Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 39

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 39
Alþýðublaðsins 39 NOEL, stúlkan, sem átti afmæli á jólunum BARNASAGA eftir Mary Jeans. NOEL, viltu sjá um, að Rupert fái mér lestina mína? — Noel, getum við ekki búið til kaffi? — Noel, villtu lesa fyrir okkur sögu? — Noel, má ég sigla bátnum mínum í baðkerinu í nótt? Nanny bannar mér það, þegar hún er heima. —: Noel, hvað getum við gefið Nanny í jólagjöf? — Heyrðu mig, Noel, get .... röddin hljóðnaði skyndil^ga, þegar stúlka með hrokkið hár, um fimm- tán ára gömul, spratt á fætur og fleygði frá sér bók- inni, sem hún hafði verið að reyna að lesa. Augu hennar leiftruðu, þegar hún sagði: — Noel, Noel, Noel! En hve mér er illa við nafnið mitt. Það er alltaf Noel hér og Noel þar frá morgni til kvölds. Eg vildi, að ég hefði verið einkabarn auðugra foreldra, sem hefðu gefið mér viðunanlegt nafn. Ökyndileg þögn varð í barnaherberginu, en tíu augu störðu skelfingu lostin á Noel Bainbridge. Áður en nokkur væri búinn að jafna sig, voru dyrnar opnaðar og frú Bainbridge kom inn í herbergið. Hún horfði stundarkorn á undrandi svip yngri barnanna, en því næst á reiðilegan svip elztu dótturinnar. Því næst á- varpaði hún Noel: — Noel! Nanny hefir nýlega sent skilaboð um það, að móðir sín sé veik, og að hún verði að dvelja hjá henni þangað til einhver annar komi til að líta eftir henni. Og ég þarf að vera fjarverandi á morgun frá klukkan þrjú til klukkan sex. — Eg get ekki verið hjá börnunum á morgun, mamma, hreytti Noel út úr sér. Þú veizt, að ég er ein af þeim hamingjusömu, sem erum boðnar til ungfrú Anerley. Eg get ekki hafnað því boði. — Mér þykir fyrir þessu, en hvað eigum við þá að gera. Leila er ekki nema tólf ára, og hún getur ekki gætt Rupers, Johns, Charless og Moniku. Eg er viss um, að Anerley skilur þig, ef þú ferð til heíinar og af- sakar þetta. Ef þú ferð strax — skal ég vera tilbúin, þegar þú kemur. . Noel, sem venjulega var síkát og brosandi, var nú ákveðin á svipinn og harðneskjuleg. — Þetta er ekki fallega gert. Eg fæ aldrei að gera það, sem mig langar til. Eg verð alltaf að vera barnfóstra meðan stúlkur á mínum aldri fara í heimboð. Og það er allt vegna þess, hvað ég heiti andstyggilegu nafni. Noel hélt niðri í sér grátinum og flýði út úr her- berginu. Skuggi leið yfir ásjónu frú Bainbridges, en hvarf nærri því um leið. — Veslings Noel er ekki vel frísk, sagði hún við yngri börnin. Eg hefi ofurlítinn tíma afgangs — og skal lesa þangað til Nikki verður að fara að hátta. Þessari tillögu var tekið með miklum fagnaðarlát- um, og Leila flýtti sér að finna söguna, sem frá Bain- bridge átti að lesa. Börnin söfnuðust umhverfis hana rétt hjá arninum og hlustuðu á rödd hennar. Þau heyrðu ekki útidyrahurðinni skellt aftur, þegar Noel fór út. En þótt hún væri að lesa, gat hún ekki hugsað um annað en Noel. Henni þótti vænt um elztu dóttur sína, oft þótti henni fyrir því, hversu oft hún varð að biðja hana að fórna sér fyrir yngri börnin. Síðustu dagana hafði hún orðið vör við óróleika og óánægju hjá elztu dóttur sinni. Eitt kvöldið hafði Noel lýst því yfir í bræði sinni, að svo liti út sem hún væri að- eins fósturdóttir þeirra,\ en tilheyrði ekki Bainbridge- fjölskyldunni, Frú Bainbridge þótti þetta miður, en svo skildi hún, að Noel hafði á réttu að standa. Hún var heimilinu nytsamari en flestar stúlkur á hennar aldri voru sínum heimilum. Noel var úti í regninu og hugsaði aðeins um það, sem henni fannst sér vera rangt gert. — Hvers vegna gengur allt öfugt fyrir mér? tautaði hún reið. Eg þarf að líta eftir hóp af bræðrum og systr- um og get ekki farið í heimboð. Það er andstyggilegt að vera elzt systkina sinna. Og ég á ekki einu sinni almennilegan afmælisdag. Ó, hvers vegna fæddist ég á jóladag. Og hvers vegna heiti ég Noel? Hún hélt áfram og hristi regndropana úr hrokknum lokkunum. Eftir tíu mínútur var hún komin þangað sem ungfrú Anerley átti heima og þegar hún var að beygja heim að húsinu, rakst hún á manneskju, sem var falin undir stórri regnhlíf. Hún ætlaði að fara að stama fram afsökunarorðum, þegar hún sá, að þetta var engin önnur en ungfrú Anerley. —- Mér þykir fyrir þessu, ungfrú Anerley, sagði hún. — Meiddi ég yður? — Nei, sagði ungfrú Anérley brosandi. Ætluðuð þér að heimsækja mig? — Já, ungfrú Anerley. Eg ætlaði að segja yður, að ég get ekki komið annað kvöld. Kennslukonan horfði á hana stundarkorn, en sagði svo: — Eg ætlaði bara að láta bréf í póst, — Þér getið gert það fyrir mig á heimleiðinni. Komið heim með mér, og þar getum við talað saman stundarkorn. Yð- ur virðist liggja eitthvað sérstakt á hjarta. Fimm mínútum seinna sátu þær fyrir framan arin- inn og Noel sagði ungfrú Anerley allt um hagi sína. — Það er hræðilegt að vera elzt af systkinum sín- um, sagði hún. — Eg er aldrei frjáls manneskja. Eg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.