

Alþýðublaðið - 18.12.1942, Page 3
ívH'• 'ÍPöstudagur 18. desemþer 1942. itt»W>MBLAOIP Heiðurslistinn. This Jdp Destroyer was m 9 minufes hy YOUR : ^ w m the Baftfe of Midway. • hersveitnnnm, sem vðrðn undanhaldið. Mynd'þessi er af einni af hinum mörgu auglýsingum, sem Bandaríkin n-ota til þess að hvetja verkamenn sína til auk- innar framleiðslu. Á myndi-nni sést ja-panskt' sfcip vera, að sökkva og er skipið séð úr umsjá ameríksks kafbáts. Neðar á myndinni sjást númterin á tundursfceytunum, sem sökktu skipinu. Það á að sýna verkamönnum hvers virði þeir hlutir eru, sem þeir leggja til stríðsins með framleiðslu sinni. Yfirlýsing varðandi Gyð- ingaofsóknir Þjóðverja les- in upp í útvarpi í London, New York og Moskva. --------------♦—---- LONDON í gærkvöldi. ”\7'FIRLÝSING varðandi Gyðingaofsóknir Þjóðverja var lesin í dag i útvarpi frá London, New York og Moskva. Yfixdýsing þessi var undirrituð af stjórnum Englands, Banda rikjanna og Rússlands og stjórnum eftirfarandi þjóða, sem hafa aðsetur í London: Belgíumanna, Norðmanna, Grikkja, Tékka, Hollendinga, Grikkja, Pólverja, Júgoslava, Luxem- burg og stjórnarnefnd stríðandi Frakka. Bandamenn hafa greitt innikró- uðn hersveitunum þungfhögg -...-..♦------ LONDON -í gærkvöldi. T-v AÐ var skýrt frá því í herstjórnartilkynningu Banda- manna í Cairo í morgun, að hraðsveitum úr 8. hernum hafi tekizt að sækja fram yfir sandauðnina suður af strand- veginum, sem hersveitir Rommels hörfa eftir og komast að baki hinna þýzku hersveita, sem verja undanhald Rommels og er nú þó nokkuð öflugur þýzkur her innikróaður og hefir honum þrátt fyrir öflugar tilraunir mistekizt að losa sig úr klípunni. Eftir, að þessar hersveitir 8. hersins höfðu sótt eftir ótal krókaleiðum yfir sandauðnina alls um 160 km. langa vegalengd brututs þær til strandar Wadi Matrakin, sem er um 90—95 km. vestur af E1 Agheila. Hesta aírek Basda- rikjamanna OSEPH W.. Grigg, Chicago. fyrrver- ** .andi fréttaritari United Press í Þýzkalandi lét í Ijós í dag að flugæfingaáætlun Banda ríkjanna bæri af öllum þeim framkvæmdum- sem nazistar hafi náð, áður eða eftir að stríð- ið byrjaði. Grigg er núkominn úr ferða- íagi til hinna stærstu vélfræð- ingaskóla flughersins, og skýrði hann þannig frá |dví sem hann sá: „Herinn útskrifar á hverjum mánuði tugi þúsunda útlærðra vélfræðinga fyrir flugherinn og véla og eftirlitsmenn, og er það hluti af aukinni áætlun, sem fer langt fram úr öllum þeim til- raúnum sam Þjóðverjar gerðu, hæði fyrir og eftir að stríðið brauzt út. Meir en 100 skólar eru í á- ætluninni, og vinna þeir næst- , um allir 24 klst. á sólarhring með þrem vaktaskiftumi Þetta er óþekkt í Þýzkalandi, þár sem hið gífurlega mannfall er þess Þjóðverjar hafa verið mjög ♦ hrokafullir í tilkynningum sín- um undanfarið til útla.nda um undanhald Rommels frá E1 Agheila og sagt, að það væri mjög hægt og skipulegt, og mun því þetta herbragð Montgom- crys hafa alveg komið þeim á óvart. Hinum innikróuðu þýzku her sveitum hefir nú þegar verið greitt þung högg og er ólíklegt, að 8. herinn láti þær sleppa úr greipum sér. Nokkur