Alþýðublaðið - 23.12.1942, Side 3

Alþýðublaðið - 23.12.1942, Side 3
'9ttv9a&8af 2t. ÍMS. Vvíil: ALÞYÐUBLAÐiD K.Vg-ILT—•Oti, Kússar gera ámaúp. Mynd þessi er tekin einhversstaðar á hinni löngu víglínu Rússa og sýnir hóp rússneskra her- manna gera áhlaup á framstöðvar Þjóðverja. Rússar hafa nú umkringt járnbrautarbæinn Miilérovo Verst Rommel Yið lisiirata? Segjasf bafa tekið 7000 fanga og mikið herfang. LONDON í gærkveldi. FRAMVAKÐASVEITIR 8. hersins hafa átt í minni háttar viðureignum við þýzkar ®g ítalskar hersveitir nálægt Sirte, segir í fréttum frá Kairó í dág, Rommel heldur áfram að hörfa méð hersveitir sínar og haldá flugvélar bandamanna uppi stöðugum árásum á þær. . í þýzkimi fréttum til útlanda er gefið í skyn, að Rommel muni búast til varnar við Misurata, sem er 200 km. fyrir vestan Sirte. Blöð bandamanna telja þetta ekki ósennilegt. Það er kunnugt, að nokkur hluti af her Rommels er nú kominn til Misu- rata. Varnarskilyrði við Misu- rata eru talki mjög góð. Loftárás ð Huachen London í gærkv. BRESKAR sprengjuflugvél- ar gerdu loftárás á Múnc- hen í Þýzkalandi í nótt. Flug- skilyrði vöru góð og voru loft- vamir borgarinnar heldur mátt lausar. Margar sprengjuflugvél- ar af stærstu gerð tóku þátt í þessari árás og urðu miklar skemmdir í borginni. Sprengjuflugvélarnar mættu mörgum orrustuflugvélum á leið sinni yfir Þýzkaland, að minnsta kosti tvær þýzkar orr- ustuflugvélar voru skotnar nið- ur. 12 brezkra sprengjuflugvéla er saknað úr þessum leiðangri. Það er nú komið í ljós, að.44 þýzkar orrustuflugvélar voru skotnar niður í hinni miklu loft árás, sem amerískar flugvélar gerðu á birgðar- og viðgerðar- stöð Þjóðverja um helgina suð- austur af Farís. LONDON í gærkvöldi. RÚSSNESKA HERSTJÓRNIN gaf út aukatilkynningu í kvöld, þar sem segir, að rússnesku herirnir, sem hófu sóknina miðja vegu á milli Voronesh og Stalingrad, hafi náð saman við Millerovo og sé sú borg nú umkringd. 6700 fangar voru teknir og yfir 7000 Þjóðverjar voru felldir. Þjóðverjar hafa nú verið reknir úr öllum sterkustu varnar- stöðvum sínum á þessum slóðum og hörfa nú suðvestur á bóginn um lítt byggð svæði. Þá segir, að 160 km. af hinni þýðingarmiklu járnbraut milli Voronesh og Rostov sé á valdi Rússa. í þessari aukatilkynningu er sagt, að Rússar hafi náð miklu herfangi í seinustu framsókn sinni á þessum vígstöðvum og hafi þeir í þessari 7 daga sókn náð alls 1600 fallbyssum, yfir 1200 vélbyssum, 6700 hestum af Þjóðverjum auk fjölda ann- arra hergágna. Alls hafi nú ver- ið teknir 20.000 fangar og 80,000 ferkm. lands verið los- að undan yfirráðum Þjóðverja. Fréttaritarar í Moskva segja, að veðrið á þessum vígstöðvum sé þannig, að það sé nokkuð mikið frost en heiðskírt veður, en af og til geysi snjófok og láti rússnesku hersveitirnar það oft skýla sér þegar þær sækja fram og sé þá ómögulegt fyrij’ andstæðinginn að greina hei’sveitirnar fyrr en þær eru alveg komnar að honum. Þessi nýja sókn Rússa á milli Voronesh og Stalingrad hefir gengið langsamléga hraðast fyrir sig, af þeim sóknaraðgerð- um, sem