Alþýðublaðið - 19.12.1942, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 19.12.1942, Qupperneq 2
* Bfiðir opnar til IL 12J nfitt. ALLAK verzlanir bæjarins verða opnar í köld til kl. 12 á miðnætti. Eins verða allar verzlanir opnar á Þorláksmessukvöld til kL 12. Verzlun hefir yerið afar anikil hér í bænum síðustu vik- uraar, en þó mun verzlunin ekki hafa verið alveg eins fjör- ug síðustu dagana og hún var sömu daga í fyrra. ALÞVOUBtAOTO Hetir kwmmúnlstnm sniíizt hBgnrt Nú vilja peir vinstri stjórn!! &ommiliiistar senda Alþýðn* flokknnm og Framsókn sam~ starfs- Ofg samstjórnartilboð. En jafnframt bjóða þeir íhaidinu sam vinnu um lausn mála á alþingi! ..............'— Terðnr koraið ð fðt vinsnskóia ð höfnð- bólinn Reybhólnm? Frumvarp um pað komið fram Settnr forstjfiri Snnd hallarinnar. ABÆJAKRÁÐSFUNDI, sem haldinn var í gærkveldi, var ákveðið að setja ungfrú Sigríði Sigurjónsdóttir, sem forstjóra Sundhallar Reykja- víkur til bráðabirgða. Sigríður er dóttir Sigurjóns á Álafossi og hefir hún í mörg ár verið sundkennari við Sund- höllina. KOMMÚNISTAR hafa nú skrifað Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum bréf, þar sem þeir bjóða þess- um flokkum upp á samstarf um flutning og lausn mála á alþingi og biðja þess einnig, að teknar verði upp viðræður um málefnagrundvöll fyrir ríkisstjóm, sem þessir þrír flokkar tækju þátt í, með öðrum orðum vinstri stjóm. En samtímis hafa kommúnistar einnig skrifao Sjálfstæðis- flokknum, sem að vísu er ekki beðinn að vera með í umræðum um stjórnarmyndun, en þó boðið upp á samstarf um lausn mála á alþingi. Eru það sumpart söinu málin og þeir segjast í hinum bréf- unum vilja flytja og leýsa með Alþýðuflokknum og Framsókn. Og svo ákafur er nú samstarfsviljiim, að þeir telja sig reiðubúna til þess að flytja hvorki meira né minna en þrjú frumvörp um eitt og sama mál, eitt með hverjum flokki! Sérstakar heilbrigðis- og fé- lagsmáianefndir á aigingf. * j. ' \ ------♦ ....— Þess! mál eru aó veröa umsvlfa~ melrl með bverju óri. .....♦■■■----- FJÓRIR ALÞINGISMENN úr öllum flokkum: Haraldur Guðmundsson, Steingrímur Aðalsteinsson, Bemharð Stefánsson og Bjarni Benediktsson flytja í efri deild frum- varp um breytingar á þingsköpum alþingis þess efnis að framvegis verði kosnar heilbrigðis- og félagsmálanefndir til að starfa á alþingi Er þetta talin brýn nauðsyn, þar sem heilbrigðis- og félags- málin eru að verfta æ umsvifameiri og munu þó enn vaxa á næstu ár um. Frumvarp þetta er flutt að ósk landlæknis, en ástæður hans koma fram í bréfi, sem hann hefir skrifað forseta sam- einaðs þings um málið. Er bréf- ið* svohljóðandi: „í samráði við ráðherra heil- brigðismálanna og með tilvís- un til samtals við yður, hæst- virti forseti, leyfi ég mér að beina þeim tilmælum til yðar, að þér gangizt fyrir þeirri breyt ingu á þingsköpum Alþingis, að skipaðar verði fastar nefndir í báðum deildum alþingis, er sér- staklega fái til meðferðar heil- brigðismál, er koma til kasta þingsins, en um mörg þeirra gildir jafnvel fremur en flest önnur