hluti hinna innikróuðu þýzku her- sveita eru skriðdrekadeildir og hafa þær nú þegar orðið fyrir miklu tjóni. Ekkert lát verður enn á loft- árásum flugvéla Bandamanna á þær hersveitir Rommels, sem halda áfram flóttanum og segja fréttaritarar, sem eru með 8. hernum, að eftir endilöngum strandveginum frá E1 Agheila megi sjá brennandi bifreiðir og eyðilögð hergögn, sem.eyðilögð hafa-verið í loftárásum. ‘ í yfirlýsingu þessari segir á þá leið, að það sé íullkomin gögri í höndum Bandamánna, sem sanni það, að Þjóðverjar haldi uppi hinum óheyrilegustu ofsóknum gegn hundruðum þús unda saklausra Gyðinga, kon- um og börnum og séu víða að stefna að því, að útrýma þeim algerlega. í austurhluta Pól- lands hafa Þjóðverjar sett á laggirnar afstökustöðvar^ þar sem Gyðingar eru þúsundum saman teknir af lífi. Þá hafa Þjóðverjar hneppt Gyðinga í svo harða þrælavinnu, að þeir hafa látizt af þeim sökum. Bandamenn mótmæla þess- um aðförum Þjóðverja og heita því, að allir þeir sem riðnir eru við þessi hryðjuverk skulu verða látnir sæta þungum refs- ingum, að stríðinu loknu. Þegar þessi yfirlýsing var borin undir brezka þingið, af Anthony Eden utanríkismála ráðherra lagði einn þingmaður til, að yfirlýsingin yrði sam- þykkt með því að rísa úr sæt um sínum og votta Gyðingum með því samúð sína. XJrðu allir þingmenn við þessari áskorun og stóðu þeir hljóðir í eina mín- útu, sem tákn um samúð sína með hinum ofsóttu Gyðingum á meginlandinu. valdandi að ómöguleft er að vinna á slíkum grundvelli". Framtið Albaníu London í gærkveldi. IDAG kom til umræðu í brezka þinginu afstaða Al- baníu eftir stríðið. Anthony Ed- en utanríkismálaráðherra sagði, að Bretar myndu beita sér fyrir sjálfstæði Albana eftir stríðið eins og annarra smáþjóða og ættu Albanir sjálfir að fá að ráða því, hvort þeir kjósa sér að hafa áfram konungdóm eða stofna lýðveldi. Tunis Loftðrðsirnar haida áfram af fnllnm hrafti. London í gærkveldi. FLUGVÉLAR Bandamanna halda áfram loftárásum sínum á stöðvar möndulveld- anna í Tunis. Loftárásunum er mest beint gegn flugvöllum hafnai'mannvirkjum og skipum möndulveldanna. I gær urðu borgirnar Soussa, Marteur og fleiri staðir fyrir loftárásum. Alls voru fjórar sprengjuflugvélar skotnar nið- ur fyrir möndulveldunum. Herflokkur frá Bandamönn- um fór í könnunarferð inn j. suð- urhluta Tunis og kom aftur með nokfcra ítalska fanga. Fréttir frá hernnmda löitdonum. ESSI saga he'fir borizt hing- . að frá Evrópu. Um leið og Belgi einn fór út ur kaffihúsi í Brussel, sagðist hann ætla að fara heim að hlusta á fréttir frá Englandi. Þegar hann kom heim voru Ge- stapomenn þar fyrir. „Hlustið þér á stuttbylgjuút- varpið?“ spurðu þeir. Hann sagðist hlusta á það á hverjum degi. Síðan spurðu þeir hann hvar hann geymdi útvarpstækið sitt, því þeir gætu ekki fundið það. „Ég hefi ekkert útvarps- tæki sjálfur, en veggirnir eru svo hljóðbærir, og ég hlusta á útvarp, sem þýzkur liðsforingi, sem býr í næsta herbergi, á.