Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 30

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 30
30 Jólablað OPHl SLUBQIHH FRÆNKA mín kemur bráðum niður, hr. Nuttel,“ agði stúlkan, hún var fimmtán ára og mjög fullorðinsleg: .„Þér verðið að reyna að sætta yður við að tala við mig á meðan.“ Framton Nuttel leitaðist við að segja eitthvað við- eigandi, sem væri gullhamrar til ungu stúlkunnar, án þess að vera sneið til frænkunnar, sem von var á. Annars dró hann það í efa, meira nú en áður, að þessar formlegu heimsóknir til gerókunnugs fólks yrðu hon- um til nokkurs góðs í þessari dvöl hans í sveitinni, sem átti að vera honum til hressingar við taugabilun. ,,Eg veit hvernig það verður," sagði systir hans, þegar hann var að undirbúa för sína í sveitina. ,,Þú munt loka þig inni og talar ekki við nokkurn lifandi mann og þér leiðist, og þú verður verri á taugunum en nokkru sinni fyrr. Eg ætla að skrifa með þér bréf til nokkurra kunningja minna. Það er sumt allra bezta fólk.“ Framton var forvitinn að vita, hvort frú Shappleton, sem hann var nú að færa eitt þessara bréfa, væri ein af þessu ágæta fólki. „Þekkið þér marga hér um slóðir?“ spurði frænk- an, þegar henni fannst þau hafa þagað hæfilega lengi. „Varla nokkurn mann,“ sagði Framton. „Systir mín dvaldist hér á prestssetrinu fyrir einum fjórum árum síðan og hún bað mig fyrir bréf til nokkurra kunn- ingja sinna hér.“ Það var greinilegur gremjutónn í síðustu setning- unni. ,,Þá vitið þér svo til ekkert um frænku mína,'“ sagði hin fullorðinslega ungmær. „Ekkert annað en nafnið og heimilisfangið,11 sagði gesturinn. Hann var að brjóta heilann um, hvort frú Shappletoii væri heldur ekkja eða gift kona lifandi manns. Honum virtist ýmislegt í stofunni 'benda til þess, að hér byggju karlmienn líka. „Nú eru þrjú ár síðan hún varð fyrir hinni miklu sorg,“ sagði telpan. ,,Það hefir verið eftir að systir yðar var hér.“ „Miklu sorg?“ spurði Framton, eitthvað virtist benda til þess að miklir harmar væru óhugsandi í þessari friðsælu sveit. „Yður furðar sjálfsagt á því, að við skulum láta svona stóran glugga standa galopinn á október-kvöldi,“ sagði hún, og benti á stóran, franskan glugga, sem vissi út að grasflötinni. „Það er nú bara heitt, svona á þessum tíma árs,“ sagði Framton. „En stendur þessi gluggi í nokkru sam- bandi við hina miklu sorg frúarinnar?“ „Einn góðan veðurdag fyrir þremur árum gengu þeir þrír, maðurinn hennar og tveir bræður hennar, út um .þennan glugga. Þeir ætluðu á veiðar. Þeir komu aldrei aftur. Þeir fóru yfir flóann til að komast á beztu mýrissnípuveiðistöðvarnar og lentu í ófæru feni, sem gleypti þá alla með húð og hári. Þetta var mesta vætu- sumar, sjáið^ þér til, og staðir, sem venjulega eru ör- uggir, urðu nú viðsjárverðir og jafnvel stórhættulegir. Líkin fundust aldrei. Það var það skelfilegasta. Nú varð hin rösklega rödd telpunnar óstyrk. „Veslings frænka vonast alltaf eftir því, að þeir komi aftur, á- samt litla, brúna, spænska hundinum, sem týndist með þeim, og að þeir muni ganga inn um gluggann þarna eins og þeir voru vanir. Þess vegna er glugginn alltaf látinn vera opinn á hverju kvöldi, unz dimmt er orð- ið. Aumingja frænka, hún segir mér oft frá því, þegar þeir fóru út, maðurinn hennar með hvíta regnkápu á handleggnum, og Ronnie, yngri bróðir hennar söng: „Bertie, hví bregðurðu á skeið?“ bara til að stríða hennii, því að hún sagði, að lagið færi í taugarnar í sér. Trúið þ.ér því, stundum kemur yfir mig hálfgerð óhugnaðartilfinning, á hljóðum og kyrrum kvöldum Saga eftir Saki eins og þessu, mér finnst ég geta átt von á, að þeir komi.gangandi inn um gluggann.“ Það fór hrollur um hana og hún þagnaði. Framton létti þegar frúin kom blaðskellandi inn í stofuna og baðst mjög afsökunar á því að láta standa á sér. ,,Eg vona, að Vera hafi verið yður til skemmtúnar," sagði hún. „Það hefir hún vissulega gert,“ sagði Framton. „Eg vona, að yður sé sama þótt glugginn sé opinn," sagði frú Shappleton glaðlega. „Maðurinn minn og bræður mínir koma bráðum af veiðum, og þeir eru vanir að koma þessa leiðina inn. Þeir hafa verið að svipast að snípum úti á mýrlendinu í dag, svo að gólf- ábreiðurnar mínar fá víst fyrir ferðina, þegar þeir koma heim. En svona erúð þið karlmennirnir.11 Hún lét móðan-mása um veiðar og fuglafæð, og möguleika á andaveiðum næsta vetur. En það lét allt saman ægilega í eyrum Framtons. Hann gerði örvænt- ingartilraun til að snúa talinu á hugðnæmari brautir, en tókst það miðlungi vel, því að hann varð þess var, að húsmóðirin snéri athygli sinni að litlu leyti að honum, heldur hvörfluðu augu hennar stöðugt fram hjá hon- um út að glugganum og flötinni, utan við hann. Það var sannarlega óheppileg tilviljun, að hann skyldi einmitt rekast- hingað á þessari sorglegu árstíð. „Læknarnir eru sammála um það, að ég þarfnist full- kominnar hvíldar og forðist æsingu og líka allt líkam- legt erfiði,“ sagði Framton, og reyndi nú að styðjast við þá almennu trú, að ókunnugt fólk og nýir kunn- ingjar séu sérstaklega gráðug í að heyra um lasleika (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.