Alþýðublaðið - 18.12.1942, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 18.12.1942, Qupperneq 5
PÖstwdagur 18. desember 1942. ALI>YÐUBLAÐIÐ > N S 1 \ )og eftirmiðdagskjólar, alltaf fyrirliggjandi. í Samkvæmis- Saumastofan Upþsölum. Símá 2744 Hvítar Silkiblússor ^ fallegt snið, nýkoarmar. ^ Saumastofan Uppsölum. S ' Sími 2744 S RarlmannaslOÐpar teknir npp eftir bádegi. Verzlun H. TOFT Skólavörðnsíío 5. Simi 1035 | Vaxdúkur í fjölbreyttu úrvaii er nú kominn ... .. .. ,1., Veggfóðurverzlun VICTORS HELGASONAR N Hverfisg. 37. Sími 5949. \ Stúlka óskast á kafflstofn iiér í bænmn. L v. á. Teppafílt í lergstaðastræti 61. Símí 4891. Amerlsku glerbeitin komÍD. Verzl. Dísafoss, OrettisQðtn 44 L Japanskan: t Flókið tungumál FTIRFARANDI grein, sem er þýdd úr tímarit- inu Readers Digest og er eftir Francis Sill Wickware, fjall- ar um japanska tiuigu og það hversu erfið hún er og flókin að læra hana. J7 INHVER hin tilfinnanleg- ■■ asta vöntun í þessari styrj- öld er skortur Ameríkumanna á mönnum, sem skilja japanska tungu. Stjórn Bandaríkjanna þurfti að fá menn til þess að túlka og geta lesið japönsk leyniskeyti, en hún gat ekki fundið fleiri en 100. Fraim að 'þessu hefir japanska verið kennd í fáum skólum, og þar sem hún var kennd, voru fáir nemendur. Nú orðið hafa flestir stærstu háskólarnir nám- skeið í japönsku, og um þessar mundir eru um 500 nemendur að pæla í gegn um þetta erfið- asta tungumál í 'heiminum. En viðbúið er, að stríðinu verði löngu lokið áður en þeir eru orðnir fleygir og færir í jap- önskunni. Ágætur nemandi ætti að vera fær um það eftir árið að lesa venju'lega grein í dagþlaði á japönskú. Eftir tíu ára nám ætti hann að haf a vald á málinu á við meðal Japana. En það segir ekki mikið, því að jafnvel inn- bornir Japanir eiga örðugt cmieð að skilja hver annan. Margir menn era læsir í Japan, en opin- berir bréfritarar hafa mikið að gera, og flestir vilja heldur leigja sér bréfritara en sveitast blóðinu við að rita bréf sín sjálfir. Höfuðerfiðleikimi við málið er hinn geysilegi stafafjöldi. Englendingar lárta sér nægja tuttugu og sex stafa stafrof. En japanska stafrófið telur hvorki meira né minna en 25000 stafi eða tákn, sem tekin eru að láni frá kínversku. Sérhver mynd táknar hlut eða hugmynd. Færustu 'kennarar Japana hafa á takteinum um 20 000 orð. Japönsk dagblöð bafa um 8000 tákn, og venjulegt fólk verður að hafa á hraðbergi um 6000 orð og tákn, til þess að geta gert sig skiljaniegt. Ástæðan til þess að svo margir Japanar nota gleraugu er sú, að þeir ofþreyta augu sín í æsku á því að rýna í tákn sín. Framburður getur verið á allt að f j'órtán vegu, og eru allar að- ferðirnar réttar, og sömu setn- ingu' má segja á allt að tíu mis- munandi vegu. Japönsk málfræði er hlutur, sem lesendur ættu að forðast sem mest þeir geta. Hún er flókin og þvæld. Þar eru engar forsetningar og persónufornöfn eru sjaldan notuð. Segjum svo að þér þurfið að segja: — Nú ætlum við að fara. Japanimir myndu segja þetta á eftirfarandi hátt: — Yuku hoga ú, en það þýðir: — Brottför er góð. Það er erfitt að koma orð- um að því, sem á að gerast á ó- komnum