“ Rannsókn á dagblöðum óvin- anna, sem smyglað hefir verið frá Evrópu, sýnir að fjöldi fólks í Þýzkalandi, Ítalíu og herteknu löndunum hættir lífi sínu til að hlusta á útvarp Bandamanna. ' Þýzk og ítölsk útvörp til hlust- enda innanlands og ritstjórnar- greinar gagnrýna beizklega fólk, sem breiðir út fréttir, sem það hefir hlustað á í útvarpi frá London, Moskva og frjálsum Frökkum. ■12 JAPANSKAR ORRUSTU- FLUGVÉLAR SKOTNAR NIÐUR Fljúgandi vþrki, sem voru í árásarferð til Nýju Georgiu, sem er ein Salomonseyjanna, urðu fyrir árás 12 japanskra orrustuflugvéla og voru allar japönsku flugvélarnar skotnar niður. Bandaríkjamenn og Ástralíu- menn eru nú að uppræta síðustu leifar japanskra herflokka á Nýju Guineu fyrir austan og vestan Buna. New York. FRÉTTIR frá Winnipeg skýra frá dauða tveggja Kanadamanna af íslenzkum ætt um. Dr. V. A. Vigfússon prófessor við háskólann í Saskatchewan lézt hinn 1. desember af afleið- ingum bílslyss. Hann var fædd- ur fyrir fjörutíu og sjö árum í Tantallon, Saskatchewan, og var sonur frumbyggjans Narfa Vigfússonar, sem nú er áttræð- ur. Bróðir hins látna, Helgi Vig- fússon, og systir, frú C. Ölafs- son, eru á lífi. Þórólfur Vigfússon lézt einn- ig nýlega, áttatíu og sex ára að aldri. Hann var fæddur að Kol- freyjustað í Fáskrúðsfirði. Hann var einn af níu systkin- um, sem nú eru ölí látin, nema frú Vigfusa Beck, móðir Rich- ards Beck prófessors. 1 . Þjóðveijar hiría við Kotelnikovo snðvestor af Stalingrað. -...—— Kússar rjúfa járnbrautarlinuna frá Velikie Luki til Lettlands. Flugvélar frá Bretlandi fóru til árása til meginlandsins í gær og gerðu árásir á jámbrauta- lestir, samgöngustöðvar og aðr- ar hérnaðarstöðvar Þjóðverja í Norður-Fraklandi. I LONDON í gærkvöldi. FRÉTTUM frá Rússlandi í dag er sagt nokkuð nánar frá sigrum Rússa á Stalingrad vígstöðvunum í gær. Russum hefir nú tekizt að eyða fleyg þeim, sem þýzku her- sveitirnar, sem sendar voru frá Svartahafsborgunum til að reyna að bjarga her von Horths höfðu rekið inn í víglínu Rússa á Kotelnikovo-vígstöðvunum suðvestur af Stalingrad. Og segja Rússar, að með þessu sé hrundið mestu tilraun Þjóðverja til að bjarga hinum innikróaða her von Horths frá tortímingu. í fréttum í kvöld er sagt, að Þjóðverjar hörfi nú á þessum vígstöðvum. Hinn sigurinn á Stalingrad- vígstöðvunum var unninn við borgina Surovekino, sem er fyr- ir vestan Stalingrad ekki langt frá borginni Kalash, miðar að því að þrengja hringinn um her sveitir von Horths. MIÐVÍGSTÖÐVARNAR. Það var tilkynnt í Moskva í dag, að rússneskum hersveit- um hafi tekizt með því að sækja fram fyrir norðan og vestan Velikie Luki, að rjúfa járnbraut arlínuna til Lettlands. Felldu hersveitir Rússa 1000 manna þýzkan her, sem þarna var til varnar. Fylgir það fréttinni, að þessi sigur Rússa geri aðstöðu Þjóðverja við Velikie Luki mjög erfiða. Rússar berjast af miklum móð við Rshev og hafa enn tek- ið tvö þorp. Það er álitið að á þessum hluta miðvígstöðvanna sé einhver þau öflugustu virki, sem Þjóðverjar hafa látið byggja í Rússlandi og mundi það verða mikill ávinningur fyr ir Rússa ef þeir gætu hrakið þái frá Rshev. en þar hefir sókn iðulega sitrandað áður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.