Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 3
RLPÝÐUBLRÐIÐ lólablað 194Z HEILÖG HATIO Lúk. 2, \ 1—14. JÓLANÓTT, helgasta stund ársins. Mannkynið lýtur sameiginlegri heilagri minningu, sem lýsir fram á veg þess í lífstríði alda og kynslóða. Vér eigum allir vorn helga reit, sem tengdur er nafninu jól, bernskuminningar, minningar um ást- vini, minningar um það, að heimurinn og mann- lífið var þó fagurt og bjart, hlýtt og gott að minnsta kosti eina stund ársins. Allt þetta stígur upp í vitund vora og vér finnum til þakklætis til mannanna. Oss langar til að gjalda skuld vora til lífsins. Oss langar að láta í ljós hlýja jólaósk eða hand- tak, bros eða. gjöf. Ég held að það sé ekki þjóð- saga, að mennirnir séu betri á jólunum en endra- nær, að þá sé meira af góðleik á yfirborði lífsins en aðrar stundir. Og er ekki ástæðan einmitt þessi, að þetta er stund hinna hlýju og heilögu minninga? Flestir hafa átt einhverju góðu að mæta á þessari hátíð. Góð rtiinning gerir mann- inn betri. Mennirnir eru þakklátir á jólunum. Þess vegna eru þeir ljúfari í viðmóti, glaðari og betri. En jólin eru ekki aðeins hátíð minninganna fyrir hvern einstakling. Þau eru minningarhátíð mann- kynsins alls. Barnið í Betlehem, maðurinn Jesús Kristur, er fegursta, hreinasta og helgasta minn- ingin, sem mannkynið á. Drauma hefir oss dreymt um líf í helgun og kærleika og fórn, líf í þjón- ustu við hið smáa, breyska og bága, líf í hollustu og hlýðni við heilagan vilja Guðs. Drauma hefir oss dreymt um frið, um kærleikssamfélag mann- anna, réttlæti, samúð, mildi og mannúð og gagn- kvæma hlutdeild í blíðu og stríðu. Höfum vér ekki séð þennan draum verða að veruleika í lífi Jesú frá Nazaret? Meðan mannkynið á þessa minningu þarf það aldrei að verða vonlaust, aldrei að örvænta. Langt er það vikið af vegi hans. Það er ekki óeðlilegt, að margur spyrji eins og skáld- ið: Hvar er sigur Krists um kristinn heim? En hitt mættum vér og hugleiða, hvar vér værum á vegi staddir, ef enginn Jesús frá Nazaret hefði lifað, ef allt væri strikað út úr sögu og siðferðis- vitund mannkynsins, sem beint verður rakið til hans. Mundi verða auðvelt að benda á annan mann, sem orðið hafi mönnunum meir gjöf en hann? En Drottinn Jesús Kristur er meira en minn-. ing. Hann er einnig fyrirheit. Oss er fluttur jóla- boðskapurinn í nútíð: Yður er í dag frelsari fædd- ur. Og sjálfur sagði hann: Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar. Og ennfremur: Verið í mér, þá verð ég líka í yður. Hann er megnugur þess að móta vort líf eftir sinni mynd og sínu lífi, gera sjálfan sig lifandi og starfandi í oss. Og þannig roðast og lýsast hinir myrkustu tímar í lífi mannkynsins af bjarma fyrirheitsins um frelsi og hjálpræði mannssonarins, þegar vér tökum við honum og göngum honum á hönd. Að vera kristinn, að vera lærisveinn, er einmitt fólg- ið í þessu, að vér þráum líf af hans lífi og finn- um líf hans bærast með oss, sem hreinsar og helgar oss, gerir oss að nýjum mönnum. Vér blessum hið heilaga barn. Mætti það fá að fæðast í sálu vorri, vaxa þar og fá ráðin yfir oss, leysa oss úr fjötrum dufts og flekkunar, hefja oss upp til eilífðarinnar. Daprir atburðir haust- mánaðanna, harmafregnirnar utan af hafinu, skatturinn, sem dauðinn heimtir á sjó og landi, varpar skuggum á jólabirtu margra heimila. Höld- um ekki heilagt án þess að minnast þess, hver skylda vor er við þá, heimili og einstaklinga. Og komi þessar línur fyrir sjónir einhvers, sem þetta mál er skylt, þá vil ég segja að lokum: Drottinn Jesús Kristur, frelsari þinn, yfirgefur þig ekki. Hann er með þér, hann er hjá þér, vakir og starf- ar og sigrar um síðir. Lát styðjast við hans mildu máttarhönd. Hún leiðir þig til sigurs. Guð blessi þig. Guð blessi þér heilaga hátíð. Gleðileg jól! Sigurbjörn Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.