Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 37

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 37
Alþýðublaðsins 37 Orlof eiginmannsins Smásaga HANN stóð miðsvæðis í gildaskála úti í sveit og horfði á dansfólkið svífa framhjá í draumkennd- um valsi. Úti var hlý og þögul nótt. Fram með mána- silfruðum skógargöngum sungu trjásöngvurnar mið- nætursöngva sína. Hann stóð þarna, lítið eitf hærri vexti en allir hinir, og reyndi að glöggva sig á því, hver væri fegursta stúlkan í dansinum. Það var skemmtilegt val, en ekki auðvelt. í hálfrökkrinu voru þær allar yndislegar með hvítar axlir og dreymandi augu. Eða svo virtist hon- um' . Gjestgjafinn kom til hans, um leið og há, ljóshærð stúlka sveif fram hjá. — Á að kynna yður einhverri? Hann hristi höfuðið. — Nei, kærar þakkir. Rauðhærð stúlka í grænum kjól sveif fram hjá, því næst nettvaxin stúlka með brúnt hár og blóm í hár- inu Hann horfði á þær stundarkorn meðan þær gengu frá einum dansherranum til annars. Sú ljóshærða var vissulega fögur. Sú rauðhærða ... nei. Sú* dökka þrýsti sér fast upp að darisherranum sírium og kjóllinn féll fast að líkama hennar og hún lygndi augunum. Allt í einu tók hann ákvörðun sína. Hann gekk inn í röðina og klappaði á öxlina á dansherra hinnar dökk- hærðu. Hún sveif inn í faðm hans án þess að líta á hann og mild blómaangan barst- að vitum hans. Þegar hún leit framan í hann voru augu hennar eins og fjólur, en jafnframt ofurlítið kuldaleg. — Vertu ekki svona súr á svipinn, sagði hann. Við höfum sést áður, í fyrra lífi, það er ég sannfærð- ur um. Hún svaraði honum ekki. Þau dönsuðu þegjandi stundarkorn. Hún 'var sviflétt í dansi, hvirfillinn á henni náði honum aðeins í höku. — Þú. virðist ekki sannfærð um, að við höfum sést áður, sagði hann. — En ef þú vildir koma með mér hérna út á svalirnar, gætirðu ef til vill munað eftir mér. Hún stanzaði. — Eg er mjög minnisgóð, sagði hún. Rödd hennar var hvorki kuldaleg né alúðleg. Það var eins og henni stæði nákvæmlega á sama. En hún fór með honum. Þau gengu út á rökkvaðar svalirnar, þar sem glóði á eld í vildlingum á stöku stað. Stúlkan nam staðar við riðið, en hann greip um arm hennar og ýtti henni á undan sér niður þrepin og eftir stígnum, sem lá til knattleikavallarins. Hún bar sig ekki á móti, en sagði kuldalega: — Þú virðist vera kunnugur. hér um slóðir. Hann hló. — Það er eðlisvísun, sagði hann. — Auk þess þarf ég að biðja þig bóna'r, sem þú gætir ékki veitt mér á veggsvölunum. — Einmitt, sagði hún. — Eg hélt, að þú hefðir leitt mig út til þess að minna mig á eitthvað. — Eg er hræddur um, sagði hann — að ástæðan til þess að ég leiddi þig út eigi sér dýpri rætur. Eg fór með þig hingað af því að mig langar til að kyssa þig- — Jæja, sagði hún og sjáöldur hennar þöndust út í tungsljósinu. — Þú virðist vera farinn að úrvænta. Vildi engin aumkast yfir þig? Eða hefirðu reynt þær allar? Hann gretti sig: — Þú talar eins og konan mín, sagði hann. Hafi henni komið þetta á óvart, lét hún að minnsta kosti ekki á því bera. — Reyndu ékki að telja mér trú um, að konain þín misskilji þig, tautaði hún. — Það er líka mjög fjarri því, sagði hann. — Hún skilur mig einmitt mjög vel. Hún veit, að ég er hrif- inn af fallegum st’úlkum. Hún féllst líka á það í kvöld, þegar ég bað hana um leyfi til þess að kyssa falleg- ustu stúlkuna, sem hér væri og gaf samþykki sitt. Rreyndar var hún ofurlítið súr á svipinn, en hún sam- þykkti það samt. Einn koss. Auðvitað því aðeins að stúlkan vilji það sjálf. Hann þagði stundarkorn. — Og vill hún það? Hún brosti ofurlítið. — Finnst þér ég vera fallegust? — Já, það ertu. Um leið og hann sagði þetta stóðu þau í skugga trjánna. Hann laut að henni, en hún hörfaði. — En hvað um konuna þíma? Hvað fær hún í stað- inn? — Ó, hún má kyssa hvern sem henni sýnist. En að- eins einn koss. Hún horfði á hann stundarkorn. — Segðu mér! Þarf konan þín líka að segja — fórnardýri sínu — að hún sé gift? — Nei, sagði hann. — Þess þarf hún ekki. Hri hún verður að taka ofan giftingarhringinn áður en hún kyssir hann. Eg krafðist þess. Stúlkan horfði ofan á hendur sér, sem voru bjart- ar í tunglsljósi-nu. — Ertu viss um, að þú viljir eyða þessum — utanhjónabandskossi -— á mig? Voru ekki aðrar stúlkur þarna inni, sem þér leizt betur á? — Þar var ljóshærð stúlka, sagði hann. — ííún var falleg. En þú varst fallegust. Hún snéri sér skyndilega að honum, vafði örmum um háls honum og teygði fram varirnar. Hann laut að henni. Umhverfis þau tístu trjásöngvurnar, en tím- inn nam staðar. Hægt og hikandi slitu þau faðmlaginu. Þau horfðu hvort á annað. — Eigum við nú að fara inn aftur? spurði hún al- varleg. — Nei, það held ég ekki, sagði hann alvarlegur á svip. — Mér hefir dottið annað snjallara í hug. Hann kyssti hana aftur. — Settu hringinn upp aftur, sagði hann. — Við skulum fará heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.