Alþýðublaðið - 30.12.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.12.1942, Blaðsíða 4
&-TH MIBv&odagw 3P. des. 1M15. ÚtcefftHðl: AJWMBakkxuÍan. ■ttatjáeb stefltar gjetgam. Bitstjóm «8 eJmeMUa t Al- þýðuhúaimi vtS Tecfisgötu. Sfmac ritstjócaar: IMt og 4902. I aígreiOrftw: 4900 og 4906. Verö i iausasöÍH 40 aura. AlþýðuprentsuaiðSao h.f. Yiðræðnrnar um viustri stjórn. Þ AÐ má vel merkja á aðal- ritstjórnargrein Morgun- blaðsins í gær, að því er ekkert vel við viðræður þær, sem nú eru byrjaðar milli þriggja flokka þingsins, Alþýðuflokks- ins, Kommúnistaflokksins og Framsóknarflokksins, um mögu leikana á myndun vinstri stjóm ar á þingræðisgrundvelli. „Leiðtogar þriggja flokkanna hafa notað jólaleyfið“, segir Morgunblaðið, „til þess að reyna að finna grundvöll, er sameinað geti þessa flokka um stjórnarmyndun. Slík stjórn myndi ekki sameina þjóðina, heldur sundra henni og skapa nýja flokkadrætti og rifrildi11. Þannig farast Morgunblaðinu orð um viðræðurnar um vinstri stjórn. Og það ákallar þjóðina um að krefjast þess, „að flokk- arnir hætti rifrildinu og taki höndum saman“. Höndum sam- an um hvað — segir blaðið hins vegar ekki. Þetta er einkennilegt rugl. í meira en mánuð sátu fulltrúar allra flokka þingsins á ráð- stefnu til að reyna að finna grundvöll, sem þeir allir gætu sameinast á til stjórnarmynd- unar. En sú tilraun bar engan árangur. Enginn málefna grund völlur fannst, sem slík sam- stjórn gæti byggst á. Og enginn þarf heldrnr að undrast það neitt. Því það er erfitt að sam- rýma hagsmuni stríðsgróða- manna og alþýðu manna. Það hefir víðar verið reynt en hér og hafa þó stríðsgróðamennim- ir óvíða vaðið eins uppi og sýnt jafnlítinn þegnskap og jafnmik- ið ábyrgðarleysi um alþjóðar- heill og einmitt hér hjá okkur. Spor „þjóðstjórnarinnar“ hræða. Þau laða ekki til nýrr- ar samstjómarmyndunar svo ó- líkra flokka og þar sátu við eitt og sama borð. Hinsvegar virtist það koma fram við fjögra flokka umræð- urnar, að svo lítið bæri á mil'i hinna þriggja vinstri flolrka þingsins í þeim málum, sem nú er mest aðkallandi að ráða fram úr, dýrtíðarmálunum, að mjög líklegt væri, að þeim mætti auðnast, að mynda sameigin- lega stjórn með nægilegum þingmeirihluta að baki sér, ef hugur fylgdi virkilega máli í því, sem uppi var látið af þeirrá hálfu. Slík stjórnarmyndun mistókst að vísu, þegar Alþýðu- flokkurinn gerði tilraun til hennar og leitaði hófanna hjá Kommúnistaflokknum og Fram sóknarflokknum um það, hvort þeir myndu vera reiðubúnir til þess að vera með í þriggja flokka vinstri stjórn. Og vissu- lega fer ekki hjá því, að hinn neikvæði árangur af þeirri til- raun hafi dregið mjög úr von- um margra um það, að mögu- legt væri að mynda slíka stjóm. Hinsvegar var því haldið fram bæði af Kommúnistaflokknum og Framsóknarflokknum, að með tilraun Alþýðuflokksins hefði á engan hátt verið skorið úr um það; myndun vinstri stjómar þyrfti aðeins meiri und irbúningstíma, ákveðnari og víðtækari málefna grundvöll, en hægt hefði verið að semja um á svo stuttum tima, sem Al- þýðuflokkurinn hafði til þess að