Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 27

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 27
Alþýðublaðsins 27 Og nú er Bríet dauð. O-já, góurinn. Þar fór hún, og hafði ekki einu sinni með sér pípuna. Ó-ekki. Svo fór gamla konan að svíða svið á verkfæri, sem hún kallaði prímhaus, glæfraverkfæri hreinasta — eða ekki gat Steinmóður betur séð. Það stóð úr því blár loginn, og það hvæsti eins og grimmasti fressköt.tur. Nú, svo drapst kannske allt í einu á því, og þá varð allt fullt af þessari líka skemmtilegu stybbu. Eldspýta borin að, og svo gaus loginn upp. En ekki leið á löngu, unz aftur drapst, og nú stakk gamla konan í það með einhverjum skaptprjóni, og svo hellti hún vökva í skálargeiflu, sem á því var, og kveikti á eldspýtu. Það gaus upp logi, en ekki vildi það fara að hvæsa á nýjan leik. Loksins sagði gamla konan með miklum mæðu- svip: — Það vildi ég, að guð almáttugur gæfi, að þeim tækist einhvrn tíma, að búa til eitthvert déskotans apparat, sem ekki væri alltaf í biliríi. Gömul kona —- úr afskekktum og hljóðlátum hrika- byggðum — gagnvart háværri og daunillri tækni framhleypinnar og frekrar fjárhyggju hinna steindu og stálbúnu heimsborga. Og orð hinnar gömlu konu hnigu Steinmóði að hjarta. Vélaskellirnir, óþefurinn og hristingurinn á vélbátnum!, Já, ef ekki hefði verið til staðar virðing Steinmóðs fyrir verðmætum, þá hefði hann boðið gömlu konunni að bera þetta apparat, sem hún kallaði, niður í sjó. Eftir matinn þetta kvöld sagði gamla konan, Eyrún hét hún: — Þú þekkir sjálfsagt hana Ósk frá Fosshóli, Móði minn? Hann kipptist við og horfði stórum og því nær skefldum augum á gömlu konuna. — Þarna var nú erindið þitt í kaupstaðinn, var hvísl- að að honum, hver sem það nú gerði, og mikið mátti það vera, ef hún meinaði ekki það sama, hún Þorkatla, þó að hún hefði ekki sagt aukatekið orð. En þessu skyldi hann ekki undir liggja. — Erindið mitt í kaupstaðinn! svaraði hann með beizkju, þó að hann gerði það ekki upphátt. — Hvaða bölvað ekki sen kjaftæði er þetta? Tók ég ekki spjaldið og brenndi það til ösku? Og hvað svo? .... En nú var gamla konan hætt að þvo upp og horfði á hann. Já, því sat hann svona eins og glópur og svar- aði ekki. Hann ræskti sig: — Ju-hú, — ja, það er að segja: séð hefi ég hana. Gamla konan fór aftur að þvo upp, og gamli mað- urinn sat eins og hann væri soínaður fram á hendur sínar. . . Hún sagði, eftir að hafa þagað nokkur augnablik: — Hún býr hérna ré^ hjá — í litla húsinu með tjörupappanum hérna utár í götunni. — O, þetta er og. Þögn. Svo: — Þú vildir nú kannske heilsa upp á hana? Nú stóð aftur á svari hjá honum. Hvað var þetta eiginlega? Var nokkuð eðlilegra en að hann vildi GLEÐILEG JOL! og Farsælt NÝTT ÁR! Smjörlíkisgerðin Ásgarður h.£. GLEÐILEG JÓL! Óskum öllum GLEÐILEGRA JÓLA Verzlunin Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Co. GLEÐ8LEG JÓL! LITLA BLOMABUÐIN GLEÐILEG JÓL! Sælgætis- og efnagerðin FREYJA h.f. GLEÐILEGJÓL! Ullarverksmiðjan Framtíðin. S s s s s s s s ’ s GLEÐILEG JÓL! H.f. RAFMAGN »^r»^»^r*^*^-»y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.