Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 8
8 BB NÝJA BfÓ S Timglskin í Miami (Moon over Miami) Hrífandi fögur söngva- mynd í eðliíegum litum. Aðalhlutverk: Betty Grable Don Ameche Robert Cummings Charlotte Greenwood Sýnd annan og þriðja jóla- dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. báða dagana. AUÞYÐUBLAÐIÐ Pimmtndagur 24. desember ÍM2 ÞA LEIZT HENNI EKKI A *iyi ÓÐIRIN hafði ásett sér að ¦**•*- sex ára gömul dóttir hennar skyldi læra alla borð- siði vel, og einkum átti hún þó að venja sig á að borða állt, sem fyrir hana var borið, án þess að bera fram nokkrar spurningar eða kvartanir. Dag nokkurn sat konan við morgunverðinn og las í blaði, en Margrét litla sat á háum stól við borðsendann. Móðirin las í olaði, en sú litla horfði á lin- soðið egg, sem stóð á borðinu fyrir framan hana. „HeyrSu, mamma," sagði hún. „Mig langar ekkert í egg núna. Ég fékk egg í gærmorg- un." „Það skiptir engu máli hvað þú fékkst í gærmorgun," sagði móðirin, án þess að líta upp úr Alþýðublaðinu. „Það er gott fyrir þig að borða 'egg. Nú skált þv bara brjóta skurnið og borða eggið upp til agna." Margrét gretti sig, en hlýddi þó. En þó fannst henni ástæða til þess að mótmæla eftir skamma stund. „Mamma, þetta er slæmt egg. Ég er viss um ,að það er, eitt- hvað skrítið við það." „Það er ekkert skrítið," sagði móðirin einbeitt, og var nuí miðri framhaldssögunni. „Á- fram með þig bara!" Nú kom enn þögn, sundurslit- in af stunum og ræskingum frá Margrétu. Loks gat hún ekki orða bundizt lengur: „Mamma, nú er ég nærri því búin. Má ég nú ekki hætta?" „Margrét, ég vil ekki hafa, að þú minnist einu orði á þetta framar. Ég er búin að segja þér hváð þí_ átt að gera." „En, mamma," — nú' var rödd Margrétar því lík sem hún væri með grátstaf í kverkun- um" —- á ég þá að bofða gogg- inn og lappirnar líka?" * * * KENNARINN: Sveinn, í heimastílnum þínum voru ekki færri en 23 villur. Gátu þær' ekki verið færri? Sveinp; Jú, ég hefði au^vitað getað haft stílinn styttri. guðs og hvað sem fyrir bæri, yrði það til góðs. En án -svíns var ekki hægt að fá flesk, og hénni þótti flesk ákafilega gott, og af því að henni þótti það gott, áttu svín notalegt horn í hjarta hennar. Grísir, flesk, réykt flesk, saltað flesk. Einu sinni hafði matur verið henni lítils virði, nema að hún þurfti að hafa nóg af honum og hann þurfti að vera vel soðinn. Ann- ars hafði henni verið sama, hvað ihúm át. En. nú var öðru máli að gegna. Hana sárlangaði oft í ýmsar matartegundir, sem erfitt var að veita sér. Þegar maður var ungur, var enginn vegur að hafa hemil á holds- fýsnum sínum, en þegar aldur færðist yfir var engin leið að ráða við löngun sína í mat. Því meira, sem menn hugs- uðu um lífið, því erfiðara var að finna nokkurn tilgang þess, gera greinarmun góðs og ills, gleði og harma. Öllu var svo kynlega saman blandað- Hún stundi þungan. Eg er gömul, heimsk kerling. Hún brá hönd fyrir auga og starði í átt til veg- arins yfir tjöldin. Nú gat Gert komið á hverri stundu með ux- ana og svínið á undan sér. Það var ánægjuleg tilhugsun að \"ita ekkjuna Coetzee eiga mjólk núna. Ég er góð kona, hugsaði hún og fór skyndilega að hlæja, svo að þungur líkami hennar hristist allur og skalf við til- hugsunina um grísina, sem þau höfðu átt og hversu laginn Jappie hafði verið að slátra þeim með því að stinga þá í hjar-tað með langa hnífnum- sínum. XIV. KAFLI. Zwarí: Piete og förunautar hans héldu hægt í austurátt. í einu blökkumannahéraðinu lentu þau í ævintýralegum ljónaveiðum. Upþástungu Rinkals við höf ð- ingjann að andarriir fengju að drepa ljónið var hafnað með þeim forsendum, að það væri ekki vert að ónáða andana