mál, að menn þurfa að eiga kost á að kynna sér þau mjög rækilega, ef þeir eiga að geta tekið skynsamlega afstöðu til þeirra. Á fjárlagafrumvarpi því, er nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að verja til heilbrigð- Dýralæknir í Reykjavík. BÆJARRÁÐSFUNDI í í gærfcveldá var Ásgeir Einarsson dýralæknir ráðinn til aft gegna dýralæknisstörfum í Reykjavík. Er það í fyxsta skipti, sem ráðiinn er dýnalæknir fyrir lög- sagraaiiuindiæmi Reytkjavfkur eitt. ismála og ýmissar styrktarstarf semi, sem til heilbrigðismála má telja, rúmlega 4’/fe millj. kr. Til samanburðar má geta þess, að til kennslumála, vísinda og lista, sem sérstakar mennta- málanefndir fjalla um að meira eða minna leyti, er einungis gert ráð fyrir að verja liðlega 3 millj. kr. Ýmsar aðrar hlið- stæðar fastanefndir alþingis þola þó enn miður samanburð að þessu leyti, svo sem sam- göngumálanefndir og iðnaðar- nefndir, sem enginn efast þó um, að eigi fullan rétt á sér. Á döfinni eru nú ýmis heil- brigðismál, sem þetta og hin næstu alþingi hljóta að taka af- stöðu til og áríðandi er, að lög- gjafar- og fjárveitingarvaldið athugi af velvild, áhuga og gaumgæfni. HL þar til nefna ýmsar mjög aðkallandi bygg- ingarframkvæmdir Landsspítal ans og á Vífilstöðum, aukningu sjúkrahúsrýmis fyrir geðveikt fólk, sjúkrahúsbyggingar á Ak- ureyri, í Keflavík og á Akra- nesi auk læknisbústaða- og sjúkraskýlisbygginga í ýmsum sveitahéruðum, ýmsar nýjar hjúkrunar- og líknarstofnanir, sem of lengi hefir dregizt, að upp væri komið (fávitahæli, drykkjumannahæli, örkumla- mannahæli, hæli fyrir vand- ræðabörn og unglinga o. s. frv.), margvísleg heilsuvemdar mál, sem lítillega hefir verið byrjað á að rækja (berklavarn- ar, ungbarnavernd, manneldis- rannsóknir) og mjög þyrfti að ftfc. á 7. sfðu. h Landsmenn hafa undanfarn- ar vikur fengið nokkuð að kynn ast skrípaleik kommúnista á al- þingi. Þeir hafa séð þá hafna þátttöku í fjögurra flokka stjórn, þeir hafa séð þá neita að taka þátt í „vinstri stjórn“, þeir hafa séð þá heimta „fram- kvæmdastjórn“, sem skipuð væri af ríkisstjóra, og þeir hafa séð þá hafna því að þingræðis- stjórn væri mynduð til bráða- birgða, sem sæti meðan verið væri að finna leiðir og leita samninga um lausn vandamál- anna og myndun varanlegrar þingr æðisst j órnar. Menn hafa undrast þessa framkomu og þótt alveg sýnt, að þessir menn vildu enga þátt- töku eiga í neinum þeim aðgerð um, sem telja mætti, að þeir bæru sameiginlega ábyrgð á með öðrum flokkum, og að þeir vildu að eins halda gamla leikn- um, að deila á og efna til úlfúð- ar, spenna upp sundrungu og deilur til þess eins að geta fisk- að í gruggugu vatni. Það var því engin furða, þó að menn rækju upp stór augu í gærmorgun, þegar þeir lásu blað kommúnista, því að þar gaf að líta alveg spónnýja línu. Nú bjóða þeir öllum flokkum upp á samvinnu! Þeir skrifa Al- þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum bréf, þar sem beir fara fram á samvinnu við þá um lausn allra helztu mála, og að jafnframt verði teknar upp viðræður milli þessara