gera tilraun sína. Þessvegna hafa nú viðræður milli vinstri flokkanna þriggja verið teknar upp á ný. Alþýðuflokkurinn hef ir fyrir sitt leyti fallizt fúslega á það, þrátt fyrir hinn nei- kvæða árangur af tilraun hans fyrir hálfum mánuði síðan. Hann telur það svo mikils virði, að takast megi að mynda vinstri stjórn til að ráða fram úr vandamálunum, að hann vill ekkert láta óreynt í því skyni. Vitanlega er það ekkert ann- að en rugl, þegar Morgunblað- ið er að reyna að koma því inn hjá lesendum sínum, að slík stjórn, vinstri stjóm, væri til þess að sundra þjóðinni, en ekki til þess að sameina. Það er eng- in trygging fyrir því, að þjóð- in sameinaðist, þótt fjögurra flokka stjórn væri mynduð, eins og Morgunblaðið viíl, sem ekki gæti komið sér saman um neitt. Það yrði bara til þess, að ekki aðeins þjóðin, — heldur og stjórnin héldi áfram að vera sundruð, eins og á tímum „þjóð stjórnarinnar“ sællar minning- ar. Og það er líka svo langt frá því, að við værum nokkur und- antekning í heiminum í dag, þótt hér yrði mynduð stjórn, sem ekki allir flokkar stæðu að. Þau eru þvert á móti sennilega miklu færri löndin, sem nú hafa samstjórn allra flokka, heldur en hin, sem hafa aðeins meiri- hlutastjórn, eins og venja var í öllum þingræðislöndum áður en ófriðurinn hófst. Aðalatriðið er það, að fá starfhæfa stjórn á þ i n g- ræðisgrundvelli, stjóm, sem hefði öruggan þingmeiri- hluta að baki sér og væri fær um að ráða fram úr vandamál- unum á þann hátt, sem þjóðar- heill krefst. Slíka þingræðis- stjórn geta, eins og nú er á- statt í þinginu, engir aðrir flokkar myndað en iþeir þrír flokkar, sem nú em að gera úr- slitatilraun til þess að mynda vinstri stjóm. Með engum sanni verður því sagt, að álík stjóm,- armyndun væri til þess fallin að sundra þjóðinni, svo fremi að minnihluti þingsins sýndi þann þroska og ábyrgðartil- finningu, sem allsstaðar er ráð fyrir gert af stjóraarandstöðu í þingræðislöndum. Indriði miðill ......... INDRIÐI MIÐILL. Enduiminningar Brynjólfs Þorlákssonar, söngkennara. Þórbergur Þórðarson færði í letnr. Víkingsútgáfan 1942. 0 NOKKRU eftir aldamótin síðustu hófust hér rann- sóknir á dularfullum fyrir- brigðum. Einar Hjörleifsson Kvaran og Haraldur Níelsson stóðu fremstir í fylkingu þess- ara rannsókna. Þeir voru báðir einlægir rannsóknarmenn, — sannleiksleitendur. v Óáreittir fengu þeir ekki að sinna tilraunum sínum. Fá- fróðir menn á þessum sviðum og miður góðgjarnir réðust á þá og starfsemi þeirra. Manna á milli voru þeir bornir last- mælum, ritað um rannsóknar- störf þeirra í blöðin og gefnir út ádeilupésar. Miðillinn var grunaður um pretti. Draugafélag kölluðu and- stæðingar rannsóknanna félag tilraunamanna. Og enn eiga sumir menn örðugt með að út- rýma draugahugmyndum sín- um í sambandi við þessar rann- sóknir. Þessar hugmyndir þeirra hlytu að breytast, ættu þeir kost á að sjá og . heyra eitthvað af því fegursta og dýrðlegasta, sem hljómað getr ur og birst á miðlafundum. Fyrsta starf rannsóknar- mannanna hér var ærið tor- velt. Það er seinlegt og vanda- samt að þjálfa miðla, þótt