með þessu lítilræði, sem ungu menn- irnir hahs gætu svo vel réðið við, en hiris vegar yrði það mjög vel\þegið, ef hann gæti látið vatnið í ánni streyma örlítið hraðar. — Æ, sagði Rinkals. — Vissu- lega er það ekki auðvelt að Iáta vatn streýma hraðar, en fyrst þú óskar þess, skal ég vita, hvað mér verður ágengt, en fyrst verð ég að sjá þessa á og Ijáið mér því konu til fylgdar. Ef hún er falleg- og dálítið feit- lagin er ekki vafi á því, að ég get látið ósk þína rætast, en hún verður að vera lagleg, því að af öllum öndum er erfiðast að gera vatnaöndum til hæfis. Hún verður líka að hafa bjór með sér, stóran pott á höfðinu, fullan af bjór, og hunang verð- ur hún líka að hafa meðferðis. Með þessu þrennu get ég blíðk- að vatnaandana, hvernig svo sem þeir eruí skapi. — Ætlarðu ekki að hafa and- ana með þér og konurnar? spurði höfðinginn. — Nei, sagði Rinkals. — Þetta eru veiðiándar og ráða aðeins yfir þrumum og elding- um. Þeir bera ekkert skyn á vatnaanda ^eða regn. Lofaðu þeim að fara með ungu mönn- unum þínum, ó, höfðingi, en láttu mig fara mínar leiðir ásamt konunni. Ótta'stu ekki! Augu hennar skulu ekki döggv- ast af tárum. Ég mun gefa henni læknislyf og vald yfir vatna- öndunum, svo að meðan hún lifir skal vatnið streyma hraðar og hjarðir þínar fitna. Við Zwart Piete sagði hann: — Húsbóndi, farðu með þess- Um mönnum og gættu þeirra meðan þeir veiða ljónið, og meðan ég fer til árinnar méð stúlkuna og bý til lyf. < — Geturðu aldrei búið til lyf án kvenmanns? spurði de Kok. — Stundum get ég það, sagði Rinkals, — stundum, þegar enginn kvenmaður er nálægt, en það^" er heimskulegt að fremja töfra einn. Hlustaðu á, húsbóndi, sagði hann og sneri sér að Zwart Piete. — Eg veit, að þú álítur, að við séum að eyða tímanum til ónýtis, en það er gott að eiga vini meðal þessa fólks, því að einhvern tíma för- um við hér hjá aftur. — Það er ekki aðferðin við að vinna vináttu manna að 'sofa hjá konum þeirra. — Sofa, húsbóndi? Sofa? Gamli maðurinn lyfti hendinni. — Það var fyrir löngu síðan, sem ég var vanur að gera slíka hluti. Það var kona, sem kallaði mig Litla blómið. Mig minnir, að ég svæfihjá henni — og svo voru fleiri, þær hljóta að hafa verið fleiri, en ég er nú búinn að gleyma þeim. Konur, sagði hann, —: eru eins og blöðin á trjánum. Þau sölna, falla og gleymast. Æ, húsbóndi, ég er orðinn of gamall til þess að hugsa um svona mál og það veldur mér sársauka að tala um þau. Farðu því, ungi maður, og veiddu ljónið ásamt hermönn- unu»n, því að ég og níínir líkar hafa ekki gaman að svo barna- legum hlutum, enda þótt ég væri einu sinni öðru vísi og á mínum tíma féllu mörg Ijón fyrir spjóti mínu, óteljandi ljón, bætti hanh við. En ferðu nú, húsbóndi, og láttu mig í friði með töfra mína, syo að ég geti öðlazt þakklæti þessa fólks. — Komið, sagði Piete, — við HSTJARNARBfOSSB Ást og sönglist (The Great Awakening) Amarísk mynd um ástir og baráttu Franz Sculberts. Ilona Massey Alaan Curtis Albert Basserman Aukamynd: Sænsk fréttamynd 2. jóladag og sunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. skulum láta hann eiga sig. Svo stigu þau á' bak á hestana og lögðu af stað með ungu mönn- unum, sem voru að fara að veiða ljónið, sem hafði drepið fyrir þeim kýrnar. Þeir dreifðu sér yfir svæðið og í kjarri ná- lægt ánni fundu þeir ljónið. Þegar ljónið kom auga á þá, hörfaði það undan, fyrst hægt, en svo í stórum stökkum. Ná- lægt stórum runna sneri það' loks við og öskraði. Þeir um- kringdu það og ögruðu því, kölluðu það hund og kú og stöðugt þrengdist hringurinn, unz einn maðurinn, sem var GAMLA BIO Fantasia Jólamynd 1942. WALT DISNEY f„The Philadelphia Orchestra undir stjórn