tínia. Ef menn æt'la að segja: — Ég ætla á knattleik á morgun, verður að segja: — Ef til vill verð ég á 'knattleiknum, þegar knattleikarárnír safnast saman næst, ef þeir hafa það í hyggju. Mörg japönsk orð taka með sér viðbótarendingu. Ef verið er að tala um blýant-, staf eða svipu t. d., verður að nota orðið hon (sem þýðiæ bókstaílega talað ,,trjábolur“). Endingin viðvíkj- andi bílum er dai (sem þýðir í raun og veru ,,flötur“). Dýr 'hafa endinguna hiki (sem þýðir ,,fótur“). Ef menn villast á end- ingum, gerbreytir það merkingu setningarinnar. Japönskunem- andi einn ætlaði með hjálp orða- bókar að segja: — En hve musterisklukkan er gömul, sem þú ert að hringja þarna hinum megin við tjörnina. En hann fór endingavil'lt og sagði: — Hundar, haldið áfram að gelta, þangað til vig erum búnir að drekkja móður okkar. Svona er japanskan hættulegt tungumál. Strangar kurteisisvenjur gera málið en.n þá erfiðara. Það þykir mikil kulteisi í Japan að gera lítið úr sjálfum sér en hrósa þeim, sem við er talað. Þegcir þeir vilja vera kurteisir, enda þeir hveja setningu á hsst, og þykir það mjög fágað tal. Þeir bera það fram eins og þeir séu að gleypa í sig heita súpu. En ef þeir ætla að móðga' ein- hvern, þá sleppa þeir þessu orði, hsst, enn fremur orðinu san og gefa í skyn, að maður standi honum jafnfætis að öllu leyti. Þetta' þykir mjög ókurteist. Mjög fcurteisir og fágaðir Jap- anir nota orðið hsst og san helm- ingi oftar en venjulega í hverri setningu og hefja smjaðrið og skjallið á það stig, sem. nálgast kaldhæðni. Mjög er það miklum vand- kvæðum bundið, að svara spoorn- ingum á japönsku. Setjum svo, að Japani sé spurður: — Ætlar þú ekki að vinna 'í dag? Hann míun segja nei, ef hann ætlar að vinna, en já, ef hann ætlar ekki að vinna. Hugsunin í þessu er sú, að ef hann ætlar að vinna og svarar nei, þá á hann við: — Spurningin, sem þú barst fram í neitunarfarmi, er ekki rétt. Ég ætla að vinna. Og ef hann segir já, á hann við: — Þú hefir spurt, hvort ég ætli ekki að vinna. Það er rétt hja þér. Sökum þess, hve japönsk tunga er loðin og flókið hugsuð, er hún mjög óheppileg sem vís- indamál, og málhugsunin er mjög ónákvæm. Þess vegna eru japanskh' vísindamenn neyddir til þess að tala saman og rita einungis á kínversku, en forðast sitt eigið tungumál. í stað þess að reyna að gera 'tungu sína einfaldari og auð- j velda hana, eru Japanir hreykrj- | ir af því, hversu mál þeirra er flókið. Þeir líta á það sem eins konar þjóðlega dulmálsskrift og verða gapandi af undrun ef ein- hver útlendingur dettur niður á að leggja rétt út eina setningu. Japanskir embættismenn full- yrða, að ókleift sé að gera rétta þýðingu á ýmsum skjölum og skilríkjum. Þeir fullyrða, að þegar þeir segja svartur, myndi það líta út í þýðingunni, sem þar ætti að standa hvítnr eða eitt- hvað þar á milli — en það er mjög þörf leiðþeining fyrir japanska stjórnmálamenn. Máfurinn fæst í afgr. Alþýðublaðsins. í stækkunargleri. Um stjórnmálaöngþveitið. — Hafa íslendingar lært nokkuð af því? Nokkur orð um jólagjafir handa börn- unum okkar. — Gefið þeim eltki skran heldur bækur! EG HEFI orðið að