þeir sóu frábærum miðilshæfiteik- um gæddir. Indriði var frábær að fjölhæfni. Æfinlega má búast við mis- tökum og sérstaklega á byrj- unarstigi rannsókna. Og auð- velt eb að finna að því, sem gert er. En svo er það oft, að þeir, sem harðast dæma, eru algjörlega ókunnir því, sem um er að ræða. — All-líklegt er, að Indriði Indriðason hafi að einhverju leyti verið sekur um smábrell- ur og leikaraskap, ungur og ærslagjam. Einnig' treystu sum- ir þeirra, sem fundina sátu, of mikið á góðgirni fólksins, sögðu frá mörgu og fullyrtu ýmislegt, sem vafi lék á. Það er alkunnugt, að miðlar hafa það til að svíkja, bæði sjálfrátt Okkur vantar krsikka til að bera Mþýðnblaðið ti! kaupemda frá 1* Jaaáar fið LindaroStn, RánargStD, Bergststræti, BerggórngStn og VestnrgðtH. Alfiýðublaðið. Síibí 4900. | Tilkynning 1 frð veitiBsasðlnni i OddMlovhðsiBi. Á gamlárskvöld verða borð tekin frá í stóra salnum aðeins fyrir þá, sem borða. Þátttaka í borðhaldinu óskast tilkynnt fyrir kl. 4 í dag (miðvikudag 30. des.) ^ Maturinn framreiddur frá kl. 8—10. Hljómsveit leikur frá kl. 8. J ^ og ósjálfrátt. Ríður þess vegna á að rannsóknarmenn séu gjör- athugulir. Kunnugir menn, ályktunar- bærir, telja fráleitt að ætla Indriða miðli að hafa sífelld- lega svikið — eða, að honum hafi verið fært að leika stöð- ugt á jafnmikla vitsmunamenn eins og Einar H. Kvaran, Harald Níelsson, Björn Jóns- son, Björn Kristjánsson og fleiri, sem voru í fyllstu alvöru að athuga þessi merkilegu fyrirbæri. Bókin, Indriði miðill, sem nýlega er út komin, fræðir lesendur um ýmislegt, sem gerðist í námunda við Indriða, bæði á fundum tilraunamanna og utan þeirra. Þórbergur Þórðarson, rit- höfundur, hefir skráð minning- ar Brynjólfs Þorlákssonar. En Brynjólfur var einn þeirra manna, sem kunnugur var til- raununum. Yirðist Þórbergur hafa gert sér mikið far um að grennslast eftir sannleiksgildi atburða þeirra, er hann bók- festir. Og hefir hann talað við ýmsa menn, sem atburðunum voru kunnir og borið saman frásagnir þeirra við minningar Brynjólfs. Þá hefir hann stuðst við blaðagreinir frá þessu tíma- bili, ritlinga og fundabækur tilraunamanna. Hispurslaust og skiljanlega greinir Þórbergur frá viðtök- um þeim, sem tilraunamenn fengu í upphafi, hjá ýmsum samborgurum. Frásögnin er prýðileg eins og vænta mátti. Briglinrlið við Ránargötuna til sölu. Upplýsingar í síma 4667 eftir kl. 7 næstu daga. tvNDiK$M'Tiixym St. EININGIN nr. 14. Fundur í dag, miðvikudag kl. 8 e. h_ stundvíslega. Fundarefni: Inntaka nýrra fólaga og önn- ur venjuleg fundarstörf. Að fundi loknum: Áxamótadansleikur. Afhending aðgöngumiða hefst kl. 6. Ekki er bókin prentvillulaus. Og skakkt er að telja menn eiga heima á götunni, þótt á þessum tímum sé. Rangt og ljótt er að skella saman í eitt óskyldum orðum úr ýmsum orðflokkum. Ytraborð bókar- innar er fallegt og pappírinn sæmiilegur. Öllum, sem að útgáfu bókar- innar standa, ber að þakka. Hallgrímur Jónsson. SJÁLFSTÆÐISBLÖÐUN- UM verður nú mjög tíð- rætt um viðræður þær, sem 'byrjaðar eru xnilli Alþýðuflokks ins, Kommúnistaflokksins og