Alþýðublaðið - 22.12.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞriSjudaeur 22. desemoer 1942. Viðræður um vinstri stjórn eru að hefjast Fyrsti viðræðufundurinn verður í dag. ■» VIÐRÆÐUIl eru nú að hefjast með fulltrúum frá Al- hýðuflokknum, Framsúknarflokkn/um og Kommún- istaflokknum með það fyrir augum að kanna niöguleikana á myndun vinstri stjónar, sem þessir þrír flokkar stæðu að og ættu fulltrúa í. Mun fyrsti viðræðufundurinn verða haldinn í dag, en ekki er taiið líklegt, að fleiri fundir verði haldnir fyrir jól. Tvær sex ðra pmiar telpnr verða fyrir bil. Bilstjórinn ók burtu án bess að skipta sér af peim, SÍÐASTLIÐINN laugardag um klukkan fimm urðu tvær sex ára gamlar telpur fyr- ir bíl á Eiríksgötu. Voru þær að koma frá jóla- skemmtun í Grænuborg og gengu götuslóða frá Grænu- borg að Eiríksgötu ög yfir göt- una. Um sama leyti bar þar að bifreið, sem ók suður götuna og urðu telpurnar fyrir henni og féllu í götuna. Meiddust þæv báðar, og önn- ur talsvert mikið. Heita þær Ásbjörg Ólafsd., Egilsg. 18, og María V. Guð- mundsd., Hring. 74. Bifreiðarstjórinn ók burtu, án þess að hirða um telpum- ar. Biður því rannsóknarlög- reglan sjónarvotta að gefa sig fram hið allra fyrsta. Haðnr dettur útaf Ölfas- /■ árbrú og drnkknar i straumkastinn. UM kl. 3 aðfaranótt sunnu- dags varð sá atburður að Ölfusá, að bifreiðarstjóri héðan úr bænum steyptist út af Ölf- usárbrú og niður í straumkast- ið og drukknaði. Hann hét Baldvin Lárusson. Fór hann á laugardaginn á- samt bróður sínum og fleira fólki austur á Stokkseyri. Er fólkið kom að Ölfusárbrú steig það út úr bifreiðinni og gekk Baldvin og bróðir ham® út á brúna. Allt í einu steyptist Baldvin út af brúnni. Bróðir hans reyndi að grípa hann, en missti af hon- udj yfir handriðið. Um nóttina var hafin leit að líkinu, og var leitinni haldið. á- fram á sunnudag, en hún bar engan árangur. Var leitað með- fram ánni allt niður að Kald- aðarnessbökkum, og tóku setu- liðsmenn þátt í henni. Munu þeir jafnframt hafa leitað að setuliðsmanni, sem drukknaði í Ölfusá í sumar. Frð pingi Sambands bindindisfélaga í skóinni. ELLEFTA þing Sambands bindindisfélaga í skólum var haldið hér í Reykjavík dag- Frfc. á 7. sflSu. Það var, sem kunnugt er, — Kommúnistaflokkurinn, sem fór þess á leit við Alþýðuflokk- inn og Framsóknarflokkinn, að þessar viðræður yrðu hafnar. Urðu báðir flokkarnir við þeirri ósk og tilnefndu þrjá menn hvor til að taka þátt í viðræðunum fyrir sína hönd. Alþýðuflokkurinn til nefndi af sinni hálfu til að taka þátt í viðræðunum Harald Guðmunds- son, Barða Guðmundsson og Gylfa Þ. Gíslason. Fyrir hönd Framsóknar- flokksins taka þátt í þeim Ey- steinn Jónsson, Skúli Guðni., og Steingrímur Steinþórsson. Af hálfu kommúnista liafa verið tilnefndir Brynjólfur Bjarnason, Áki Jakobsson og Sigfús Sigurhjartarson. Mun viðræðum þessu.m vafa- laust verða veitt mikil athygli og margir gera sér vonir um það, að þær beri árangur. Það virtist að vísu ekki blása byr- lega- fyrir vinstri stjórn á dög- unum, þegar Haraldur Guð- mundsson snéri sér til Fram- sóknarflokksins og Kommún- istaflokksins í því skyni að grennslast eftir hvaða mögu- leikar væru á myndun slíkrar stjórnar. Báðir flokkar töldu þá öll tormerki á því, að þeir gætu orðið með, að svo stöddu. En síðan hafa þeir þó haldið því fram, að með eftir^rennslan Haralds hafi á engan hátt verið úr því skorið, hvort