Alþýðublaðið - 23.12.1942, Side 7

Alþýðublaðið - 23.12.1942, Side 7
v\ ' V Þeir sem vilja gjöra hagkvæm innkaup, snúa sér ætið fyrst tll okkar Höfum fyrirliggjandi allskonar vefnaðarvöru, skófatnað og margskonar smávöru. Fáum eftir áramótín vandað úrval af sokkum, karla og kvenna, Allskonar klæðskeravörur útvegum við frá Ameríku. Talið við okkur í tíma þar eð afgreiðsla frá Ameriku gengur seint Austurstræti 1 Reykjavík 3VnöviJ..udagur 23. des.. 1M2. er Halldór Stef- Ránargötu 12, síml 2234. er í lyfjabúðinni ÚTVARPIÐ: Hádegisútvarp. Miðdegisútvarp. Fréttir. Endurvarp á jólakveðjum frá Danmörku. 21.®0 Þorláksvaka: a) Árnl Páls- son próf. flytur erindi um helgi Þorláks biskups. b) 20.20 Útvarpshlj ómsveitin leikur þjóðlög. e) 20.30 Ziésin Þorlákskvæði. d) 20.40 Útvarpshlj ómsveitin leikur . jólalög. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Hjábnur heitir nýtt blað, sem gefið er út í Hafnarfirði. Er það félagshlað Verkamannafélagsins Hlif. Ný gjðf til stúdentagarSsins. Minningarherbergi G. T. Zoega rektors og konu hans. — Börn og tengdabörn Geirs T. Zoega rekt- ors og konu hans, Bryndísar Zoega, þau Geir G. Zoéga vega- málastjóri og frú, Þorsteinn Þor- steinsson hagstofustjóri og frú, Hallgrímur Benediktsson og frú, og systkinin Sigríður og Jófríður Zoéga, hafa gefið 10.000 krónur —- andvirði eins herbergis — til minningar um rektorshjónin. í gjafabréfinu segir: „Við höfum tekið þessa ákvörðun, þar sem okkur er það fullkunnugt, að þau hjónin voru um það samhuga að bera mjög fyrir brjósti hag og vel gengni stúdenta við háskólann og er okkur því ljúft, að minningin um þau geymist á þessu nýja heimili stúdentanna.“ Verzlanir eru opnar til kl. 12 á miðnætti. líívarpstíðindi, 4.—5. hefti 5. árgangs er nýkom ið út. Efni: Viðtal við Árna frá Múla um jóladagskrárnar og út- varpið, dagskrá næstu viku, Mað- ur,sem hefir villzt, jólasaga eftir Margit Palmar, Viðtal við Sigurð Grímsson lögfræðing, Útvarps- tækni og tónlist, grein eftir Pál K. Pálsson. Þá er lag eftir Karl O. Runólfsson við kvæði eftir Jó- hannes úr Kötlum og kvæði eftir Sigurð Grímsson o. m. m. fl. Eimreiðin, 4. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Hefst það á lagi eftir Hallgrím Helgason við kvæðið Jól in, eftir Margrétu Jónsdóttur, Þá eru þrjár jólateikningar eftir Bar- böru W. Árnason. Jól og ,,vís- indi“ nefnist grein eftir Þorstein Jónssön, Úr Suðureyjum, grein eft ir In'gólf Davíðsson, Á Sturlunga- öld, grein eftir Björn Sígfússon, ennfremur grein um Kjarval og önnur grein um Soffíu Guðlaugs- dóttur lcxkkonu, Maðurinn, sem ekki beygði sig, saga eftir Paul Wenz, Fjörðurinn minn, nefnist kvæði eftir Einar Friðriksson, Dag bók fyrir styrjöldinni 1939’—1942, Hamfarir, þáttur eftír sögn Guð nýjar Pétursdóttir, Þagnarstundin, grein eftir ritstjórann, Kominn heim, kvæði eftir Þóri Bergsson, Arfleifð, kvæði eftir Þráin o. m. fl. HEHRA-SLOBROKKAR Regnfrakkar, dökkbláir. Vetrarfrakkar. Treflar