þriggja flokka til að athuga, hvort ekki megi takast, að mynda ríkis- stjórn, sem þeir allir stæðu að, þ. e. a. s. vinstri stjórn! En sagan er ekki nema hálfv sögð. Jafnframt því að birta þessi samstarfs- og samstjórn- artilboð til Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins birtir Þjóðviljinn enn eitt bréf, sem miðstjórn kommúnistaflokksins hefir skrifað Sjálfstæðisflokkn- um og er þeim flokki einnig boðið upp á samvinnu við kommúnista um lausn málanna á alþingi! Það er nú sannast að segja dálítið erfitt að átta sig á slík- um samstarfs- og samstjórnar- tilboðum svona rétt eftir að þeir hafa látið allt samstarf og allar tilraunir til samstjórnar- myndunar á þingræðisgrund- velli stranda á sér! En máske hefir þeim snúizt hugur. Ef til vill hafa þeir fengið nýja línu! Kannske hafa þeir orðið eitt- hvað varir við að kjóseridur þeirra hafi ætlast til einhvers Fkfj. á 7. sthi. ö REIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ hefir fyrir nokkru reyft þeiri tillögu, að hið forua höfuð ból Reykhólaý á Barðaströnd verði gert að skólasetri. Hefir sú hugmynd komið firam, að þarna verði komið á fót vinnu- skóla. Nú hefir Gísli Jónsson, þing- maður Barðstrendinga borið fram frumvarp um þetta á al- þingi. Er þar lagt til, að ríkið leggi skólasetrinu til jörðina á- samt öllum hlunnindum, endur- gjaldslaust. Þriggja manna und irbúningsnefnd verði skipuð. Sé húsameistari ríkisins formaður, en hinir tveir skipaðir eftir til- lögum Búnaðarfél. ísl. og Breið f ir ðingaf élagsins. í greinargerðinni segir svo: „Þegar ríkinu var heimilað að kaupa höfuðbólið Reykhóla, var það fyrst og fremst gert til þess að reisa það við úr þeirri fádæma niðurníðslu, sem jörð- in var komin í, og jafnframt til þess að tryggja Vestfirðinga- fjórðungi glæsilegt skólasetur í framtíðinni. En þó að nú séu liðin um 4 ár síðan ríkið eign- aðist jörðina, hefir ekkert verið gert til þess að koma þar á endurbótum. Má við svo búið ekki standa degi lengur. Breiðfirðingafélagið í Reykja vík hefir sýnt lofsverðan áhuga á því, að Reykhólar yrðu sem fyrst reistir við og gerðir að höfuðbóli og menntasetri fyrir Vestfirðingafjórðung. Hefir fé- lagið leitað álits allra hrepps- nefnda og sýslunefnda í Vest- firðingafjórðungi, sem einróma mæla með því, að komið sé upp skólasetri á Reykhólum. Hafa skjöl þessi öll verið send al- þingi. 1. gr. frumvarpsins miðar að ar verði gerðir að skólasetri, og að jörðin öll með hjáleigum og hlunnindum verði lögð til skóla setursins. Á þennan hátt eru skólanum skapaðar nokkrar tekjur. 2. gr. miðar að því að und- irbúa þetta mál sem bezt að unnt er, áður en framkvæmdir eru hafnar. Þetta er einkum og sér í lagi nauðsynlegt fyrir þá sök, að komið hafa fram ýmsar raddir um það, hvers konar skóla skuli reisa þar upp, þótt langflestir hafi fallizt á, að æskilegast væri, að komið yrði þar upp fyrst og fremst vinnu- skóla, sem veitti kennslu í öll- um venjulegum sveitastörfum, utan húss og innan. bæði fvrir konur og karla. Er helzt hugs- að, að kennslan gæti farið