Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 35

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 35
Alþýðublaðsins 35 / á ihonum Björn og Þorsteinn. Magnús kailar til þeirra og biður þá um fram allt að snúa aftur hið skjótasta, því veðrið sé ískyggilegt. Björn neitar því, og ætlar að vinda upp segl og hraða förinni sem mest. En áðúr en honuni tókst að ganga frá seglinu, kom snörp vindhviða og hvolfdi bátnum. Magnús bað guð fyrir þeim, þar eð hann var sjónarvottur að slysinu og féllst mjög til um, sem von var. Þeir félagar, Björn og Þorsteinn g'átu fest hendur á bátnum og komust báðir á kjöl. En enginn bátur var við höndina til að bjarga þeim á í land. Hrakti þá undan vindinum norður og vestur með Rauða- gnúp og á haf út. — Magnús Mjóp nú allt hvað af tók vestur í Grjótnes og sagði tíðindin. Var báti hrundið fram tafarlaust og mannaður vel og lagt af stað til að leita að þeim félögum. Hafði Hákon bóndi forystuna sjálfur, enda var það á orði, hvað hann hefði góðá sjón: Eftir mikinn róður tókst þeim loks að koma auga á bátinn og voru þeir félagar enn hangandi á kjölnum. Þorsteinn var enn með lífsmarki en Björn dauður. Grunur Magnúsar hafði ekki verið ástæðu'laus. — Þorsteinn náði sér aftur eftir hrakför þessa. Og segir svo ekki fleira frá þessum atburðum. Eitt ár líður án þess að nokkuð gerist, það sem í frásögur sé færandi. — Fyrsta sunnudag í góu árið 1824 bar upp á 22. febr. Þann dag var logn og bezta veður. Hákon bóndi á Grjótnesi hóf húsilestur áð vanda og hlýddi heimi'lisfólk allt á húslesturinn nema eitt eða fleiri 'börn, er voru að leikjum úti við í góða veðrinu. Sjórinn var spegilsléttur og örlaði ekki á neinu, nema ,,duflum“ selanótanna, er lágu í langri iínu fram undan bænum. 'Þ^ar Hákon bóndi var um það bil í miðjum húslestri, kom barn inn og sagði að stór selur buslaði ógurlega í einni nótinni. Hákon bóndi lagði samstundis frá sér bókina, bað Þorstein son sinn að koma með sér, og gengu þeir síðan ofan í fjöru. Hrintu þeir fram bát í skyndi og reru fram þangað, er selurinn var í nót- inni. Undir venjulegum kringumstæðum var þetta að- eins stuttrar stundar verk. Selurinn var rotaður með barefli, festur við bátinn og síðan róið í land, sem var örstutt leið. En í þetta skipti átti öðruvísi að fara. Þennan morgun var Hlaupa-Mangi að gegna störfum sínum að vanda heima á Núpskötlu. Sér til miki'llar undrunar verður hann allt í einu var við ,,furðu“ þeirra G'rjótnes-feðga. Þá var Magnús ekki seinn á sér, frem ur en vanalega og hleypur vestur í Grjótnes. Þegar hann kom þangað, stóð svo á að þeir feðgar voru komnir fram að nótinni, og voru að föúa sig í það að rota sélinn. En í sömu svipan hvolfist báturinn og þeir feðgar drukknuðu þar báðir, með því að enginn bátur var við höndina til að bjarga þeim. Allt heimilisfólkið, ásamt Magnúsi stóð í fjörunni og horfði á þetta hörmulega slys, án þess að geta nokkuð aðhafzt. Og verst þótti Magnúsi, að hafa ekki komið nokkrum mínútum fyrr, ef hann hefði mátt koma í veg fyrir Slysið. Hlaupa-Mangi var Langnesingur að ætt, fæddur um 1780, fluttist þaðan ungur og settist að í Núpa-sveit. Systir hans hét Ingileif og mun hún hafa flutzt í Núpa- sveitina um sama leyti. Hún giftist Magnúsi Helga- syni bónda á Eiðastöðum og áttu þau nokkur börn. Létu þau einn son sinn bera nafn Hlaupa-Manga, en það var Magnús Magnússon faðir Guðmundar Magnús- sonar rithöf. (Jóns Trausta). Hlaupa-Mangi var greindur vel og orðhagur, en alveg sérstaklega yfirlætislaus. Hann var góðgjarn og hjálpsamur og.naut al'ltaf vin- sælda, þó fátækur væri. Hann andaðist fjörgamall, að Grjótnesi á Melrakkaslétfu. Hér sjáið þið tvo karla, sem hafa gaman af því að fara upp á há fjöll með byssu um öxl, til þess að skjóta fugla. Það eru: E. Hemingway (t, v.), og Cary Cooper (í miðið). Leikarinn og skáldið. 4»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.