Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 21
Alþýðublaðsins 21 in. Og: Svo hefði ég auðvitað grátið á eftir! Allt þetta! Það rifjuðust líka upp fyrir honum mörg atvik í sambandi við byltur, ótrúlega skopleg — þó að ekki væri nú nema þegar húsbóndi hans í Leiru datt aftur á bak og lenti tvöfaldur í bæjarlækinn og gat ekki reist sig, lá þarna afvelta eins og horgemlingur! Og Steinmóður brosti, og allur vottur af tortryggni í þá átt, að Ósk hefði ætlazt til að illa færi, þegar hún stakk upp á að klifra upp á steininn, hvarf út í veður og vind. — O, ég þekki þetta, sagði hann, og svo hló hann, því að nú mundi hann allt 1 einu eftir því, að Vigfús í Leiru hafði bitið sig í tunguna um leið og hann datt, og þegar hann ætlaði að segja eitthvað næstu daga, þá afmyndaðist hann allur í framan og leit út eins og hann ætlaði að fara að kasta upp. — Já, ég held ég hafi hlegið að svona, þó ekki væri nema þegar hann Vigfús í Leiru datt tvöfaldur í lækinn og við máttum toga sitt í hvora hönd honum, við Bríet gamla, og það var eins og við værum að streitast við að slíta af honum handleggina. Telpan skellihló, en allt í einu kom á hana alvöru- og jafnvel hræðslu-svipur: — Ó, guð hjálpi mér! Hefirðu meitt þig? Og hún stökk til hans og þreif á honum hægri höndina. Svo leit hún á hann, og augun voru eins og ljós á altari. — Voðalega get ég verið vitlaus og vond! Geturðu fyrir- gefið mér þetta, Steini minn? Hann brosti, og honum varð heitt og ómótt fyrir brjósti: — Fyrirgefið þér! Var þetta kannske nokkru öðru að kenna en glannaskapnum úr mér sjálfum? Sérðu það ekki, manneskja, að það er ekki nokkur lifandi leið að komast þarna upp á steininn? Eg bara æddi þetta eins og fífl! Hún leit á steininn, og slcyndilega stóð á ný ljós- lifandi fyrir henni það, sem fram hafði farið, og hlát- urinn greip hana aftur, svo að hún beygðist saman og vaggaði á víxl út á hliðarnar, og höfuðið dinglaði, og tárin runnu niður kinnarnar á henni. Og þegar Stein- móður hafði horft á hana nokkur augnablik, leit hann líka á steininn, og nú sá hann víst sjálfur hið skop- lega atvik — eða kannske sá hann Vigfús í Leiru tvö- faldan í bæjarlæknum — því að skyndilega sló hann út frá sér höndunum, og hláturin'n gaus upp úr honum í rokum, hávær og hás — og með einkentíilegum ringjum á milli, því að Steinmóður var í mútum. Loks vissu þau þar til sín, sem þau sátu sitt á hvor- um steini, eldrauð og tárvot og héldust í hendur. — Æ, æ, æ, æ, æ! Þau þurrkuðu sér í íraman, og svo horfðust þau í augu. Um stund sátu þau svona líkt og frá sér num- in. Svo varp hún öndinni, eins og hún hefði and- þrengsli, og spratt á fætur: — Hvað ætli mamma mín hugsi, hún, sem er alltaf hrædd um mig, eins og að ég sé smábarn! Og Steinmóður stóð á fætur. Það færðist fullorðins- legur áhyggjusvipur yfir andlitið á honum: GLEÐILEGRAJÚLA óskum við öllum viðskiptavinum okkar. s s Kjötbúðin Borg. ^ GLEÐILEO JÓL! Verzlunin SNÓT GLEÐILEG JÓL! ODDFELLOWHÖLLIN Gleðileg jól! GLEÐILEG JÓL! Daníel Ólafsson & Co. h.f. GLEÐILEG JÓL! s s s s Heildv. Ásbjöm Ólafsson, s Grettisgötu 2 ^ _s GLEÐILEG JÓL! DÓSAVERKSMIÐJAN h.f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.