Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 12
12 J ó 1 a b 1 a ð ANDRÉ MAUROIS: Fyrstu kynni af eldri kynslóð. AFLI sá, sem hér birtist, er tekinn úr bók André Maurois um enska skáldið Percy Bysshe Shelley í þýð. Ármanns Halldórssonar skólastjóra. Shelley (1792—1822) 'er eitt af höfuð- skáldum Englendinga. Hann hallaðist að kenning um þeim, er fram voru bornar af stjórnbyltinga- mönnunum frönsku. Hann kynntist þessum kenn- ingum fyrst verulega í bók enska heimspekings- ins Godwins, The political Justice (Hið pólitíska réttlæti). Sú bók var honum opinberun, sem hann dirfðist ekki að gagnrýna, heldúr trúði hann á hana skilyrðislaust eins og boðskap frá æðri heimi. Þetta ættu menn að hafa í huga, er þeir lesa kafla þann, er fer hér á eftir. ¥ GRAYSTOKE kynntist Shelley W. Calvert, vini * Southey. Hann bauðst til þess að fara með honum í heimsókn til skáldsins, Þetta var í fyrsta skipti, sem honum auðnaðist að sjá í eigin persónu einn þeirra höfunda, sem hann dáðist mest að. En þegar hann sá Southey, sem líktist miklu fremur matselju en menta- hafði ætíð hugsað sér skáld sem einhverjar töfrandi og nærri því óefniskenndar verur. Það, sem varð á vegi hans í þessu vel upphitaða húsi, sem prýtt var ágætum húsgögnum, var frú Southy, sem líktist miklu fremur matselju en mennta- gyðju. Hún hafði áður stundað kjólasaum, og hún batt bækur manns síns í afganga af kjólaefnunum, sem hún saumaði úr. Saumastofan var sá vettvangur, þar sem hæfileikar hennar nutu sín bezt. Orðræður henn- ar snerust allar um peninga, matseld og vinnukonur eins og hjá hinum allra leiðinlegustu húsmæðrum. Skáldið virtist alveg skynlaust á fánýti þessa umræðu- efnis. Hann var heiðarleg sál, en hann hafði enga hæfi- leika til að kryfja mál til mergjar með hugsun sinni. Hann viðurkenndi, að þjóðskipulagið þyrfti að taka breytingum, en hann taldi, að það gæti aðeins orðið hægt og hægt. Hann tók sér í munn hið andstyggilega orðtak: „Hvorki þú né ég mun lifa þann dag“. Hann var á móti frelsisbaráttu kaþólskra manna og endur- bótum á kosningalöggjöfinni. En verst af öllu var það, að hann kallaði sig kristinn mann! Shelley kvaddi hann með hryggð í hjarta. Southey, þessi sómamaður, gat með engu móti gert sér í hugarlund, hver áhrif hann hafði haft á gest sinn. „Þetta er óvenjulegur piltur!“ hugsaði hann, þegar Shelley var farinn. „Honum virðist liggja það þyngst á hjarta, að fyrir honum eigi að liggja að erfa stór- Brot úr bók um Shelley. kostleg auðæfi, hann virðist jafnáhyggjufullur yfir því aö eiga að fá sex þús. punda tekjur á ári eins og ég var á hans aldri yfir því að eiga ekki grænan eyri. Fyrir utan þetta þá fannst mér, sem ég hitti skugga minn, er ég talaði við hann. Hann var alveg eins og ég var 1794. Hann heldur, að hann sé guðleysingi, en hann er í raun og veru algyðistrúar, þetta er bernskusjúk- dómur, sem við höfum allir fengið. Það er gott, að hann skyldi komast í mínar hendur. Hann hefði ekki getað fengið betra lækni. Eg ráðlegg Berkeley sem læknislyf.*) Áður en vikan er liðin, verður hann orð- inn Berkeley-sinni. Hann hefir furðað sig á því að hitta í fyrsta skipti á æfinni mann, sem skilur hann niður í kjölinn og veitir honum verðskuldaða viður- kenningu . . . Guð sé oss næstur! Heimurinn þarfnast endurbóta, þó að hann kunni ekki hin réttu tök á, hvernig því yrði bezt hagað. Samt örvænti' ég ekki um það, að mér takist að sannfæra hann um, að hann geti gert margt gott með sex þúsund pundum á ári“. Slíkur varð fundur æskumannsins við miðaldra- manninn. Hinn fyrrnefndi leit á hinn síðarnefnda með virðingu, en einnig með óróleika. En miðaldra maður- inn léit á æskumanninn með vingjarnlegri glettni, og hét sjálfum sér að ná tökum á honum með fulltingi þroskaðri sálar. Miðaldra maðurinn hafði gleymt því, að sálir tveggja kynslóða eru jafnlokaðar fyrir áhrifum hvor frá ann- arri og eindir Leibnitz.**) Southey og kona hans létu ekkert ógert til þess að verða ungu hjónunum að liði. Hann fékk húseigand- ann til þess að lækka leiguna eftir litla húsið. Frú Southey fræddi Herriet um margt í matseld og þjón- ustustörfum, en í þeim efnum var hún fákunnandi fyrir. Hún lánaði henni jafnvel borðdúka og á rúm, það var ótvírætt vitni um sérstaka velvild. En upp- götvun, sem Shelley gerði um þessar mundir, skaut loku fyrir það, að miðaldramaðurinn fengi aukið hróð- ur sinn. Af tilviljun las hann tímaritsgrein eftir Southey. í þessari grein talaði hann um Georg III sem „bezta konunginn, sem nokkru sinni hefði setið í hásæti“. Þetta var auðvitað innantómt smjaður, en Southey *) Berkeley (1685—1753) var brezkur heimspekingur, sem kenndi, að allur, veruleiki væri fólginn í skynjununum. Efnisheimurinn ætti enga sjálfstæða tilveru. **) Leibnitz (1646—1716) var þýzkur heimspekingur, sem kenndi, að tilveran væri samsett úr eindum (monödum), sem hefðu ekki sambaad sín á millL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.