Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 4
4 Jólablað Hátíð hinna fljúgandi dansara. Indíánar, sem dansa á 25 metra háu mastri, og svífa svo í reipum til jarðar. Eftlr Aage Krarup Nielsen MEÐAL INDÍÁNA í afskekktum héruðum í Mexico er enn til ævagömul trúarhátíð, sem kölluð er el volodor eða hátíð hinna fljúgandi dansara. Um hana var fyrst getið í ritum spánska munksins Juan de Tor- quemata, en hann sá athöfn þessa í Mexicoborg árið 1609. Farast honum orð á þessa leið: „Meðal annarra hátíða, sem þekktust meðal þessarra Indíána og þeir notúðu til dýrkana á guðum sínum, var eins konar flug. Þeir svifu hátt í lofti í reipum, sem bundin voru við geysihátt mastur.“ Torquemata endar lýsingu sína með þessum orðum: „Að minni hyggju er þessi hátíð fundin upp af djöflinum sjálfum til þess að dýrkun hans og tilbeiðsla mætti halda áfram. Há- tíðin var tákn um 52 ára samning Indíánanna við djöf- ulinn og að þeim tíma loknum kveiktu þeir eld og endurnýjuðu samninginn um að þjóna honum jafn mörg ár fram í tírnann." Torquemata hafði að því leyti rétt fyrir sér, að vola- dor hátíðin er gömul og stafar af guðadýrkunum Indí- ánanna. Á gömlum aztekahandritum hafa fundizt myndir af þessari hátíð og stóð hún þá í sambandi við mannfómir. Var venjulega fórnað stríðsföngum. Þegar kaþólsku kirkjunnar fór að gæta í Mexieo, hvarf vola- dor hátíðin úr sögunni, nema á einstaka afviknum stað, þar sem hún helzt enn þann dag í dag. Það voru mér ekki lítil gleðitíðindi, er ég frétti, að halda ætti volador hátíð í bænum Pahuatlán, sem er í norðurhluta ríkisins Pueble norður af höfuðborginni. Við fórum í járnbrautarlest eins langt og hægt var, en brautin endar í smástöð, sem kölluð er Honey (hun- ang). Sá staður hefir það til síns ágætis, að þar rignir 300 daga á ári. Þaðan er haldið á múldýrum yfir fjalla- hrygg einn og blasir þá við dalur mikill og skógi vax- inn. Einhvers staðar niðri í honum er hinn fyrirheitni staður — Pahuatlán. Loftið varð heitara og heitara og rakara og rakara eftir því, sem neðar dró í dalinn og gróðurinn varð æ líkari hitabeltisgróðri. Stór, hvít casajuata-blóm, marg- litar orkideur og ljósrauðar, villtar begoniur voru í stórum breiðum á milli trjánna í hlíðunum. Við sjáum enn furuklæddan fjallshrygginn að baki okkar, en brátt sveipast hann þokuslæðu. Við höfðum riðið í fimm klukkustundir niður eftir AGE KRARUP NIELSEN er danskur læknir, sem víðfrægur er fyrir ferðasögur sínar, sem eru prýddar ágætum myndum, sem hann hefir sjálfur tekið. Fyrir mörgum árum fékk Krarup hættulegan sjúkdóm í augun og sagði augnlæknir hans honum, að hann mundi sennílega missa sjón- ina innan skamms. Krarup ákvað þá að reyna að sjá eins mikið af heiminum og hann gæti, meðan sjónin entist. Lagði hann land undir fót, og hefir síðan fercíast úm flest lönd heims. Hann hefir enn svo að segja fulla sjón, en notar þó gleraugu. Kaflinn, sem hér birtist, er lauslega þýddur úr bók Nielsens „Sol over Mexico“ og fjallar hann um ævagamla trúarhátíð, „hátíð hinna fljúgandi dansara“, sem enn tíðkast meðal Indíána í af- skekktum héruðum landsins. hlíðunum, en enn sáum við ekki dalsbotninn og bæinn, sem við ætluðum til. Eftirvæntingin var að ná há~ marki, þegar við fórum fyrir skarpa bugðu á veginum og Pahuatlán birtist skyndilega langt niðri í dalnum. Kirkjan og hvítkölkuð húsin með rauðum tígulsteina- þökunum stungu í stúf við skóggrænt umhverfið. Eftir nokkra stund hljórnaði hófadynur á aðalgötu bæjar- ins, þegar við riðum eftir henni. Við fórum til eina gistihússins í bænum og komum okkur þar vel fyrir í stórum, auðum herbergjum. Meðan fylgdarmaður okkar tók farangurinn af múldýrunum, vorum við roknir af stað út á torgið, þar sem hátíðin átti að fara fram. Hátt uppi í hlíðinni höfðum við séð uolador-mastrið gnæfa yfir þökum bæjarms. Mastrið er um það bil 25 metrar á hæð og stendur á miðju stóru og rúmgóðu torginu. Indíánarnir höfðu vandlega leitað í furuskógunum hátt uppi í fjallinu og valið sterkasta og beinasta stofninn. Tréð var fellt, greinar og börkur tekin af því, og loks tókst yfir 100 Indíánum með miklum erfiðismunum að koma stofn- inum marga kílómetra niður hlíðina eftir þröngum fjallastígum. Stofninn var dreginn yfir djúpar gjár og loks var hann reistur á torginu með hinum frumstæðu verkfærum Indíánanna. Áður en stofninn er reistur á torginu fara fram alls konár leyndardómsfullar at- hafnir, sem eru leifar frá fornu fari, er volador var heiðin helgiathöfn. Til þess að afstýra slysum og vernda mastrið gegn illum öndum voru kalkúnhani, vaxkertí, tóbak, kókó og ýmsir aðrir hlutir látnir undir endann á því, áður en það var reist upp. Indíánarnir, sem eiga að taka þátt í sjálfum volador dansinum eru frá þorpi einu, sem er nokkurra tíma gang frá Pahuatlán. Er það úrvalslið og njóta þeir hinna mestu mannvirðinga. Er það draumur hvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.