Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 38

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 38
38 Jólablaö Músin í göngunum. Músin hefir grafið sér löng og margflækt göng, eins og þið sjáið á myndinni, því að hún vill vera viss um að komast fljótt undan, ef hættu ber að höndum. Segj- um nú svo, að þið gætuð brugðið ykkur í múslíki og færuð að elta músina um göngin hennar, og færi þá varla hjá því, að ykkur fyndist þið vera í völundar- húsi. Við skulum byrja eltingarleikinn í opinu efst til vinstri, þar sem fingurinn bendir inn í göngin, og tak- markið er að komast út um opið neðst til hægri, en það er eina örugga leiðin út, af því að húsmóðirin hefir sett gildrur í hin götin tvö. Nú þurfið þið að finna stytztu leiðina á milli opanna efst til vinstri og neðst til hægri og gætið ykkar að lenda ekki í opun- um efst til hægri og neðst til vinstri, því að þá er dauðinn vís. w-*r w’*r w*r • -r - • ^ • -JT • -r • - -r- • ^- - . í > « GLEÐILEGJÓL! ) í VERZLUNIN VÍSIR, s S Laugavegi 1. — Fjölnisvegi 1. ^ Sítrónan í garðinum. Það kom einu sinni fyrir, að skortur varð á sítrón- um í Undraborg, og sérstaklega bar skraddarinn sig illa yfir því, af því að hann vantaði sítrónu út í teið sitt. Þá frétti hann, að kaupmaðurinn ætti eina dýrmæta sítrónu og hefði falið hana í afskekktu horni í undra- garðinum sínum. Skraddarinn var alveg að fram kom- inn og lagði því af stað til þess að reyna að ræna sítrónunni. Kaupmaðurinn hafði mikinn fjölda af garð- vörðum, sem áttu að gæta þess, að enginn stæli sítrón- unni, af því að þetta var forláta sítróna. Skraddarinn kom nú að hliðinu á garðinum (neðst til vinstri) og hélt inn í garðinn. í hvert sinn, sem hann mætti varð- manna, var hann sleginn niður og héldu varðmenn- irnir alltaf, að hann væri dauður, en hann raknaði alltaf við sér eftir fimm mínútur og hélt áfram. Skradd- arinn náði í sítrónuna, en þurfti alls að liggja í roti undan höggum varðanna 20 mínútur. Nú skulið þið at- huga, hvort þið getið náð í sítrónuna og sloppið með eins litlar barsmíðar og skraddarinn. GLEÐILEGJÓL! Bókavertlun Kristjáns Kristjánssonar Hafnarstræti 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.