Rússar hafa hrundið af stað í vetur og telja fréttarit- arar erlendra blaða í Moskva, að hún geti orðið langhættuleg- ust þeirra allra ef Rússum tekst að halda henni áfram, því að hún auki bæði hættuna fyrir her Þjóðverja á Stalingradvíg- stöðvunum og eins hersveit- anna í Kákasus. STALINGRADVÍGSTÖÐV- ARNAR. Rússar tilkynna, að hersveit- ir þeirra á Stalingradvígstöðv- unum hafi sótt fram fyrir vest- an og suðvestan Stalingrad og bíði her Þjóðverja stöðugt mik- ið manntjón og hergágnatap’. Rússar segja, að Þjóðverjar hafi unnið nokkuð á, á einum stað á þessum vígstöðvum. þar sem barizt hefir verið um sam- yrkjubú eitt 3 undanfarna daga. Þar hafa Þjóðverjar misst 2200 menn og fjölda skrið- dreka. í Stalingrad segjast Rússar halda áfram að hrekja Þjóð- verja úr byggingum. Þjóðverjar tilkynna í sínum fréttum, að þeir hafi hindrað Rússa í því að landsetja lið á vesturbökkum Volgu, að öðru leyti segja þeir, að herir þeirra ‘heyi á þessum vígstöðvum harða varnarbaráttu og bíði rússnesku hersveitirnar mikið tjón. Einn erlendur fréttaritari í Moskva sendi blaði sínu þá fregn í kvöld, að Manstein, sem stjórnaði her Þjóðverja á víg- stöðvunum milli Voronesh og Stalingrad hafi gefið her sínum skipun um að hörfa. Það er nú augljóst af fréttum fréttaritara, sem dvelja í Þýzka landi, að Þjóðverjar eru nú í fyrsta sinni farnir að láta bera á áhyggjum út af vetrarsókn Rússa. Þýzka blaðið Múnchener Neúeste Nachrichten skrifar, að þessu sinni verði Þjóðverjar að horfast í augu við skuggaleg jól, því að nú í vetur verði þeir að heyja einhverja örðugustu baráttu, sem nokkurn tíma hef- ir verið lögð á herðar þýzku TLT ERSVEITIR BANDAMANNA við Mejez el Dab hafa TA átt í nokkrum viðureignum við framvarðasveitir Þjóðverja og hafa tekið þar nokkra þýzka fanga. Kom í ljós, að fangar þessir voru þýzkir hermenn, sem fluttir höfðu verið frá Rússlandi og áttu að berjast með Rommel í Afríkuher hans eftir því, sem þeir skýra frá, en skyndi- ; lega var breytt um ákvörðunarstað og þeir sendir til Tunis. ■ Þá segir einnig, að þeir •-------------------------------- ítölsku hermenn, sem Banda- menn hafa tekið fasta í Tunis sé allir annars flokks hermenn og láti þeir illa yfir sambúð- inni við Þjóðverja. Aðrar fréttir frá Tunis segja frá loftárásum Bandamanna á ýmsa staði í Tunis. Hefir La Goulette og Tunisborg orðið enn fyrir hörðum árásum. Þá hafa flugvélar Bandamanna gevt harða loftárás á flugvöll möndulveldanna við Hamn í miðhluta Tunis og voru þar 11 þýzkar flugvélar eyðilagðar á jörðu. Frönsku hersveitunum, sem berjast í Suður-Tunis verður enn vel ágengt. Fréttir frá Al- gier herma, að Bandaríkjamenn séu nú um það bil að ljúka und- irbúningi sínum undir miklar hernaðaraðgerðir í Tunis og muni herir þeirra þar bráðlega hefja mikla sókn, sem muni hafa þær afleiðingar, að her- sveitir Nárhings verði hraktar í sjóinn. Hersveltir Wavels sækja til Akpb. HHERSVEITIR Wavells, sem hófu sókn inn í Burma sækja enn fram og halda eftir ströndinni til hafnarborgarinn- ar Akyab. Mótspyrna Japana er