Leopold Stokowski Beethoven, TschaikOwsky, Stravinsky, Schubert o. fl. Sýnd á annan í jólum og |sunmudaginn 27. desember kl. 3, 5, 7 og 9. (Bamasýriing báða dagana Skl. 3). Aðgönguin. sömu daga [frá kl. 11 f. h. IGLEÐILEG JÓL! n djarfari en hinir, gekk fram og ögraði því með spjótum sínum. — Ljónið gerir bráðum árás, sagði de Kok. — Eigum við að skjóta eða flýja? — Við gerum hvorugt, sagði Piete. - Við skulum sjá, hvern- ig þeir fara að þessu. Það er mér framandi. — Það er mér líka framandi, sagði kynblendingurinn, — en einhvern veginn geðjast mér ekki að þessu. Ljónið hafði hniprað sig sam- an og horfði, á manninn, sem dansaði fyrir framan það. Skyndilega spratt það á fætur, fiappaksfuFshefJan. Hann reyndi að láta sér detta eitthvað snjallt í hug. Allt í einu ljómuðu augu hans. „Heyrðu, Severus. Nú veit ég ráðið," sagði hann ákafur. ÞRIÐJI KAFLI VINNUR ALFREÐ? "t> ÓLEGIR, klárarnir mín- ¦*¦ *• ir, rólegir karlarnir mín- ir! Bráðum þurfið þið á öllum kröftum ykkar að halda!" Alfreð var að tala við hesta Severusar, þegar hann var að aka um stræti Rómaborgar. Hann var í síðum Arabakyrtli, vöðvastæltir handleggir hans voru málaðir brúnir. Augu hans tindruðu gegnum götin í Araba- blæjunni, sem hann hafði fyrir andlitinu. Nú áttu hinir langþráðu leik- ir að hefjast með kappakstrin- um mikla. Mikill hátíðablær var á Rómaborg. Alfreð, dulbú- inn sem Arabi, ók með gæðing- um Severusar fyrir vagninum, gegnum æstan manngrúa, sem tróðst inn Colosseum hið mikla. Loftið titraði af köllum, jó- dyn og hjólaskrölti. Allir þekktu fallegu, gráu hestana hans Severusar og bentu á þá. AIls s'taðar hyrðust ánægjuóp: ,i „Víkið fyrir gæðingum hins tigna Severusar! Þetta er sann- arlega fallegasta fereyki í kapp- akstrinum! Lítið þið bara á! Hinn tigni Sevv:ru§ varð fyrir slysi og getur því ekki ekið sjálfur." v „En hvers vegna hefir hann arabiskan vagnstjóra?" hróp- uðu aðrir. „Það er þó nóg til af snjöllum rómverskum vagn- stjörum." Alfreð var spénntur. Auðsjá- anlega þekktu menn hann ekki gegnum Arabagervið. En mundi hann sleppa inn' í Colosseum? Kappaksturinn átti að heíjast eftir klukkustund. Alfreð vissi, að hans var leitað. Enda. höfðu vopnaðir her- menn undir forystu Manusar þeyst heim á búgarð Severusar skömmu eftir dögun. Þeir höfðu umkringt húsin og leituðu hátt og lágt að Alfreð, en árangúrs- laust, og furðaði Manus mjög á því og var bálvondur. Alfreð hafði farið burt í tæka tíð. Hann hafði klæðzt þ^ssurh Arababúningi og farið út á sléttuna. Þangað komu svo Se- verus og hinn tryggi ráðsmaður hans með vagninn og ráðsmað- urinn fylgdi Alfreð áleiðis til Rómar, en skildi við hann utan við borgarhliðin til að vekja ekki grun. Svo leit út fyrir, að hin djarfa fyrirætlun Alfreðs ætlaði að heppnast. Hermennirnir, sem THÍ6TIMF YQU'KE 1 I'MJU5TWON0EI?ING REACHING FORTHE WHATIT16 YOUVE WRONG 5TAR/ SHE'P IGOT...THATMAKES ONLYGOFOKAGUY HER 60ÖFyAP0UT WITH A 0ELT FUt-t- f>mYml*H^ 0FJAPSCALP5ÍN0W WWATAREXW ^/ ^TARING AT^X < >4 WmáÆ PKOTHK.yOU'œ PLINP/ yOU PONTTHINK 5HE THREWLASTMIGHT'S 5HlNPIGJU$rF0RUJ? WEWÉREJUSrTWE SIPE5H0W...y0UWEI?E THEMAIN ATTRACTION/ MYNDA- SAGA. Örn: Heldur þú þá að það sé allt í lagi með þessa svifflugu? Þú hlustar ekki á mig, Stormy. Stormy: Uss. Ég heyri engla- raddir og allar minna þær mig á rödd ungfrú Hildar. Örn: Hún er ekki sú stjarna, sem þú leitar að. Af hverju horfir þú svona á mig? Stormy: Ég er að hugsa um hvað þú hefir verið lánsamur. Örn: Ég held að þú sért ekki með öllum mjalla. Stormy: Þú ert blindur. Held- ur þú, að Hildur hafi haldið hófið í gærkveldi vegna okkar? Nei, það var vegna þín!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.