Alþýðublaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Suxmudagtu 20. desembei* 1-942, Sparið kolln! STotlð rafmagnið! Verksmiðja vor býr til alls konar tæki tíl hitunar og suðu fyrir iðju, iðnað og heimilisþarfir: Þilofna (panelofija) til upphitunar íbúðarhúsa og hvers- konar annarra bygginga. Af þessum ofnum stafar engin eldhætta og eru þeir því jafn öruggir í timburhúsum sem steinhúsum. ( Gegnumstreymis-hitunartæki fyrir miðstöðvar af öltum stærðum. Rafmagnsofna (lausttengda), af mörgum stærðum og gerðum. Lofthitara fyrir verksmiðjur, verkstæði o. fl. Bökunarofna fyrir brauðgerðarhús, sjúkrahús, matsöiu- hús o. fl. af hvaða stærðum sem er. Stór-eldavélar af ýmsum gerðum. — Vatnshitunardunka. Suðuvélar 2—4 hellu með bökunarofni og með eða án hita-skúffu og glóðarristar. Borðsuðuvélar 1 og 2 hellu, án bökunarofns. Ennfremur breytum vér ýmsum tækjum, sem gerð hafa verið fyrir gas-, kola- eða gufuhitun, í rafmagnshiiuð tæki. KAUPIÐ ÍSLENZKA VINNU! — KAUPIÐ RAFHA H.f. Haftækjaverhsiniðja, Hafnarflrði. s s s s s s s s s s s s s s s s s \ V s s s LeikfanQabazap 10 °0 afsláttur „Það munar um minna‘‘ en 10 °/0 AFSLÁTT af ÖLLUM BARNALEIKFÖNGUM — til jóla. ferzl. BJAINI Bergstaðastræti 22. Auglýsið í Alpýðublaðinu. Jónas Guðmundsson; 5tyrjölö fólksins. » AF blöðum og tímaritum, sem nú berast frá útlönd- um, er augljóst, að fleiri og fleiri af forystumönnum lýð- ræðisþjóðanna eru sem óðast að átta sig á því, að styrjöld sú, sem nú geisar, er heimsbylt ing, en ekki ófriður milli þjóða, í þess orðs gömlu merk- ingu. Hér á landi er skilning- urinn á þessu ennþá nálega enginn, a. m. k. ekki meðal hinna ráðandi manna. Af for- vígismönnum Breta sýnist það vera Anthony Eden, sem gerir sér þessa hvað gleggsta grein og eins er augljóst, að ýmsir af mestu áhrifamönnum Banda- ríkjanna skilja þetta vel nú orðið, s. s. Wendell Wilkie ofl. Eitt af mörgu, sem gefur naz- istum Þýzkalands þann mikla styrk, sem þeir hafa haft, er það, að þeir gerðu sér ljóst þeg- ar í upphafi hverju þeir berð- ust fyrir. Þeir börðust fyrir ,,nýrri skipan“ á heiminum. — Hinn gamli heimur átti að hverfa og nýr heimur, sem Þýzkaland stjórnaði, átti' að koma í hans stað. Þessa skoð- un útbreiddu þeir og rökstuddu og bjuggu til heil fræðikerfi henni til stuðnings. Lýðræðisríkin höfðu enga slíka hugsjón til að berjast fyr- ir, þegar þau neyddust út í ó- friðinn. Þau lifðu sæl í sinni gömlu trú, og blekktu sjálf sig fram á síðustu stundu. Þau trúðu öllum fagurgala og lyg- um nazistanna, en gættu ekki að því, að sá fagurgali og þær lygar voru aðeins ,,átóður“, þ. e. tæki til þess að ná með settu marki í baráttunni fyrir ,,ný- skipun“ Hitlers. Bylting Hitlers var svo vel undirbúin, að hún reið að fullu í einni svipan öllu sjálfstæði nær allra þjóða á meginlandi Evrópu, nema Rússa, sem þó hafa goldið slíkt afhroð, að þeir hafa misst um helming fólks og landa í Evrópu og væru vafa- laust gjörsigraðir fyrir löngu ef Bretland og Bandaríkin hefðu ekki birgt þá að vistum og hergögnum og veitt þeim marga aðra hjálp og aðstoð. Héðan af verða það engil- saxriesku þjóðirnar, sem bera munu hita og þunga styrjald- arinnar ,en því fer fjarri, að þær hafi enn gert sér fyllilega ljóst hvað í raun og veru er að gerast í veröldinni. Margir eru þeir enn meðal þeirra þjóða, jafnvel meðal forystumann- anna, sem alls ekki skilja það, að nú er að fara fram stórkost- legasta bylting mannkynssög- unnar allt til þessa tíma — — heimsbylting — sem aldrei fyrr hefir átt sér stað. Margir halda að hinir „gömlu tímar“ komi aftur að ófriðnum lolcn- um, og þá haldi allt áfram eins og það áður ,var. Hér á landi eru margir líka þessarar skoð- unar. Menn tala um „krepp- una, sem kemur eftir stríðið,“ um „verðlag og kaupgjald, sem færist aftur í sitt fyrra horf“ og um, ,,að eftir stríðið verði að hefjast handa um framfaramál hin og þessi.