takast mætti, að mynda vinstri stjórn, því að til að ganga úr skugga um það, þyrfti ítarlegar viðræð ur milli flokkanna, sem myndu að minnsta kosti taka nokkrar vikur. Nú eru þessar viðræður að hefjast, og verður því þá að minnsta kosti ekki lengur við borið, að ekki vinnist tími til þess, að g’anga úr skugga um möguleikana á myndun vinstri stjórnar, sem svo mikið hefir verið talað um og svo mikill meiriMuti þjóðarinnar vill vafa- laust fá. ÞiDgmenniroir fá jóiafrí. INGMENN hafa nú feng- ið jólafrí sitt. Hafa ýmsir þeirra, sem heima eiga utan Reykjavíkur og geta komizt heim, farið. Talið er líklegt, að þing- fundir hef jist aftur um 4. jan- úair, og er þó ekki útilokað, að fundir verði haldnir milli jóla og nýjárs. Kínatafl heitir borðleikur einn, sem flutzt hefir hingað til lands fyrir nokkru. Er taflið töluvert flókið á að sjá og erfitt viðureignar fyrir byrj- endur, en ,,spennandi“ mjög og góð dægradvöl, þegar menn hafa numið það til leika. Leiðarvísir fylgir hverju tafli. Tafl þetta er talið mjög útbreitt í Englandi og Ameríku, en kínversk uppflnning. Dansinn í Hruna. Jón Aðils iem Gottskálk í .Berghyl og Brynjólfur Jóhannes- son'sem Ógautan. Leðuri)kban verður ekki sýnd um JéllnS Og alveg óvíst, hvenær það verður. .......»"■..... Dansinn í Hruna verður jólaleikritið. ...... '♦.. j iv-tm OPERETTAN „LEÐURBLAKAN“, sem átti að sýna á jólunum, verður ekki sýnd fyrr en einhvern tíma seinna. Tilkynning um þetta var send blöðunum í gær frá Leikfé- laginu og Tónlistarfélaginu, en bæði þessi félög höfðu ákveðið að sýna þessa frægu óperettu. Ástæðan fyrir því, að ekki er hægt að sýna „Leðurblök- una“, eins og ráð hafði þó verið fyrir gert, er sú, að sýn- ing hennar þarfnast sérstak- lega mikils undirbúnings og mjög langs æfingatíma. Leik- endur og starfsmenn aðrir hafa líka leiklistina í hjáverk- um eins og kunnugt er. Undirbúningur og æfingar á þessari ágætu óperettu voru hafnar þegar snemma í haust, en margvíslegir örðugleikar, þar á meðal veikindi ollu því, að æfingum er hvergi nærri full- lokið — og óvíst hvenær þeim verður lokið, eins og sagt c;r í fyrrnefndri tilkynningu. Það er alveg áreiðanlegt. að þetta verða mörgum sár von- brigði, því að menn höfðu gert sér góðar vonir með að sjá óperettuna. Reykvíkingar verða því að að láta sér lynda að hafa „Dansinn í Hruna“ fyrir jóla- leikrit. Um þetta segir í til- kynningu Leikfélagsins: „Leikfélagið óskar þess get- ið sérstaklega að af íraman- greindum ástæðum, og svo af því hve sýningar á „Dansinum í Hruna“ hófust seint (26. nóv.) með tilliti til listamannavik- unnar, hafði það ekki gert neinar ráðstafanir fyrir öðru leikriti á jólum og ekki tími til slíks, þegar útséð var ao Leð- urbiakan yrði ekki ti'lbúin til sýningar fyrir þann tíma.“ „Dansinn í Hrur>a“ er vin- sæll og nú er búið að sýna hann — að þessu sinni — oft og alltaf við húsfylli. Margir hefðu því kosið nýtt leikrit, því að það er siður margra fjöl- skyldna, sem annars sækja ekki leikhús oft, að sækja pað um jólin. Leikfélagið tilkynnir, að nú séu byrjaðar æfingar á nýju leikriti, en hvaða leikrií hér er um að ræða var eklcl hægt að fá upplýsingar um í gær. Það mun vera útlent, en verður að líkindum staðfært. Þá munu einmg vera by:. j- aðar æfingar á barnaleikriti og er ætlunin að sýningar á bví geti hafizt eftir áramctin. Helgafell komið: Jólabefti pessa mpd arlega timarits