í miklu úrvali. U n n u r (horni Grettisgötu og i Barónsstígs). Laagarnesskirkja. Frh. af 2 .síðu. eru frá aðalkirkjunni með fá- einum sívölum súlum. En fyr- ir endum þessara ganga verða síðan sett kirkjuleg málverk, — og undir þedm lágir skemlar með blómum á. Söngloft er fyrir öðrum gafli kirkjunnar, en engar aðrar svalir. Öðrum megin við kórinn verður sér- v herbergi prestsins og innan- gengt úr því í prédikunarstól- inn. Undir kórnum er kjallari og verður þar allmikill salur, sem tekur 150 manns í sæti. Þar á að vera eins konar heimili fyr- ir félagslíf safnaðarins, safnað- arfundi, kvenfélag og annað slíkt. Verður þar líka eldhús og er það sennilega fyrsta kirkju- eldhús á íslandi. Þarna við hliðina á salnum er líka skrif- stofa sóknarnefndar. Umhverfis kirkjuna er allstór lóð, sem síðar á að lagfæra og græða. Það liggur í augum uppi, að mikið fé þarf til slíkra frarp- kvæmda. Stendur nú yfir sala happdrættismiða fyrir kirkj- una, og á að verja ágóðanum til byggingarinnar. Er þar til mikils að vinna, því að dregið verður um bíl, nýjan Dodge, sem kostar í innkaupi 22.000 kr. Tala happdrættismiðanna er aðeins tólf hundruð.'Fá þeir sem þess æskja þarna tækifæri til að styrkja þessa veglegu kirkju Laugarnessóknar, og geta sjálfir borið stórfé úr být- um, ef svo ber undir. Húsameistari ríkisins gerði uppdrátt að kirkjunni, en Þor- lákur Ófeigsson byggingameist- ^arí stendur fyrir verkinu. KAUPMNGEÐ Frh. af 2. síðu. Landsbankans og bankaráðs- menn og nokkrir gestir. Jón Árnason, formaður bankaráðsins, setti fundinn og skýrði frá stofnun kaupþings- ins. Kvað hann stjórn Lands- bankans lengi hafa fundið til nauðsynjar þess, að slíkri stofn- un yrði komið á. Hann skýrði frá því, að Jón Halldórsson yrði kaupþings- stjóri, en Björn Ólafs kaupþing- ritari. Félagar kaupþingsins eru 14, og höfðu þó fleiri sótt. Þessir 14 eru: 1. Brunabótafél. íslands. 2. Búnaðarbankinn. 3. Eggert Claessen og Einar Ásmundsson. 4. Einar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson. 5. Garðar Þorsteinsson. 6. Jón Ásbjörnsson. Svein- björn Jónsson og Gunnar Þorst. 7. Kauphöllin. 8. Landsbankinn. 9. Lárus Jóhannesson. 10. Samband ísl. samvinnuf. 11. Spaisjóður Reykjavík- ur og nágrennis. 12. Stefán J. Stefánsson og Guðmundur I. Guðmundsson. 13. Söfnunarsjóður. 14. Lárus Fjeldsted. Að lokinni ræðu Jóns Árna- sonar flutti Björn Ólafsson fjármálaráðherra stutta ræðu, lýsti ánægju sinni yfir stofnun kaupþingsins og óskaði bankan- um til hamingu með það. Síðan hófst kaupþingsfundur að venjulegum hætti-og stýrði Jón Halldórsson honum. Var á þessum fundi verzlað með verðbréf fyrir kr. 373.000. Ný íjóðabófe: M morpi eftlr Einar M. Jónsson. Að morgni. Ljóð. Vík- ingsútgáfan. Rvík 1942, 95 bls. P INÁR M. JÓNSSON hef- ir þreytt fang við þung örlög. Er hann var vel á veg kominn með guðfræði hér í há- skólanum, kenndi hann sjúk- leika þess, sem hefir haldið