þoka nú í í nokkra daga fyrir auglýs- endum. Þó hefði ég viljað þessa dagana minnast á stjórnmálaöng- þveitið. Eg bað um að átta manna manna nefndin gæfi út opinbera yfirlýsingu um störf sín, en það var ekki gert. Það var illa farið. Eg vona þó, að alimenningi í landinu skiljist nú betur en áður, hvernig ástanðið er og hvað það í raun og veru er, sem allt strand- ar á. KOMMÚNISTAR HAFA nú fengið sína stjórn. En þið skulið ekki halda að þeir vilji viður- kenna þetta afkvæmi sitt. Það vilja þeir aldrei gera, þeir sparka í sín eigin egg og er slík ónáttúra óalgeng, en ónáttúran er svo marg vísleg. Kommúnistar hafa nú sann- að öllum landslýðnum, að þeir vilja ekki 4 flokka stjórn, ekki vinstri stjórn — ekki þingræðis- stjórn. Hinir skynsamari menn í þeim flokki voru bornir ofurliði og verkamennirnir og millistéttar- fólkið, sem kaus þá, voru svikn- ir. Kommabroddarnir' líafa aðeins einaHrú og eina skoðun: að bylt- ing brjótist út í stríðslokin og að hún færi þeim völdin. Þess vegna vilja þeir ekki leggja virka hönd að neinu, aðeins óróður og uppi- vöðslu. HALLDÓR KILJAN segir' í Þjóðviljanum, að stjórnmálaþroski íslendinga sé ekki á marga fiska. Kommabroddarnir eru á sömu skoðun og starfa samkvæmt því. Það þarf ekki mikinn stjórnmóla- þroska til að koma af stað óeirð- um, upþhlaupum og- byltingatil- raunu mmeðal fólks, sem óttast um framtíð sína. Þess vegna beita kommiinistabroddarnir hinum kunnu aðferðum sínum. EF ÍSLENZKA ÞJÓÐIN skilur ekki hvað á seyði er, er hún glöt- uð! Ef hún tekur ekki í taumana fast og ákveðið eftir stuttan tíma þá brennir hún sín eigin heim- ili til grunna, afkomu sína og framtíð sína, arfur íslendinga ferst í því báli og menning þeirra. EG HEF ALLTAF fyrir jólin minnst á bamabækurnar. Eg veit að bezta jólagjöfin, sem barn get- ur fengið er góð bók. Þetta eru líka ódýrustu og hagkvæmustu jólagjafirnar handa börnum. fs- lenzk litabók er ágæt. Hún bætir úr brýnni þörf. Börnum þykir gaman að litaþókum. Þær þroska, fegurðartilfinningu þeirra og hugmyndaflug þeirra. En við höf- um aldrei fyrr enn nú átt völ á íslenzkri litabók. Við höfum alltaf orðið að kaupa útlendar bækur. íslenzk litabók er góð, með íslenzk- um myndum og teksta í ljóðum. ÞÁ ERU ÞAÐ barnabækumar. Stefán Jónsson kennari hefir sent frá sér nýja barnasöngbók: „Það er gaman að syngja.“ Hann bjó til Guttavísurnar, sem fyrir löngu eru orðnar landsfrægar og hýgg ég að kvæðin í þessari nýju bók — kvæðiö um Stjána, sem hékk aftan í bíl og um smalasöguna hans Jóns, Skjóna og Dóna — verði ekki síður frægar. Þá eru það bækur „Æskunnar“: Æfintýrið í kastalanum. Góðir vinir, eftir Ragnheiði, Gullnir draumar og Milljónasnáðinn. „Æskan“ er vin- ! sælasta barnablaðið og útgefend- ur hennar kunna að velja barna- bækur. Þær eru líka ódýrar og því viðráðarílegar. Gefið börnun- um .ykkar heldur bók en eitthvert skran! BREFIN, sem ég hefi fengið að undanförnu, verða að bíða dálítið enn. Verð ég að biðja höfundana að vera svolítið þolinmóða. Listmálara Olídlitir, Léreft, Vatnslitir, 1 V 7 Pappír. Langaveoi 4. Simi 2131.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.