hem- nr i dag. JÓLAHEFTI tímaritsins Helgafells er komið út, vandað að efni og frágangi. I»ar reka flestir fyrst augun í tvö litprentuð málverk, sjálfsmynd eftir Kjarval og Þingvallamynd eftir Ásgrím. Ritið hefst á tveim erindum, sem vakið hafa athygli alþjóð- ar: Erindi ríkisstjóra, því, er hann hélt við opnun Lista- mannaþingsins, er nefnist hér Gróandi — en ekki hvíldartími og ræðu núverandi forsætisráð- herra, Dr, juris Björns Þórðar- sonar, er hann kaTar Sjúlfstseð- ismálið er ævarandi. Þá kemur Prologus Tómasar Guðmunds- sonar að Dansinum í Hruna; Uppruni íslenzkrar skáldmennt ar, þriðja grein Barða Guð- mundssonar;. Tvö kvæði, Arf- leifðin og fjallið helga eftir Jón Magnússon; Siðmenning og læknisfræði eftir prófessor Haggard, þýtt af Jóhanni Sæ- mundssyni, lækni; De beste, ljóð eftir Nordahl Grieg, áður óprentuð, ort á Þingvöllum í sumar; Hringsól um Kreml, saga eftir Gunnar Gunnarsson; Undir Jökli, fyrri grein, eftir prófessor Ólaf Lárusson; For- máli í Himnaríki, upphaf að Fást Goethes, þýtt af Magnúsi Ásgeirssyni; Skoðanakönnun, nýmæli til öryggis lýðræðinu eftir Torfa Ásgeirsson, hagfræð ing; Tveir meistarar, Ásgrímur Frh. á 7. «ffu. Nahinnmaðurbleyp or uœ göturnarl Lðgreglan reynir að hafa hendnr i hári hans, en hefir ebki tekizt hað ennhá. U VAÐ EFTIR ANNAÐ upp á síðkastið hefir lögreglan fengið tilkynning- ar um mann nokkurn, sem hlypi næstum alls nakinn um götur í bænum að kvöldlagi. Lögreglan. mun hafa gert til- raunir til að handsama mann- inn, en ekki tekizt enin sem komið er. Maðurinn hefir aðaliega sést á Laufásvegi, Fjölnisvegi, Sól- eyjargötu Mjölnisvegi og fleiri götum þarna í nágrenninu. Hann sést aðallega seint á kvöldin og'er þá mjög fáklædd- ur ,stundum aðeins í nærskyrtu og stundum í nærskyrtu og brókum. Hann hleypur hratt og áreit- ir ekki fólk ,en háttalag hans er svo einkennilegt, aö lögregl- an myndi taka hann í sina vörslu, ef hún gæti handsamað hann. En hann virðist vera afar frár á fæti, því að hann er alltaf horfinn, þegar á vettvang er komið. irbæhur Reyhiavíhur Önonr útgðfa komin. ONNUR ÚTGÁFA aí Ár- )ókum Reykjavíkur er komin út. Dr. Jón Helgason hafði tek- ið saman allmikið efni í 2. út- gáfu áður en ’nann lézt, en síð- an hefir dr. Jón Jóhannesson tekið við því efni og samræmt það efni, sem hann hafði viðað að sjálfur. Er þessi önnur út- gáfa hinna miklu Árbóka því aukin og endurbætt. H.f. Leiftur gaf Árbækumar út í október 1941 og seldist upplagið á skömmum tíma. Mikil safa er og á þessari ann- arri útgáfu. Jarðarför Davíðs Sristjónssonar fór fram i gær. JARÐARFÖR Davíðs Krist- jánssonar fór fram í gæe og var ein af f jölmennustu jarð- arförum, sem fram hafa farið I Hafnarfirði. Athöfnin hófst að heimili hins látna kl. 1 e. h. og talaði Gretar Fells rithöfundur þar við kistuna. í kirkjunni töluöa prestarnir Garðar Þorsteinsson og Jakob Jónsson. Iðnaðarmenn báru kistuna að heiman og að kirkju, en bæjar- fulltrúar báru kistuna í kirkju. Guðspekinemar báru kistuna úr kirkju, en starfsmenn Hafnar- fjarðarbæjar í kirkjugarð. Athöfnin var hin virðuleg- asta og bar þess ljósan vott, hve ástsæll maður Davíð Kristjáns- son var. Blindiavinir. Þeir, sem vilja gleðja blinda menn um jólin, geta komið send- ingum sínum í Körfugerðina, Bankastræti 10 eða í skriístofu Blindravinafélags íslands, IngóMs- stræti 16.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.