honum rúmföstum meir en ára tug samfleytt, oft sárþjáðum. Löngum hefir hann hvorki mátt lesa né skrifa og jafnvel orðið tímunum saman að vera í hálfrökkri. Tvö síðustu ár hef- ir sjúkdómurinn gefið honum nokkur grið, og hefir hann á þeim tíma ort flest þau kvæði og sálma, er í þessari bók birt- ast. Einar var eitt aðalskólaskáld- ið, þegar hann var í Mennta- skólanum: Lagði hann þá mikla stund á ljóðagerð, og væntum við vinir hans mikils af honum í því efni. Munu sumir að sjálf sögðu sakna í bókinni ýmissa kvæða, er hann gerði á skóla- árunum, meðan hann hafði fulla heilsu. Ljóð þessi og sálmar eru vel ort og smekklega, og sums stað ar gætir meiri innileika og til- þrifa en í flestum andlegum ljóðum samtíðarinnar. Rúms- ins vegna verð ég að láta mér nægja örfá dæmi: Mín bíður ei hin djúpa, dimma gröf því drottinn sjálfur bjó mér aðra leið, AUGLÝSIÐ í Alþýðwblaðinw Til jófiasgjafa PARKER Sjálfblekungar og skrufblýantar i skrautöskju. Enn er úr miklu að veSjan - Fengum nýja sendingy af PAIRICER fyrir beigina. Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar BANKASTRÆTE 3 og bak við dauðans breiðu, myrku höf, þar bíður annað fagurt lífsins skeið. En gröfin þögul, geigvænleg og köld, hún geymir aðeins það, sem jörðin á. Mín leið er yfir hel og harma völd til hans, sem andi minn og líf er frá. (Líf eftir líf). Myrkt er yfir heimsins högum; hjörtun skelfir stigið spor. Upp til þín á dimmum dögum, Drottinn, leitar hugur vor. Sendu ljós þitt, herra hár, harma léttu, græddu sár. Þú veizt,. hvað er þungt að líða, þyrsta eftir hjálp — og bíða. Kvæðið Stjömuhrap er eitt bezta ljóðið í bókinni: Kvöld er yfir, nálgast nótt. Nú er allt svo kyrrt og rótt. Stjörnur háum himni frá horfa til vor jörðu á. Glæst er þeirra bjarta braut, Brátt þar ein úr flokknum hraut nið’r í myrkan haustsins heim hrapaði úr stjarna geim. Út af minni óskabrauit ég sem þú, mín stjamas hraut. Eg hef séð, að örlög mín einnig voru forlög þín. Ef til vill felur þetta smá- kvæði betur en nokkuð annað í sér viðhorf Einars við örlög- unum. Bók þessi ber vitni Undra- verðu andlegu þreki höfundar. ' Það er næstum ótrúlegt, að maður, sem þjáist af jafnlang- vinnum og kvalafullum sjúk- dómi, skuli nota hverja stund, sem af honum bráir, til að yrkja. Ljóð hans eiga sér rætur í dýþri lífsreynslu en þorri manna öðl ast. Hann tekur hlutskipti sínu með æðrulausri karlmennsku. Trú hans á guð og hínn háleita og góða tilgang lífsins varpar ljóma á ljóð hans. Þau eru eng inn harmagrátur, heldur hugg- unaróður. Þar er engin bölsýni, engin örvænting, engin beiskja eða gremja við höfund tilver- unnar. Við lestur bókarinnap vakna þær vonir, að Einari auðnist að vinna bug á hinum langvinna sjúlcdómi sínum. Símon Jóh. Ágústsson Trúlotun. S.l. laugardag opinberuðu trú- loíun síiia Aúður Gísladóttir írá Stokkseyri og Jóel Ottó Jóelaton frá Vestm.-eyjum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.