Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 18
18 J6.la.blaS Guðmiindur G. Hagalín: :|5|; • • / ' " . ' ■ ■ Og par með var draumurinn buinn AIJSTIÐ var óvenju-gott. Það snjóaði svolítið JI.J fyrstu dagana í október, en svo leysti aftur, og hélzt alauð jörð fram yfir veturnætur, enda var vind- ur af vestri og suðvestri, stundum þurr þeyvindur, og sólskin nokkuð af deginum. — Eg held við ættum að beita sem mest vesturhlíð- arnar, sagði Þorkatla við Steinmóð. — Þá eigum við það, sem nær er bænum, lítið nagað, ef hnjótum kynni eitthvað að skjóta upp, eftir að vetur er lagztur að. Já, hvernig lízt þér á þetta, Steinmóður minn? — Jú, það geta víst ekki verið tvær meiningarnar um það. Og Steinmóður kíkti upp í baðstofurjáfur, eins og hann hafði séð íhugula og hyggna bændur gera, þegar þeir miðluðu af sínu búviti, enda er svo sagt, að allt .gott komi ofan að. — Þær náttúrlega lenda eitthvað saman við Foss- hólsféð, en ég held maður geti ekki séð í það, þó að það náttúrlega kosti feikna umsýslu. Þú mundir þurfa að ganga að kindunum annan hvern dag, og líklega á hverjum degi, ef útlit eitthvað breyttist — yrði þó ekki væri nema tvísýnna. Ganga, sagði ég. Hlíðin er nú greiðfær, og ég er að halda, að hann Dreyri sé ekki svo ofþjakaður af sumarbrúkuninni, að þér væri ekki óhætt að sitja á honum, enda er leiðin yfirleitt greið- fær. Svo varð það þá þannig, að annan hvern dag reið Steinmóður vestur á hlíðar. Þetta var tveggja til þriggja tíma ganga, og’ Steinmóður var álíka lengi á hesti, því að hann þurfti að fara króka og stanza og athuga um féð. Þeir voru þarna þrír á ferli, maður, hundur og hestur. í mildu haustveðri fóru þeir um gul- bleika jörð, sem andaði ilmi sölnunar út í geiminn og beið og beið eftir hinu hvíta náttlíni hvíldar og friðar. Á einum slíkum degi kom Steinmóður ríðandi eftir slóða, sem lá yfir grjóthrygg, nokkuð vestan við landa- mÖrk Hvítabjarnarvíkur. Hann fór löturhægt, því að slóðinn var staksteinóttur og lá í krókum milli dreifðra Grettistaka, sem voru vaxin gráleitri skóf og gulbrúnum mosa og störðu smáum kristallssjónum á vegfarendur. Við og við sá Steinmóður kindur, hvítar og lagðsíðar. Þær kroppuðu toppa, sem gægðust fram á milli steinanna, en litu upp, þegar þær heyrðu hofa- takið og störðu fráneygar á þá, ferðafélagana. Síðan stöppuðu þær niður fæti, kvikuðu eyrum, fnæstu og þutu af stað, svo að hinir hrokknu, hvítu lagðar hent- ust og hrukku til, sumar vestur, aðrar austur, því að þær voru orðnar vanar því, að við þeim væri stuggað í áttina til sinna heimkynna. Allt í einu stanzaði Dreyri, og Steinmóður, sem hafði KafSi úr nýrri skáldsögu. ESSIR kaflar eru úr langri óprentaðri sögu eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Sagan gerist bæði í sveit og kaupstað á árunum 1913— 1941. Kaflarnir eru hér tölusetfir 1., 2. og 3., en þeir eru ekki upphaf sögunnar — og milli 2. og 3. kafla eru nokkrir kaflar felldir úr. Steinmóður Jósúason hefir komið nýfermdur til ekkjunnar Þorkötlu Jakobsdóttur í Hvítabjarn- arvík, en Þorkatla er miðaldra kona, að mörgu sérleg og kölluð KVENHETJAN, hálfvegis í skopi, en hálfvegis í alvöru. Steinmóður er alinn upp við ill kjör og óvirðingu hjá Bríetu gömlu í Leiru, fornlegri kerlingu og nánös, og bónda hennar Vigfúsi, sem var lítill fyrir sér. En Þorkatla gerir hið bezta við Steinmóð, lætur hann í öllu finna, að hún meti hann mikils, kallar hann ráðsmann og vekur hjá honum þá tilfinningu, að hann sé í rauninni fullorðinn maður — eða að minnsta kosti igildi fullorðins manns. Hún venur hann á að taka í nefið, og þó hefir hún sjálf ekki slíkt um hönd, og fyrir hennar tilstilli tekur hann upp á því að raka sig. Eftir atburðina, sem lýst er í 1. og 2. kafla, dreymir hann sæla drauma og sker vísuna, sem hann orti um Ósk, á tréspjald og grefur í mold, því að hann hefir heyrt, að sá maður, sem yrki lofvísu um konu, er hann unni, skeri vísuna í tré og grafi síðan í mgld, haldi ástum hennar meðan spjaldið sé ófúið. Þorkatla •» skil'ur, hvað Steinmóði líður, og með lagi kemur hún þannig málunum, að Steinmóður- telur sér trú um, að hann hafi gleymt Ósk, enda hún eins og hvert annað barn — á við hann — með alla þá ábyrgð, sem á honum hvílir sem forsjón heim- ilisins í Hvítabjarnarvík, og hann grefur upp og brennir spjaldið með vísunni. Ári eftir að fund- um þeirra Óskar ber saman, svo sem frá segir í 1. og 2. kafla, fréttir hann, að hún sé flutt í Tanga- kaupstað. ... verið að horfa á eftir kind, er þeyttist vestur eftir, leit á götuna fram undan sér. Þar stóð ung stúlka og og starði á hann, og mórauður hundur með hvíta bringu stökk upp á stein og gelti. Stúlkan var lág vexti og grönn, ljóshærð og hörundshvít, en með freknur á nefi. Hún hafði stór, björt og undrandi augu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.