“ En allt er þetta misskilning- ur, sem byggist á því, að menn gera sér ekki ljóst, hvert er eðli yfirstandandi styrjaldar. Það fer nú eins og 1918. Þá komu „gömlu tímarnir“ frá því fyrir 1914 ekki aftur, og eins fer nú, að „gömlu tímarnir“ fyrir 1939. koma ekki aftur, — enda væri þá til lítils barizt. Eftir styrjöldina 1914—1918 lækkaði kaupið ekki í það, sem áður var, heldur hækkaði stór- lega, auk þess sem margvísleg- ar aðrar kjarabætur almenn- ings komu að því stríði loknu, sem engan hafði dreymt um áður, að nokkru sinni fengjust. Kreppan, sem kom eftir fyrra stríð, stafaði fyrst og fremst af því, að verulegur hluti heims- ins útilokaðist frá heilbrigðu viðskiptalífi (Rússland og Þýzkaland) og þó einkum af því, að stjórnendur heims-fjár- málanna, Bretland, Bandaríkin og Frakkland, reyndu að snúa hjóli framþróunarinnar aftur á bak með því að reyna að koma á sams konar fjármála-ástandi og því, sem var fyrir 1914. — Yerði það reynt nú eftir þetta stríð, kemur kreppa. En það verður ekki reynt, vegna þess, að áður en stríðinu lýkur, verður búið að koma á nýju skipulagi, sem tryggir framhaldandi þróun á heil- brigðari grundvelli. Hambro, stórþingsforseti Norðmanna er sagt að hafi lát- ið svo um mælt í fyrirlestri ný- lega í Bandaríkjunum: „Þetta er styrjöld fólksins og það verð ur fólkið sjálft, sem ákveður friðinn. Allar mótsagnir milli stétta í Noregi hafa þurkast út, og það gildir hið sama um aðr- ar hernumdar þjóðir.“* Þessi orð eru áreiðanlega sannmæli. Hið gamla skipulag, — hinn gamli tími, — kemur aldrei aftur. Að halda það, er hin háskalegasta bleltking. Auð valdsskipulagið — kapítalism- inn — ásamt þeim tveim öfga- stefnum, sem eru skilgetin af- kvæmi þess, nazisminn og kom- múnisminn, verður hrunið til grunna löngu áður en næsti friður verður saminn og það verður aldrei tekið upp aftur. En vegna þess, að skipulag lýðræðisríkjanna hrynur í styrjöld við hættulega fjand- menn, verður hrun þess með allt öðrum hætti, en þeim, sem algengastur hefir verið til þessa, þ. e. með innanlands byltingum (sbr. frönsku stjórnarbylting- una, þýzku byltinguna, rúss- nesku byltinguna og fasista- byltinguna á Spáni.). Það hryn- ur með niörbreytingu skipu- lagsins eftir lýðræðisleiðum. þannig, að nýtt þjóðslápulag verður reist á vísindalegum grundvelli um leið og frá hin- um fyrri verður horfið og það án þess, að urn það verði blóð- ug átök innan ríkjanna. Ósjálfrátt eru nú hinar éng- ilsaxnesku þjóðir að leggja inn á þær brautir, sem til þessa leiða. Eru þar láns- og leigulög Bandaríkjanna lang merkileg- asta sporið, að því er snertir viðskipti þjóðanna í framtíð- ónni, og er ilt til þess að vita, að þeirri merkilegu lagasetningu skuli ekki hafa verið meiri gaumur gefinn, en raun er á. Margt fleira af því, sem nú er að gerast, bendir og greini- lega í sömu átt. Má þar t. d. benda á hina nýju alþýðu- tryggingalöggjöf Breta og hina stórkostlegu skipulagningu allr- ar framleiðslu bæði í Bretlandi og U.S.A., sem ekki einasta nær til hergagnaiðnaðarins, heldur og til framleiðslu hinna nytsamlegustu og þýðingar- mestu