fram á námskeiðum, sem stæðu um 3 mán. hvert, og þá allt árið. Jafnframt væri bókleg kennsla í sambandi við námskeiðin að vetri til. Þá hafa einnig komið fram óskir um það, að komið væri upp þar barna- og ung- lingakennslu, og mætti það vera sérstæð stofnun á setrinu. Nefndinni er ætlað að athuga öll þessi mál og gera tillögur um fyrirkomulag, stærð og starfssvið. Jafnskjótt og hún hefir lokið störfum er ætlazt til, að hafizt sé handa um fram- kvæmdh-. Það er út af fyrir sig ekkert atriði, að byggingum öll- um sé komið upp í einu lagi, Frfa. á 7. *»á. Láugaidagur T!E. desemfaor j.9jg Rikissjóðar verðar að bæta bæudom í \ Norðnr-ísafjarðar- sýsln tjfin þeirra. Nokkrir bændor misstH fjár- stofn sinn i fárviðri BARÐI gudmundsson flytur í sameinuðu alþingi þingsályktunartillögu um aft al- þingi heimili ríkisstjóminni aft greiða bændum í Norður-ísa- fjarðarsýslu, sem urðu fyrir fjártjóni í fárviðrinu 7. okt. s. 1., bætur úr ríkissjóði eftir þeim reglxim, sem fylgt er við greiðslu bóta samkvæmt lögum nr. 75 frá 27. júni 1941. í greinargerðinni er nánar skýrt frá þessu máli: „Hinn 7. október s. 1. skall á eitt hið versta hríðarveður, sem menn rauna á Véstf jörðum. Við innanvert ísafjarðardjúp var veðurhæðin svo mikil, að hinir röskustu karlmenn réðu sér varla á bersvæði, og kaf- aldið var svo svart sem verst má verða um hávetur. Eirikum var þó veðurofsinn geigvænlegur á Snæfjalla- og Langadalsströnd. Flestir bændur þar á slóðum munu hama haft fé sitt heima á túnum eða í hagagirðingum, þá er óveðrið brast á, enda var hjá sumum þeirra slátrun ekki hafin. í Nauteyrar- og Snæ- fjallahreppi munu alls hafa far- izt um 470 fjár. Fyrir þungbær- ustum skaða urðu þeir Helgi Guðmundsson í Unaðsdal og Þórður Halldórsson á Lauga- landi, og mjög tilfinnanlegt tjón biðu einnig Pétur Pálsson í Hafnardal og Yngvar Ásgeirs- son í Lyngholti. Helgi, Pétur og Þórður eru allir barnamargir dugnaðarmenn, sem um áratugi hafa unnið fyrir sér og sínum af óvenjulegri atorku og þreki. Það er allra dómur, þeirra er til þekkja, að varúðarleysi hafi á engan hátt valdið nokkru um fjárskaðann. Virðist því sann- gjarnt, að þjóðfélagið hlaupi hér undir bagga, ekki síður en þegar um er að ræða tjón af mæðiveiki.“ Vetrarhjálpíia: Skátarnir sðfonðn 20,800 brfioim. C KÁTARNIR fóru unt ^ bæinn á miðvikudags- og fimmtudagskvöld til að safua fé til vetrarhiálparinn- ar, Gekk söfnun þeirra helmingi betur en í fyrra. Söfnuðu þeir á þessum tveimur kvöldum samtals kr. 20.868.74. í Vestur- bænum og í Miðbænum söfnúðu þeir á miðvikudagskvöld kr. 6.269.89, en á fimmtudagskvöld söfnuðu þeir í Austurbænum kr. 14.598.85. í fyrra söfnuðu skátarnir alls í tvö kvöld kr. 9.918.54 — og hefir söfnunin því nú orðið meira en helmingi meiri. Skrifstofa Vetrarhjálparinn- ar er í Bankastræti 7, sími 4966. Er þar tekið á móti gjöf- um allan daginn. Nesprestakall. Bamaguðsþjónusta í skólanum á Grímsstaðaholti kl. 11 árdegís á morgun. Fríkirkjau. Messa á morgun kl. 5, sr. Ámi Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.