Framsóknarflokksins um mögu- leika á myndun vinstri stjóm- air. Og Æá' þessar viðræðux heldur kaidar kveðjuæ hjá þeim. Morgunblaðið segir í aðal- riitstjómargrein sinni ígær: „ínnan fárra daga kemur alþingi saman á ný. Ekkert bendir til þess, að stjórnmálamennirnir hafi neitt vitkast í jólaleyfinu. Þvert á móti. Leiðtogar þriggja flokkanna hafa notað jólaleyfið til þess að reyna að finna grundvöll, er sameinað geti þessa flokka um stjórnar- myndun. Slík stjórn myndi ekki sameina þjóðina, heldur sundra henni og skapa nýja flokkadrætti og rifrildi. Séð frá flokkslegu sjónarmiði væri það vitanlega mikið happ fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, ef hinir flokkarnir þrír mynduðu stjórn og hann yrði eini andstöðuflokkur- inn. Því að það er öllum ljóst, að sá flokkur er bezt settur á þessum tímum, er enga ábyrgð þarf að bera á stjórnarframkvæmdum. En hitt er jafn ljóst, að ekki er unnt að vinna verra verk þjóðinni í heild en gert væri með því, að stofna til nýrrar úlfúðar í landinu. Það getur enginn séð fyrir afleið- ingar slíks framferðis. Það er vissulega tími til kominn að þjóðin sjálf láti stjórnmálaleið- togana vita, að þessi vinnubrögð séu ekki að hennar skapi. Hún á að krefjast þess að flokkarnir hætti rifrildinu og taki höndum saman. Það er eina úrræðið út úr ógöng- unum. Allt annað leiðir til nýrrar ógæfu.“ Vísir isikrifar í aðalritstjórn- argrein sinn. í gær: „Ekkert verður um það fullyrt hvort um vinstri samvinnu verður að ræða, en eftir öllum sólarmerkj- um að dæma kemur hún vart til greina á þessum vetri, en öðru máli kann að gegna á hausti komanda, er alþingi kemur saman og af- greiðir fjárlög fyrir árið 1944. Þá kann margt að hafa skipazt á ann- an veg en nú, þótt mjög sé ólík- legt að dregið hafi að lokum ófrið- ar þess, sem nú geysar um heim allan. Er hitt sennilegra að enn sé langt í land þar til honum lýkur og við það verður íslenzka þjóðin að miða allELr ráðstafanir sínar. Fari það hins vegar svo, að FrEun- 'sóknarflokkurinn, Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar myndi stjórn sameiginlega, er fullvíst að hún fnuni sitja skammt að völdunum og reynast verri en ekki. Sjálf- stæðisflokkurinn þyrfti út af fyrir sig ekki að harma slíkt, en að sjálfsögðu myndi hann taka þátt í hörmum og hörmungum þjóðar- innar er séð yrðu endalok hinnar svokölluðu vinstri stjórnar, sem myndi sitja meðan sætt væri.“ Eins og menn sjá af þessum ummælum beggja Sjálfstæðis- flokksblaðanna, er það svo sem ekiki flokiksfiyggjan, sem veldur .andúð þeirra á hinum nýbyrj- uðu viðiræðum um vinstri stjórn. Nei, það er öðm nær. Sjálfstæðisflokkurinn gæti vel við það unað, að hún yrði mynd uð. Hann myndi græða á því að vera áhyrgðarlaus segja þau. En það er Þjóðin, sem þau bera fyrir brjósti. Og hver efast svo sem um þ.að, eftir þátt flokks þeirra í þjóðstjóminni, í sam- stjóm h-ans og Framsóknar- flofcksins, gerðardómsstjórninni svo að ekki sé nú minnsit á af- refcin, sem eíftir hina hreinu flokiksstjóm Ólafs Thors liggja?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.