hluta friðartímanna. Má benda á flugvéla-, skipa- og matvælaframleiðsluna o. m. fl., ‘ sem engin dæmi eru til um áð- ur í sögu þjóðanna. Að vonum veita menn þessu minni at- hygli en vert er nú, meðan að styrjöldin geisar og hinir ein- stöku styrjaldarviðburðir, sem þó eru ekki annað en dægur- flugur, þegar allt kemur til alls, fylla hugann. Það er hin háskalegasta skoðun, að halda, að eftir strið- ið sé nægur tími til þess a8' hugsa um hvað gera skal. Ein- mitt meðan stríðið stendur yf- ir, meðan byltingin er að farm fram, verður sú huasjón, sem barizt er fyrir, að lýsa sem log- andi blys öllum þjóðum, svo þær viti fyrir hverin er barizt og hvað við skuli taka, að því afloknu. Við vitum hvað við tekur, ef nazisminn sigrar. Þá taka við heimsyfirráð Þjóðverja eða þýzkra nazista og einn þáttur- inn í þeirra nýskipun er skipu- lagsbundin útrýming heilla þjóðflokka, s. s. Gyðinga, Pól- verja o. fl., úr veröldinni og 6- takmarkaður yfirráðaréttur Þýzkalands um allan heim. ' En vitum við hvað við tekur ef Bandamönnum tekst að sigra í styrjöldinni? Því miður vitum við það ekki enn með neinni vissu. A fátæktin að halda á- fram að vera til í heimi þess- um, fullum allsnægia? Á fólk- ið að búa áfram í óviðunandi hreysum og kotum þó jörðin sé öll að kalla eitt byggingarefni? A skipulagsleysið í íramleiðslu- háttum aö skapa áfram atvinnu leysi, verkföll, verkbönn, sundr ungu og margvíslegt annað böl? A fjöldi fólks að ganga atvinnu- laus og lifa hálfgerðu eða al- gerðu hungurlífi á náðarbrauði hins opinbera þó hvarvetna séu næg verkefni fyrir alla, sem geta unnið? Á áfram að loka þá, sem af lægri stigum eru éða af fátækurri fæðast, frá al- mennri menntun? Þetta eru spurningarnar, sem fólkið vill að svarað verði. Og þeim er að mestu ósvarað enn. Við vitum að vísu, að Banda- menn berjast fyrir frelsi og lýðræði, en það eitt er ékki nóg. Hvernig verður það frelsi tryggt til frambúðar og hvern- ig verður fyrir komið framtíð- arskipulagi heimsins svo það leiði ekki til sífelldra árekstra og vandræða, kreppna og styrj- alda. Takmark þeirrar heims- byltingar, sem nú fer fram, verður að vera alger útrýming iátæktarinnar úr he~ Það. vérður að brjóta niður all- ar ranglætisstofnanir mannkyns ins, því það eru þær, sem fyrst og fremst skapa og viðhalda því menningarleysi og þeirri ör- birgð, er voru einkenni hins „gamla tíma“, sem aldrei á að koma aftur. Hið mikla hlutverk hinna engilsaxnesku og nor- rænu þjóða verður að vera það, að hafa foFustuna í uppbygg- ingu slíks heims. Þær þjóðir einar hafa sýnt það í verkinu, að þær kunna að meta til fulls. frelsi einstaklingsins og smá- þjóðanna og þær hafa komizt lengst í því að leiða réttlætið til.þess öndvegis, sem því ber í skipulagi og skiptum þjóðanna. Fyrir þessu berjast þær líka raunverulega nú, þó þær geri sér það varla sjálfar fyllilega ljóst. Hvorki Rússar né Þjóð- verjar virða frelsi einstaklings- ins, frelsi smáríkjanna né rétt- lætið svo sem þarf til þess að þær geti haft slíka forustu, þó margt sé að öðru leyti vel um báðai>þær þjóðir. Einungis eng- ilsaxneskum og norrænum þjóð um verður treyst til slíkrar for- ustu, og sú forusta er og verður þeirra mikla hlutverk í sögu mannkynsins. Þó það dragist í nokkur ár enn, að núverandi styrjöld Ijúki, og þó það taki enn nokk- ur ár, eftir að beinum vopnavið- skiptum er hætt, að koma á bráðabirgða-heimsskipulagi til þess að afstýra nýjum ófriði og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.