lítil. Flugvélar Bandamanna hafa gert loftárás á Akyab. Hersveitir Bandamanna á Nýju Guineu hafa tekið einn flugvöll af Japönum við Buna eftir harða bardaga. ðmerfkski flnghermn á Englandi mun innan- skamms hefja mikiar loftárásir á meginlandið. MLLER, amerískur herfor- ingi, sem hefir haft eftir- lit með birgðum, víðgerðar- stöðvum og öðrum þess háttar hlutum, sem ameríski flugher- inn þarf að nota í Englandi lét svo um mælt í dag, að nú væri allur nauðsynlegur undirbún- ingur til þess, að amerískar flug sveitir gætu hafið stórkostleg- ar loftárásir á meginlandið að verða lokið. Miller kvaðst vera ánægður með frammistöðu amerískra flugmanna í þeim ánásurn, sem þeir hafa gert á meginlandið, og sagði, að hin besta samvinna væri á mill ameríska og brezka flugliðsins. Þeir ynnu saman undir kjörorðinu einn fyrir alla og allir fyrir einn. þjóðarinnar. Blaðið segir að lok um, en vor kemur á eftir liðn- um vetri. íbd Carl Flelscber látinfl í Anerfkfl. TM' ORSKI hershöfðinginn Carl Fleischer hefir skyndilega látist í Ameríku. — Hann var 59 ára gamall„ Fleischer kom mjög við sögu í Noregsstyrjöldinni, sem for- ingi fyrir 6. herf>. Norðmanna, sem í tvo mánuði barðizt í N.- Noregi við hersveitir Þjóðverja. Fleischer var afburða her- foringi og hermaður. Hann var fyrir her sínum, þegar honurn tókst að ná Narvík aftur af Þjóðverjum, eftir að þeir höfðu haft bæinn á valdi sínu í 7 vik- ur. Þegar norska stjórnin neydd ist til að yfirgefa Noreg í júní 1940, hefði Fleischer helzt kos- ið að verða eftir hjá hermönn- um sínum, en fyrir beiðni norsku stjómarinnar fylgdi hann henni til Englands til þess að taka sér þar á hendur þýð- ingarmikið hlutverk fyrir hana. Hann var skipaður yfirforingi norska hersins í Englandi og vann manna mest að því, að stofna og skipuleggja hinn fyrsta norska her í Englandi. Fyrir framúrskarandi samstarf við herforingja Bandamanna hlaut hann ýms heiðursmerki éins og til dæmis kommandör- kross Bath-orðunnar og hæstu. hernaðarlega viðurkenningu Pólverja. í sumar kom Fleischer til íslands í heimsókn til norska hersins hér. Eftir að hann kom til Englands úr ferð sinni hing- að, var honum falin á hendur ferð til Ameríku fyrir norsku stjórnina í London og nokkru seinna var hann skipaður hern- aðarlegur ráðunautur norsku sendisveitarinnar í Washing- ton. Þegar saga yfirstandandi frelsisbaráttu Norðmanna verð- manna verður skráð, verður nafn Fleischers hershöfðingja munað, að verðleikum. (Frá blaðafulltrúa norsku sendisveitarinnar hér). Fandnrinfl i bæki- stððvnm Hitiers. TALIÐ er að ítalir hafi far- ið fram á það við Hitler, að Italir fengju að kalla heim til Ítalíu ýmsar hersveitir ítala, sem berjast í Rússlandi og hafa hergæslu á Balkanskaga, og var álitið að Mussolini hefði farið til fundar við Hitler, hefði hann tekið vinsamlega við þessum kröfum Itala. En Hitler svar- aði þessum kröfum ítala með gagnkröfum, sem ekki eru fylli- lega kunnar og var það til þess að Mussolini hætti við að fara til fundar við Hitler.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.